Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Page 17
Erlent | 17Mánudagur 28. febrúar 2011 Umberto Eco telur Silvio Berlusconi vera eins og Adolf Hitler: Berlusconi líkt við Hitler Ítalski rithöfundurinn Umberto Eco segir að Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, sé svipaður stjórn- málamaður og Adolf Hitler. Eco var staddur á bókahátíðinni í Jerúsal- em á dögunum og var hann spurð- ur hvort bera mætti saman einræð- isherra eins og Hosni Mubarak við Silvio Berlusconi. „Fræðilega séð er nær lagi að líkja honum við Adolf Hitler, þar sem hann komst einnig til valda í frjálsum kosningum.“ Ummælin hafa vakið mikla at- hygli. Eco, sem varð heimsfrægur fyrir skáldsöguna Í nafni rósarinn- ar, er jafnan talin til mestu rithöf- unda samtímans en hann er einn- ig virtur heimspekingur og rektor háskólans í Bologna, elsta háskóla Evrópu. Mennta- og menningar- málaráðherra Ítalíu, Sandro Bondi, var sérstaklega óánægður með um- mælin. „Það eru mikil vonbrigði að maður mennta og menningar eins og Eco skuli nota slíkan samanburð og móðga þannig milljónir Ítala, svo ekki sé minnst á að hann lét orðin falla í Jerúsalem.“ Eco virðist mjög óánægður með Berlusconi, en hann var viðstaddur fjöldamótmæli gegn forsætisráðherranum í Mílanó í vik- unni. „Sorglegast er auðvitað að það var ítalska þjóðin sem kaus þetta yfir sig. En þannig er það nú stundum,“ sagði Eco við tækifærið. Eco var einnig spurður að því í Jerúsalem, hvað honum fynd- ist um að breski rithöfundurinn Ian McEwan hafi sniðgengið há- værar kröfur um að hann tæki ekki við bókmenntaverðlaunum sem honum voru veitt. Aðdáend- ur McEwans vildu að hann neitaði að taka við verðlaununum til að mótmæla framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínu. Eco vildi lít- ið um málið segja: „Það eru næg vandamál heima fyrir á Ítalíu sem ég get talað um, ég þarf ekki að tjá mig um vandamál annarra.“ Nú á tímum efnahagslegra þreng- inga, þegar flest ríki þurfa að draga saman seglin – og þá sér- staklega í hernaðar- og varnar- málum, hafa Rússar sett af stað risaáætlun um endurvígvæðingu. Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að slík áætlun hafi ekki sést síðan á tímum kalda stríðs- ins, en síðan því lauk hafa Rússar dregist talsvert aftur úr Bandaríkj- unum í vopnakapphlaupinu. Nú ætla Rússar að freista þess að snúa taflinu sér í vil með því að eyða rúmlega 650 milljörðum dollara í endurvígvæðingu, en sú upphæð samsvarar rúmlega 76 trilljónum íslenskra króna. Undirstrika stöðu sína Rússar vilja með þessari nýju áætlun undirstrika stöðu sína sem stórveldi í heiminum. Í kjöl- far loka kalda stríðsins hafa áhrif Rússlands á alþjóðavettvangi far- ið þverrandi, en forsætisráðherra landsins, Vladimir Pútín, á sér draum um að koma Rússum aftur á þann stall sem hann telur þá eiga heima. Hann hefur reyndar grínast með það, að hann verði óttasleg- inn þegar hann heyrir minnst á upphæðina sem Rússar koma til með að eyða í hernaðar- og varn- armál á næstu árum. Áætlun Rússa nær til ársins 2020. Á næstu níu árum stendur til að fjölga í skipakosti rússneska sjóhersins um 100 skip en þar á meðal eru 20 kafbátar, átta þeirra verða kjarnorkuknúnir og útbún- ir fullkomnum kjarnavopnum. Þá mun flugherinn einnig njóta góðs af áætluninni. Stendur til að fjölga í honum um 600 orrustuflugvélar og 1.000 þyrlur, bæði orrustu- og björgunarþyrlur sem og risavaxn- ar flutningaþyrlur. Þá er ótalið full- komið eldflaugavarnarkerfi sem og nýjar langdrægar kjarnorkueld- flaugar, sem geta sprengt upp 10 skotmörk í einni sprengju. Fjármagnað með orkusölu Þrátt fyrir að áhrif Rússlands séu- ekki jafn mikil og hinna sálugu Sov- étríkja stendur eftir sú staðreynd að Rússland er stærsti útflytjandi á orku í heiminum. Þar fer mest fyrir sölu á olíu og gasi til Evrópu en eft- ir því sem verð á orku fer hækkandi hagnast Rússar gífurlega. Það verð- ur fyrst og fremst fjármagn sem mun streyma til Rússlands vegna orku- sölu sem verður notað til endurvíg- væðingar hersins. Vladimir Popovkin, aðstoðar- varnarmálaráðherra Rússlands, sagði aðalmálið vera að dragast ekki aftur úr öðrum stórveldum. „Meginverkefnið er að nútíma- væða rússneska herinn.