Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Qupperneq 3
Alls verða því veð m.v. þetta um 71,7
ma.kr. á móti láni upp á 50 ma.kr.
(70% veðhl.)“
Af þessu má sjá að einungis tveir
milljarðar króna skiptu raunveru-
lega um hendur í viðskiptunum:
Lán Fons, og hlutabréf í Iceland-
keðjunni, færðust bara yfir á ann-
an aðila, Styttu ehf. Hins vegar voru
viðskiptin ekki kynnt á þennan hátt
heldur var talað um að slegið hefði
verið Íslandsmet í hagnaði og mátti
ætla að viðskiptin hefðu farið fram á
algerlega viðskiptalegum og eðlileg-
um forsendum. Sannleikurinn virð-
ist hins vegar hafa verið annar.
Af fundargerðinni sem vísað er
til í rannsóknarskýrslunni sést líka
að meðlimir lánanefndar bank-
ans hafa verið sáttir við viðskiptin,
að færa áhættuna vegna lánveit-
inga til Fons yfir á annað félag, en
að þeim hafi þótt slæmt að þurfa
að láta tvo milljarða fylgja með til
að kaupa Iceland Express út úr
Northern Travel Holding Group. Í
skýrslunni segir nefnilega, og er vís-
að í fundargerð lánanefndarinnar:
„Þess má geta að aðeins 48 milljarð-
ar króna komu til uppgreiðslu lána
hjá Landsbanka Íslands, 2 milljarða
króna fékk Fons til að „kaupa út Ice-
land Express [...] það eina sem hefur
gerst vont í þessu er það að Iceland
Express, það er keypt þarna síðan út
og hluti af peningunum fer í það.“
Lánanefndin virðist því hafa met-
ið það sem „vont“ að milljarðarnir
tveir hefðu líka farið til Fons. Ætla
má að þetta atriði hafi verið mikil-
vægt í samningunum og verið ein af
ástæðunum fyrir því að Pálmi í Fons
gat sætt sig við viðskiptin.
Frumkvæðið kom frá Stoðum
Í skýrslunni kemur jafnframt að
stofnun Styttu og skuldsetning fé-
lagsins hafi verið að frumkvæði
stjórnenda Stoða hf. „Undanfari lán-
veitingar Landsbankans og Glitn-
is til Styttu ehf. er samningur sem
Stoðir hf., Fons hf. og Stytta ehf.
gerðu í júlí 2008.“ Samkvæmt fund-
argerð lánanefndar Landsbankans
frá 16. september treystu Stoðir,
áður FL Group, sér ekki til að styðja
við rekstur Northern Travel Group,
sem innihélt flugfélögin Sterling,
Iceland Express og Astreus, en að
Fons, sem átti í félaginu á móti Stoð-
um, hafi gert það. Í fundargerðinni
segir: „Sterling sem er í eigu NTG
hefur átt í miklum rekstrarerfiðleik-
um og sjá Stoðir ekki fram á að geta
stutt reksturinn meira á næstunni.
Eigendur Fons hafa hins vegar trú
á rekstrinum og eru tilbúnir til að
setja pening áfram inn í félagið og
sjá til hvort þetta gangi ekki upp.“
Viðskiptin voru því hluti af nokk-
uð flókinni viðskiptafléttu á milli
Stoða og Fons sem fól það í sér að
Stoðir drógu sig út úr Northern
Travel Holding, og Fons eignaðist
félagið að fullu, og Fons dró sig úr
Iceland, og Stoðir eignuðust stærri
hlut í félaginu. Lykilatriði í viðskipt-
unum virðist jafnframt hafa verið
að gera upp skuldir Fons við Lands-
bankann og Glitni, líkt og fram kem-
ur hér.
Stytta skuldar 100 milljarða
Skilanefnd Landsbankans hef-
ur yfirtekið hlutabréf Styttu í Ice-
land-keðjunni og vinnur nú að því
að hefja söluferli á verslununum.
Skilanefndin hefur gefið það út að
reynt verði að selja Iceland-keðjuna
á þessu ári. Fyrir liggur að Malcolm
Walker hefur boðið milljarð punda í
keðjuna en ætla má að fleiri áhuga-
samir aðilar muni bætast í hópinn
þegar tilkynnt verður um söluferli
félagsins þar sem um er að ræða
mjög gott fyrirtæki sem skilaði um
35 milljarða króna hagnaði í fyrra.
Samkvæmt nýbirtum ársreikn-
ingi Styttu skuldar félagið um 100
milljarða króna og er eina eign fé-
lagsins hlutabréfin í Styttu. Ef kröfu-
hafar Styttu vilja sleppa við afskriftir
á skuldum félagsins má ætla að selja
þurfi Iceland-keðjuna fyrir töluvert
hærra verð en milljarð punda, jafn-
gildi tæplega 190 milljarða króna í
dag.
Fréttir | 3Mánudagur 28. febrúar 2011
„Lánsfjárhæðin
á 48,12mj. láninu
er miðuð við núverandi
fjárhæðir á lánum Fons
miðað við gengið
15. ágúst 2008
Blekkingarnar með
Iceland-bréf Fons
Einn af eigendum Styttu Malcolm Walk-
er, einn af stofnendum Iceland-keðjunnar, er
einn af eigendum Styttu í gegnum eignar-
haldsfélagið Blackstar ltd. á eyjunni Mön.
Skuldir Fons yfirteknar Stytta yfirtók
skuldir Fons, eignarhaldsfélags Pálma
Haraldssonar, við Landsbankann í viðskiptun-
um. Viðskiptin voru teiknuð upp með það að
markmiði að þessar skuldir yrðu yfirteknar.
Mynd karl pEtErSSon
75 milljarða
hagnaður
Brot úr frétt Stöðvar 2 um
viðskipti pálma 15. ágúst 2008:
„Ég er mjög sáttur,“ segir Pálmi Haralds-
son, eigandi Fons, sem hefur selt hluti
sína í Iceland, Landic Property, Booker
og Goldsmith fyrir um 100 milljarða
króna. Hagnaður Fons af sölunni af
hlutnum í Iceland er um 75 milljarðar
króna. Pálmi þvertekur fyrir að hann
sé í peningavandræðum eða að félög
hans gangi illa. Hópur fjárfesta, þar á
meðan Stoðir, áður FL Group, keypti hlut
Fons í Iceland og hinum félögunum en
kaupin eru fjármögnuð með hjálp frá
Landsbankanum, Glitni og Kaupþingi.
Ljóst er að eftir viðskiptin er Fons eitt
öflugasta fjárfestingarfélag á Íslandi.
En hvers vegna þetta skref. Fyrir því eru
tvær ástæður, segir Pálmi í samtali við
Markaðinn í dag. „Annars vegar vegna
þess að ég vildi selja og hins vegar að
kaupandinn vildi kaupa.“ Þá þvertekur
Pálmi fyrir að hann hafi verið kominn í
peningavandræði en fyrir sölu var eigið
fé Fons um 40 milljarðar króna.“
„Andvirði ráðstafast
alfarið til uppgreiðslu
á lánum Fons hf., Sikker ehf.
(yfirtökufélag Securitas) og
fleiri aðila í LÍ