Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Side 15
Kaffikanna innkölluð IKEA hefur innkallað Första-pressukönn-
ur fyrir kaffi og te. Ástæðan er sú að málmahaldari getur valdið þrýstingi á
glerkönnuna sem getur orðið til þess að glerið brotnar. Við það skapast hætta
á bruna og brunasárum. IKEA um allan heim hefur fengið um 20 tilkynningar
um könnur sem hafa brotnað. Þar af voru 12 tilkynningar um bruna vegna þess
að kaffi eða te helltist niður. Kaffikannan er til í tveimur stærðum og var hún
seld í verslunum IKEA um allan heim frá febrúar til desember á síðasta ári.
Neytendum, sem hafa slíka könnu undir höndum, er ráðlagt að skila henni til
verslunarinnar og fæst hún að fullu endurgreidd.
Forverðmerkingar bannaðar Nýjar reglur tóku gildi
1. mars síðastliðinn sem banna forverðmerkingu kjötvöru sem seld er
í staðlaðri þyngd. Þetta á við um flestar tegundir af pylsum, tilbúnum
réttum og flestum tegunda áleggs. Neytendasamtökin greina frá þessu á
heimasíðu sinni en þar segir jafnframt að samtökin hafi stutt bannið við
forverðmerkingu og telja þau að slíkar verðmerkingar dragi úr samkeppni og
haldi uppi háu verði. Í sumar, nánar til tekið 1. júní næstkomandi, ganga í gildi
sömu reglur um kjötvöru sem ekki er seld í staðlaðri þyngd. Þegar þær reglur
taka gildi verða verslanir að hafa skanna nálægt vörunum.
Neytendur | 15Mánudagur 7. mars 2011
Sykur kallar á
meiri Sykur Eftirfarandi upplýsingar eru settar fram bæði í gríni og í alvöru á heimasíðu Heilsubankans en hér er að finna ýmsar staðreyndir um kók. n Í mörgum fylkjum Bandaríkjanna er vegalögreglan með 10 lítra af kóki í bílunum hjá sér til að þrífa blóð af
vegum eftir umferðarslys.
n Þú getur sett T-bone steik
í skál af kóki og hún verður
horfin eftir nokkra daga,
samanber þegar krakkarnir
setja tönn í glas af kóki, hún
hverfur einn daginn.
n Gott ráð til að hreinsa kló-
settið er að hella innihaldi
úr einni dós ofan í, bíða í
nokkra klukkutíma og
sturta svo niður.
n Til að fjarlægja
ryðbletti af króm-
stuðurum skal dýfa
krumpuðum álpappír
í kók og nudda svo
blettina af króminu.
n Til að hreinsa
rafgeyminn í bílnum
skal hella úr dós yfir,
bíða og þurrka svo yfir
með pappír.
n Til að losa ryðgaða
bolta (skrúfur), skal
rennbleyta tusku
með kóki og halda
um boltann í nokkrar
mínútur.
n Til að fjarlægja
fitubletti úr fötum skal
hella dós af kóki inn í
þvottavélina, setja svo
þvottaefnið í og þvo
eins og venjulega.
n Gott er að hella
kóki yfir framrúðu
bílsins þegar hún er
skítug vegna tjöru af
götunum.
n Virka efnið í kóki er
fosfórsýra. Ph-gildi í kóki
er 2,8 og leysir upp nögl á um það bil
fjórum dögum.
n Vöruflutningabifreiðar sem flytja
kóksýrópið (fullan styrk) þurfa að vera
með viðvörunarskilti sem eru notuð á
bíla sem að flytja mjög ætandi efni.
n Dreifingaraðilar hafa í um það bil 20
ár notað kókið til að hreinsa vélarnar í
trukkunum sínum.
Staðreyndir um kók
Háskóla Íslands um sætuefni. „Það
er að verða lífsstíll að drekka sykur-
lausa gosdrykki frekar en venjulegt
sykrað gos en það er engin lausn
á vandamálinu. Því þetta eru ekki
bara sætindi heldur efni sem við-
halda þessum lífsstíl sem er óholl-
ur hvernig sem á það er litið,“ sagði
Þórhallur.
Koffín: Koffínríkir drykkir geta
orsakað: stress, svefnleysi, háan
blóðþrýsting, óreglulegan hjartslátt,
aukið kólersteról í blóði, úthreinsun
vítamína og steinefna.
