Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 24. janúar 2011 Mánudagur Margréti Tryggvadóttur sárnar umræðan um njósnatölvuna: Fáránleikastig í hæstu hæðum Fyrirtaka í einkamáli læknisins Hannesar Sigmarssonar gegn stjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands var tekin fyrir í Héraðsdómi Aust- urlands síðastliðinn þriðjudag en málið var þingfest í desember. Í kröfugerð Karls Axelssonar, lög- manns Hannesar, er krafist bóta vegna embættisverka forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Einars Rafns Haraldssonar. Hann- es Sigmarsson var yfirlæknir á heil- brigðisstofnuninni þar til í febrúar 2009. Hannes krefst meðal annars bóta fyrir það sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn, en honum var sagt upp störfum eftir að forsvars- menn HSA sökuðu hann um fjár- drátt árið 2009. Lögreglurannsókn á þeim ásökunum leiddi ekkert sak- næmt í ljós. Hannes vildi ekki tjá sig um málið við DV að svo stöddu. Vill skaðabætur Samkvæmt heimildum DV er krafa Hannesar í hærra lagi en hann kær- ir heilbrigðisstofnunina fyrir ólög- mæta uppsögn, krefst launaupp- gjörs sem hefur ekki ennþá farið fram og bóta vegna meingerðar gegn persónu og æru hans af hálfu forstjóra HSA. Málið á rætur sín- ar að rekja til þess þegar Hannes var leystur tímabundið frá störfum þann 12. febrúar 2009. Í fréttatilkynningu sem HSA sendi frá sér í kjölfar uppsagnar- innar sagði að málið snéri einkum að vinnulagi og kostnaði sem átti að hafa verið á skjön við það sem tíðkaðist annars staðar innan HSA. Forsvarsmenn HSA sökuðu Hannes um fjárdrátt með því að hafa gefið út óeðlilega marga og háa reikninga fyrir læknis verk utan dagvinnu. Lögreglan á Eskifirði rannsakaði málið en hætti rannsókn mánuði síðar þar sem ekkert kom í ljós sem taldist saknæmt. Samt sem áður fékk Hannes ekki starf sitt aftur. Reiði í Fjarðabyggð Margir íbúar Fjarðabyggðar urðu æfir yfir því að Hannes var ekki ráð- inn til starfa aftur. Tæplega þúsund manns skrifuðu undir undirskrifta- lista Hollvinasamtaka heilsugæsl- unnar í Fjarðabyggð. Hópurinn skoraði á stjórn Heilbrigðisstofnun- ar Austurlands, HSA, að segja af sér. „Þetta er búið að valda því- líkri gremju hérna hjá fólki og það eru margir sem fara bara ekkert til læknis,“ segir Emil Thorarensen í samtali við DV. Emil sem var for- sprakki undirskriftasöfnunarinnar til stuðnings Hannesi segir málið hið snúnasta. Emil sagðist í samtali við DV í maí 2009 furða sig á því af hverju Hannes væri ekki kominn aftur til starfa þar sem hann væri afar vinsæll læknir sem sinnti öllum útköllum af kostgæfni. Frábær læknir „Af hverju er hann ekki kominn til starfa eftir að hafa verið hreins- aður? Hann er svo vinsæll. Hann er svoleiðis frábær læknir. Fólk þekkir hann og hann þekkir fólk- ið. Það sem fólk er hræddast við er að hann fari. Hann getur feng- ið vinnu hvar sem er,“ sagði Emil sem var afar ósáttur við störf Einars Rafns Haraldssonar, forstjóra HSA. Þá sagði hann uppsögn Hannesar hafa verið níðingsverk gegn Hann- esi, fjölskyldu hans og öllum íbúum Fjarðabyggðar. n Fyrrverandi yfirlæknir heilbrigðisstofnunar Austurlands höfðar einkamál gegn stofn- uninni n Sakaður um fjárdrátt árið 2009 n Forstjóri heilbrigðisstofnunarinnar sagði honum upp í kjölfar málsins n Rannsókn lögreglu leiddi ekkert saknæmt í ljós „Þetta er búið að valda þvílíkri gremju hérna hjá fólki og það eru margir sem fara bara ekkert til læknis. