Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Page 18
18 | Umræða 7. febrúar 2011 Mánudagur
„Við mætum á
staðinn þegar
aðrir hafa verið
hvattir til að
yfirgefa hann.“
n Jón Björgvinsson fréttaritari – DV
„Það má segja
að Bjarni sé
fyrsta alvarlega
ástin mín.“
n Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
sem fann ástina með Bjarna Bjarnasyni
rithöfundi. – DV
„Það er fjárhags-
leg geðbilun að
hanna og
framleiða
fatalínu.“
n Mundi vondi fatahönnuður – DV
„Hún er nátt-
úrulega 2
metrar og 2
kíló.“
n Björk Eiðsdóttir
dagskrárgerðarkona um
samstarfskonu sína Nadiu Banine
„Aðalmarkmið-
ið verður að
vinna Simma.“
n Þóra Arnórsdóttir
fréttakona Sjónvarpsins,
um tilnefninguna til Eddu
verðlaunanna. – DV
Svikin í borginni
Loftið í Reykjavík er svo meng-að að marga daga geta leik-skólabörn ekki leikið sér úti.
Börn hafa jafnvel hóstað upp gráu
slími vegna mengunarinnar. Reykja-
vík hefur fyrir löngu misst sakleysið
og hreinleikann, en ekkert er verið
að gera í því, jafnvel þótt það sé hag-
kvæmt á allan hátt.
Það besta sem hægt er að gera
fyrir umhverfið í Reykjavík, fjár-
hag íbúanna og hagkerfið í heild, er
að gera raunhæft fyrir fólk að nota
strætó. Það myndi minnka innflutn-
ing, draga úr eyðslu fólks, styrkja
krónuna, hjálpa fátækum, bæta
heilsuna og minnka loftmengun, há-
vaðamengun og sjónmengun, svo
eitthvað sé nefnt.
Líklega eru engin dæmi um neina
aðgerð sem sameinar hagkvæmni,
umhverfisvernd og velferð með sama
hætti og styrking strætós. Aðstæð-
urnar til að fá fólk í strætó eru betri
nú en nokkru sinni, og þörfin er meiri
en nokkru sinni. Þetta er í raun sögu-
lega einstakt tækifæri til að minnka
umferð einkabíla á höfuðborgar-
svæðinu. Enda lofuðu Samfylkingin
og Besti flokkurinn að styrkja strætó.
„Auka skal ferðatíðni og bæta leiða-
kerfi strætós,“ sögðu þau í málefna-
samningnum í fyrra. Það var ekki lið-
ið ár áður en þau sviku þessi loforð
ískalt.
Besti flokkurinn lofaði frítt í strætó
fyrir börn. Í staðinn var farmiðinn
fyrir börn hækkaður úr 100 krónum í
350 krónur núna í janúar.
Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr
lýstu því yfir í nýja málefnasamn-
ingnum að vefurinn www.betri-
reykjavik.is yrði hafður til hliðsjón-
ar við ákvarðanir og stefnumótun.
Þar geta borgarar lagt fram tillögur
og kosið um þær. Fjórða vinsælasta
tillagan, með tæplega 1.170 atkvæði
gegn rúmlega 30, er að „auka tíðni
strætóferða og laga leiðakerfið“.
Fyrir tæpum tveimur árum komst
til valda stjórnmálaflokkur, sem
gerir beinlínis út á að berjast gegn
mengun og sóun, og með tekjulág-
um, heilsu og velferð. Þegar Vinstri
grænir og Samfylkingin gerðu með
sér stjórnarsáttmála var þetta orðað
svona: „Almenningssamgöngur um
allt land stórefldar ...“ Niðurstaðan
er hins vegar sú að ríkið, undir stjórn
Vinstri grænna og Samfylkingar, rukk-
ar Strætó um á bilinu 2–300 milljónir
króna á ári í ýmis gjöld og leggur ekk-
ert til rekstursins.
