Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Page 22
22 | Úttekt 28. febrúar 2011 Mánudagur
n Nú fer um margan einræðisherrann eftir mótmæli í Túnis og Egyptalandi n Einræðis-
herrann Gaddafi á undir högg að sækja n Sögu einræðisherra og harðstjóra má rekja langt
aftur í aldir n Hugtökin höfðu ekki alltaf neikvæða merkingu, en breyttust í tímans rás
E
inræðisherrar eru ekki
seinni tíma fyrirbæri, upp-
runa orðsins má rekja aftur
til Rómaveldis og var viðhaft
um þá sem því stjórnuðu í gegnum
tíðina nánast ein- og alráðir. Einræðis-
herrar (e. dictator) var titill þeirra sem
meðlimir öldungaráðs þess tíma skip-
uðu til að fara með stjórn ríkisins. Þeg-
ar fram liðu stundir varð reyndar allur
gangur á því með hvaða hætti einræð-
isherrar Rómaveldis komust til valda.
Annar forn titill, harðstjóri (e. tyr-
ant), á rætur að rekja til Grikklands
hins forna og var upphaflega til þess
að gera virðulegur titill, en varð síðar
samnefnari þeirra sem stjórnuðu ríkj-
um sínum með harðri hendi og kúg-
un.
Nú á dögum eru bæði þessi orð,
dictator og tyrant, tengd harðstjórn,
kúgun og einræði sem gjarnan er við-
haldið með hervaldi og ógn. Fjöldi
leiðtoga hefur komið fram á sjónar-
sviðið í hinum ýmsu stjórnarformum;
herforingjastjórn, einsflokkskerfi og
borgaralegum stjórnum undir hram-
mi eins leiðtoga. Á meðal þeirra sem
lítil áhöld eru talin um að falli að nú-
tímalegri skilgreiningu orðanna dicta-
tor og tyrant – einræðisherra og harð-
stjóri – eru Adolf Hitler, í Þýskalandi á
árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari
og á meðan hún varði, Jósef Stalín, á
sama tíma og Hitler og gott betur, og
Kim Jong-il í Norður-Kóreu.
Jákvæð merking
En þrátt fyrir að þessi tvö hugtök sem
upphaflega fólu ekki í sér neikvæðni
hefðu í aldanna rás orðið samnefnari
fyrir ógnarstjórn, kúgun, spillingu og
margt þaðan af verra er þó að finna
þess dæmi í ekki mjög svo fjarlægri
fortíð þegar „einræðisherra“ hafði
ekki endilega neikvæða merkingu.
Árið 1860 lýsti Giuseppe Garibaldi
sig „einræðisherra Sikileyjar“ og virt-
ist sem hann hefði sótt merkingu
hugtaksins til hins upprunalega róm-
verska skilnings þar á – um einhvern
sem tekur sér völd til takmarkaðs
tíma til að taka á einhverju vanda-
máli. Vandamálið sem um ræddi var
í hans tilfelli sameining Ítalíu.
Þrátt fyrir þennan vafasama og
„neikvæða“ titil öðlaðist Garibaldi
vinsældir á meðal Ítala og ímynd
hans var jákvæð í augum alþjóða-
samfélagsins. Þegar hann hafði lokið
verkefni sínu afhenti hann ríkisstjórn
Viktors Emmanúels II, konungs Ít-
alíu, völdin og lét gott heita.
En dæmið um Garibaldi er senni-
lega undantekningin sem sannar
regluna og hugtakið einræðisherra
fékk á sig neikvæða mynd og var
ekki upphugsað af einræðisherrun-
um sjálfum heldur andstæðingum
þeirra. Gott dæmi um það er Maxim-
illian Robespierre sem var einn mesti
áhrifavaldurinn í frönsku byltingunni
1789 til 1799, eða allt þar til hann var
tekinn af lífi árið 1794.
