Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Side 15
Tökum þátt Lífshlaup er hafið og er fólk hvatt til að nýta sér tækifærið og huga að daglegri hreyfingu sinni með því að taka þátt. Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar má lesa að Lífshlaupið sé fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ og höfði til allra aldurshópa. Tilgangurinn með Lífshlaupi er að fá landsmenn til að huga betur að heilsu sinni og hvetja þá til að hreyfa sig. Samstarfsaðilar Lífshlaupsins eru velferðarráðu- neytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt fleirum. Leikurinn sem er ætlaður vinnustöðum og grunnskólum fer fram dagana 2. til 22. febrúar og allir eru hvattir til að taka þátt. Sniðgangið litarefnin Enn eru litarefni sem hafa varasöm áhrif, sem vitað er um, notuð og seld á Íslandi. Þessu mótmæla Neytendasamtökin og hvetja neytendur til að sniðganga matvæli sem innihalda eftirfarandi efni: E102, E104, E110, E122, E124 og E129. Á heimasíðu samtakanna segir jafnframt að algengt sé að litarefnin séu í frostpinnum og sælgæti en oft séu vörurnar þó ekki merktar með upplýsingum um innihaldsefni. Þetta eigi einkum við nammibarina. Samtökin segja það ólíðandi að ekki sé farið eftir lögum og neyt- endur eru hvattir til að senda Neytendasamtökunum póst (ns@ns.is) með upplýsingum um sölustaði verði þeir varir við að innihaldslýsingu vanti við nammibari. Ef sælgæti inniheldur eitthvert hinna umdeildu efna ættu neytendur auðvitað að sniðganga það. Neytendur | 15Mánudagur 7. febrúar 2011 Forðumst þetta Hér gefur að líta matseðil sem hægt er líta á sem mótsögn við þann holla: Morgunmatur: n Sykrað morgunkorn með nýmjólk Neysla á sykri keyrir upp blóðsykurinn í skamman tíma en svo fellur hann fljótt niður aftur. Þá upplifum við hungur og líkaminn kallar á skjóta orku. Sykraður morgunmatur er til dæmis ekki góð byrjun á deginum. Millibiti að morgni: n Kex Ef maður hefur ekki fengið staðgóðan og næringarríkan morgunverð segir hungrið fljótlega til sín. Þá freistast margir til að leita í sæt matvæli svo sem kex. n Kaffi með mjólk Fitumeiri mjólkurvörur eru með mikið af mettaðri fitu og eru háar í kalóríum. Hádegisverður: n Hamborgari Hamborgarabrauðið er hvítt með töluverðu magni af sykurs og það vantar trefjarnar sem fást úr grófu brauði. Sósan er oftast gerð úr majónesi og hakkið er feitt kjöt. n Franskar kartöflur Franskar kartöflur og snakk innihalda transfitusýrur sem eru á allan hátt neikvæðar. Sem dæmi má nefna að þær auka magn kólesteróls í blóðinu sem stuðlar að þrengingu æðaveggja. Neysla á transfitusýrum er yfirleitt talin tengjast aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, heilablóð- falli og ýmsum langvarandi lífsstílssjúk- dómum n Gos Síðdegiskaffi: n Vínarbrauð og snúður Kvöldmatur: n Smjörsteiktar lambakótilettur í raspi n Brúnaðar kartöflur n Rjómasósa n Gos Kvöldnasl: n Snakk og ídýfa Þrátt fyrir ágæti íslenska lambakjötsins eru smjörsteiktar lamba kótilettur í raspi ekki það hollasta sem hægt er að fá sér í kvöldmat. Raspið sýgur í sig smjörið sem er mettuð fita. Besta og versta mataræðið n Lítil breyting á mataræði getur fært þig úr óhollustu í hollustu n Hér er matseðill sem gefur frábæra næringu og hæfilega orku n Brauð á heima á matseðlinum hjá langflestum en það skiptir máli hvernig við smyrjum það. Bæði hvað varðar magn og tegund af smjöri eða viðbiti og tegund áleggs. Fólki hættir við að festast í kjötáleggi og osti en við þurfum fjölbreyttara álegg en það. Kjötálegg og ostur eru auk þess með töluvert saltinnihald og mettaða harða fitu. n Gott er að skipta yfir í baunakæfu eða fiskálegg. Með því fáum við fjölbreyttari próteingjafa og ómettaða fitu í stað mettaðrar. Hugsunin skal alltaf vera að reyna að fá frekar mýkri fituna inn sem stuðlar að jákvæðum áhrifum á hjartað og æðakerfið. Í baunamauki er einnig notuð jurtaolía og tahini (sesammauk) sem innheldur ómettaða fitu. Meiri fjölbreytni í áleggi á brauðið gerir brauðmáltíðir hollari. n Íslendingar borða ekki nógu mikið af grófu brauði en með grófkorna brauði er átt við brauð sem inniheldur minnst 6 grömm af trefjum á hver 100 grömm. Mikið af því brauði sem fólk telur vera gróft er einungis með 3 grömm af trefjum svo það er í raun bara hálf gróft. Með því að borða meira af grófu korni flýtum við ferðinni um ristilinn sem hefur jákvæð áhrif á meltinguna og getur dregið úr sjúkdómum í ristli. n