Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Qupperneq 4
4 | Fréttir 24. janúar 2011 Mánudagur
Byltingarkenndar hugmyndir meindýraeyðis:
Villisvín á Vestfirði
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is
Slakaðu á heima
• Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd
• Djúpslökun með infrarauðum hita
• Sjálfvirkt og stillanlegt nudd
Verið velkomin í verslun okkar
prófið og sannfærist!
Úrval nuddsæta
Verð frá 29.750 kr.
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Þorleifur Frímann Guðmundsson
hefur með bréfi til Fiskistofu sak-
að útgerðarfélagið Saltver í Reykja-
nesbæ um skipulagða og afar grófa
löndun fram hjá vigt. Þorleifur vill
að Fiskistofa rannsaki útgerðina og
óskar eftir aðstoð við að fá þau laun
sem hann telur Saltver hafa hlunn-
farið hann um.
Þorleifur kveðst ekki geta horft
fram hjá brotunum líkt og aðrir sjó-
menn sem hafi staðið frammi fyr-
ir afarkostum; að missa vinnuna
eða þegja. Þorleifur segir að sér sé
fullljóst að eftir 37 ára starf við sjó-
mennsku á Suðurnesjum sé hann
búinn að vera í greininni vegna þess
að hann stígur nú fram. Hann vill að-
eins að sannleikurinn komi í ljós og
hann fái það sem hann telur sig eiga
inni hjá fyrirtækinu vegna meintra
brota þeirra á lögum um fiskveiðar.
Eigandi Saltvers segir þessar ásak-
anir kjaftæði.
Hélt bókhald
Saltver, sem er í eigu Þorsteins Er-
lingssonar fyrrverandi bæjarfull-
trúa og stjórnarmanns í Sparisjóði
Keflavíkur, var með skipið Ósk KE-5
frá því í nóvember og fram í byrjun
janúar og var Þorleifur ráðinn í pláss
þar sem matsveinn. Skipið hef-
ur verið gert út á net til þorskveiða.
Í bréfi Þorleifs til Fiskistofu segir
hann að við skoðun á launauppgjöri
sínu hafi hann uppgötvað að veru-
lega hafi vantað upp á aflatölur.
„Til dæmis á uppgjöri vegna nóv-
ember er gefinn upp afli 46.057 kíló.
Við lönduðum 153 körum þann
mánuð, það hef ég skráð hjá mér á
minnisblað […] Ég áætla að í hverju
kari sé 370–400 kg. Þarna vant-
ar verulega uppá vigtina að mínu
mati,“ segir Þorleifur í bréfinu. DV
hefur minnisblað Þorleifs undir
höndum þar sem hann skráir dag-
lega fjölda kara sem landað er. Bara
í nóvember virðist skeika um að
minnsta kosti tíu tonn sem Þorleif-
ur kveðst hafa staðfestan grun um
að hafi verið landað fram hjá vigt.
Hann var á skipinu til 5. janúar síð-
astliðins.
Afla sturtað í hausunarvél
Í bréfinu til Fiskistofu lýsir Þorleif-
ur því hvernig meint brot eigi sér
stað við löndun. „Í lok róðurs þá
gefur skipstjóri upp karafjölda með
sms-skeyti og fær svo til baka frá
útgerðarstjóra hvað eigi að setja í
veiðiskýrslu. Síðar við löndun þá er
aflinn sóttur með lyftara að skips-
hlið og ekið í hús sem er við bryggju-
rótina í Njarðvík. Vigtin er hægra
megin í húsin en hausari vinstra
megin. Afla er af ásetningi sturtað
beint í hausunarvél og ekkert fer á
vigt. Þegar eftirlitsmenn eru til stað-
ar eða á svæðinu þá hefur verið tek-
in sú ákvörðun að landa ekki öllum
aflanum, ítrekað hefur það komið
fyrir að það er farið með nokkur kör
aftur í róður eða landað síðar, eða
í skjóli nætur þó ekki fyrr en Fiski-
stofa hefur yfirgefið svæðið, ekkert
eftirlit hefur verið með hvort löndun
hafi raunverulega verið lokið,“ segir
Þorleifur í bréfi sínu til Fiskistofu.
Ekki til umræðu
Þegar tvær grímur fóru að renna á
skipverja segir Þorleifur að háseti
einn hafi gengið á útgerðarstjórann.
„Hásetinn fer að spyrja út í þennan
fisk sem er tekinn framhjá, hvort við
eigum ekki að fara að fá hann borg-
aðan. Og við vissum ekki að ver-
ið væri að taka fram hjá vigt fyrr en
skipstjórinn fer að segja okkur að
henda lifrinni í sjóinn til að fela afla-
magnið sem kemur í land. Fiskistof-
an getur nefnilega séð þegar magn
lifrar stemmir ekki við afla sem fer
inn í húsið,“ segir Þorleifur í sam-
tali við DV. Skipverjar hafi farið á
fund með útgerðarstjóra Saltvers í
kjölfarið. „Og þar segir hann; í sam-
bandi við þennan fisk sem verið er
að taka framhjá hérna, hann er bara
ekki til umræðu,“ segir Þorleifur. Í
kjölfarið hafi mönnum verið boðið
pláss á öðrum bát að sögn Þorleifs
ef þeir væru reiðubúnir að sætta sig
við kjörin. Það hafi hann sjálfur ekki
verið reiðubúinn að gera og krafð-
ist leiðréttingar á meðan hinir þáðu
plássin.
