Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Side 22
22 | Viðtal 2. febrúar 2011 Miðvikudagur M ér finnst það talsverður áfangi að hafa lafað þenn- an tíma á þessum mark- aði,“ segir hann og hlær þegar hann er spurður hvort það sé rétta orðið; að lafa. „Nei, nei, ég er ekki að kvarta,“ segir Siggi. „Það er bara alltaf gam- an að búa sér til tímamót eða eins konar kaflaskil. Þetta eru engin stór- fengleg tímamót á mínum ferli, það er hins vegar allt í lagi að draga djúpt að sér andann, hugsa til baka, læra af reynslunni og hugsa til framtíðar.“ Ætlarðu að gera eitthvað sérstakt í tilefni af þessum áfanga? „Nei, í sjálfu sér ekki. Ég er þó í fyrsta skipti á ferlinum að fást við einleik í Afanum í Borgarleikhús- inu. Ég hef aldei leikið einleik áður svo þetta er ný reynsla fyrir mér. Ég hef hins vegar leikstýrt mörgum ein- leikjum. Ég held ég verði bara að viðurkenna að ég hef ekki lagt í að leika einleik fyrr. Maður er einn og berskjaldaður á sviðinu, algjörlega óvarinn. Í þessu tilfelli er ég að leggja sjálfan mig á borðið því þetta er að mörgu leyti mjög persónuleg sýning, inspírasjónin er sótt í mitt eigið líf svo ég er sannarlega að gefa mikið af sjálfum mér í þessu verki.“ Siggi á þrjú barnabörn, tvö eins árs og eitt fjögurra ára. „Ég er að stíga mín fyrstu skref í þessu hlutverki í raunverulegu lífi og get ekki nóg- samlega lýst því hversu skemmti- legt það er. Ég er mikill afi í raun- veruleikanum og allt öðruvísi með barnabörnunum en ég var með eigin börnum. Þetta er held ég sameigin- leg reynsla flestra af ömmu- og afa- hlutverkinu og ég kem helling inn á það í leikritinu. Í raunveruleikan- um er þetta skemmtilegasta hlutverk sem ég hef tekist á við til þessa.“ Stoltur af því að vera Gaflari Eins og allir vita er Siggi Hafnfirðing- ur, en hann segist vera miklu meira en það, hann sé „orginal“ Gaflari. „Ég er fæddur í heimahúsi þannig að það verður ekki meira „orginal“. Blaðamaður kemur nú af fjöllum þrátt fyrir að hafa reynslu af að hafa tímabundið búið í Hafnarfirði. Er ekki nóg að geta rakið sig nokkra ætt- liði á staðnum, þannig var það þegar blaðamaður bjó þar. „Já, nei,“ segir Siggi og hristir höf- uðið, „það þarf mun meira til. Það eru reyndar nokkrar útgáfur af þessu en ég fer ekki ofan af því að ætli menn að kalla sig Gaflara verða þeir að hafa fæðst í heimahúsi.Í Hafn- arfirði að sjálfsögðu. Það er bara þannig. Ég hef alltaf búið í Hafnar- firði og það verður ekki breyting á því,“ segir hann og er greinilega að rifna úr stolti. Við Siggi sitjum í kaffistofunni í Borgarleikhúsinu og anddyrið er fullt út úr dyrum af krökkum í áheyrnarprufum. Það ríkir mikil spenna í hópnum, en Siggi segist ekkert kannast við þetta. „Ég hef svo oft svarað þeirri spurningu hvort mig hafi dreymt um að vera leikari frá blautu barnsbeini. Það er af og frá. Svona áheyrnarpruf- ur voru þar að auki óþekkt fyrirbæri þegar ég var að byrja. Þó að 35 ár séu ekki voðalega langur tími er allt ann- að leikhúsumhverfi í dag en þá. Þetta var fyrst og fremst bundið við stóru leikhúsin tvö, annað var ekki mjög öflugt, svo starfsumhverfi mitt hef- ur breyst gríðarlega á þessum árum.“ En varstu þá aðalgrínarinn í bekknum? Siggi brosir feimnislega, segi og skrifa feimnislega: „Nei, alls ekki. Ég er klisjan, ég er feimni strákur- inn sem hafði sig aldrei í frammi. Ég þorði að leika á skátaskemmt- unum og pínulítið í skóla. Síðan atvikaðist þetta bara, áður en ég vissi af var ég kominn á eitthvert „Ég er feimni strákurinn“ Sigurður Sigurjónsson, eða Siggi Sigurjóns eins og hann er gjarnan kallaður, á 35 ára leikafmæli um þessar mundir. Siggi segist ekki ætla að halda upp á afmæl- ið með látum og flugeldasýningu, en segir afmælið hafa mikla þýðingu fyrir sig persónulega. „Við finnum samt núna að fólk vill að við tökum fyrir fréttir af líðandi stundu og helst á sem harka- legastan hátt. Siggi dularfulli Þarna er örugg- lega eitthvað meinfyndið að brjótast um í Sigga. Myndir róbert reyniSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.