Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Page 12
12 | Fréttir 7. febrúar 2011 Mánudagur
„Mamma, hjálp!“ sagði 17 ára stúlka
við móður sína, Guðnýju Sigurðar-
dóttur á Facebook í nótt. „Þú verður
að sækja mig, plís. Ég er verð að kom-
ast út, ég er svo hrædd. Ég er búin að
klúðra öllu. Ég er að deyja og ég þarf
að tala við þig.“
Þessi stúlka er ein af þeim
sem reglulega hverfur af heim-
ili sínu og lýst er eftir í fjölmiðlum.
Barnaverndar yfirvöld höfðu fyrst af-
skipti af dóttur Guðnýjar árið 2007.
Síðan hefur hún reynt öll úrræði sem
í boði eru en án árangurs. „Við höfum
alltaf verið að berjast við hana. Ég var
einmitt að rifja það upp í gær,“ seg-
ir hún og dregur þykkan skjalabunka
upp úr töskunni, „hvað það er ofboðs-
lega mikið búið að ganga á. Þetta er
eitt og hálft ár í lífi hennar sem búið
er að taka saman í greinargerð. Það
var gert þegar ég var að sækja um vist-
un í langtímameðferð. Hún vildi ekki
fara þannig að það þurfti að fara fyrir
nefnd hjá Barnavernd og þá var þetta
tekið saman til að styðja mitt mál.“
Með greinagerðinni er 31 fylgiskjal
varðandi þau skipti sem kerfið hef-
ur haft afskipti af máli hennar. „Þetta
nær til ársins 2008. Síðan hefur örugg-
leg bæst annar eins bunki við. Hún er
enn ósjálfráða þannig að hún er á veg-
um Barnaverndar en það eru engin
fleiri úrræði þannig að hún er búin að
vera á götunni í mánuð. Ég hafði ekki
heyrt í henni frá því á jóladag,“ segir
Guðný vonlítil.
Hún stígur nú fram fyrir hönd allra
foreldra sem hafa ekki bara barist við
börnin sín heldur einnig fyrir þau.
Baráttan hefur verið erfið og Guðný
hefur oftar en ekki verið við það að
brotna saman og gefast upp. En „það
sem drepur mann ekki styrkir mann,“
segir hún og heldur baráttunni áfram.
Grátbað um hjálp
Þegar hún heyrði í dóttur sinni í nótt
hafði hún ekki vitað af henni í mán-
uð. „Hún grátbað um hjálp. Ég benti
henni á að fara á næstu lögreglustöð
eða hringja í 112 ef hún væri í vand-
ræðum, því hún er enn undir lögaldri
og inni í kerfinu þannig að þeim er
skylt að veita henni skjól. Hún á alltaf
leið út. En hún vill ekki fara þá leið því
hún er ekki tilbúin til að hætta. Í nótt
spurði ég hana hvort hún væri tilbúin
til þess að fara inn á neyðarvistun og
ef svo væri myndi ég sækja hana, ann-
ars ekki. Annað væri ekki í boði. Hún
samþykkti það að lokum og sem betur
fer fékk ég síðasta lausa plássið.“
Neyðarvistun á Stuðlum er eina
úrræðið fyrir foreldra í þessari stöðu.