“ Rússar ætla sér að haga því þannig, að lít- ið sem ekkert af hinum nýju her- gögnum verði keypt frá útlöndum. Þannig tryggja stjórnvöld að næga atvinnu verði að hafa í hátækni- störfum, skipa- og flugvélasmíði innan hersins. Herinn hluti af sjálfsmynd Rússa Þær þóttu tilkomumiklar hinar ár- legu hersýningar sem haldnar voru á tímum Sovétríkjanna sálugu. Óku þá skriðdrekar og brynvarðar sprengju- vörpur um Rauða torgið í Moskvu í takt við þrammandi hermenn fyr- ir framan ráðamenn Kommúnista- flokksins. Þessi siður lagðist af eftir hrun Sovétríkjanna en það var ein- mitt Vladimir Pútín sem endurvakti hersýningarnar árið 2008. Pútín hef- ur enda látið hafa eftir sér þjóðar- stolt Rússa byggist á styrk hersins. „Hernaður er hluti af sjálfsmynd Rússlands,“ segir Pútín. n Rússar ætla að eyða 650 milljörðum dala í endurvígvæðingu á næstu árum n Ætla sér að undirstrika stöðu sína sem stórveldis í heiminum n Hækkandi olíuverð tryggir fjármagn til áætlunarinnar RÚSSLAND VÍGVÆÐIST „Hernaður er hluti af sjálfsmynd Rússlands. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Hersýning frá 2010 Hann verður ekki árennilegur, rússneski herinn, innan fárra ára. Pútín sáttur Segir þjóðarstolt Rússa byggjast á styrk hersins. Umberto Eco Ummæli hans eru mikið áfall fyrir Silvio Berlusconi. Rán í spilavíti í Las Vegas Tveir menn eru í haldi lögreglu í Las Vegas vegna tilraunar til að ræna 33 þúsundum dollara í spilapeningum. Annar maðurinn, Steven Gao, gekk inn í Rio All Suite-hótelið vopnaður haglabyssu, sem hann beindi svo að pókerborði þar sem nokkrir voru að spila. Hann henti spilapeningunum í poka og hljóp á brott en þar beið hans Hiroyuki Yamaguchi í leigubíl. Málið er ekki eins alvarlegt og þeg- ar Belaggio-spilavítið í Las Vegas var rænt í desember, en þá kom- ust þjófar undan með eina og hálfa milljón dollara í spilapeningum. Það mál er ennþá óupplýst. Forsætisráðherra segir af sér Mohamed Ghannouchi, forsæt- isráðherra neyðarstjórnarinnar í Túnis, hefur sagt af sér. Ghannouchi tók við stjórnartaumunum í Túnis eftir að ríkisstjórn Zine al-Abidine Ben Ali sprakk eftir að forsetinn flúði land í janúar. Mótmæli brutust út í Túnisborg um helgina þar sem mótmælendum finnst of lítið hafa verið gert í lýðræðisumbótum síðan Jasmín-byltingin hófst. Ghannouchi hafði verið samstarfsmaður Ben Ali um áratugaskeið en hann ætlaði að stýra ríkisstjórninni tímabundið, eða allt þangað til nýjar þingkosningar geta farið fram. Smábarn læstist í bankahvelfingu Smábarn læstist inni í bankahvelf- ingu og þurfti að dvelja þar í nokkra klukkutíma áður en tókst að bjarga því út. Amma barnsins starfar í bankanum en unga stúlkan fór á flakk með fyrrgreindum afleiðing- um. Á föstudagskvöld læstist hin rúmlega eins árs gamla stúlka inni í bankahvelfingunni í bænum Con- yers í Bandaríkjunum. Hvelfingin var með tímalás og því harðlæst. Starfsfólk bankans þurfti af þeim sökum að leita uppi lásasmið sem gæti opnað hana með öðrum hætti. Áður höfðu slökkviliðsmenn gert árangurslausar tilraunir til að frelsa barnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.