Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Síða 13
Fréttir | 13Mánudagur 7. febrúar 2011 var dóttir hennar send í neyðarvistun á Stuðlum. „Ég hafði heyrt frá öðrum foreldrum að það væri nánast útilok- að að hafa barnið þar yfir jólin. En þegar það var hringt af Stuðlum og okkur sagt að sækja hana á hádegi á aðfangadag neituðum við að gera það. Við vorum með tvo unga stráka heima og vorum ekki að fara að láta þá horfa upp á systur sína í fráhvörf- um á aðfangadag. Auk þess er ég ekki fagmenntuð í því að takast á við frá- hvörfin og á engin lyf til að bregðast við því ef hún krassar illa á niðurtúrn- um. Okkur var sagt að þar sem við værum hennar forráðamenn ættum við að taka hana heim en ég neitaði og sagði þeim að ef þau ætluðu að loka þarna þá yrðu þau að henda henni út á götu og skella í lás, en hún væri ekki að koma heim. Þau mega ekki gera það þannig að það endaði með því að hún var þarna yfir hátíðarnar og þær báðar.“ Kerfið gafst upp Í fyrsta sinn sáu foreldrar hennar já- kvæða breytingu á henni þegar hún var á Götusmiðjunni. Þar var hún búin að vera í sjö vikur þegar Götu- smiðjunni var lokað og fór þá heim og beint aftur í neyslu. „Eftir tvær vik- ur á Götusmiðjunni strauk hún þaðan en kom aftur beygð og sagðist tilbú- in til að gera eitthvað í sínum mál- um. Starfsfólkið þar náði til hennar. En hún var ekki nógu sterkt til þess að fara heim og var í neyslu í allt sumar. Þetta er búið að vera hræðilegt sum- ar. Þar sem okkur sem áttum börn sem var úthýst af Götusmiðjunni var lofað úrræðum hafði ég samband við Barnavernd og óskaði eftir því að hún kæmist inn á Lækjarbakka þegar þar opnaði í ágúst. Ég þurfti að berjast mikið fyrir því að hún kæmist þar inn því það átti ekki að hleypa henni inn. Kerfið var búið að gefast upp á henni eins og kom skýrt fram í bréfi sem ég fékk frá Barnaverndarstofu þar sem tekið var fram að þessi úrræði virtust ekki vera að skila árangri og það yrði að spyrja hvort við værum á réttri leið. Síðan var það tekið fram að á 960 daga tímabili hefði hún dvalið í vistun utan heimilis í 716 daga. Kerfið er búið að loka á okkur. En með hörkunni fékk hún þrjá mánuði á Lækjarbakka en ekki sex eins og venj- an er.“ Ömurleg jól Dóttir hennar útskrifaðist af Lækjar- bakka þann 17. desember og fór beint aftur í sama farið. „Við vorum bæði búin að segja henni og starfsfólkinu á Laugarbakka að það væri ekki í boði fyrir hana að vera í neyslu heima. En við ætluðum að þrauka fram yfir jól til að þau væru gleðileg.“ Á þorláksmessukvöldi fór hún út og Guðný fékk símtal frá vinkonu hennar. „Hún sagði að þær hefðu drukkið skrýtinn landa. Fíklar halda alltaf að foreldra séu hálvitar. Þegar ég sótti hana sá ég að hún var á einhverju. Ég fór heim með hana en vakna næsta morgun við það að hún er að ræða við litla bróður sinn og röddin í hennir mjög skrýtin. Ég fór fram og tékkaði á henni. Ég hef aldrei séð hana svona áður. Þetta var ekki barnið mitt.“ Guðný fór með hana niður á slysa- deild í von um að geta trappað hana niður. „Á aðfangadagsmorgun vor- um við þar í tvo tíma áður en það kom í ljós að hún var á örvandi lyfjum þannig að þeir máttu ekki gefa henni neitt. Þannig að ég fór með hana heim og reyndi að fá hana til að sofa, sem hún gat auðvitað ekki gert. Hún var bara út úr heiminum og vissi ekkert hvað var að gerast. Ég sagði henni þri- svar eða fjórum sinnum að nú væru jól. Hún var svo rugluð að hún hélt að messan í sjónvarpinu væri Glee.