Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 23
Úttekt | 23Mánudagur 7. mars 2011 unni á Plaza. Sjálfseyðingarhvöt Vart hafði fennt yfir ævintýri Charlies og Capri þegar Charlie komst í frétt- irnar aftur vegna svipaðrar uppá- komu. Undir lok janúar síðastliðins yfirgaf hann sjúkrahús í Los Angeles en þar hafði hann verið lagður inn að morgni fimmtudagsins 27. janúar. Aðfaranótt fimmtudagsins hafði hann tekið á honum stóra sínum í félagsskap nokkurra klámmynda- leikkvenna og meðal annars drep- ið tímann við taumlausa drykkju og kókaínneyslu. Ein umræddra klám- myndaleikkvenna, Kacey Jordan, hefur ekki farið í launkofa með skoð- un sína á atburðum næturinnar. Eft- ir henni var haft að hún hefði aldrei fyrr séð nokkurn sem haldinn væri sjálfseyðingarhvöt á jafn háu stigi og Charlie. Í viðtali við TMZ-vefsíðuna sagði Kacey Jordan að milliliður hefði haft samband við hana fyrir Charlie Sheen sem hefði lýst hrifningu á verk- um hennar og reynt að „… komast í samband við hana í ár.“ „Þegar ég sá hann fyrst var hann bara gjörsamlega út úr heiminum,“ sagði Kacey Jordan. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöð- ina lýsti hún fjálglega útliti og fasi Charlies, sem ku hafa verið nokkuð fjarri því sem aðdáendur þáttanna Two and a Half Men eiga að venjast: „Hann var íklæddur hvítri skyrtu… útataðri í rauðvínsslettum […] Ég hélt að ég myndi hitta þann Charlie Sheen sem ég átti að venjast úr sjónvarpinu. Ekki þann sem væri allur í rusli.“ Hvaðan hún fékk þá hugmynd skal ósagt látið, en fulltrúar Char- lies sögðu í yfirlýsingu í fréttum ABC-sjónvarpsstöðvarinnar: „Það er skammarlegt að nú, þegar herra Sheen hefur leitað meðferðar að eig- in frumkvæði, reyni tækifærissinnað- ar konur að misnota frægð hans.“ Maðurinn með gulltennurnar En Kacey Jordan hafði frá fleiru að segja og nú hefur sú kjaftasaga feng- ið vængi að megnið af tönnum leikar- ans séu úr gulli og hann noti einhvers konar hvítan tanngóm til að líta eðli- lega út á almannafæri. Samkvæmt Radaronline sagði Kaycey Jordan í viðtali við útvarpsmanninn Howard Stern: „Hann er búinn að missa allar tennurnar vegna alls partístandsins. Hann tönnlaðist á: Fjandans postu- línstennur... helvítis rusl.“ Hvort sag- an eigi við rök að styðjast verður hver að gera upp við sig. Kacey Jordan virðist vera staðráð- in í að fá sem mest út úr kynnum sín- um af Charlie Sheen því hún hefur veitt hvert viðtalið á fætur öðru síðan partíið átti sér stað og skilur lítið út- undan. Í viðtali við E! News upplýsti hún alheim um frammistöðu Char- lies í rúminu. „Það var ókei. Það varði ekki lengi,“ sagði klámmyndaleik- konan. Þrátt fyrir að hún virtist hissa á stuttum rekkjubrögðum leikarans hafði hún skýringu á reiðum hönd- um: „Af því að hann var í svo miklu rusli. Þegar þú ert svona hátt uppi... hann var ekki lengi að.