Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Qupperneq 4
Glæsileg Toyota Land Cruiser-bif- reið Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands, féll þann 5. febrúar síðastliðinn í gegnum ís og fór á bólakaf í vatn. Verkalýðsfor- kólfurinn staðfesti í samtali við DV að hafa verið í bifreiðinni sem var á leiðinni yfir fjallveginn Kjöl þegar óhappið átti sér stað. „Jújú, ég lenti í smáslysi uppi á Kili fyrir nokkrum vikum,“ sagði Gylfi í samtali við blaðamann. Gylfi var sjálfur við stýrið þegar atvikið átti sér stað en með honum var einn farþegi og sluppu þeir báðir ómeiddir frá óhappinu. Mikið tjón Gylfi staðfestir í samtali við DV að tjónið á bílnum hafi verið mikið enda sé um kostnaðarsama og mik- ið breytta bifreið að ræða. Á heima- síðu Toyota á Íslandi kemur fram að Land Cruiser-bifreiðar kosti nýjar og óbreyttar á bilinu 8,8 til 12,6 milljón- ir. Gylfi segist ekki vita hversu mikið það muni kosta að gera við bílinn, en ljóst sé að ýmislegt þurfi að laga. „Þegar ísinn brotnaði undan honum og hann hrundi niður þá beygluðust til dæmis hurðir og bretti,“ segir Gylfi og bætir við að bíllinn hafi fyllst af vatni en það valdi einnig miklu tjóni. Aðspurður hvort hann hefði ver- ið að keyra utan vegar segir Gylfi svo ekki vera: „Nei, alls ekki. Þetta var bara leysingarvatn við Kjalveg- inn og engin leið að sjá það fyrir. Það var ekkert sem benti til þess að þarna undir okkur væri vatn, ekkert að sjá á kortunum eða neitt.“ Í 16 daga hléi Gylfi hefur undanfarin misseri stað- ið í eldlínunni við samningagerð til handa almennu launafólki en fimmtudaginn 10. febrúar, nokkr- um dögum eftir að Land Cruiser-bif- reið hans sökk, settist hann aftur við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins eftir sextán daga hlé á viðræðum. Bent hefur verið á að Gylfi sé með tæplega milljón í laun á mánuði á meðan hinn almenni launamaður berjist í bökkum við að ná framfærsluviðmiðum. Ekki eru allir á eitt sáttir með Al- þýðusambandið undir forystu Gylfa en á ársfundi sambandsins í októb- er í fyrra mótmælti hópur fólks fyrir utan Hotel Nordica. Þá skoraði Vil- hjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á hann að segja af sér sem formaður. Sluppu út um hliðarglugga Á heimasíðu sksiglo.is var fjallað um hinn sokkna bíl en þar kemur fram að Gunnar Júlíusson nokkur hafi fengið beiðni um hjálp klukkan 22.00 á laugardagskvöldið fimmta febrú- ar frá vetrarferðafélögum sem voru á ferðalagi á Kili. Þar segir að þeir tveir sem voru um borð í bílnum hafi sloppið út um hliðarglugga og upp á ísinn. „Gunnar brá sér í samfesting utan yfir náttfötin, fyllti tanka bílsins og hengdi bílakerruna aftan í sex hjóla trukkinn og snaraði sér af stað í björg- unarleiðangurinn,“ segir á síðunni. Hann er síðan sagður hafa kom- ið ásamt öðrum úr hópi björgunar- manna um klukkan eitt á áfangastað en bíllinn mun hafa sokkið rétt norð- an við afleggjarann að Beinhóli, þar sem Reynistaðarbræður báru bein- in. Aðkoman er sögð hafa verið nöt- urleg, vestangjóla og bíllinn nánast á kafi í vatni, en heila sex tíma tók að koma honum á þurrt. Í kjölfar þess var síðan hafist handa við að tappa vatni af vél og drifbúnaði. 4 | Fréttir 28. febrúar 2011 Mánudagur Telur að Icesave-skuldin muni minnka eða hverfa með öllu: Skuldin gæti horfið Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmað- ur og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í seinni samninganefnd Íslands um Icesave, segir að Íslandi beri ekki að greiða Icesave-skuldina. Þetta sagði Lárus í sjónvarpsþættinum Silfri Eg- ils á sunnudag. Lárus sagði áminn- ingarbréfið sem íslensk stjórnvöld fengu í hendur frá eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu, ESA, sýna fram á röksemdarfærslu sem byggir á mjög veikum grunni. Lárus sagði þó að miðað við reynslu sína sem lögfræðingur sé yfirleitt betra að semja heldur en að fara dómstóla- leiðina, en það þýðir þá væntan- lega að Íslendingar komi til með að greiða Icesave-skuldina. „Ég vinn við þetta og oftast nær er skynsamlegra að semja heldur en að fara fyrir dóm- stóla.