“ Fór að heiman á jóladag Seinna um kvöldið settust þau hjónin niður og tóku erfiða ákvörðun um að nú gengi þetta ekki lengur. „Það væri ekki hægt að bjóða fjölskyldunni upp á þetta. Það væri ekki hægt að ala börn upp í svona umhverfi. Þannig að á jóladag settumst við niður með henni og útskýrðum það fyrir henni að við vissum vel að hún væri búin að vera í neyslu síðan hún kom heim og það væri óásættanlegt að hún kæmi með fíkniefni inn á heimilið. Hún yrði að finna sér annan dvalarstað ef hún ætl- aði að halda þessu áfram. Við gáfum henni tveggja daga frest en hún gekk út um kvöldið. Síðan hef ég ekki séð hana fyrr en í nótt. Við kúpluðum okkur frá henni því ég gat ekki meira. Þetta var orðið of miki. Hún er orðin þetta gömul og valdi þetta sjálf. Ég stóð með henni og bauð henni annan möguleika. Ég sagði henni að hún ætti öruggt heimili þar sem hún gæti verið með fjölskyldu sem elskar hana og vill allt fyrir hana gera eða hún gæti farið út og verið með þessum „vinum“ sem hún held- ur að hafi eitthvað að bjóða. Ég sagði henni að ef hún færi þá kæmi hún ekki aftur. Þetta var hræðilega erfitt.“ Sex ára, reiður og dapur Fyrir ári síðan sagði Guðný að hún gæti aldrei hent barninu sínu út. „Ég held að ef við ættum ekki tvö önnur börn værum við á kafi í meðvirkni og með hana í neyslu inni á heim- ilinu. En það er ekki hægt þegar þú átt önnur börn. Það gleymist svolít- ið hjá barnavernd að hugsa um börn fíklanna.“ Þessi lífsstíll hefur ekki bara haft áhrif á foreldrana heldur líka börnin. „Sá eldri er hlédrægur og lokaður. Ég hef sest niður með þeim bræðrum og reynt að ræða þetta við þá en aldrei náð til hans. Hann hefur ekki viljað ræða þetta. Þannig að ég veit ekki al- veg hvað er að gerast hjá honum. Sá yngri ber þetta með sér og leikskóla- kennarar vita alltaf ef það er eitthvað í gangi á heimilinu. Hann verður lít- ill í sér, dapur, reiður og grátgjarn og þá skiptir engu hvort að hún sé inni á heimilinu. Það er nóg að hún sé í stroki. Hann finnur það strax.“ Óttast um líf hennar Á þessum þremur árum hefur þró- unin verið mjög hröð. Nú er stúlk- an komin í harða neyslu og neytir allra fíkniefna sem hún kemst í tæri við. „Hún segist ekki vera farin að sprauta sig en ég trúi henni ekki. Um daginn gekk ég um kirkjugarðinn með pabba hennar. Ég átti rosalega erfitt með það því ég vissi ekki hvort að við myndum koma hingað bráð- um að vitja hennar. Þess vegna þurftum við líka að henda henni út og loka. Við urðum bara að heila okkur sjálf. Þetta er greinilega leiðin sem hún hefur kos- ið og þú getur ekki hjálpað mann- eskju sem vill ekki hjálp. Hún verð- ur þá að klára þetta, hvort sem það verður með jákvæðum hætti eða hræðilegum. Við vorum í rauninni búin að gera okkur grein fyrir því að það að hugsanlega myndi hún klára þetta, því hún er svo mikil öfga- manneskja að hún gerir ekkert með hangandi hendi. Þegar hún verður átján ára göm- ul dettur hún út úr kerfinu. Núna eru sjö mánuðir í það að hún verð- ur átján ára. Þess vegna ákváðum við að gera þetta núna, loka á hana á meðan hún er enn inni í kerfinu því við vissum að það eru þá einhver bjargráð í bakhöndinni. Við vitum að þeim er skylt að hýsa hana ef á þarf að halda.“ Tæmdu herbergið Það gerði útslagið þegar Guðný heyrði hana plana strok þann 18. desember, daginn eftir að hún kom af Lækjarbakka. „Í alvöru,“ segir Guðný ákveðin. „Ert þú virkilega að plana þetta núna?“ spurði hún dótt- ur sína. „Þetta var um miðja nótt og það gerðist eitthvað innra með mér. Ég opnaði dyrnar og sagði henni að taka draslið sitt, hringja í vini sína og koma sér út. Ég vildi ekki sjá hana hérna aftur. Ég gæti ekki lifað í stöð- ugum ótta. Hún gæti ekki haldið okk- ur í svona gíslingu. Hún vissi alveg að hún var á síðasta séns.