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is LÆKNIR KREFST BÓTA Fjöldi undirskrifta Rétt tæplega þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista og skoruðu á stjórn HSA að segja af sér vegna málsins. Tjáir sig ekki Hannes Sigmarsson, fyrrverandi yfirlæknir hjá HSA, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Ég verð að viðurkenna að síðustu daga hef ég verið hálfflissandi yfir fréttum af því að svokölluð „aðskota- tölva“ hafi fundist í herbergi sem er á hæðinni okkar í skrifstofuhúsnæði Alþingis við Austurvöll,“ segir Mar- grét Tryggvadóttir, alþingismað- ur Hreyfingarinnar, í grein á vefsíðu sinni sem birtist þar á sunnudag- inn. „Hæðinni deilum við með Sjálf- stæðisflokknum sem einnig er með skrifstofur á hæðinni fyrir neðan og Þingvallanefnd. Auk þess er þar fundarherbergi sem er talsvert not- að.“ Margrét segist þó ekki flissa vegna þess að hún taki tölvufundinn ekki alvarlega heldur sé fáránleika- stig málsins í heild í hæstu hæðum. Margrét segist ekki hafa mikið vit á njósnum en telur að það hljóti að vera til árangursríkari aðferðir en að skilja eftir fartölvu tengda við netið innan þingsins. „Ef um njósnatilraun hafi verið að ræða hafi sú tilraun ver- ið árangurslaus.“ Margrét segist raunar hafa oft tengt fartölvuna sína með þessum hætti við netið á Alþingi en af örygg- isástæðum sé þessi kostur ekki leng- ur fyrir hendi. Margrét segir að sér og öðrum þingmönnum Hreyfingar- innar hafi sárnað hvernig ýmsir hafi vegið að heiðri þeirra og látið í veðri vaka að Wikileaks tengdist málinu. „Sú hugmynd að meinta njósna- tölvan sé þarna á vegum Wikile- aks og að ekki hafi beinst grunur að neinum öðrum, enda hafi yfirstjórn þingsins ekki veitt lögreglu neinar upplýsingar um aðrar „grunsamleg- ar mannaferðir“ og öll myndskeið úr öryggismyndavélum frá 28. desem- ber 2009 hafi sjálfkrafa verið eytt eins og virðist viðgengin venja í þinginu er nú kannski fyrst og fremst hlægi- leg vegna þess að Wikileaks starfar ekki þannig. Wikileaks er fjölmiðill, ekki leyniþjónusta,“ skrifar Margrét. valgeir@dv.is Margrét Tryggvadóttir „Wikileaks er fjölmiðill, ekki leyniþjónusta.“ Lést í umferðarslysi Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Akureyri í síðustu viku hét Gísli Ólaf- ur Ólafsson til heimilis að Vættagili 21 á Akureyri. Gísli var að skokka meðfram Eyjafjarðarbraut en varð fyrir fólksbifreið. Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akur- eyri þar sem hann var úrskurðaður látinn. Hann var 49 ára að aldri og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn aldrinum 8 til 28 ára. Harður árekstur Harður árekstur varð á Hafnarfjarð- arvegi í Kópavogi á sunnudag. Ann- ar ökumannanna flúði af vettvangi og er hans nú leitað af lögreglu. Hinn ökumaðurinn, sem slapp nær ómeiddur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni, var illa á sig kominn vegna neyslu áfengis eða fíkniefna. Lögreglan vill ekki gefa nánari upp- lýsingar um slysið þar sem hún telur það geta skemmt fyrir í leit að þeim sem flúði af vettvangi. Hann er grun- aður um að hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Segir House of Fraser ekki til sölu Páll Benediktsson, upplýsingafull- trúi skilanefndar Landsbankans, hafnar því að 35 prósenta hlutur Landsbanka Íslands í verslunarkeðj- unni House of Fraiser, sé til sölu. í samtali við fréttavefinn visir.is sagði Páll að frétt breska blaðsins Daily Mail, sem fullyrti að skilanefndinn íhugaði að selja hlutinn, væri „della.“ Páll segir þó að undirbúningur sé hafinn á söluferli Iceland Foods og Hamleys-leikfangaverslunarinnar. Eitthvað gæti gerst í þeim málum á þessu ári, en ákveðið hafi verið að bíða með söluna á House of Fraser til ársins 2012.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.