“ Að hennar mati var um að ræða rétt rúmlega tvær og hálfa mínútu. „Þetta var þriggja mínútna þrekraun,“ sagði Kacey Jordan um hin nánu, en stuttu kynni þeirra sem áttu sér stað rétt áður en hún yfirgaf partíið. Að sögn Kacey var henni lofað 5.000 dala greiðslu fyrir að mæta í partíið hjá Charlie, en endaði með ávísun upp á 30.000 dali. Einnig sagði hún að Charlie hefði lofað að gefa henni Bentley-bifreið. Tíminn mun leiða í ljós hvort það gengur eftir. Fjarmeðferð Charlies Charlie fór í meðferð eftir partíið með Kacey og stallsystrum hennar, en komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að slíkt hentaði honum ekki. CBS- sjónvarpsstöðin hafði þegar þar var komið sögu, í febrúarbyrjun, ákveð- ið að hætta tökum á Two and a Half Men í óákveðinn tíma. Þann 3. febrúar sagðist Charlie vera áfjáður í að komast aftur í vinn- una undir lok mánaðarins og í stað þess að fara á meðferðarstofnun ákvað hann að taka þátt í meðferð og endurhæfingu heiman frá sér. Eðli- lega vakti sú ákvörðun spurningu um hvort hann væri yfirhöfuð fær um að sigrast á fíkninni. Sú spurning átti fullan rétt á sér og undir lok febrúar fram í marsbyrj- un gerðust hlutirnir hratt. Um svipað leyti og Charlie bauð klámleikkonum og fleira fólki í snekkjupartí þann 22. febrúar hrönnuðust upp óveðursský við sjóndeildarhringinn. Charlie var ekki á eitt sáttur við ráðamenn CBS eftir að þeir ákváðu að fresta tökum á Two and a Half Men. Lét hann í veðri vaka að hann hygðist færa sig um set yfir til HBO og sagði ákvörðun CBS vera bæði „vitlausa“ og „sorglega“. Charlie fór hörðum orðum um höfund þáttanna, Chuck Lorre, og kallaði hann meðal annars trúð, maðk og mykju. Til að bæta gráu ofan á svart notaði Charlie rétt nafn Chucks, ísraelska nafnið Haim Levine, og uppskar ásakanir um fordóma í garð gyðinga, sem hann reyndar vísaði til föðurhúsanna. Hann hefur einn- ig hótað CBS málsókn vegna þeirrar ákvörðunar manna á þeim bæ að slá á frest frekari upptökum á Two and a Half Men. Gyðjur Charlies Samkvæmt nýjustu fréttum er Char- lie nú kominn í sambúð með tveim- ur konum sem hann kallar „gyðjurn- ar“. Þær kynnti hann meðal annars til sögunnar í þættinum Today á NBC- sjónvarpsstöðinni og sagði með- al annars: „Þessar konur dæma mig ekki. […] Þær eru nógu hreinskilnar til að segja við mig: Hei, hættu þessu rugli.“ Gyðjurnar sem um ræðir eru klámstjarnan Rachel Oberlin, betur þekkt sem Bree Olson, og fyrirsætan Natalie Kenly. Í viðtalinu við Today sagði Charlie að þær, meðal annars, hjálpuðu til við umönnun tvíburanna sem hann á með fyrirsætunni Brooke Mueller. Brooke Mueller hugnaðist þetta fyrirkomulag ekki betur en svo að hún fór fram á að börnin yrðu fjar- lægð úr þessu undarlega heimilis- haldi. Brooke hafði erindi sem erfiði því dómari úrskurðaði að tvíburarnir skyldu settir í forsjá hennar án tafar, samkvæmt radaronline.com. Hver framtíð Charlies Sheen verð- ur mun tíminn leiða í ljós, en þrátt fyrir gríðartekjur CBS af þáttunum Two and a Half Men verður að teljast ólíklegt að samþykktar verði á þeim bæ nýjustu launakröfur leikarans sem hefur farið fram á þrjár milljón- ir dala fyrir hvern þátt ef hann eigi að snúa aftur til vinnu. Charlie er einn launahæsti sjón- varpsleikari í heimi og þegar hann var spurður í Today: „Vilt þú launa- hækkun?“ svaraði hann að bragði: „Já, sjáðu hvað þeir hafa neytt mig til að ganga í gegnum.