Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 7. mars 2011 Mánudagur Þegar sonur Berglindar Þorvaldsdótt- ur varð níu ára bauð hann bekknum í afmælis veislu. Þegar dagurinn rann upp settist hann út á tröppurnar fyr- ir framan heimilið sitt í Hveragerði og beið spenntur eftir gestunum. Enginn hafði boðað forföll en drengurinn sat lengi og beið án þess að nokkuð bólaði á gestunum. Að lokum kom einn strák- ur, en aðrir létu ekki sjá sig. Hann er nú orðinn ellefu ára gamall og hefur ekki mætt í skólann í mánuð. Hann er búinn að fá nóg af eineltinu. Laminn með spýtu Eineltið hófst í öðrum bekk segir Berg- lind Þorvaldsdóttir móðir hans. „Það var allt gott í fyrsta bekk. En í öðrum bekk snerust börnin gegn fjölskyld- unni hans. Þá vildi enginn koma heim til hans og enginn vildi leika við hann. Fötin voru rifin utan af honum, honum var hent í poll og hann var laminn með spýtu. Hann er stór eftir aldri og hefur alltaf verið sterkur en hann lét berja sig í hakkabuff af því að það er ekkert ofbeldi í honum. Hann er svo góður strákur.“ Undanfarið hefur líkamlegt ofbeldi ekki verið eins mikið. Það var meira þegar hann var yngri. Núna er bara pot- að í hann og þá í bókstaflegri merkingu. Krakkarnir pota í hann með fingrunum og gera það alla daga, allan daginn, í tímum, á göngunum og í frímínútum. Hann er líka kallaður illum nöfnum, fær að heyra það að hann tali asnalega, sé skrýtinn, auli og fituklessa. „Hann þurfti að fá talþjálfun og honum var strítt á því. Svona hefur þetta alltaf ver- ið. Það er allt notað gegn honum.“ Umtöluð fjölskylda Berglind flutti til Hvergerðis í kringum árið 2000. Þá var hún í krabbameins- lyfjameðferð og illa haldin vegna þess. „Ég var svo veik að ég vildi bara vera í friði frá fólki og búa í litlu samfélagi þar sem börnin mín væru örugg. En það fór nú ekki svo vel. Ég var veik í þrjú ár og sögurnar gengu allan tímann. Ég var á miklum lyfjum og þurfti að sprauta mig einu sinni í viku og þegar ég sást koma út úr apótekinu með sprautunálar var ég stimpluð sprautufíkill. Ég missti hár- ið og var ekkert sæt, en ég var líka veik og gat líka varið mig á þessum tíma.“ Hún segir að um leið og hún hafi flutt í bæinn hafi umtalið byrjað. „Við erum dökk yfirlitum og við erum all- ar með mikið og hrokkið hár stelpurn- ar en við erum ekkert öðruvísi en aðr- ar fjölskyldur. En við höfum aldrei náð að samlagast samfélaginu hérna. Ég er óvirkur alkóhólisti en hef verið edrú frá því að hann fæddist þannig að það er ekki hægt að setja út á það. Ég veit ekki af hverju það er alltaf verið að baktala mig og mína fjölskyldu. Ein mamm- an sagði að barnið sitt mætti ekki vera heima hjá mér því ég reyki svo mikið, en ég reyki ekki.“ Í stöðugri vörn „Það gengu alls konar lygasögur um mig, að ég væri fíkniefnasali, dópisti og fyllibytta og bara nefndu það. Ég varð fyrir stöðugum árásum fyrstu árin og börnin auðvitað í leiðinni því önnur börn áttu ekki að leika við mín börn. Mér finnst eins og fólk sé stöðugt að fylgjast með mér þannig að ég þurfi að vera í vörn og svara til saka ef mér verð- ur á. Mér líður alltaf eins ég sé söku- dólgur. Það var búið að ljúga svo miklu upp á okkur að félagsmálanefnd og lögregl- an gengu í málið og fylgdust með okk- ur. Ég lét það viðgangast af því að ég var skíthrædd við þetta fólk og fannst það í raun betra en að liggja undir þessum grun. Samt notar þetta fólk sömu gælu- nöfn á mig og vinir mínir og vanda- menn. Ég væri alveg glöð yfir því að fólk gerði það ef það væri vegna þess að því líkaði við mig, en ekki á meðan það baktalar mig og kemur illa fram við fjöl- skylduna.