Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Síða 8
8 | Fréttir 7. febrúar 2011 Mánudagur
Ungmenni tekin
með fíkniefni
Lögreglan á Sauðárkróki hafði hend-
ur í hári þriggja ungmenna aðfara-
nótt sunnudags vegna fíkniefnamis-
ferlis. Ungmennin, sem voru þrjú
saman í bíl, voru á ferð um Þver-
árfjall þegar lögregla stöðvaði för
þeirra. Ökumaðurinn er grunaður
um að hafa ekið undir áhrifum fíkni-
efna. Lögregla gerði lítilræði af fíkni-
efnum upptæk.
Aðfaranótt sunnudags var til-
tölulega róleg í flestum lögregluum-
dæmum. Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins þurfti að sinna tuttugu og
tveimur útköllum og var þá yfirleitt
um að ræða almenn veikindi hjá
fólki. Þá var slökkvilið einnig kallað
út vegna reyks sem lagði frá íbúð við
Bústaðaveg.
Janúar var
þurr og hlýr
Nýliðinn janúarmánuður var þurr
og hlýr en þó ekki jafn hlýr og sami
mánuður í fyrra. Þetta kemur fram í
yfirliti yfir tíðarfar í janúar sem Veð-
urstofa Íslands hefur tekið saman.
Meðalhiti var á bilinu 1,1 til 2,5
stigum ofan meðaltals. Fremur þurrt
var um sunnan- og suðaustanvert
landið en annars var úrkoma í ríf-
legu meðallagi. Meðalvindhraði var
meiri en í janúar undanfarin ár og
urðu nokkrar fokskemmdir í norð-
anveðri snemma í mánuðinum.
Hiti í Reykjavík var 1,6 stig að
meðaltali og er það 2,1 stigi ofan
meðallags. Á Akureyri var meðal-
hitinn 0,4 stig, eða 2,5 stigum ofan
meðallags.
Fremur þurrt var um landið
sunnan- og suðaustanvert. Úrkoma
mældist 61,2 millimetrar og er það
81 prósent meðalúrkomu. Á Akur-
eyri var úrkoman 64,4 millimetrar
og er það sautján prósent umfram
meðallag.
Skilanefnd
áfrýjar í New York
Skilanefnd Glitnis hefur ákveðið að
áfrýja niðurstöðu dómstóls í New
York í Bandaríkjunum sem hafði
áður vísað frá dómi máli á hendur
Glitnisklíkunni svokölluðu. Formað-
ur nefndarinnar telur sjömenning-
ana ekki hafa uppfyllt þau skil-
yrði sem sett voru við frávísunina.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður
slitastjórnar Glitnis, staðfesti þetta
um helgina. Málinu var upphaflega
vísað frá á þeim forsendum að allir
málsaðilar væru íslenskir. Málinu
virðist því hvergi nærri lokið því á
sama tíma hefur Jón Ásgeir Jóhann-
esson hótað skaðabótamáli á hend-
ur slitastjórninni.
Mikillar óánægju gætir meðal leik-
skólastarfsmanna vegna fyrirhugaðr-
ar sameiningar á leikskólum borgar-
innar. Fólk innan stéttarinnar segir
allt beinlínis loga af óánægju og krefst
þess að hlutirnir séu kallaðir réttum
nöfnum. Að tengja sparnaðaraðgerðir
við faglegan ávinning sé móðgun við
leikskólakennara og með því sé verið
að klæða hlutina í skrautbúning því
engin ávinningur sé að því að missa
fagfólk úr stéttinni.
Sameiningarnefnd á vegum borg-
arinnar mun skila af sér skýrslu í lok
febrúar og kemur þá í ljós hvaða leik-
skólar verða sameinaðir og hvort frí-
stundaheimili og grunnskólar sam-
einist einnig. Á meðan upplifa tugir
leikskólastarfsmanna mikla óvissu
um framtíð sína og starfsöryggi og
gagnrýna vinnubrögð menntaráðs
harðlega.
Óljós faglegur ávinningur
„Í byrjun nóvember var þessi samein-
ingarnefnd sett á laggirnar. Hún átti
að vinna að því að finna út hvar væri
best að sameina með faglegan og fjár-
hagslegann ávinning í huga,“ segir að-
stoðarleikskólastjóri í Reykjavík í sam-
tali við DV. Konan, sem vill ekki koma
fram undir nafni, gagnrýnir að hlut-
irnir séu ekki kallaðir réttum nöfnum.