Vísar ásökunum á bug
Þorsteinn Erlingsson, eigandi Salt-
vers, heyrði fyrst af bréfi Þorleifs í á
fimmtudag þegar blaðamaður bar
málið undir hann. Hann harðneit-
ar öllum ásökunum sjómannsins
og segir þær kjaftæði. „Ég veit hver
þessi maður er en veit ekki af hverju
hann er að saka okkur um þetta. Það
er kannski út af því að hann fékk ekki
pláss hjá okkur á einhverjum bát. Ég
get ekki svarað þessu með öðru en
því að hann sé í sárum út af því,“ seg-
ir Þorsteinn og gefur þar að auki lítið
fyrir bókhald Þorleifs yfir fjölda kara
og segir að hann geti búið til kör og
skráð það niður á blað. „Ég skil bara
ekki hvert hann er að fara.“
Útgerðarmaðurinn vísaði annars
á tengdason sinn sem er útgerðar-
stjóri. Ekki náðist í hann við vinnslu
fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir.
Fiskistofa skoðar ábendingar
Eyþór Björnsson Fiskistofustjóri
segir að Fiskistofa tjái sig ekki um
einstök mál. Almennt sé það svo að
þegar ábendingar berast sé lagt mat
á hvort málið sé þess eðlis að tilefni
sé til rannsóknar. „Það er það oft
og þá förum við í rannsókn á svona
málum.“ Eyþór segir að umhverfi
stofunnar sé þannig að hægt sé að
fara í svokallaða bakreikningsrann-
sókn sem sé umfangsmikil og tím-
arfrek. Í raun þurfi að standa menn
að verki með rannsókn á vettvangi.
Og jafnvel þó að menn geti vitn-
að um meint brot hafi Fiskistofa fá
tækifæri til að nýta vitnisburð ein-
staklinga við rannsókn á málum aft-
ur í tímann.
„Rétta leiðin er að kæra slíkt til
lögreglu. Því við handtökum ekki
menn eða yfirheyrum. Nálgun okk-
ar á rannsóknum getur aldrei ver-
ið sambærileg þeirri sem lögreglan
hefur heimild til.“
KOKKUR SAKAR
ÚTGERÐ UM SVINDL
„Ég skil bara
ekki hvert
hann er að fara
n Sjómaður segir tugi tonna hafa verið tekna fram hjá vigt
n Stundum farið með kör út aftur í róður í stað þess að landa
n Eigandi útgerðarinnar segir ásakanirnar kjaftæði
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Vakti athygli á málinu Bréfið sem
Þorleifur Frímann sendi Fiskistofu þar sem
hann ber Saltver þungum sökum.
Orð gegn orði Þorsteinn Erlingsson segir
ásakanir Þorleifs út í hött.
Meindýraeyðirinn og rithöfundur-
inn Eyjólfur Guðmundsson hefur
haft samband við Atvinnuþróunarfé-
lag Vestfjarða og lagt fram nýstárlegar
hugmyndir sem hann telur að muni
auka ferðamannastraum til Vestfjarða
til muna. Eyjólfur sem hefur áhyggjur
af fólksfækkun á svæðinu vill láta flytja
kuldaþolna grasbíta hingað til lands
og sleppa þeim villtum á Vestfjörð-
um. Þannig verði hægt að skapa störf
í ferðamannaiðnaði sem aftur komi í
veg fyrir fólksfækkun. Dýrin sem hann
telur að gætu aukið fjölbreytileika líf-
ríkisins á Vestfjörðum og dregið að sér
ferðamenn eru meðal annars lamadýr,
villisvín, fasanar, sauðnaut og snæhér-
ar.
Aðspurður um það hvort hann hafi
ekki áhyggjur af því að slíkur innflutn-
ingur myndi raska lífríkinu sem fyr-
ir er segir Eyjólfur: „Það má ekki gera
neitt til þess að skemma neitt. Það yrði
að vera hægt að draga þetta til baka ef
í ljós kæmi að eitthvað færi öðruvísi
en ætlað var. Það væri til dæmis lítið
mál að kippa sauðnautunum í burtu
ef þau væru til vandræða.“ Eyjólfur
segir Þróunarfélagið ekki hafa svarað
umleitan hans, en hann segir svo um-
fangsmikill innflutning á villtum dýr-
um ekki gerast á einum degi, nokkur ár
taki að byggja upp stofna.
Eyjólfur segir möguleikana mikla
í ferðamannaiðnaðinum ef þessi leið
yrði farin: „Villisvínið sem lifði hér á
landnámsöld er náttúrulega kafloðið
og hörkuljótt en þeir sem hafa smakk-
að það segja það bragðgott. Það væri
hægt að selja veiðileyfi á það eins og
gert er í Eystrasaltslöndunum. Vestfirð-
ingar hafa haft áhyggjur af því að græn-
lensk sauðnaut séu mannýg en mér
hefur verið sagt að það ráðist aldrei á
fólk nema þegar það er að atast í ný-
fæddum kálfum.“
jonbjarki@dv.is
Fleiri dýr Eyjólfur vill flytja alls kyns
tegundir af villtum dýrum á Vestfirðina, þar
á meðal sauðnaut, snæhéra og villisvín.