Aukin neysla grænmetis og ávaxta er ekki einungis vörn gegn sjúkdómum heldur getur hún einnig haft jákvæð áhrif á holdafar og stuðlað að eðlilegri líkamsþyngd. Trefjarík fæða veitir mettunartilfinningu og fyllingu en frekar litla orku. Sætir ávextir eru einnig hollari en sætmeti með viðbættum sykri. n Með ávexti, eins og aðra fæðuflokka, er um að gera að velja fjölbreytt úrval, og um að gera að velja þær vörur sem mest er framboð af og á besta verðinu hverju sinni. Þá er líklegt að um sé að ræða vöru á uppskerutíma. n Sýrðar mjólkurvörur eru eins og aðrar mjólkurvörur góðir kalkgjafar. Við bætist að sumar tegundir sem innihalda vissar tegundir gerla eins og til dæmis AB-mjólkin hafa já- kvæð áhrif á þarmaflóruna og geta þannig stuðlað að heilbrigði meltingarvegarins. Best er að velja sem oftast vörur með lágu fituinnihaldi og frekar þær sem eru óbragðbættar en sæta þær sjálfur, til dæmis með þurrkuðum ávöxtum. Hádegismatur Grófkorna brauð Gott álegg, til dæmis baunakæfa (húmmus) og tómatar (ferskir eða sólþurrkaðir) Blandað salat eða ávöxtur að eigin vali Sýrð mjólkurvara, til dæmis AB-mjólk, skyr eða jógúrt fyrir þá sem þurfa meira n Fiskurinn er sá fæðuflokkur sem fæstir borða daglega en mættu auka við og borða að minnsta kosti tvisvar í viku og gjarnan oftar. Hann inniheldur gæðaprótein og úr honum fáum við góða fitu. Ýmis önnur næringarefni fást við fiskneyslu svo sem selen og joð. Mikilvægt er að borða bæði magran og feitan fisk sem er auðugur af D-vítamíni og ómega-3 fitusýrum. Fitusýrurnar eiga þátt í uppbyggingu frumuhimna og myndun efna sem hafa áhrif á blóðþrýstingsstjórnun, blóðstorknun og bólgu- og ónæmisvarnir líkamans. Í bæklingi Lýðheilsustöðvar segir að samkvæmt erlendum rannsóknum þá fái þeir, sem borða fisk tvisvar til þrisvar í viku, síður hjartaáfall en þeir sem borða hann sjaldan eða aldrei. n Ef kjöt er valið á kvöldverðardiskinn er mikilvægt að velja magurt kjöt og skera frá auka fitu. Fitan sem við fáum úr kjöti er mettuð fita sem maður ætti að reyna að takmarka. Íslendingar mættu vera duglegri að borða kál og annað gróft grænmeti en við höfum í seinni tíð notað meira af fínni og vatnsmeiri tegundum. Ólík næringarefni eru í þessum tveimur tegundum og grófara grænmetið er trefjaríkarar. Dæmi um gróft grænmeti er spergilkál, hvítkál, blómkál, gulrætur, rófur, rauðrófur, laukur og baunir. Vatnsmeiri tegundir eru til dæmis tómatar, agúrkur, salat og paprika. Hér, eins og annars staðar, er það þó fjölbreytnin sem skiptir höfuðmáli. n Kartöflur og bygg og bulgur eða hýðishrísgrjón eru allt gott meðlæti. Velja skal sem oftast grófar tegundir til að hámarka magn næringarefna og trefja. Hins vegar er öllu hægt að ofgera, þannig að ef máltíðin og fæðuval dagsins er þegar mjög trefjaríkt þá má velja venjuleg grjón eða pasta á móti. Langflestir Íslendingar þurfa að auka trefjaneysluna, en mjög mikið magn trefja getur hins vegar komið í veg fyrir frásog sumra næringarefna. n Ekki er gert ráð fyrir að við þurfum að vera í algjöru fráhaldi. Lítill sætur moli í lok máltíðar dugar oft til þess að eyða sykurlöngun sem oft vill láta kræla á sér stuttu eftir máltíð. Ef maður hefur borðað vel samsetta máltíð á undan er í góðu lagi að fá sér einn mola auk þess hefur það ekki sömu áhrif ef maður fær sér sætindi við hungri. Þá má benda á að sumt sælgæti eins og súkkulaði og ís veitir einnig næringarefni á meðan hlaup og brjóstsykur eru nær eingöngu sykur. Hófsemin er þó framar öllu. Kvöldmatur Ofnbakaður fiskur með þaki úr góðu grænmeti, til dæmis spergilkáli og tómötum Svolítill ostur bræddur yfir fiskinn Salat, til dæmis úr fínskornu hvítkáli, papriku og hnetum, með olíuediksósu Kartöflur, bygg, búlgur eða hrísgrjón með Sætur moli fyrir þá sem vilja n Fólk drekkur mismikið kaffi en það er talið hæfilegt að fá sér tvo bolla yfir daginn. Við þurfum hins vegar að huga að magni mjólkur sem sett er í kaffið og takmarka sykurinn því annars getur kaffibollinn hæg- lega orðið mjög orkuríkur. Það getur verið ótrúlegur fjöldi kalóría sem við innbyrðum úr mjólkinni sem við setjum í kaffið. n Gott er að fylla vatnsglas reglulega því stundum höldum við að svengdin sé að gera vart við sig þegar fyrst og fremst er um þorsta að ræða. n Eitt glas af hreinum ávaxtasafa getur verið hluti af ávaxtaneyslu dagsins. Drykkir yfir daginn Kaffi Vatn Hreinn ávaxtasafi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.