Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Mánudagur 7. mars 2011 „Megnið af þessum útlendingunum eru góðir vinir mínir og fínir félagar þannig að það er ekki rétt að við séum að sameinast í Semper Fi gegn erlend- um hópi,“ segir Jón Hallgrímsson, oft- ast kallaður Jón stóri en DV greindi frá því á föstudaginn að lögreglan óttaðist uppgjör glæpahópa sem skotið hafa rótum á Íslandi. Samkvæmt leyniskjöl- um sem DV hefur undir höndum met- ur lögreglan það þannig að nýr hóp- ur glæpamanna hafi verið stofnaður til þess að bregðast við breyttri stöðu í undirheimunum. Vinir á forsíðunni Samkvæmt upplýsingum lögreglunn- ar hafa meðlimir hópsins Semper Fi sem Jón stóri stendur á bak við ítrek- að komist í kast við lögin, aðallega í tengslum við fíkniefni en einnigt eru tengingar við margvíslega brotastarf- semi svo sem rekstur á spilavítum, peningaþvætti, ofbeldi og hótanir. Lögreglan hefur grun um að hópurinn hafi sameinast til að geta mætt ógnun- um og ofbeldisverkum erlendu mann- anna. Jón stóri segir það af og frá, hann sé ekki í baráttu um völd í undirheim- unum. Aftur á móti séu þetta upp til hópa vinir hans eða félagar: „Ég er að sjá vini mína á forsíðunni með mér. Ég þekki Einar, hann er mjög góður maður. Ég þekki líka til Rikka, hann er með dóttur eins af mínum bestu vin- um. Jón Trausta hef ég ekki séð í mörg ár en ég talaði alveg við hann þegar ég rakst á hann á förnum vegi. Hann var kunningi minn. Þetta er svo lítið land. Ég þekki fullt af útlendingum og flestir þeirra eru bara mjög góðir strákar. Það er ekkert út á þá að setja.“ Hafa allir verið dæmdir Yfirlýstur tilgangur Semper Fi er að æfa saman lyftingar og bardagaíþrótt- ir. „Málið er það að við eigum allir okkar fortíð. Af því að við höfum allir fengið dóm er okkur meinað að æfa blandaðar bardagaíþróttir sem kallast mixed martial arts, en það mega allir aðrir æfa þetta. Við ætluðum að koma okkur upp aðstöðu þar sem enginn gæti bannað okkur að æfa það sem við viljum.“ Standa saman Lögreglan telur að til standi að byggja Semper Fi upp þannig að menn muni bera stöðuheiti og greiða félagsgjöld til að njóta verndar innan hópsins, en Semper Fi merkir Ávallt trúr. Jón stað- festir það. Til stendur að félagsmenn greiði félagsgjöld. „Auðvitað munum við standa saman. Auðvitað stendur maður á bak við vini sína þegar eitt- hvað kemur upp á, sama hvers eðlis það er. Við erum ekkert endilega að tala um ofbeldi. Ég man ekki hvenær einhver var dæmdur fyrir ofbeldisverk síðast, kannski einn gaur sem lenti í slagsmálum niðri í bæ um daginn. Svo er eitt mál að fara fyrir dóm núna þar sem félagi okkar var að takast á við konuna sína.“ Sá maður er sakaður um að hafa haldið fyrrverandi kærustu sinni nauðugri hjá sér og beitt hana grófu ofbeldi þar til hún ætlaði að flýja með því að stökkva niður af svölunum. Þá á hann að hafa veist að henni með þeim hætti að hún missti takið og lenti illa með þeim afleiðingum að hún slasað- ist illa. Lokaður klúbbur Fyrr í vetur voru sagðar fréttir af því að um 300 manns hefðu sótt um inn- göngu í Semper Fi. Jón segir að enn séu bara sex félagar til fimmtán ára í klúbbnum. „Fullt af vinum okkar hanga í kringum okkur en við erum bara sex í þessu félagi. Ætli það séu ekki fjórir eða fimm búnir að fá vil- yrði fyrir því að fá inni á næstunni. Til stóð að taka fleiri inn en við ákváðum að hinkra aðeins með það. Við viljum ekkert fá hvern sem er þarna inn. Þetta erum bara við strákarnir sem höfum verið að skemmta okkur saman og núna langar okkur að geta æft það sem okkur er bannað að æfa. Þannig að við erum ekkert að hleypa einhverjum Jóni Jóns inn af götunni. Síður en svo.“ Fylgst með honum Á föstudag var einnig greint frá því að Ögmundur Jónasson vilji rýmka rann- sóknarheimildir lögreglunnar, meðal annars til þess að hægt sé að fylgjast betur með glæpasamtökum í von um að spyrna við fíkniefnasmygli, mansali og öðrum brotum. Þar sem Semper Fi er einn af þeim hópum sem lögreglan fjallar um í gögnunum sem DV hef- ur undir höndum má ætla að lögregl- an gæti jafnvel fengið dómsúrskurð til þess að fylgjast með klúbbnum. „Ég kippi mér ekkert upp við það. Lögregl- an er hvort eð er alltaf að fylgjast með mér og bankar reglulega upp á. Hún er bara að vinna vinnuna sína. Ég ætla ekkert að neita því að ég fæ mér stund- um aðeins í glas og þegar ég geri það þá geri ég það almennilega,“ segir Jón sem hefur rætt opinberlega um fíkni- efnaneyslu sína. Með ólögráða stúlku „Þið sögðuð nú reglulega fréttir af því þegar lögreglan var að sækja stelpuna sem ég er með. Það var glórulaust að senda hana þarna upp eftir. Ég skil ekkert í því af hverju það var gert þri- svar sinnum í röð þegar hún kom allt- af aftur hingað til mín. Á endanum sáu þeir að það gekk ekkert, þannig að núna er hún bara hjá mér.“ Stúlk- an sem um ræðir er ekki orðin átján ára gömul og því ólögráða. Lögreglan hefur sótt hana þrisvar sinnum til Jóns og sent hana á Stuðla. Hún fór þó alltaf aftur til Jóns sem hefur sagt að hún vilji bara vera hjá honum þar sem hann búi í 230 fermetra húsnæði, hafi aðgang að fjórum bílum og geti útvegað henni vinnu auk þess sem hann gaf henni fatnað fyrir hundrað þúsund krónur um daginn. LögregLan bankar regLuLega upp á n Jón stóri segir þetta vera vini sína n Semper Fi er hópur manna sem standa saman n Allt dæmdir menn n Æfa bardagaíþróttir sem þeim er meinað að æfa annars staðar n Í sambandi við ólögráða stúlku n Gaf henni föt fyrir 100.000 krónur Jón stóri „Málið er það að við eigum allir okkar fortíð. Af því að við höfum allir fengið dóm er okkur meinað að æfa blandaðar bardagaíþróttir sem kallast mixed martial arts, en það mega allir aðrir æfa þetta.“ „Ég man ekki hve- nær einhver var dæmdur fyrir ofbeldis- verk síðast, kannski einn gaur sem lenti í slagsmál- um niðri í bæ um daginn. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Semper Fi Lögreglan hefur grun um að hópurinn hafi sameinast til að geta mætt ógnunum og ofbeldisverkum erlendra glæpagengja. 4. mars 2011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.