“ Systurnar lentu líka í einelti Drengurinn er ein af fjórum börnum Berglindar. Hún á þrjár eldri dætur og tvær þeirra stunduðu líka nám í grunn- skólanum í Hveragerði. Þær voru líka lagðar í einelti á sínum tíma. „Þetta er þriðja barnið mitt sem lendir í þessu og ég er búin að fá nóg. Yngri systkini þeirra sem lögðu dætur mínar í einelti eru nú að leggja son minn í einelti.“ Báðar dætur mínar lentu í nauðgun, annarri var nauðgað af þremur mönn- um en hinni var nauðgað af hljómsveit- arstrák sem hlaut þriggja ára fangelsis- dóm fyrir. Það er eins og þeim hafi verið útskúfað fyrir það. Ég fékk að heyra að yngri dóttir mín væri ekki nógu góð fyr- irmynd fyrir hina krakkana fyrst hún hefði lent í þessu svona ung. Hún var svo send í annan skóla. Ég var svo lokuð fyrir því sem var að gerast að ég hélt kannski að það væri betra fyrir hana en eftir á að hyggja held ég að þetta hafi snúist meira um ímyndina en veit að auðvitað myndu allir þræta fyrir það.“ Skólavistin eyðilögð Stelpurnar flosnuðu báðar úr skóla út af brjálaðri vanlíðan. „Hárið á þeim var klippt, þær voru málaðar fárán- lega og klæddar asnalega. „Eldri dótt- ir mín leiddist út í fíkniefnaneyslu og er mjög illa stödd í dag þannig að ég er með barnið hennar. Sú yngri fór aldrei sömu leið, hún var aldrei í neinu rugli en félagsmálanefnd tók hana samt fyrir og var alltaf að senda hana í vímuefna- próf. Hún var send á milli skóla og í hin og þessi úrræði en það var aldrei tekið á eineltinu, öðruvísi en með því að senda þær hingað og þangað. Í raun finnst mér eins og skólavist allra barna minna hafi verið eyðilögð. Stelpunum leið svo illa í skólanum að þær hata skóla og geta ekki hugsað sér að fara í nám. En hann hefur staðið sig vel og hefur vilja til þess að læra. Hann vill mennta sig, fara í framhaldsskóla og háskóla en það er verið að eyðileggja þetta fyrir honum.“ Stóð einn Drengurinn bar harm sinn lengi í hljóði. En fyrir rúmum mánuði brotn- aði hann alveg niður og greindi frá ástandinu í skólanum. Eftir það mætti hann í skólann í eina eða tvær vikur og var þá kallaður út úr bekknum til þess að ræða við ráðgjafa. „Hann var spurð- ur að því hvernig honum liði og í kjöl- farið var komið upp svokölluðu stuðn- ingskerfi fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði öryggisnet í kringum sig en ég treysti því ekki þannig að ég fylgdist sjálf með honum úr fjarska án þess að nokkur vissi af því. Enda kom það í ljós að á sama tíma og hann átti að hafa þetta öryggisnet úti í frímínútum stóð hann yfirleitt einn einhvers staðar á milli trjánna og lét lít- ið fyrir sér fara. Hann brotnaði síðan al- veg saman og hefur ekki farið í skólann síðan því hann sá að þetta hefði aldrei hætt.“ Afskiptaleysi skólans Berglind er vægast sagt ósátt við það hvernig skólinn meðhöndlaði málið. „Það er skólaskylda í landinu en dreng- urinn minn treystir sér ekki í skólann og skólinn hefur lítið sem ekkert brugðist við því. Það var haldinn fundur með for- eldrum sem ég fékk ekki að sitja. Ég hef ekki fengið fund með foreldrum því þeir vilja ekki tala við mig. Það hefur að- allega verið einn strákur sem stendur fyrir þessu og einhverjar bullur í kring- um hann en honum hefur aldrei verið vísað úr skólanum. Mér var sagt að það hefði verið rætt við foreldra hans en meira fékk ég ekki að vita, eins og mér kæmi það ekki við. Einu sinni var hringt úr skólanum og sagt að hans væri saknað. Það er nú allur söknuðurinn, ef þeir gera ekki meira en þetta.