Mikil neysla barna og unglinga
á koffíni getur verið varhugaverð að
sögn Ólafs Gunnars Sæmundsson-
ar, næringarfræðings við Háskól-
ann í Reykjavík. „Koffín er flokkað til
lyfs ef það fer yfir ákveðin mörk. Við
næringarfræðingar höfum áhyggj-
ur af mikilli neyslu á meðal barna
og unglinga. Koffín í miklum mæli
getur leitt til skjálfta, hjartsláttar-
truflana og magaverkja, eins og þeir
þekkja sem drekka mikið kaffi. Ég
bendi á að ef koffínmagn í blóði fer
yfir ákveðin mörk hjá íþróttamönn-
um eru þeir settir í bann,“ sagði
hann í samtali við DV árið 2009.
Brot á lögum um
rafræn viðskipti
Neytendastofu barst fjöldi ábendinga
og kvartana á síðasta ári frá neytend-
um vegna netverslunar sem finna
mátti undir lénunum treyjur.com
og gjafir.com. Þær fjölluðu aðal lega
um að í kjölfar kaupa hafi ekki verið
mögulegt að ná sambandi við fyrir-
tækið, hvort heldur það var til að fá
afhenta vöru sem greitt hafði verið
fyrir eða vegna kvartana yfir galla
á vöru. Aðilar sem bjóða vörur eða
þjónustu til sölu á netinu eiga að hafa
aðgengilegar upplýsingar um rekstr-
araðila og hvar neytendur geti komist
í samband við hann. Neytendastofa
beindi þeim tilmælum til rekstrarað-
ila að koma upplýsingum á vefnum í
rétt horf en ekki var brugðist við þeim
tilmælum. Neytendastofa hefur því
tekið formlega ákvörðun í málinu og
komist að þeirri niðurstöðu að þarna
sé meðal annars um brot á lögum
um rafræn viðskipti og aðra rafræna
þjónustu að ræða.
Viðheldur
heilbrigðum
efnaskiptum
Magnesíum fáum við úr grænu græn-
meti, hnetum, fræjum, hýðishrís-
grjónum og sojabaunum. Þetta fjórða
algengasta efni í líkamanum heldur
uppi heilbrigðum efnaskiptum. Sér-
staklega fyrir vöðva og hjarta. Á síð-
unni madurlifandi.is segir að efnið sé
líkamanum nauðsynlegt, það styrki
bein, hafi áhrif á taugaboð og vöðva-
samdrátt. Magnesíum er vöðvaslak-
andi auk þess sem það stjórni orku-
myndun í líkamanum og það hjálpar
okkur að slaka á og róast eftir amstur
dagsins. Þeir sem eru undir miklu
álagi ættu að taka það eða þjást af
kvíða, vöðvakrömpum og pirringi,
hægðartregðu, fyritíðaspennu eða
önuglyndi. Það er því tilvalið að fá
sér gott salat í hádeginu með slatta af
hnetum, fræjum og tofu og þú er með
frábæra magnesíumsprengju fyrir
líkamann.
Það kostar rúma milljón króna á
ári að reka bíl ef miðað er við nýjan
bíl. Þessar upplýsingar tók Félag ís-
lenskra bifreiðaeigenda saman og
birti töflu um það á heimasíðu sinni.
Hér er aðeins átt við rekstur bifreið-
arinnar og tekur ekki til kostnaðar
vegna kaupa hennar.
Gífurlegur sparnaður við að
leggja bílnum
DV fjallaði fyrir stuttu um kosti þess
að nota reiðhjól sem farartæki og
þann sparnað sem hlýst af því. Þar
var einungis horft til þess hve mik-
ið sparast í bensínkostnað við það
að hjóla til og frá vinnu. Sá kostn-
aður er 90.000 krónur á ári sé hjól-
að tíu kílómetra til og frá vinnu. Það
er hins vegar margfalt stærri ávinn-
ingur af því að leggja bílnum að
fullu og taka upp bíllausan lífsstíl en
eins og áður sagði kostar það rúm-
ar 1.100.000 krónur að reka bílinn á
ári.
Hjól eða strætó?
Til eru ýmsar leiðir til þess að kom-
ast á áfangastað án þess að eiga
bíl. Hjólreiðar eru heilsusamlegar
og umhverfisvænar sem og ganga.
Strætisvagnar ganga um alla borg
en það borgar sig að kaupa sér mán-
aðarkort ef sá ferðamáti er valinn.
Stakt fargjald með strætisvagni kost-
ar 350 krónur en mánaðarkort kost-
ar 6.400 krónur. Eins er hægt að fá
þriggja mánaða kort á 14.500 krónur
og níu mánaða kort á 35.000 krónur.