Hér er sláandi munur á loforðum
stjórnmálamanna og raunverulegum
aðgerðum þeirra. Í staðinn fyrir að al-
menningssamgöngur séu „stórelfd-
ar“ og ferðatíðnin aukin og leiðakerfið
bætt er niðurstaðan að framlag sveit-
arfélaga til strætós er skorið niður um
tæpar 250 milljónir króna. Afleiðingin
er að það sem gerist er þveröfugt við
það sem sagt var að myndi gerast, ef
við kysum tiltekna flokka.
Um leið er gert ýmist óraunsætt
eða útilokað fyrir marga að stunda
svokallaðan bíllausan lífsstíl, sem er
einfaldasta leið venjulegs manns til að
bæta fjárhaginn og heilsuna. Fólk er
dæmt til að taka þátt í sóun og meng-
un einkabílsins. Það sorglega er að all-
ir virðast vita hvað það er heimskulegt
og allir sem einhverju ráða lofa að laga
það, en þeir svíkja það samt.
Leiðari
Voru Danir alveg
ofsalega ánægðir
með bókina?
„Ja, de synes at den er god nok.“ segir
Einar Kárason, rithöfundur sem
fékk lofsamlega dóma í Weekenda-
visen í Danmörku um helgina fyrir
bók sína Ofsa.
Spurningin
Bókstaflega
Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar„Hér er sláandi
munur á
loforðum stjórnmála-
manna og raunveruleg-
um aðgerðum þeirra.
Fjarvera Guðfríðar
n Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
alþingismaður hefur undanfarna
mánuði verið í fæðingarorlofi.
Fjarvera hennar
hefur sumpart
verið Jóhönnu
Sigurðardóttur
forsætisráðherra
léttir en Guð-
fríður á hug-
myndafræðilega
samleið með
Ögmundi Jónas-
syni innanríkisráðherra og öðrum
í svokallaðri órólegu deild VG.
Áætlað var að Guðfríður myndi
snúa aftur í byrjun mars. En nú er
líklegt að hún lengi fæðingarorlof
sitt um mánuð og mæti aftur á þing
í byrjun apríl. Þá má búast við fjöri.
Ónáð formanns
n Þeir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins sem gengu úr skaftinu
við afgreiðslu á Icesave-málinu
munu lenda úti
í kuldanum hjá
Bjarna Benedikts-
syni formanni.
Meðal náinna
samherja Bjarna
voru Birgir
Ármannsson,
sem var á móti,
og Sigurður
Kári Kristjánsson, sem sat hjá við
afgreiðsluna. Víst er að þeirra frami
innan flokks verður ekki mikill ef
Bjarni situr. Það mun því verða
hagur þeirra að fella formanninn
hið fyrsta.
Sjóðheitur stóll
n Stóll Kristjáns Gunnarssonar
verkalýðsleiðtoga í Keflavík er
bókstaflega sjóðheitur. Kristján er
með gríðarlega
vafasama fortíð
sem stjórn-
armaður og
síðar formaður
í stjórn
Sparisjóðsins í
Keflavík og einn-
ig í lífeyrissjóði
samhliða því að
stjórna Verkalýðs- og sjómannafé-
lagi Keflavíkur. Í viðtali við Kastljós
viðurkenndi Kristján að hafa
skrifað undir alræmdan starfsloka-
samning við Geirmund Kristinsson
sparisjóðsstjóra. Eina vörnin var
sú að hann hefði ekki lesið plaggið.
Kristján sagði af sér trúnaðarstörf-
um fyrir Starfsgreinasambandið og
lífeyrissjóðinn Festu. Ekki er þó víst
að þetta dugi. Kröfur um að hann
stígi alveg til hliðar í verkalýðs-
hreyfingunni eru háværar.
Koníaksklúbburinn
n Alþýðusamband Íslands undir
stjórn Gylfa Arnbjörnssonar er í raun
undirlagt af átökum. Allt virðist
vera gert til að koma Vilhjálmi
Birgissyni, verkalýðsleiðtoga á
Akranesi, á kné. Annar óþekkt-
arormur er Aðalsteinn Baldursson
á Húsavík sem tekið hefur sér
stöðu með Vilhjálmi. Innan ASÍ er
gjarnan talað um ráðandi öfl sem
Koníaksklúbbinn. Klúbbfélagar
þar eru sagðir frábitnir því að leyfa
óróaseggjum inngöngu.
