Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Side 26
frægð og frama
Stefnir á
26 | Fólk 7. febrúar 2011 Mánudagur
Íslendingar keppast um hamingju
Ásdís Olsen er sérstök áhuga-manneskja um raunveru-leikaþætti og langaði til
að nota það form í dagskrárgerð
tengdri hamingju. Hún hefur um-
sjón með ansi óvenjulegum þátt-
um sem hefja göngu sína á Stöð 2 í
mars en þar verður fylgst með átta
Íslendingum vinna markvisst að
því að auka hamingju sína. Þætt-
irnir eru byggðir á metsölubókinni
Meiri hamingja sem hefur sleg-
ið í gegn um víða veröld og eigin-
maður Ásdísar, Karl Ágúst Úlfsson,
þýddi. Í henni er fjallað um leiðir
fyrir venjulegt fólk til að bæta líf
sitt og líðan í daglegu lífi.
„Höfundur bókarinnar, Tal Ben-
Shahar, hefur vakið mikla athygli
með kenningum sínum og kennslu
í jákvæðri sálfræði. Ég byggi á pró-
grammi úr þessarri bók og læt
þátttakendur leysa ýmis verkefni.
Þeir halda einnig dagbók og kort-
leggja líf sitt með ákveðnum hætti.
Hugmyndin er ekki að þeir séu
að keppa hver við annan held-
ur frekar við sjálfan sig. Margt af
þessu er eitthvað sem við vitum
en þetta er spurning um að fram-
kvæma, þetta er ákveðin tilraun
þegar fólk fær þetta góðan stuðn-
ing við að halda sér við efnið.“
Ásdís vonar innilega að fleiri en
þeir sem skráðu sig til leiks keppi
við sjálfa sig um meiri hamingju.
„Vonandi verður þetta bráðsmit-
andi,“ segir hún og skellir upp úr.
En fylgir hún sjálf þessu pró-
grammi? „Já, ég myndi nú segja
það, ég veit ekki hvar ég væri ef ég
hefði ekki einhver ráð til að grípa í
þegar illa liggur á mér.“
Gerði við
þurrkara
Selma Björnsdóttir lýsti því yfir á
Facebook-síðu sinni í vikunni að hún þyrfti
ekki á neinum karlmönnum að halda. „Gerði
við þurrkarann. Karlmenn eru dauðir fyrir
mér,“ skrifaði þessi hæfileikaríka kona og
bætti við: „Nennið þið að senda mér bikar?“
Selma Björnsdóttir sendi nýverið frá sér
kántríplötu en hún hefur um nokkurra ára
skeið verið ein af okkar fremstu poppsöng-
konum. Hún hefur einnig slegið í gegn sem
leikstjóri, víðar en bara á Íslandi.
Hugleikur
fer á kostum
„Ég skrifa helst um sjálfstæðar
konur sem finnst gaman að ríða,“
segir Hugleikur Dagsson myndlist-
armaður um óskir aðdáenda hans
um teiknimyndaseríu um femínista
eftir birtingu vinsæls pistils sem
hann skrifaði um femínisma.
Pistillinn er hluti af átaki Þórdísar
Elvu Bachman, Öðlingurinn, á Vísi.
Hugleikur fer á kostum í pistlinum
og segist finna það undarlegt
að í hatursskrifum kynbræðra
hans á netinu sem beinast gegn
femínistum komi oft fram að þessar
„kellingar“ þurfi bara að láta ríða
sér. Hann segist ekkert skilja í þessu
enda þekki hann fullt af femínista-
stelpum sem hann viti ekki betur
en að séu alltaf að ríða. „Ég skrifaði
heilt leikrit um þetta, leikritið Leg,“
bendir Hugleikur á.
Ásdís Olsen:
Kolbrún Ýr Sturludóttir:
Keppa ekki við aðra sjálfa sig
Átta Íslendingar læra um ham-
ingjuna í nýjum og óvenjulegum
raunveruleikaþætti undir stjórn
Ásdísar Olsen.