“ Charlie Sheen – Carlos Irwin Estevez Fæddur 3. september 1965 (45 ára) Foreldrar Martin Sheen og Janet Templeton Systkin Emilio Estevez Ramon Estevez Renée Estevez Leikferill 1974 – Metinn á 85 milljónir bandaríkjadala nettó (Celebrity Networth) Gælunöfn Vélin Skemmtunar-Charlie Hæð 178 sentmetrar Eiginkonur Charlies Sheen Brooke Mueller 30. maí 2008 – hefur sótt um skilnað, tvö börn Denise Richards 15. júní 2002 – 30. nóvember 2006, tvö börn Donna Peele 3. september 1995 – 19. nóvember 1996 Charlie Sheen og góðgerðamálin Þó mikið hafi mætt á Charlie Sheen undanfarið og orðspor hans hafi beðið hnekki hefur hann í gegnum tíðina látið ýmis góðgerðamál sig varða. Árið 2004 var Charlie talsmaður fjáröflunarherferðar Lee National Denim Day þar sem safnað var milljónum bandaríkjadala til rannsókna og menntunar varðandi brjósta- krabbamein. Að sögn Charlies varð dauði vinkonu hans úr brjóstakrabbameini þess valdandi að hann vildi leggja málefninu lið. Charlie Sheen hefur einnig verið mikill styrktaraðili Aid For AIDS síðan 2006 og er einn fárra sem hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera sæmdur AFA Angel-viðurkenning- unni. Auk þess að styrkja samtökin fjárhagslega hefur hann til nokkurra ára í sjálfboða- vinnu tekið að sér hlutverk á árlegum fjáröflunarsamkomum þeirra, Best in Drag Show, þar sem hann hefur tekið sæti sem dómari. Með framlagi sínu hefur hann laðað að fleira frægt fólk, þess á meðal föður sinn Martin Sheen. Áhuga Charlies á AIDS varð fyrst vart árið 1987 þegar hann studdi Ryan White, táning frá Indiana í Bandaríkjunum, sem varð talsmaður á landsvísu í Bandaríkjunum fyrir því að fólk yrði meðvitað um AIDS, en Ryan hafði sýkst við blóðgjöf. Charlie Sheen með eigin orðum Um konur „Ef ég hef lært nokkurn skapaðan hlut þá er það að ég veit ekkert um konur. Þær eru og verða leyndardómur. En ég hef lært að reyna ekki að skilja þær. Það er endalaus vegferð og það gerir það svo yfirþyrmandi.“ Um lífernið við tökur myndarinnar Wall Street „En þarna var ég, náunginn sem hafði fundið gull, leitandi í dögun bara til að komast að því að ég var sá eini sem var að skemmta mér. Ég var búinn að drekka, taka í nefið, gleypa pillur og reyndi að sannfæra mig um að ég væri ekki fíkill því ég var ekki með nál í handleggnum.“ Um Oliver Stone „Ef hann fær ekki þann leik sem hann sækist eftir þá segir hann: Hvað ertu, hommi frá Malibu? Eyddir þú of miklum tíma í blak á ströndinni í bernsku?“ Föðurlegt ráð „Pabbi gaf mér frekar slæmt ráð – vertu heiðarlegur – og ég fór eftir því. Fólk spyr hvers vegna ég sé svo ærlegur gagnvart fjölmiðlum? Ég kann ekki svar við því. Ég reikna með því að ég sé ærlegur við aðra. Af hverju ætti það ekki að gilda um fjölmiðlana?“ Um að hætta að drekka – einu sinni „Ég var bara þreyttur – dauðþreyttur á að vera dauðþreyttur, á að lifa eins og vampíra.“ Um skemmtun – einu sinni „Skemmtun getur orðið óhófleg. Hún verður tilbreytingarlaus. Hve oft ertu fær um að vakna, eiga í erfiðleikum með að muna hvað þú heitir, hvað hún heitir og hvar þú ert staddur.“ Ráð frá Slash – fyrrverandi gítarleikari Guns N’ Roses „Ein af mínum uppáhaldsminningum er þegar Slash tók mig á beinið heima hjá sér og sagði: Þú verður að taka þig saman í andlitinu. Þú veist að þú hefur gengið of langt þegar Slash segir: Þú verður að fara í meðferð, þú verður að hætta þessu.“ Heimildir Wikipedia, TMZ, radaronline.com, Daily Mail, IMDb.com og fleiri miðlar. Búinn að missa Börnin, konurnar og vinnuna Í góðum gír Hæðir og lægðir hafa einkennt leikferil Charlies Sheen. MyND REUtERS yfirgefur dómhúsið í Aspen Charlie var dæmdur fyrir að beita Brooke Mueller, eiginkonu sína, ofbeldi. MyND REUtERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.