“ Eitt af því sem þau gerðu var að tæma herbergið hennar og pakka dótinu hennar saman inn í skúr. „Við urðum að sýna henni að núna væri þetta búið, því við höfum alltaf verið rosalega meðvirk. Herbergið henn- ar er stærsta herbergið í íbúðinni á meðan yngsti bróður hennar svaf í kompu. Áttum við að láta það standa autt þegar við vissum það að hún væri ekkert á leiðinni heim? Hún var alltaf að tala um það hvað þetta væri ömurlegt heimili og fjölskylda og valdi það sjálf að fara. Ég veit það líka að þótt hún fari í meðferð þá er það langt ferli. Á meðan var of erfitt að ganga fram hjá herberginu henn- ar og sjá allt dótið hennar. Það var stöðug áminning um hana. En ég grenjaði allan tímann sem það tók að tæma herbergið. En það er lítið her- bergi laust og þar er svefnsófi ef hún verður einhvern tímann tilbúin til að koma heim. Hún veit hvað hún þarf að gera til að fá það.“ Örvæntingarfull móðir Oftar en ekki segist fólk ekki skilja það hvernig Guðný geti farið í gegn- um þetta. „Það er ekki eins og ég hafi eitthvað val. Barnið mitt er í þessum sporum. Þetta er eins og eiga lang- veikt barn en samúðin er ekki sú sama. En þetta er ekki auðvelt. Ég sé mig ekki sem hetju, heldur örvænt- ingarfulla móður. Ég hef nokkrum sinnum haldið að ég væri að fara yfir um og þyrfti að fara inn á geðdeild. Þá hefur álagið verið of mikið. Stressið sem fylgir því að vita ekki hvar hún er er gríðarlegt. Ég veit að hún hefur orðið fyrir kynferðisof- beldi. Hún hefur enga sjálfsvirðingu. Líkaminn er bara eitthvað drasl, gjaldmiðill í fíkniefnaheiminum. Þetta eru yfirleitt menn sem eru á milli tvítugs og þrítugs og það hef- ur verið þannig síðan hún var fjórtán ára. Þetta er ógeðslegur heimur. Það er til svo mikið af mönnum sem eru tilbúnir til þess að halda uppi ung- um stelpum fyrir kynlíf. Ég hef alveg viljað láta lemja þessa menn en það myndi engu breyta. Sem betur fer veit ég ekki nema brot af því sem hún hefur lent í. Ég veit ekki hvort að ég myndi höndla að vita svona ógeðslega hluti um barnið mitt. En mér finnst það samt betra þegar hún segir mér sjálf en þegar ég frétti þetta úti í bæ, því þá get ég frontað hana og spurt hana. En hún segir oft að hún sé búin að segja of mikið og henni finnst það óþægilegt en ég myndi gjarna vilja að hún gæti rætt þetta og unnið úr þessu með fagfólki.“ Reiddist út af ofbeldinu „Auðvitað er hræðilega erfitt að heyra þetta en ég reyni að láta hana finna að ég dæmi hana ekki og sýna henni stuðning. Ég reyni að gera henni það ljóst að þetta er ekki eðli- leg framkoma, að svona eigi enginn að koma fram við aðra manneskju. Að hún sé ekki minna merkileg eða minna virði en aðrir. En svo dreg- ur hún alltaf í land og segir að þetta skipti ekki máli. Ég man þegar ég heyrði af því í fyrsta sinn að hún hefði leitað til Neyðarmóttökunnar. Þá var hringd frá barnavernd og mér sagt að hún væri upp á neyðarmóttöku. Ég skil ekki hvernig ég gat keyrt þangað því ég titraði öll og skalf. Þá mundi hún ekki neitt, vissi ekki hver þetta var og vildi ekkert gera í þessu. Hún vildi ekki kæra. Þá varð ég rosalega reið og pabbi hennar átti líka mjög erfitt. Ég varð svo reið út í vin hennar sem fékk hana eflaust í þetta partí og hélt henni uppi á dópi til þess að vin- ir hans gætu gert þetta. Ég sagði það við hana, að þessir menn litu bara á hana sem leikfang en hún vildi ekki heyra það eða trúa því. Sagði að þessi vinur hennar hefði ekki vitað af þessu og var sannfærð um að hann hefði orðið brjálaður ef hann hefði vitað þetta. En hann var nú samt á staðnum og gerði ekki neitt.