Guðný hefur oft þurft að leita þang-
aði í gegnum tíðina og hefur ekki tölu
á þeim skiptum sem hún hefur kom-
ið að lokuðum dyrum vegna pláss-
leysis. „Það eru bara fimm laus pláss
þarna og um helgar er nánast alltaf
fullt. Á meðan er ekki einu sinni leit-
að að henni, því það er tilgangslaust á
meðan engin úrræði eru í boði þegar
hún finnst. Þannig að við höfum þurft
að sætta okkur við að hún sé áfram
í neyslu og ógeði þar til það losnar
pláss fyrir hana. En þetta var í fyrsta
sinn sem hún bað sjálf um hjálp og
nú grátbað hún um hjálp. Reyndar þá
held ég að hún hafi bara verið á svona
heiftarlegum niðurtúr.“
Tabú að tala um þetta
Guðný er gift kona í Grafarvoginum og
þau hjónin eiga saman þrjú börn, þar
af tvo syni, sex ára og ellefu ára. Sjálf
lýsir hún fjölskyldunni sem dæmi-
gerðri úthverfafjölskyldu. „Við erum
ótrúlega venjulegt fólk. Ég er í félags-
fræði í Háskólanum og hann er skip-
stjóri,“ segir hún og bætir því við að
hún hafi á þessari þrautagöngu fund-
ið hverjir séu vinir hennar og hverj-
ir séu það ekki. Sumir hafa ekki ráðið
við þessa erfiðleika og látið sig hverfa
á meðan aðrir hafi sýnt þeim stuðn-
ing. „Ég hef alltaf verið mjög opinská
með þetta og sumum hefur þótt það
óþægilegt. Sumir hafa hent mér út af
vinalistanum. Það er svolítið sárt, þótt
ég skilji vel að það vilji ekki allir setja
sig inn í svona aðstæður. Aðrir vita
ekki alveg hvernig þeir eiga að vera og
fara í vörn. Þetta er svo mikið tabú að
það má ekki tala um þetta. Mér fannst
það ofboðslega erfitt fyrst.“
Stöðug barátta frá barnæsku
Sem móðir varð hún mjög snemma
vör við það að dóttir hennar var ekki
eins og flest önnur börn. „Hún var allt-
af á skjön við allt og alla. Ég fór fyrst til
sálfræðings þegar hún var þriggja ára
til þess að athuga hvort það væri í lagi
með þessa hegðun. Hún hélt ekki at-
hygli og var alltaf að trufla alla í kring-
um sig. Í mörg ár gekk ég á milli lækna
sem vísuðu hver á annan og sögðu að
hún væri orkumikið og fjörugt barn.
Ég sætti mig ekki við það en það var
ekki fyrr en hún varð ellefu ára árið
2004 sem ég fékk greiningu á hana.
Síðan fluttum við frá Vesturbæn-
um í Grafarvog þegar hún var fjórtán
ára og þá lenti hún í slæmu einelti.
Hún var veik fyrir og upp frá því leitaði
hún í eldri krakka og fór að drekka.
Það var sameiginleg ákvörðun
okkar foreldranna og skólayfirvalda
að þau myndu láta barnavernd vita,
eins og þeim er reyndar skylt að gera.
Það var eiginlega bara léttir þegar hún
var komin inn í kerfið því þá fengum
við loksins stuðning.“
Hvarf í helgarleyfinu
Stúlkan var send á Stuðla þar sem
hún kynntist nýju fólki. „Það er séns
sem við urðum að taka. Annaðhvort
loka þau dyrunum að baki sér eða
opna nýjar dyr. Hún valdi það að
halda áfram og ganga lengra. Í kjöl-
farið mældist kannabis í henni í fyrsta
skipti. Síðan lá leiðin niður á við. Að
heyra hana tala núna er eins og að
hlusta á lyfjafræðing. Hún þekkir öll
lyf og virkni þeirra.
Hún vildi fara inn á Stuðla en sner-
ist hugur þegar hún áttaði sig á því að
þetta var meðferð. Hún sá ekki vanda-
málið. Ég hef verið mjög óánægð
með öll meðferðarúrræði því yfirleitt
er það hluti af prógraminu að senda
hana heim í bæjarleyfi og helgarleyfi.
Það var líka gert þarna og í einu helg-
arleyfinu notaði hún tækifærið til þess
að strjúka að heiman og detta í það.