Í hugum stuðningsmanna Robes-
pierres var hann „hinn óspillanlegi“
en annað var uppi á teningnum hjá
andstæðingum hans sem kölluðu
hann „blóðþyrstan einræðisherra“.
Mikilmennskuæði og siðblinda
Sem fyrr segir hafa einræðisherrar
gjarna tengst hrottaskap og kúgun í
huga Vesturlandabúa og eðli málsins
samkvæmt tengst kúgun í garð pól-
itískra andstæðinga þess sem er við
völd. Gott dæmi um slíkt var Henry
Clay, bandarískur þingmaður, sem
vegna slíkrar kúgunar fékk viðurnefn-
ið „Einræðisherrann“, hann lét reynd-
ar nægja að kúga.
Mikilmennskuæði virðist einn-
ig hafa gripið marga einræðisherra
í gegnum tíðina – óbilandi trú á eig-
ið ágæti og óskeikulleika sem þreifst
með miklum ágætum í skjóli þess
valds sem þeir höfðu tryggt sér.
Eitt skýrasta dæmið um það mik-
ilmennskuæði sem gripið getur ein-
ræðisherra er Idi Amin Dada. Idi
Amin hafði, áður en hann tók völdin
í sjálfstæðu Úganda, verið lautinant í
breska hernum. Fyrir Idi Amin dugði
enginn smátitill: Hans hátign, forseti
til lífstíðar, hermarskálkur pílagrímur
doktor Idi Amin Dada, VC, DSO, MC,
sigurvegari yfir breska heimsveld-
inu í Afríku almennt og í Úganda sér-
staklega (VC, DSO og MC eru breskir
heiðurstitlar úr hernum).
Eitt af því sem gerir einræðisherr-
um, geðbiluðum eða heilum á geði,
kleift að halda völdum er her lands-
ins og tengsl þeirra á milli eru algeng.
Sumir einræðisherrar leggja sig í líma
við að undirstrika tengsl sín við herinn
með því að klæðast einkennisfatnaði
hersins, stundum með réttu og stund-
um ekki.
Ógnin er ómissandi
Það er ekki fyrr en eftir að einræðis-
herra hefur verið velt úr sessi að kem-
ur í ljós staðfesting á hverju völd hans
raunverulega byggðu. Undanfarið
hefur einræðisherrum nokkurra ríkja
Norður-Afríku og víðar verið velgt
undir uggum, með þeim árangri að
tveir hafa séð sinn kost vænstan að
yfirgefa landið.
Ólíkt Írak, sem sá á bak einræðis-
herranum og harðstjóranum Sadd-
am Hussein í kjölfar innrásar „vilj-
ugra þjóða“ með Bandaríkin í broddi
fylkingar, er ekki enn búið að opin-
bera pyntingarklefa öryggissveita
fyrrverandi ríkisstjórna Túnis og Eg-
yptalands sem nýverið var bolað
frá völdum – einræðisherrum sem
þekktir voru af þaulsætni.
Lífverðir fyrrverandi einræðis-
herra, og kumpánar, hafa tekið við
stjórnartaumunum og eru eflaust lítt
áfjáðir í að opinbera dökkar hliðar
þeirra stjórnarhátta sem þeir aðstoð-
uðu við að viðhalda.
Ógnin er hverjum einræðisherra
nauðsynleg og Saddam Hussein vissi
það betur en margur annar. Eftir fall
hans birtust myndir af kjallaraklef-
um sem voru vettvangur ólýsanlegra
pyntinga og ógnarverka, og svo ein-
hverrar reglu væri gætt héldu böðlar
Saddams ítarlegar skrár.
Þó Hosni Mubarak sé á bak og
burt í Egyptalandi og Zine El Abidine
Ben Ali heyri sögunni til í Túnis varpa
samverkamenn einræðisherranna –
EINRÆÐI OG HARÐSTJÓRN
Júlíus Sesar Uppruna orðsins einræðis-
herra (e. dictator) má rekja til Rómaveldis.
Adolf Hitler Hitler
er talinn einn versti
einræðisherra sögunnar.