K
olbrún Ýr Sturludóttir er
á sautjánda ári og stund-
ar nám í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ. Hún
er sigurvegari Ford-fyrirsætu-
keppninnar á Íslandi og mun
keppa fyrir Íslands hönd í fyrir-
sætukeppninni Supermodels of
the World í New York í sumar. Ís-
land hefur aldrei náð langt í þeirri
keppni og slagurinn verður harð-
ur. Kolbrún segist vitaskuld stefna
hátt. Hennar eini draumur sé að
verða þekkt fyrirsæta. „Þetta er
draumurinn og ég vona að mér
takist að láta hann rætast. Ég hef
ekkert annað markmið í lífinu sem
stendur. Þetta er bara númer eitt
og það er ekkert annað á döfinni.
Ég er mjög spennt fyrir förinni út
því mig hefur lengi langað að sinna
fyrirsætustörfum erlendis.“
Mamma fer með til New York
Kolbrún komst í fréttir árið 2009 en
þá þótti umdeilt að hún lék í auglýs-
ingum frá olíufélaginu N1 þar sem
athygli vakti að hún var ekki orðin
nægilega gömul til að nýta sér sjálf
þau kostaboð til viðskiptavina sem
hún kynnti í auglýsingunum en Kol-
brún var 15 ára þegar hún sat fyrir í
þeim. En þrátt fyrir ungan aldur læt-
ur Kolbrún ekkert stöðva sig og móðir
Kolbrúnar og framkvæmdastjóri Esk-
imo Models fara með Kolbrúnu út til
New York. „Mamma veit alveg hvern-
ig þessi heimur er. Hann er harður og
ég er ung. Hún og Andrea fara með
mér og það er mér nauðsynlegt að fá
þann stuðning. Ég er hins vegar ekk-
ert kvíðin, bara full tilhlökkunar og ef-
ast ekki um að ég eigi eftir að pluma
mig ágætlega. Ef ekki í keppninni þá í
fyrirsætustörfum almennt.“
Kolbrún segist vilja klára nám
til stúdentsprófs en sé þó tilbúin að
stökkva á góð tækifæri. „Ef stór og
góð verkefni verða á vegi mínum
þá læt ég ekkert stöðva mig og sinni
þeim eins vel og ég get. Ég trúi því
að ef maður tekur sér eitthvað fyr-
ir hendur þá geri maður það bara
eins vel og kostur er, það er allt í lagi
að hafa metnað fyrir þessu eins og
hverju öðru.“
Vinsæl á Facebook
Kolbrún segist finna fyrir miklum
áhuga hins kynsins eftir að hún
skráði sig til leiks í keppninni. „Það
berast mér óvenju margar vina-
beiðnir frá strákum á Facebook,“
segir hún hlæjandi. „Mér finnst
þetta bara fyndið og tek þetta ekki
alvarlega. Hinar stelpurnar fundu
fyrir þessu líka. Svona er þetta
bara.“
Kolbrúnu hefur margoft ver-
ið líkt við ofurfyrirsætuna Claudiu
Schiffer. „Ég heyri það mjög oft,
vonandi nýtist það mér bara, “ segir
hún og skellir upp úr.
Úrslit keppninnar má kynna sér
hér til hliðar.
n Kolbrún sigraði í Ford-fyrirsætukeppninni á Íslandi n Er á
lausu og fær ótal vinabeiðnir frá strákum í kjölfar sigursins
n Á sér aðeins einn draum og hann er að verða þekkt fyrirsæta
Á sér aðeins einn draum Kolbrún
ætlar sér að verða fyrirsæta og
hlakkar til að takast á við þá áskorun.
Ung og umdeild Kolbrún
komst í fréttir árið 2009 þegar
hún lék 15 ára gömul í auglýsing-
um þar sem hún kynnti kostaboð
til þeirra sem höfðu bílpróf.