Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Síða 10
10 | Fréttir 7. febrúar 2011 Mánudagur STOFNUÐU FÉLAG MEÐ TzVETANSKI Arnar Guðmundsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Landsbankanum í Lúxemborg, situr í stjórn fasteignafé- lags sem búlgarski kaupsýslumaður- inn Gueorg Tzvetanski var meðeig- andi að. Landsbankinn í Lúxemborg lánaði Pro Invest, félagi Tzvetanskis 4,5 milljarða króna 30. september 2008, daginn eftir þjóðnýtingu Glitn- is. Á þeim tíma var Arnar starfandi hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Lánið til Gueorg Tzvetanski þann 30. September 2008 er eitt þeirra mála sem sérstakur saksókanir hefur nú til rannsóknar vegna meintar markaðs- misnotkunar Landsbankans. Talið er að hann hafi fengið lánið til þess að kaupa hlutabréf í Landsbankanum. Í samtali við DV segist Gueorg Tzvetanski þekkja Bjögólf Thor Björ- gólfsson. „Já. Við erum viðskiptafélag- ar, segir hann. Tzvetanski bað blaða- mann um að hringja í sig klukkutíma síðar til þess að ræða lánamál hans hjá Landsbankanum og tengslin við Björgólf Thor. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir hefur ekki náðst í Tzvetanski aftur. Árið 2005 kom Arnar að stofnun fé- lagsins Landmark Property Manage- ment ásamt Gueorg Tzvetanski. Var Tzvetanski skráður stofnandi Land- mark í gegnum dótturfélag Altima Partners sem skráð er á Cayman-eyj- um. Einnig kom félagið Keldur Hold- ing, sem skráð er á Tortólaeyju, að stofnun Landmark. Var Arnar skráður stofnandi Landmark fyrir hönd Keld- ur Holding ásamt Sveini Björnssyni. Sveinn var forstjóri Novator Prop- erties og framkvæmdastjóri Samson Properties, fasteignafélags Björgólfs- feðga. Nöfn þeirra Tzvetanskis, Arnars og Sveins koma fram í lögbirtingablað- inu í Lúxemborg árið 2005. Í samtali við DV staðfestir Arnar Guðmunds- son að Keldur Holding hafi verið stofnað af Landsbankanum í Lúxem- borg árið 2005 fyrir íslenska fjárfesta. Ágætir kunningjar Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors, sagði nýlega í sam- tali við fréttastofu Stöðvar 2 að tengsl Björgólfs Thors og Tzvetanskis hefðu ekki verið nein eftir að sameiginleg viðskipti þeirra í gegnum Balkan- pharma og Pharmaco lauk árið 2002. Aðkoma Landsbankans í Lúxemborg að stofnun fasteignafélagsins Land- mark árið 2005 virðist þó hafa verið mikil, eins og stofnun Altima sýnir. Samkvæmt heimildum DV eru Björg- ólfur Thor og Tzvetanski ágætir kunn- ingjar. Hafa þeir til dæmis hist í Lond- on. Tveir stjórnendur Landmark í Búlgaríu, þau Richard Macdonald og Tanya Kosseva Boshova, keyptu síð- an Landmark í lok árs 2007 fyrir 19 milljarða króna. Fóru kaupin fram í gegnum félagið Bridgecorp Man- egement Services. Stuttu síðar var það sameinað félaginu Alfa Devel- opments sem Richard Macdonald stjórnar í dag. Ekki liggur ljóst fyr- ir hvaðan þessir stjórnendur fengu fjármagn til þess að geta staðið undir slíkum kaupum. Alfa Developments er í dag stærsti eigandi skrifstofu- bygginga í Búlgaríu. Keldur Holding og Altima Partners áttu hvort um sig 42 