“ Í faðmi fullorðinna fíkniefnaneytenda Þessir menn halda henni uppi og gefa henni fíkniefni. „Hún redd- ar sér alltaf. Sest að í einhverjum bælum eða fær inni hjá einhverj- um mönnum sem eru til í að halda henni uppi í skiptum fyrir kynlíf. Dóttir mín er á rosalega rangri leið. Hún er farin að umgangast mjög óæskilegt lið. Hún hefur orð- ið vitni að handrukkun en segir að það skipti ekki máli því hún hafi ekki gert þetta sjálf. Varnirnar eru svo miklar. Hún óttast að sýna tilfinn- ingar og gefa færi á sér. Það er annað. Pabbi hennar er oft úti á sjó og ég er rosalega hrædd við að vera ein heima með strákana. Ég veit ekki í hvaða aðstæður hún er komin, hvort sé komin í skuld og hvort viti þá hvar hún á heima eða þá hvort einhver muni birtast. Þannig að við erum með öryggis- kerfi sem er alltaf á þegar við förum út og eins þegar við sofum. Við höf- um aldrei sagt henni lykilorðið. Hún hefur einu sinni brotist inn en það er langt síðan. Hún var þá fjórtán ára og hefur ábyggilega ætlað að ná sér í áfengi. Þetta var rosalega óþægi- legt því maður vill ekki trúa vondum hlutum upp á barnið sitt, maður vill alltaf trúa því besta. Það er innbyggt í móðureðlið að trúa því besta upp á barnið sitt, þannig að þegar hún neitaði þá trúði ég því innst inni. En þá kom líka óttinn. Hver var að fara inn á heimilið mitt? Er ég hvergi ör- ugg? Löngu síðar játaði hún þetta. Hún stelur hiklaust úr veskinu mínu, úr búðum og búningsklef- um í sundlaugum. Heima erum við með öryggisskáp sem er boltaður við vegginn þar sem við geymum verðmæti, vegabréf og lykla. Snyrti- vöruskápurinn minn er læstur með hengilás og sömuleiðis áfengisskáp- urinn sem er nú nánast tómur.“ „Ég verð að hafa von“ Guðný hefur ekki tölu á því hversu oft dóttir hennar hefur strokið. „Ætli hún hafi ekki strokið tólf til fimmt- án sinnum. Stundum höfum við vit- að hvar hún hefur verið. Þá er ég ró- legri. Í seinni tíð hefur hún hangið með fólki sem hún vill ekki að við vitum neitt um. Ég veit til þess að hún hafi leitað skjól í ruslageymsl- um. Hún upplifir sig sem „outkast.“ Hún veit alveg að það sem hún er að gera er rangt. Hún veit alveg hvað hún er að særa alla í kringum sig en hún hefur ekki stjórn á þessu. Henni líður rosalega illa.“ Þrátt fyrir allt hefur ekki verið auglýst oft eftir henni í fjölmiðlum. „Hún var með síma og yfirleitt dugði fyrir mig að segja henni að við vær- um að fara að lýsa eftir henni og að lögreglan væri að leita að henni. Það var nóg til þess að henni var hent út úr gleðinni, því félagsskapurinn sem hún var í vildi ekki fá lögguna. Ég hef oft íhugað að gefast upp. Ég hef oft sagt að ég geti ekki meir og ég verði að hætta þessu, hún verði bara að eiga sig. En ég geri það aldrei. Innst inni ber ég þá von að hún muni ná sér. Ég verð að hafa von. Annars get ég alveg eins farið að moka gröf hennar. En ég hef lært að vona að það besta en búast ekki við neinu. Ég reyni að vera raunsæ. Ég veit að hún er ekki hætt. Þetta er ekki búið. Það erfiðasta við þetta allt sam- an er að horfa á barnið sitt skaða sig svona. Barn sem ég þráði heitara en allt. við vorum ár að reyna að koma henni undir og bárum hana á gull- stólnum. Það er mjög erfitt að sjá hana fara svona með sig og lífið sem við gáfum henni. Ég á mér draum fyrir hennar hönd en hann verð- ur alltaf daufari og daufari. Helst myndi ég vilja að hún rífi sig sjálf upp úr þessu. Ég veit alveg hvað það er erfitt að þiggja hjálp og vinna úr þessu en það gerir þetta engin fyrir hana. Mig langar til þess að hún sjái það og fái löngun til þess. Hún getur orðið allt sem hún vill.“ „Þetta er eins og að missa barnið sitt aftur og aftur“ „Maður vill ekki trúa vondum hlutum upp á barnið sitt, maður vill alltaf trúa því besta. Heldur alltaf í vonina Guðný hefur aldrei gefið upp vonina um að dóttir hennar muni einn daginn ná bata þó að hingað til hafi þetta verið erfið barátta sem reynir á alla fjölskylduna. M Y N D R Ó B ER T R EY N IS S O N M Y N D R Ó B ER T R EY N IS S O N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.