Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Síða 10
Kattavinur Elín Kristjánsdóttir,
forstöðukona Kattholts, segir fjölda
katta þurfa á athvarfinu að halda.
10 | Fréttir 28. febrúar 2011 Mánudagur
Búist við að Goðafoss verði í slipp næstu þrjár vikurnar:
Goðafoss til Óðinsvéa
„Við erum að vonast til þess að hann
verði ekki mikið meira en svona tvær
til þrjár vikur í slipp,“ segir Ólafur
William Hand, upplýsingafulltrúi
Eimskips. Flutningaskipið Goðafoss,
sem strandaði við Fredrikstad í Nor-
egi fimmtudagskvöldið 17. febrúar
síðastliðinn, fer til Óðinsvéa í Dan-
mörku á mánudagsmorgun. Þar fer
skipið í slipp en upphaflega stóð til
að skipið færi þangað á sunnudag.
„Norsk yfirvöld fara fram á einhvern
sex klukkustunda fyrirvara því þeir
þurfa að hafa báta til taks til að fylgja
skipinu út fjörðinn. Þeir eru bara að
passa að allt verði í lagi,“ segir Ólafur
og bætir við að skipið verði að sigla út
úr norskri landhelgi í dagsbirtu.
Talsverðar skemmdir urðu á skip-
inu þegar það tók niðri en Ólafur
segir að skemmdirnar séu þó mun
minni en óttast var í fyrstu. „Mið-
að við það sem fór af olíu í sjóinn
þá virðist þetta vera mun minna en
óttast var. Skipið verður sett í þurrk-
ví og skoðað vandlega undir það.
Það verður skorið undan honum þar
sem eru göt og sett nýtt stál. Það þarf
líka að athuga hvort það séu beyglur
og svo þarf að þykktarmæla. Okkar
björtustu vonir eru tvær vikur en við
reiknum með þremur vikum,“ segir
Ólafur.
Farmur skipsins, um 430 gámar,
er nú allur kominn til Fredrikstad og
segir William að þeir gámar sem áttu
að fara til Evrópu séu þegar farnir af
stað. Sömu sögu er að segja af hluta
þess farms sem átti að fara til Íslands
en enn eru nokkrir gámar sem enn
bíða flutnings til Íslands. „Þetta á allt
að vera að smella,“ segir Ólafur að
lokum.
einar@dv.is
„Það er mikið af köttum sem þurfa
á okkur að halda og við munum
ekki bregðast þeim. Kattholt mun
starfa áfram í óbreyttri mynd,“ seg-
ir Elín Kristjánsdóttir, forstöðumað-
ur Kattholts, sem segir stórt skarð
hafa myndast í hóp kattavina við frá-
fall Sigríðar Heiðberg, fyrrverandi
forstöðukonu Kattholts og formann
Kattavinafélags Íslands. Sigríður lést
þriðjudaginn 22. febrúar síðastliðinn.
Erfitt ár fyrir Kattholt
Eftir fráfall Sigríðar hafa margir katta-
vinir óttast um stöðu Kattholts og
verið uggandi um framtíð þess góða
starfs sem þar hefur unnist á und-
an förnum árum. Fyrir utan að hýsa
heimilislausa ketti hefur markmið
Kattholts verið að upplýsa fólk um
mikilvægi þess að merkja og gelda
ketti sína og veita fróðleik um katt-
arhald. Þar er einnig kattahótel sem
hefur notið mikilla vinsælda meðal
kattareigenda því sinna þarf köttun-
um þegar eigendur fara í frí.
Sigríður Kristjánsdóttir hefur starf-
að í Kattholti í 11 ár en hún tók við for-
stöðu Kattholts í veikindum Sigríðar
og mun halda áfram því óeigingjarna
starfi sem Sigríður vann þar í gegnum
árin. „Það verður seint fyllt upp í þetta
skóra skarð en maður reynir sitt besta
og við höfum ástríðu hennar á Katt-
holti að leiðarljósi í okkar starfi,“ segir
Elín og bætir við að síðasta ár hafi ver-
ið mjög erfitt í Kattholti. „Þetta er búið
að vera hræðilegt ár. Það er óvenju
mikið af köttum sem finnast á víða-
vangi og fólk er að losa sig við. Einn-
ig er mjög erfitt að finna köttum nýtt
heimili í augnablikinu. Það eru ekki
margir að fá sér kisur í dag.“
„Þeirra hús og athvarf“
Mun meira af köttum kemur inn í at-
hvarfið en fara þaðan og segir Sigríð-
ur að ástæðuna megi að nokkru leyti
rekja til ástandsins í þjóðfélaginu,
þar sem fólk hafi oft minna á milli
handanna en áður. „Þegar fólk þarf
að skera niður þá vill það oft bitna
á blessuðum dýrunum, því miður.