prósent í Land- mark. Einnig var sagt frá því að Sam- son Properties, félag Björgólfsfeðga, hefði farið með 67 prósenta hlut í Keldur Holding og 33 prósenta hlutur hafi verið í eigu sjóða í vörslu Lands- bankans í Lúxemborg. Þvertekur fyrir öll tengsl Eftir að Landsbankinn í Lúxemborg var tekinn yfir í lok árs 2008 stofnaði Arnar félagið Arena Wealth Manage- ment ásamt Þorsteini Ólafssyni. Þeir voru báðir starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg. Arena Wealth Manage- ment er með skrifstofur við 15 Rue Louvigny í Lúxemborg. Er það sama heimilisfang og fasteignafélagið Landmark, sem Gueorg Tzvetanski var meðeigandi að, er skráð með að- setur. Er Arnar skráður í stjórn Land- mark en Tzvetanski var um tíma for- stjóri félagsins. Arnar segir að það séu engin tengsl á milli Landmark og Arena sem er í hans eigu. „Ég útvegaði þeim bara heimilis fang,“ segir hann aðspurð- ur af hverju Landmark og Arena séu með heimilisfang á sama stað. Hann sé í stjórn Landmark en ætli sér að segja sig úr henni fljótlega. Á heima- síðu Landmark er hvergi minnst á að Arnar hafi unnið hjá Landsbankan- um. Þar er því haldið fram að hann hafi starfað hjá Arena frá árinu 2001 en ekki frá 2008. Auðgaðist á sölu Balkanpharma Gueorg Tzvetanski varð viðskipta- félagi Björgólfs Thors Björgólfsson- ar í gegnum búlgarska lyfjafyrirtækið Balkanpharma árið 1998. Tzvetanski keypti Balkanpharma árið 1993 ásamt Peter Terziev. Fengu þeir síðar kaup- rétt að þremur ríkisreknum lyfja- verksmiðjum sem átti að einkavæða. Settu þeir sig í samband við Deutsche Bank sem síðan fékk Björgólf Thor til að taka þátt í verkefninu. Þessi kaup þóttu mjög umdeild í Búlgaríu á þeim tíma. Markaðurinn greindi frá greina- flokki sem skrifaður var um Björgólf Thor í búlgörskum blöðum árið 2005. Þar kom fram að búlgörsk þingnefnd sem fylgdist með spillingu hefði viljað taka viðskipti Björg ólfs Thors, Deuts- che Bank og Balkanpharma til skoð- unar í byrjun árs 2000. Af því hefði þó ekki orðið. Pharmaco yfirtók Balkanpharma árið 2000 og var Sindri Sindrason þar forstjóri á meðan Gueorg Tzvetanski og Peter Terziev voru gerðir að fram- kvæmdastjórum innan samstæðunn- ar. Í tilkynningu frá því í júlí árið 2002 kemur fram að þá hafi Tzvetanski selt öll bréf sín í Pharmaco sem hann átti í gegnum félagið GMGT Investment. Þá hafi hann líka látið af starfi aðstoð- arforstjóra Pharmaco. Hann sat einn- ig í stjórn Pharmaco á árunum 2001 til 2003. Þegar Tzvetanski fór frá Pharm- aco réð Deutsche Bank hann sem ráðgjafa, í ágúst árið 2002. Tzvetanski uppvís að skattabrotum Árið 2002 reyndi Björgólfur Thor að kaupa búlgarska tóbaksfyrirtæk- ið Bulgartabac. Var það reynt í sam- vinnu við þá Dominic Redfern og Radenko Milokovic, starfsmenn Deutsche Bank, sem höfðu komið að kaupunum á Balkanpharma. Gueorg Tzvetanski var líka þátttakandi í þeim kaupviðræðum. Eftir að Tzvetanski varð uppvís að því að hafa ekki greitt um 5,2 milljónir dollara í skatta vegna sölunnar á bréfum sínum í Pharmaco slitnaði upp úr þeim viðræðum. Björ- gólfur Thor eignaðist þar með aldrei tóbaksfyrirtækið Bulgartabac sem hann hafði ásælst. Búlgarska ríkið seldi Björgólfi Thor síðan stóran hluta í símafyrirtækinu BTC árið 2004. Í lok árs 2005 átti hann félagið að fullu. Árið 2007 seldi Björ- gólfur Thor síðan BTC á 130 milljarða króna og var söluhagnaður til félaga tengdra honum talinn hafa numið um 60 milljörðum króna. 