„Það sem er vitað er að faglegur ávinn-
ingur samkvæmt nefndinni felst í að
segja frekar stjórnendum upp og sam-
eina en að segja upp starfsfólki á deild-
um,“ segir hún og bætir við að formað-
ur nefndar um sameiningu hafi vitnað
í rannsóknir þess efnis að sameining
með þessum hætti muni ekki hafa
áhrif á starf barna og fagleg störf í skól-
unum. „Þær rannsóknir hafa hins veg-
ar aldrei komið fram og veit ég að það
eru allir forvitnir um þær. Við höfum
ekki fengið að sjá neinar tölur í krón-
um um hver hinn raunverulegi sparn-
aður verður. Né heldur hver kostn-
aðurinn af sameiningarnefndinni er
eða af sameiningunni ef og þegar hún
verður hjá einhverjum leikskólum og
grunnskólum.“
Sýndarlýðræði
Að hennar mati er ófagmannlega að
þessum fyrirhuguðu breytingum stað-
ið og vill hún meina að illa sé að konum
vegið en mikill meirihluti leikskóla-
og aðstoðarleikskólastjóra eru konur.
„Það eru um 78 leikskólar í Reykja-
vík og þetta varðar þá með einum eða
öðrum hætti. Allir leikskólastjórar
borgarinnar eru konur og meirihluti
aðstoðarleik skólastjóranna,“ segir
konan en tekur það fram að borgin sé
með flotta jafnréttisstefnu. Þetta brjóti
hins vegar í bága við hana. Þá sé búið
að setja sama rýnihópa meðal starfs-
manna og foreldra. „Þetta hljómar allt
sem einhvers konar sýndarlýðræði.
Þetta er hreinn niðurskurður og sam-
eining en er sett svona fram til að leyfa
okkur að halda að við höfum eitthvað
um þetta að segja. Nefndin talar mjög
hátt um að það sé búið að hafa sam-
ráð við 500–600 manns í borginni um
þetta en pikka síðan út það sem hún
vill heyra. Það er að minnsta kosti ekki
mikið hlustað á gagnrýnisraddir,“ seg-
ir hún og bætir við að verulega þungt
hljóð sé í leikskólastarfsmönnum
þessa dagana. „Það titrar allt meðal
starfsfólks og stjórnenda. Það eru allir
í sjokki. Mitt starfsöryggi er til dæmis í
uppnámi og ég veit ekkert hvað bíður
mín, en það er augljóst að bitist verður
um hverja stjórnunarstöðu.“
Missir að fagfólki
„Það virðist sem að borgaryfirvöld
hafi gert sér vonir um að stjórnend-
urnir, sem eru menntaðir kennarar,
kæmu inn í aðrar stöður innan leik-
skólanna í staðinn, en stjórnendur eru
búnir að koma með þá yfirlýsingu að
það muni ekki gerast,“ segir aðstoðar-
leikskólastjórinn og bætir við að þar af
leiðandi hverfi fagfólk út úr stéttinni.
„Þetta er alveg ofboðslega umburð-
arlynd starfsstétt og við höfum látið
mjög margt reddast hingað til en nú
eru allir komnir með nóg.“ Rætt hefur
verið um það meðal leikskólakennara
og leikskólastjóra að jafnvel komi til
greina að boða til verkfalls. Ekkert er
þó staðfest í þeim efnum.
Lítill sparnaður í byrjun
Oddný Sturludóttir, formaður
menntaráðs, segir hagræðinguna
nauðsynlega og reynt sé að hlusta á
tillögur starfsmanna og foreldra eft-
ir fremsta megni. DV lagði nokkrar
spurningar fyrir Oddnýju.
Margir leikskólakennarar segj-
ast upplifa þessar samráðsnefndir og
rýnihópa sem einhvers konar sýndar-
lýðræði, þar sem í raun sé ekki hlust-
að á óánægjuraddir og gagnrýni.
Hvernig svarar þú því?
„Hugmyndir að sameiningum
leikskóla hófust strax eftir að ný lög
um leikskóla voru samþykkt sumar-
ið 2008, það er, áður en hrunið varð.