“ Leitaði til menntamála- ráðuneytisins Það er þó ekki eins og Berglind sitji þegjandi og hljóðalaust yfir ástandinu. Hún hefur reynt að ræða við skólastjór- ann, félagsmálayfirvöld, bæjarstjórann og jafnvel farið í menntamálaráðuneyt- ið. „Ég get ekki séð að skólastjórinn taki mark á neinu sem ég segi. Mér líður eins og ég sé að tala við tóma tunnu. Það var ekki fyrr en eftir að ég fór í ráðu- neytið að eitthvað fór að gerast og hann var boðaður til barnasálfræðings í vik- unni. Ég er búin að gera allt brjálað því það er mín von að ekkert annað barn þurfi að lenda í þessu. En ég stórefa að sonur minn fari aftur í þennan skóla. Ég veit bara ekk- ert hvað við eigum að gera. Ég ætla að flytja héðan og setja hann í einkaskóla næsta vetur en fram að því vill ég fá heimakennslu. Ég hef fengið þau svör að það sé erfitt að mæta því en ég trúi því ekki að það eigi að halda áfram að pína barnið þarna niður frá.“ Hætt að geta grátið Fyrst og fremst vill hún opna umræðu um einelti. Umræðu sem þykir sjálf- sögð og allir taka þátt í. Að kennarar og foreldrar uppfræði sig um einelti og ræði við börnin um virðingu. „Það veit enginn hvað það er að lenda í einelti fyrr en hann hefur lent í því sjálfur. Það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er. Manni líður bara hörmulega. Ég er fullorðin kona og get tekist á við það sem sagt er um mig en auðvit- að hef ég oft grenjað undan sögum sem eiga ekki við rök að styðjast. En ég er hætt að geta grátið yfir þessu. Ég er orð- in ísköld gagnvart þessu fólki og ætla bara að flytja héðan. Ég get þetta ekki lengur og ætla ekki að bjóða syni mín- um upp á þetta. Við erum bæði niður- brotin og asnaleg eftir þetta, okkur líð- ur öllum svo illa. En fyrst og fremst er þetta erfitt fyrir hann. Þau urðu alltaf þyngri skrefin í skólann þar til honum var öllum lokið.“ Ömurleg skólaskemmtun Hún tekur dæmi af mótlætinu sem þau hafa mætt. Fyrr í vetur var skóla- skemmtun fyrir sjöttu bekkinga. Í stór- um sal sátu foreldrar og börn og ræddu saman. „Við sátum ein við borð í miðj- um salnum. Það þekktu okkur allir en það heilsaði okkur enginn. Þetta end- aði með því að sonur minn hljóp grát- andi út og ég á eftir honum. Þá hét ég mér því að fara aldrei aftur á skóla- skemmtun í þessum skóla. En þetta er bara eitt dæmi af mörgum, þetta er alltaf svona og þessi framkoma er bara ömurleg. Vægast sagt. Þess vegna þurfa kennarar að ræða við krakkana og sýna þeim í verki að það eigi allir rétt á sér og það eigi að bera virðingu fyrir öllum. Þegar ég spyr „Hann er stór eftir aldri og hefur alltaf verið sterkur en hann lét berja sig í hakkabuff af því að það er ekkert ofbeldi í honum. FER EKKI Í SKÓLA VEGNA EINELTIS n Ellefu ára drengur hefur ekki mætt í skóla í mánuð n Eineltið hófst í öðrum bekk n Útskúfaður, laminn og niðurlægður n Situr einn heima, óöruggur og hræddur n Bað ráðuneytið um hjálp n Vill fá heimakennslu Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Berglind Þorvaldsdóttir Er afar ósátt við hvernig skólinn hefur tekið á máli sonar hennar og eineltinu sem hann hefur sætt. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.