Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 2. febrúar 2011 Miðvikudagur
Meiðyrðamál höfðað á hendur blaðamanni Morgunblaðsins:
Stefnir Agnesi
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lög-
maður Inga Freys Vilhjálmssonar,
fréttastjóra DV, segir að stefna gegn
Agnesi Bragadóttur, blaðakonu Morg-
unblaðsins, verði þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur þriðjudaginn 8.
febrúar. Vilhjálmur segir Morgunblað-
ið ekki hafa brugðist við innan þess
frests sem gefinn var á mánudag til
þess að að leiðrétta umfjöllun blaðsins
frá því á mánudag, biðjast afsökunar og
greiða miskabætur.
Morgunblaðið staðhæfði á forsíðu
sinni á mánudaginn að lögreglan rann-
sakaði nú tengsl DV og Wikileaks. Í
grein inni í blaðinu, sem Agnes Braga-
dóttir skrifaði, var Ingi Freyr nafn-
greindur og fullyrt að hann hefði réttar-
stöðu grunaðs manns. Í því samhengi
var fjallað um hina svokölluðu njósn-
atölvu sem fannst í húsakynnum Al-
þingis á síðasta ári og einnig meintan
stuld á gögnum frá lögmanni Miles-
tone. Morgunblaðið fjallaði um að Ingi
væri grunaður um að hafa gert ungan
dreng út til þess að brjótast inn og ræna
gögnunum.
Björgvin Björgvinsson, yfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, staðfesti á þriðjudag
að Ingi Freyr hefði ekki réttarstöðu
grunaðs manns í neinni sakamála-
rannsókn, þvert á það sem Agnes
Bragadóttir hélt fram í Morgunblað-
inu.
Vilhjálmur Hans segir að í ljós hafi
komið að allur málatilbúnaður Morg-
unblaðsins hafi verið byggður á sandi.
Þegar samsæriskenningar sem voru
til grundvallar því að Ingi hefði rétt-
arstöðu grunaðs manns, hefðu ver-
ið hraktar, þá séu hugmyndir Morg-
unblaðsins um að drengur hefði
verið gerður út af örkinni til þess að
stela gögnum aðeins orðin tóm. „Þetta
er bara spuni Morgunblaðsins,“ segir
Vilhjálmur.
Agnes vildi ekkert segja við DV.
„Ég tjái mig ekki eitt einasta orð, ekki
eitt einasta orð. Takk,“ sagði Agnes og
skellti á. valgeir@dv.iswww. tengi.is
Gæði,þjónusta og ábyrgð
- það er TENGI
TILBOÐSDAGAR
IFÖ BAÐINNRÉTTINGAR
EINFALDAR Í UPPSETNINGU - KOMA SAMSETTAR!
Tilboðsverð:
29.900,- kr.
Furðulegt félag
meints braskara
Fjárfestirinn Gísli Reynisson á félagið
H6 sem greiddi 1.900 þúsund krónur
fyrir veitingar til viðskiptavina sinna
árið 2009, eða sem nemur 15 prósent-
um af rekstrargjöldum félagsins. Gísli
er einn þeirra fjögurra sem grunaðir
eru um gjaldeyrisbrask fyrir allt að 13
milljörðum króna í gegnum sænska fé-
lagið Aserta AB. Gísli var ekki einung-
is gjafmildur við viðskiptavini sína árið
2009 heldur virðist hann hafa ferð-
ast mjög mikið á vegum félagsins H6.
Nam ferðakostnaður þremur milljón-
um króna.
Gísli er skráður eigandi félags-
ins H6 ásamt Ólafi Sigmundssyni en
þeir sæta báðir rannsókn efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra vegna
gruns um stórfellt gjaldeyrisbrask. Auk
þeirra voru handboltahetjan Markús
Máni Michaelsson og Karl Löve Jó-
hannsson handteknir fyrir rúmu ári.