Það var mikið áfall. Alveg hræðilegt.“
Leitar til lögreglu í neyð
„Á Stuðlum eru börn kannski ekki
komin svo langt í neyslu, ekki öll alla
vega, en þegar börnin eru komin langt
í neyslu þýðir ekkert að senda þau
heim í helgarleyfi. Sérstaklega ekki ef
þau eru mótfallin því að vera í með-
ferð. Það fyrsta sem þau gera er að láta
sig hverfa. Það er það sem hún hefur
alltaf gert, hún kemur heim í helgar-
leyfi og hún er farin. Við getum ekk-
ert gert til þess að koma í veg fyrir
það. Sum meðferðarheimilin eru lok-
uð yfir páska, jól og aðra hátíðardaga
þegar það er mikil hætta á því að þessi
börn falli. Ég hefði til dæmis haldið að
neyðarvistun Stuðla væri úrræði sem
ætti alltaf að vera hægt að leita til.
En í fyrra lét hún sig hverfa með
vinkonu sinni viku fyrir jól og við viss-
um ekki neitt. Við vissum hvað þær
voru að gera en við vissum ekki hvar
þær voru. En það þarf alltaf að líða
viss tími áður en hægt er að auglýsa
eftir þeim. Þetta er ekki forgangsmál
hjá lögreglunni, alls ekki,“ segir hún
og útskýrir að þótt hún hafi stundum
mætt skilningi og alúð hjá lögreglunni
hafi henni líka stundum liðið eins og
hún væri að tilkynna um skemmda
kartöflu. „Það er mjög erfitt að mæta
slíku viðmóti því þegar ég hringi í lög-
regluna er ég búin að missa von. Ég
geri það ekki nema í neyð.“
Stöðugt sorgarferli
Í þetta skiptið kom stelpan í leitirnar
á Þorláksmessumorgun þegar Guð-
ný fékk símtal frá slysadeildinni. „Mín
fyrsta hugsun að þetta væri símtalið.
Allir fíklaforeldrar þekkja það hvern-
ig það er að bíða eftir símtalinu og ég
hugsaði ósjálfrátt að núna væri þetta
búið. Að ganga í gegnum þetta er eins
og að missa barnið sitt aftur og aftur.
Þú missir barnið þitt og gengur í gegn-
um sorgarferli. Síðan gerist eitthvað
jákvætt og þú færð barnið þitt aftur
og fyllist von. Þegar barnið fellur aftur
gegnur þú aftur í gegnum sama sorg-
arferli. Þannig að þetta er stöðug til-
finningakreppa, stanslaus sorg, dep-
urð og reiði.“
Símtalið var þó af öðrum meiði
þar sem stúlkan hafði þá komið sjálf-
viljug af ótta við að hafa tekið of mik-
ið af e-pillum. Guðný lét vita af því að
hún væri vistuð á fósturheimili og þar
sem þetta væri barnaverndarmál ætti
læknirinn að tilkynna málið til lög-
reglunnar, sem hann gerði. Í kjölfarið
„Þetta er eins og að missa
barnið sitt aftur og aftur“
n Móðir sautján ára stúlku berst fyrir lífi hennar n Dóttirin strauk fyrst 14 ára n Henni er haldið uppi
af körlum sem vilja kynlíf n Fékk Facebook-skilaboð: „Mamma, hjálp. Þú verður að sækja mig.“
n Dóttirin dópuð í jólamatnum, vissi ekki að það væru jól n „Við erum ótrúlega venjulegt fólk“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Þú missir barnið þitt og
gengur í gegnum sorgar-
ferli, síðan gerist eitthvað já-
kvætt og þú færð barnið þitt
aftur og þú færð von. Síðan fell-
ur barnið þitt og þú ferð aftur í
sorgarferli. Þetta er stöðug til-
finningakreppa, stanslaus sorg,
depurð og reiði.
„Þetta eru yfirleitt
menn á milli tví-
tugs og þrítugs. Það hef-
ur verið þannig síðan hún
var fjórtán ára.