Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Síða 29
Fólk | 29Mánudagur 7. febrúar 2011 www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Kim Kardashian dregin inn í forræðisdeilu: M iley Cyrus er búin að fá sér enn eitt húðflúrið! Söng- og leikkonan, sem er 18 ára, fékk sér sitt fimmta húðflúr á dögunum og það á síðuna. „Þetta er mynd af „dreamcatcher“ sem hangir yfir rúmi með fjórum fjöðrum sem tákna fjögur systk ini hennar,“ segir vinur Miley í samtali við banda- ríska tímaritið People. Húðflúrin sem Miley var með fyrir er hjarta og lítill kross á fingrun- um, orðið „ást“ á eyranu og „just breathe“, eða andaðu, á brjóstkassanum. Öll húðflúrin hafa einhverja merkingu. Miley er ein skærasta barnastjarna heims en hún hefur síðustu ár verið að reyna að brjót- ast út úr því hlutverki og færa sig nær því að vera alvöru poppstjarna. Hún kom fyrst fram í Disney-sjónvarpsþáttunum Hannah Mon- tana og síðar í Disney-kvikmyndum. Miley hefur vakið hörð viðbrögð margra foreldra vestanhafs fyrir að vera slæm fyrirmynd ungra stúlkna síðustu mánuðina en hún hefur látið það eins og vind um eyru þjóta. Miley komin með fimmta húðflúrið Miley Cyrus fékk sér húðflúr: Partíljón Miley hefur ekki beint verið góð fyrirmynd undanfarið. LÖMUÐ AF FEIMNI Keira Knightley fórnaði félagsþroska fyrir leiklistina: Þ að helst greinilega ekki alltaf í hendur að vera heimsfræg leikkona og að vera laus við feimni. Allavega ekki í tilfelli bresku leikkonunnar Keiru Knightley. Í viðtali sem tekið var á dögun- um sagði leikkonan frá því að hún lamaðist hreinlega stundum af feimni. „Að ganga inn í herbergi fullt af fólki í samkvæmi er eitt það mest ógnvekjandi sem ég get ímyndað mér í heiminum. Ég endist yfirleitt í svona tíu mínútur. Ég bara lamast af feimni, bara gjörsamlega lamast.“ Keira segist ekki ráða við þessa feimni sína og vinir hennar segi hana virka óvingjarnlega og þurra sökum þessa. „Einn vinur minn spurði mig hvenær ég hefði breyst í ísdrottninguna. Þetta er vandamálið sem fylgir því að vera feiminn og frægur.“ Keira telur að ástæðan fyrir því að hún sé svo slök í mannlegum og félagslegum samskiptum sé að hún fórnaði meira og minna unglingsárunum til þess að verða góð leikkona. Hún fór til dæmis ekki í framhalds- skóla. „Ég sat aldrei á barnum með vinum mínum, ég fór aldrei út að skemmta mér eða neitt annað sem unglingar eru vanir að gera. Þannig að að hluta til var ég mjög þroskuð og öguð þegar kom að leiklistinni en langt á eftir þegar kom að félagslega þættinum.“ Keira Knightley Virkar köld út af því að hún er svo feimin. Vandræðapésinn Charlie Sheen hefur tilkynnt að hann muni snúa aftur á tökustað Two and a Half Men í lok mánað- arins. Charlie er nú í meðferð eftir að hafa misst tökin á lífi sínu með neyslu eiturlyfja og áfengis und- anfarna mánuði. Botninum náði hann fyrir skemmstu þegar hann skemmti sér með klámmyndaleik- konum í Las Vegas og svo á heimili sínu stuttu seinna. Það endaði með því að hann var lagður inn á spítala. Í fyrstu var talað um að með- ferð leikarans myndi vara í heila þrjá mánuði. Skömmu seinna kom í ljós að Charlie hefði í raun ekki far- ið í meðferð heldur hafði meðferð- in farið til hans. Hann er í heima- meðferð til að tryggja friðhelgi sína. Charlie hefur nú komist að sam- komulagi við framleiðendur þátt- anna vinsælu um að snúa aftur fyrr en áætlað var þar sem fjarvera hans hefði jafnvel þýtt endalok þáttanna. Charlie er því í erfiðri stöðu þar sem störf fjölda fólks eru í hans drykk- felldu höndum. Í yfirlýsingu sem Charlie sendi frá sér þakkar hann þann stuðning og þá þolinmæði sem samstarfsfólk og aðdáendur hafa sýnt honum. Leikarinn Martin Sheen, faðir Charlies, hefur talað opinberlega um að hann hafi enga trú á „heima- meðferð“ sonar síns. Fréttir hafa borist af því að fjölskylda Charlies hafi reynt að svipta hann sjálfræði líkt og gert var við Britney Spears á sínum tíma en án árangurs. Snýr aftur í lok mánaðar Heimameðferð Charlies styttri en áætlað var: Meðferðin stytt úr þremur mán- uðum í einn Pabba Charlies, Martin Sheen, líst ekkert á heimameðferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.