Eru þeir grunaðir um að hafa stundað
ólögleg gjaldeyrisviðskipti fyrir allt að
13 milljörðum króna í gegnum félög-
in Glacier Capital Partners og sænska
félagið Aserta AB. Fjórmenningarnir
störfuðu allir saman hjá fjárfestingar-
bankanum Straumi fyrir bankahrunið.
Eiga þeir að hafa hagnast gríðarlega á
þessum viðskiptum. Á heildarhagnað-
urinn að hafa numið tveimur til fimm
milljörðum króna og nokkur hundruð
milljónir króna eiga að hafa runnið til
fjórmenninganna.
Óútskýrðar tekjur
Félagið H6 er skráð til heimilis að
Hlíðasmára 6 í Kópavogi ásamt félag-
inu ARM verðbréf. ARM hét áður Agi
verðbréf og er sagt starfa við miðl-
un verðbréfa og hrávörusamninga.
Var Gísli einn þeirra sem keyptu Aga
verðbréf (nú ARM) árið 2009 og hef-
ur félagið verðbréfaleyfi frá Fjármála-
eftirlitinu. Á vefsíðunni Linkedin titl-
ar Gísli sig fjárfestingastjóra H6. Segir
hann að félagið stundi fjárfestingar
með eigið fé H6 auk þess sem félagið
fjárfesti fyrir vini og fjölskyldu. 1.900
þúsund króna rekstrarkostnaður H6
árið 2009 vegna veitinga til viðskipta-
vina hefur því væntanlega verið notað-
ur til að halda boð fyrir vini og ættingja
Gísla. Í ársreikningi félagsins fyrir árið
2009 eru bókfærðar 15 milljóna króna
tekjur og er engin skýring gefin á því
hvaðan þær koma. Auk þessa bók-
færir félagið ferðakostnað upp á þrjár
milljónir króna. Hlýtur það að teljast
með ólíkindum að hægt sé að bókfæra
bæði ferðakostnað og veitingar til við-
skiptavina fyrir fimm milljónir króna.
Nema þessir tveir liðir 40 prósentum af
rekstrarkostnaði H6 sem var 13 millj-
ónir króna árið 2009.
Byggði glæsihýsi í Garðabæ
DV sagði frá því í fyrra að Gísli væri
að byggja sér 500 fermetra glæsihýsi í
Garðabænum ásamt eiginkonu sinni.
Þar af væri bílskúrinn einn um 50
fermetrar að stærð. Er talið að fram-
kvæmdir hafi legið niðri við húsið eft-
ir bankahrunið en fljótlega farið á fullt
aftur eftir að Gísli varð umsvifamik-
ill í gjaldeyrisviðskiptum. Samkvæmt
heimildum DV er glæsihýsið í Garða-
bænum ekki metið á minna en 150
milljónir króna.
Rannsókn miðar hægt
Lítið hefur verið fjallað um meint
gjaldeyrisbrask eftir að Alþingi sam-
þykkti hert lög um gjaldeyrisviðskipti
í byrjun apríl 2009. Í janúar í fyrra
voru forsvarsmenn sænska félagsins
Aserta AB handteknir og yfirheyrðir
af efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra eins og áður kom fram. Rifjaði
vefritið Pressan það upp á miðviku-
daginn að ár væri liðið frá því að efna-
hagsbrotadeildin hóf að rannsaka
meint gjaldeyrisbrask fjórmenning-
anna. Var efnahagsbrotadeildin þög-
ul um framvindu rannsóknarinnar.
„Rannsóknin er umfangsmikil og tek-
ur tíma. Við getum ekki upplýst um
hvar rannsóknin er á vegi stödd, svo
sem með að upplýsa hvað hafi ver-
ið gert og hvað sé fyrirhugað að gera.
Rannsóknin er í fullum gangi,“ var
svar efnahagsbrotadeildarinnar.
Gísli og þremenningarnir sem
áður störfuðu hjá Straumi eru ekki
þeir einu sem taldir eru hafa grætt á
tá og fingri á meintu gjaldeyrisbraski.