Á síðastliðnu ári voru sex leikskól-
ar orðnir að þremur. Í Reykjavík eru
margir litlir leikskólar sem fullyrða
má, að sameining skili bæði fagleg-
um og fjárhagslegum ávinningi. Í
hverjum leikskóla, jafnvel þó börnin
séu einungis 24 –40, er gerð náms-
skrá, fjárhagsáætlun, ársskýrsla og
fleira sem tekur umtalsverðan tíma.
Þá hefur stærri leikskóli á að skipa
starfsmannahópi sem hefur bæði
fjölbreytta menntun og reynslu sem
skilar miklu inn í faglega starfið.
Fyrsta ákvörðun starfshópsins sem
ég stýri var að verkefnastjórinn tæki
einstaklingsviðtöl við alla leik- og
grunnskólastjóra ásamt forstöðu-
mönnum barnastarfs ÍTR. Í fram-
haldi af því voru fundir í öllum hverf-
um þar sem foreldrar og starfsfólk
var beðið að rýna í tækifæri í sínu
hverfi. Unnið var með ábendingar
úr þessari vinnu auk þess sem starfs-
hópurinn lagði fram hugmyndir. Nú
eru að störfum rýnihópar sem fara
yfir tugi tillagna og síðan endum við
vinnuna með því að þeir stjórnendur
sem fengu einstaklingsviðtölin fara
yfir sömu hugmyndir. Hópurinn mun
gera tillögu til borgarráðs um mögu-
legar sameiningar. Á sjötta hundrað
aðilar koma að þessari vinnu, öllu
meira samráð er vart mögulegt nema
á mun lengri tíma, og rödd þeirra
mun sjá sér stað í lokatillögunum en
ljóst er að nauðsynlegt er að hagræða
og því þurfum við að ganga lengra en
vilji margra stjórnenda stendur til.“
Hver er hinn raunverulegi sparn-
aður?
„Útreikningar liggja ekki fyrir,
fyrst viljum við klára samráðsferl-
ið. Sparnaðurinn verður ekki mik-
ill fyrst um sinn, það er eðlilegt þeg-
ar um stórar breytingar er að ræða
en við höfum alltaf litið svo á að við
séum að búa í haginn fyrir næstu
ár. Betri nýting skólahúsnæðis get-
ur til dæms leitt til þess að við get-
um endurskoðað uppbyggingaráætl-
anir viðbygginga við skóla. Þannig
að sá sparnaður til lengri tíma getur
legið í gífurlegum fjárhæðum sem
við viljum nýta í innra starf skóla
og frístundastarf. Nýting húsnæðis
grunnskóla fyrir til dæmis leikskóla-
deildir sparar okkur stórar fjárhæðir,
hugsanleg samþætting skóla- og frí-
stundastarfs er spennandi bæði fag-
lega og fjárhagslega og svona mætti
lengi telja.“
Það liggja í loftinu mótmælaað-
gerðir hjá leikskólastarfsmönnum.
Hvernig hyggist þið bregðast við ef til
verksfalls kemur?
„Við munum hlusta á starfsfólkið
okkar og upplýsa eftir fremsta megni
hver staðan sé. En á tímum sem þess-
um ber okkur að skoða alla mögu-
leika til hagræðingar svo standa megi
vörð um gott leikskólastarf.“
„Mitt starfsöryggi er
til dæmis í upp-
námi og ég veit ekkert
hvað bíður mín, en það er
augljóst að bitist verður
um hverja stjórnunarstöðu
n Mikil óánægja meðal leikskólastarfsmanna n Illa vegið
að kvennastétt þrátt fyrir jafnréttisstefnu borgarinnar
n Mikill missir að fagfólki sem mun hverfa úr stéttinni
„Allir
komnir
með nóg“
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Óhjákvæmilegt „Á tímum sem þessum
ber okkur að skoða alla möguleika til
hagræðingar svo standa megi vörð um gott
leikskólastarf,“ segir Oddný Sturludóttir.
Mikil ólga Leikskólakennarar eru
uggandi vegna fyrirhugaðs niðurskurðar og
sameiningar leikskólanna. Myndin tengist
efni fréttarinnar ekki beint.
Mynd SIgtryggur arI