Sandkorn
tryggvagötu 11, 101 rEykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
jóhann Hauksson, johannh@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Það er illa gert af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að
hlýða ekki forskrift Davíðs Odds-
sonar, ritstjóra Moggans, um að
skuldir íslenskra óreiðumanna
í útlöndum verði ekki greiddar.
Davíð hefur margoft bent á þetta
og vill greinilega að skuldir inn-
lendra óreiðumanna gangi fyrir.
Þar er auðvitað nærtækt að benda
á risagjaldþrot Seðlabankans sem
undir stjórn Davíðs sökk undan
ástarbréfum og öðrum óreiðu-
málum. Eftir fall Davíðs varð til
hirð samherja í kringum hann. Sá
valdakjarni varð að þeirri hirð sem
ráðið hefur í undirgöngum Sjálf-
stæðisflokksins.
Davíð var á sínum tíma for-maður Sjálfstæðisflokksins og var nánast dýrkaður, eins
og gerist víðar um heimsbyggðina
þar sem um er að ræða valdamenn
sem öllu ráða. Í stjórnartíð hans
var komið fyrir einkar hæfu
fólki í Hæstarétti, héraðs-
dómstólum og víðar. Meðal
annars var frábær ríkis-
lögreglustjóri sem hafði
reynslu af því að hóta
því að drepa mann,
skipaður til verka.
Þá var snillingnum
Hannesi Hólm-
steini Gissurar-
syni komið fyrir í
prófessorsstöðu í
Háskóla Íslands. Af
þeim stóli dund-
aði hann við að stela
texta Nóbelsskáldsins
Halldórs Laxness. Þótt
hann væri dæmdur fyrir
verknaðinn var auðvitað frá-
leitt að reka hann, vin
Davíðs, úr starfi.
Davíð og hans góða hirð hafa verið áberandi í umræðunni undanfarin ár. Guðmóðir
hirðarinnar er athafnakonan Guð-
björg Matthíasdóttir í Vestmanna-
eyjum sem heldur úti málgagni
Davíðs, Morgunblaðinu. Kvóta-
frúin góða greiðir tugmilljónatap
í hverjum mánuði til þess að mál-
staður hennar ná að fljóta fram á
síðum blaðsins. Sjálfstæðismenn
hafa lesið Moggann sinn eins og
sanntrúaðir Biblíuna. Sátt hefur
verið um þetta fyrirkomulag.
En áfallið varð í vikunni þeg-ar Bjarni formaður gekk
algjörlega gegn samvisku eigin
flokks og lýsti því yfir að hann væri
sammála kommúnistanum Stein-
grími J. Sigfússyni um að rétt væri
að samþykkja nýjustu útgáfuna af
Icesave. Davíð var svo brugðið að
hann skrifaði ekki orð í rúman sól-
arhring. Svo kom árásin á þokka-
piltinn sem lét eins og hann væri
formaður Sjálfstæðisflokksins: „Vi-
kapiltur Steingríms,“ sagði gamli
formaðurinn um þann nýja í leið-
ara. Og öll hirðin fór hamförum.
Vandinn er aðeins sá að svo virðist
sem sjálfstæðismenn líti ekki leng-
ur á Davíð sem formann. Sumir
þeirra ganga svo langt að upp-
nefna hann sem Hádegismóra
sem er í hæsta máta ósmekklegt.
Nú virðist Svarthöfða sem búið sé að slá Davíð út af borðinu og eftir standi
flokkur án foringjahyggju. Hinn
góði leiðtogi er fallinn fram á sverð
sitt en ill öfl hafa tekið stjórnina
í Valhöll. Það kom á daginn að
enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.
Svarthöfði
Kvótafrúin
góða og hirðin