“ Athygli vöktu tölur sem Lár- us nefndi í þættinum en að hans áliti er í raun til nægt fé í þrotabúi gamla Landsbankans til að greiða skuldina að fullu „og þá er Icesave horfið.“ Lárus sagði að eignir þrota- bús Landsbankans vera of varlega metnar. Minntist Lárus sérstaklega á eignarhlut þrotabús Landsbank- ans í matvöruverslunarkeðjunni Ice- land Foods. Er andvirði eignarhlut- arins skráð undir raunverulegu virði hlutarins en Lárus nefndi að hlutur þrotabús Landsbankans sé um 100 milljarða virði. Skilanefnd Lands- bankans hafnaði nýverið boði sem hljóðaði upp á 660 milljónir punda í Iceland Foods, sem jafngildir 122 milljörðum króna. Tilboðið þótti al- gerlega óviðunandi, en vonast er til að hlutur þrotabúsins verði seldur á 1,5 milljarð punda. bjorn@dv.is Verð 32.750 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Withings WiFi vogin • Fyrir allt að 8 notendur • Skynjar hver notandinn er • Skráir þyngd, fituhlutfall og vöðvamassa • Þráðlaus samskipti við tölvu og smartsíma • Fæst í hvítum lit eða svörtum Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Handtekinn með stórt barefli Lögreglan á Selfossi handtók aðfara- nótt sunnudags þrjá menn sem voru á leið á skemmtistað til að útkljá deilu- mál sem ekki er vitað nánari deili á. Að sögn lögreglu var einn mannanna sem lögregla handtók með 60 sentí- metra barefli úr járni sem hann ætlaði að nota í uppgjörinu á skemmtistaðn- um sem aldrei varð. Maðurinn, sem er erlendur ríkis- borgari, reyndi að komast undan lög- reglu á tveimur jafnfljótum þegar hún hafði afskipti af honum. Lögregla var þó fljót að hafa hendur í hári hans en maðurinn reyndist vera undir áhrifum áfengis. Hann fékk að gista fanga- geymslur lögreglu og var yfirheyrður á sunnudag. Fall sparisjóða verði rannsakað Þór Gunnarsson, fyrrverandi spari- sjóðsstjóri hjá Sparisjóði Hafnar- fjarðar, segir að óheiðarlegir menn hafi komist til valda í sparisjóðum landsins sem hafi rænt þá innan frá í eigin þágu. Þór starfaði hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar í 45 ár, þar af 25 ár sem sparisjóðsstjóri. Hann sagði í RÚV á sunnudag að mikil- vægt væri að ráðist verði í opinbera rannsókn á falli sjóðanna sem allra fyrst. Sagði Þór það vera dapurlegt að horfa upp á hvernig fyrir sparisjóð- um landsins sé komið. Hann sagði stöðu sparisjóðanna einn allsherj- ar áfellisdóm yfir stjórnendum þeirra sem og endurskoðunarfyrir- tækjum og eftirlitsaðilum. Fiskiskipaflotinn stækkar Alls voru 1.625 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun í árslok 2010 og fjölg- aði þeim um 43 frá árinu áður. Þetta kemur fram í hefti Hagstofu Íslands í efnisflokknum Sjávarútvegur en heftið kom út á föstudag. Þar kemur fram að fjöldi vélskipa hafi verið 761 og sam- anlögð stærð þeirra 83.457 brúttó- tonn. Vélskipum fækkaði um sjö skip á milli ára og minnkaði flotinn um 3.312 brúttótonn. Togarar voru alls 57 og fækkaði um einn frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflotans var 65.087 brúttótonn og minnkaði um 2.783 brúttótonn frá árinu 2009. Opnir fiski- bátar voru 807 talsins og fjölgaði um 51 á milli ára. Icesave-samninganefndin Lárus var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í nefndinni. n Gylfi Arnbjörnsson missti glæsilega Land Cruiser-bifreið sína ofan í vatn uppi á hálendi n Óljóst hversu mikið fjárhagslegt tjón er en bifreiðin kostar fleiri milljónir „Þegar ísinn brotnaði undan honum og hann hrundi niður þá beygluðust til dæmis hurðir og bretti. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is MILLJÓNAJEPPI SÖKK UNDAN FORSETANUM Slapp ómeiddur Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ slapp ómeiddur þegar glæsileg Toyota Land Cruiser-bifreið hans sökk uppi á Kili í upphafi mánaðarins. Á bólakafi Gylfi segist ekki hafa verið að aka utan vegar heldur hafi verið um leysingarvatn að ræða MYND GUNNAR JÚLÍUSSON Glæsibifreið sekkur Ný Toyota Land Cruiser-bifreið kostar á bilinu 8,8 til 12,6 milljónir hjá umboðinu MYND GUNNAR JÚLÍUSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.