Á miðvikudaginn sagði DV frá því að
bræðurnir Friðjón og Haraldur Þórð-
arsynir hefðu greitt sér nærri 300
milljónir í arð í gegnum félagið TH
Investments. Hagnaðist félagið um
250 milljónir króna á einungis tveim-
ur mánuðum í lok árs 2008 stuttu eftir
að gjaldeyrishöftin voru sett á. Hagn-
aðurinn 2009 var síðan 45 milljón-
ir króna. Í samtali við DV árið 2009
þvertók Friðjón Þórðarson fyrir það
að TH Investments stundaði gjald-
eyrisbrask.
n Kostnaður vegna veitinga til viðskiptavina nam 1.900 þúsund krónum n Gísli Reyn-
isson er talinn hafa stórgrætt á gjaldeyrisviðskiptum n Býr í 500 fermetra glæsihýsi
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
„ Í ársreikningi fé-
lagsins fyrir árið
2009 eru bókfærðar 15
milljóna króna tekjur og
er engin skýring gefin á
því hvaðan þær koma.
Gjafmildur Gísli Reynisson virðist vera
gjafmildur við viðskiptavini félagsins H6 sem
hann rekur. Fóru 15 prósent af rekstrarkostn-
aði H6 í veitingar til viðskiptavina, eða alls
1.900 þúsund krónur. Viðskiptavinir H6 eru
vinir og ættingjar Gísla.
Glæsihýsi í Garðabæ Hér má sjá 500 fermetra
glæsihýsi Gísla sem hann byggði sér í Garðabæ. Er
það metið á 150 milljónir króna. MYND RÓBERT REYNISSON.
Staða íslenskrar
tungu lögfest
Frumvarp mennta- og menningar-
málaráðherra til laga um stöðu ís-
lenskrar tungu og íslensks táknmáls
var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinn-
ar á þriðjudag. Markmið frumvarps-
ins er að festa í lög „stöðu íslenskr-
ar tungu, mæla fyrir um varðveislu
hennar, þróun og nothæfni og aðgengi
manna“, eins og það er orðað. Helstu
atriði frumvarpsins eru þau að staða
íslenskunnar verði fest í lög. Táknmál
verði viðurkennt sem fyrsta tungumál
þeirra sem nota það til tjáningar og
samskipta og að allir landsmenn eigi
kost á íslenskukennslu.
Höfuðstóllinn
lækkar um tugi
prósenta
Landsbankinn er nú að ljúka endur-
útreikningi á erlendum íbúðalánum.
Tæplega 2.800 lán koma til endurút-
reiknings hjá bankanum en lækkun
höfuðstóls erlendra lána verður aldrei
minni en 25 prósent. Meðallækkun
höfuðstóls er 41 prósent. Á þetta við
um þau lán sem falla undir lög um
vexti og verðtryggingu frá því í desem-
ber í fyrra. Viðskiptavinir bankans
með erlend lán, sem fá lánin ekki end-
urútreiknuð samkvæmt lögum, geta
sótt um endurútreikning á grundvelli
greiðsluerfiðleika.
Kom sökinni
á annan mann
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt þrítugan karlmann í tveggja
mánaða fangelsi fyrir umferð-
arlagabrot og rangar sakargiftir.
Maðurinn var stöðvaður í janúar
2009 án ökuréttinda auk þess sem
hann var undir áhrifum amfetam-
íns við aksturinn. Maðurinn gaf
upp rangt nafn og kennitölu þegar
lögregla hafði afskipti af honum.
Auk þess ritaði hann sama nafn á
upplýsingablað dóms- og kirkju-
málaráðuneytisins sem gerði það
að verkum að rangur maður var
ákærður fyrir brotið. Maðurinn
játaði brot sín en hann á lang-
an afbrotaferil að baki. Auk þess
að sæta tveggja mánaða fangelsi
var manninum gert að greiða 217
þúsund krónur í sakarkostnað.
Dregin fyrir dóm Agnesi Bragadóttur,
blaðakonu Morgunblaðsins, verður stefnt
fyrir meiðyrði.