30. september 2008, daginn eft- ir þjóðnýtingu Glitnis, veitti Lands- bankinn í Lúxemborg félagi Tzvetan- skis 4,5 milljarða króna yfirdráttarlán. Litlar upplýsingar er að finna um fé- lagið sem heitir Pro Invest. Í gæslu- varðhaldskröfu yfir Sigurjóni Þ. Árna- syni er honum meðal annars gefið að sök að hafa borið ábyrgð á þessu láni. Ekki er vitað hvort önnur félög sem tengjast Tzvetanski hafi fengið aðra lánafyrirgreiðslu hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Einungis er vitað að Landsbankinn í Lúxemborg kom að stofnun félagsins Landmark árið 2005 ásamt Altima Partners. Fór Tzvet- anski fyrir Altima Partners í þeim við- skiptum eins og kemur fram í lögbirt- ingablaðinu í Lúxemborg. Starfsmenn Deutsche Bank hjá Altima Dominic Redfern og Radenko Milo- kovic, fyrrverandi starfsmenn Deuts- che Bank sem komu að fjárfestingum Balkanpharma árið 1998, stofnuðu síðar félagið Altima Partners. Þar hefur Gueorg Tzvetanski einnig ver- ið hluthafi og verið í framkvæmda- stjórn. Þremenningarnir störfuðu þó um tíma allir hjá Deutsche Bank eftir að Tzvetanski yfirgaf Balkanpharma árið 2002. Altima Partners var síðan stofnað árið 2004. Þrálátur orðróm- ur hefur verið um það á síðustu árum að Björgólfur hafi einnig verið í hlut- hafahópnum. Sá orðrómur hefur hins vegar aldrei fengist staðfestur. Dominic Redfern situr enn í stjórn fasteignafélagsins Landmark þar sem Gueorg Tzvetanski var um tíma forstjóri. Redfern sat á sínum tíma í stjórn Balkanpharma og var forstjóri tékkneska símafyrirtækis- ins Ceske Radiokomunikace, CRa, á árunum 2001 til 2005. Í ágúst árið 2004 keypti Björgólfur Thor CRa á 37 milljarða króna og skráði félag- ið úr kauphöllinni í Prag nokkrum mánuðum síðar. Í nóvember 2006 seldi Björg ólfur Thor síðan CRa á 120 milljarða króna og hafði þar með aukið verðmæti félagsins um 324 prósent á rúmum tveimur árum. Leiðir þeirra Björg ólfs Thors, Gu- eorgs Tzvetanski og Dominics Red- fern virðast því hafa legið víða sam- an á undanförnum árum. n Arnar Guðmundsson stofnaði félagið Landmark með Gueorg Tzvetanski n Starfaði í Landsbankanum í Lúx n Björgólfsfeðgar áttu líka í Landmark„Þar kom fram að búlgörsk þing- nefnd sem fylgdist með spillingu hefði viljað taka viðskipti Björgólfs Thors, Deutsche Bank og Balk- anpharma til skoðunar í byrjun árs 2000 Fasteignafélag með Tzvetanski Björgólfur Thor Björgólfsson átti fasteignafélagið Landmark með búlgarska kaupsýslumanninum Gueorg Tzvetanski. Heimili Arnars Heimili Arnars Guðmundssonar í Lúxemborg. Hann er einn eigenda Arena Wealth Manegement og fyrrverandi starfsmaður Landsbankans í Lúxemborg. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.