Þess vegna er svo mikilvægt að Katt-
holt geti starfað áfram. Ég veit ekki
hvað yrði um kisurnar ef þetta færi,
þetta er þeirra hús og athvarf.“
Sigríður Heiðberg, forstöðukona
Kattholts í tæp tuttugu ár og for-
maður Kattavinafélags Ísland, lést
að morgni 22. febrúar eftir erfið veik-
indi. Hún var 72 ára að aldri. Sigríð-
ur var öflug báráttukona fyrir velferð
katta en hún tók við formennsku
Kattavinafélags Íslands árið 1989
með opnun Kattholts að leiðarljósi.
Hún sat einnig í stjórn Verndar síð-
an 1986 og var varaformaður síðan
2001. Sigríður sagði eitt sinn í viðtali
að það að sinna dýrum léti sér líða
vel og helgaði hún líf sitt köttum og
velferð þeirra.
Kattholt verður
áfram til staðar
n Engin ástæða fyrir kattavini að óttast um framtíð Kattholts
n Erfitt að finna köttum ný heimili n Kreppan bitnar fyrst á dýrunum
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
„Einnig er mjög erfitt að
finna köttum nýtt heim-
ili í augnablikinu. Það eru ekki
margir að fá sér kisur í dag.
Stórt skarð Sigríður Heiðberg var öflug baráttu kona fyrir velferð katta. Hún lést 22.
febrúar eftir erfið veikindi.
Á leið í slipp Ólafur segir að björtustu vonir geri ráð fyrir að skipið verði í tvær vikur í
Óðinsvéum. Þó sé gert ráð fyrir þremur vikum. MYND REUTERS
Siv ætlar að
segja já
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, segist ætla
að segja já í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni um Icesave. Þessari skoðun
sinni lýsti Siv í útvarpsþættinum
Sprengisandi á Bylgjunni á sunnu-
dag. Þessi skoðun Sivjar vekur
athygli, ekki síst í ljósi þess að for-
maður flokksins, Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, hefur lýst því yfir að
best færi á ef málið kæmi til kasta
dómstóla. Siv sagðist hafa tekið
þessa ákvörðun eftir að hafa hlust-
að á lögfræðinga færa rök fyrir því
að betra sé að borga Icesave-skuld-
ina í stað þess að málið fari fyrir
dómstóla.
Rándýr
snjómokstur
Kostnaður við snjómokstur og
hálkuvarnir á Víkurskarði á síð-
asta ári nam tæpum 19 milljónum
króna. Þetta kemur fram á vef hér-
aðsfréttablaðsins Vikudags. Þar seg-
ir að á fimm ára tímabili, árin 2006
til 2010 hafi kostnaður við snjóm-
okstur á Víkurskarði numið samtals
86,5 milljónum króna. Er vísað í
upplýsingar frá Vegagerðinni.
Kostnaðurinn hefur farið vax-
andi undanfarin ár ef marka má
tölurnar. Þannig nam hann 13,5
milljónum króna árið 2006, 12,5
milljónum árið 2007, 19,8 milljón-
um árið 2008 og um 21,6 milljón-
um króna árið 2009. Oft hefur verið
ófært um Víkurskarð í vetur og eru
mörg dæmi þess að björgunarsveit-
ir og lögregla hafi þurft að aðstoða
vegfarendur í vandræðum á ferð
um Víkurskarð.
458 kandídatar
brautskráðir
458 kandídatar voru brautskráð-
ir frá Háskóla Íslands á laugardag.
Um var að ræða fyrri brautskrán-
inguna af tveimur á aldarafmæli
skólans. Kandídatar fengu venju
samkvæmt prófskírteini sín afhent
við hátíðlega athöfn. Kristín Ing-
ólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands,
ávarpaði gesti. Fyrsta haustið
sem skólinn starfaði, fyrir rétt-
um hundrað árum, voru aðeins
45 nemendur skráðir til náms og
í þeim hópi var aðeins ein kona.
Meirihluti nemenda nú er hins
vegar konur þannig að ljóst er að
ýmislegt hefur breyst á undanförn-
um hundrað árum. Frá upphafi
hafa á fimmta tug þúsunda nem-
enda tekið við prófskírteinum frá
Háskóla Íslands frá stofnun hans,
þann 17. júní árið1911.