Verum samferða
Þurfi fólk að ferðast á milli bæjar-
félaga eða landshluta má benda á
heimasíðuna samferda.net. Þar seg-
ir að á Íslandi séu fleiri bílar en íbú-
ar og því hljóti einhver að vera að
fara á sama stað og þú á sama tíma.
Vefurinn er því vettangur fyrir fólk
sem þarf að ferðast á milli staða og
vill deila ferðakostnaði með öðrum.
Þar getur fólk skráð sig að kostnað-
arlausu og fundið sér ferðafélaga til
að deila bíl með hvert á land sem er.
rúm milljón
í að reka bíl
n Bíleigendur eyða miklum fjármunum á ári hverju í rekstrarkostnað
n Stærsti útgjaldaliðurinn er eldsneyti, viðhald og viðgerðir
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður:
Notar hjólið þegar færðin leyfir
Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson á ekki
bíl og fer allra ferða sinna gangandi eða með
strætó og notar hjólið sitt þegar færðin leyfir.
„Þetta var ekki meðvituð ákvörðun hjá mér að
vera bíllaus. Þegar ég flutti heim frá Danmörku
fyrir nokkrum árum trassaði ég að kaupa bíl
og svo endaði þetta á því að ekkert varð úr
bílakaupum,“ segir hann. Andri Freyr segir að
fólk eigi að vera duglegra að hjóla, ganga eða
taka strætó. „Íslendingar eru alveg sér á parti
með að halda að allir þurfi að eiga bíl, sem er
algjört rugl, sérstaklega þegar bensínverðið er
svona hátt.“
Einfalt að vera
bíllaus
Sigrún Helga Lund er í stjórn Samtaka
um bíllausan lífsstíl og hún og fjölskylda
hennar eiga ekki bíl. Hún segist einu
sinni hafa átt
bíl í rúmt ár
en ákvað árið
2007 að selja
hann. „Það var
bara þannig
að ég notaði
hann svo lítið
að mér fannst
ekki borga sig
að eiga hann og
greiða það sem kostar að reka bíl. Ég
var búin að sjá að það borgaði sig fyrir
mig að taka frekar leigubíl þegar ég
þurfti á því að halda,“ segir hún. Sigrún
býr nálægt vinnustað sínum svo hún
gengur þangað en notast annars við
strætó eða hjólar. Hún segist einnig taka
hjólið í strætó þurfi hún að fara mjög
langt. Hún á tvær dætur, 4 og 6 ára, og
aðspurð hvernig gangi að vera bíllaus
með börn segir hún að það sé lítið mál
og hún sakni ekki bílsins. „Ég seldi bílinn
þegar sú yngri var hálfs árs og fannst
einfaldlega þægilegra að vera með þær
í strætó í barnvagni heldur en í bíl. Svo
eru leikskólar yfirleitt nálægt manni
og í göngu- eða hjólafæri.“ Samkvæmt
Sigrúnu er því einfalt að vera án bíls
innan borgarmarkanna en hvað með á
sumrin þegar fjölskyldan vill komast út
úr bænum og ferðast um landið? „Eitt
sumarið fengum við tilboð hjá bílaleigu
og fengum frekar ódýran bíl í mánuð.
Leigan á honum var um það bil 50.000
krónur og við fórum í hefðbundið
tjaldferðalag um Vestfirðina. Þetta
aftrar okkur ekkert að vera bíllaus og
mér finnst ekki mikið að borga þennan
pening fyrir bílaleigubíl einu sinni á ári.
Það kostar 1.000.000 krónur að reka
bíl,“ segir Sigrún að lokum.
Verðflokkur: 2.600.000 kr.
Þyngd (kg): 1.000
Eyðsla (l/100): 8
CO2 g/km: 120
Tryggingarflokkur: 1
Eignarár: 5
Akstur á ári (km): 15.000
Kostnaður vegna notkunar
Bensín (220 kr/l): 264.000 kr.
Viðhald og viðgerðir: 117.000 kr.
Hjólbarðar: 45.000 kr.
Kostnaður á ári: 426.000 kr.
Kostnaður á km: 28,40 kr.
Tryggingar, skattar og skoðun
Tryggingar: 175.000 kr.
Skattar og skoðun: 13.700 kr.
Kostnaður á ári: 188.700 kr.
Kostnaður á km: 12,58 kr.
Bílastæði og þrif
Bílastæðakostnaður: 7.500 kr.
Þrif og fleira: 22.000 kr.
Kostnaður á ári: 29.500 kr.
Kostnaður á km: 1,97 kr.
Verðrýrnun
Verðrýrnun/ári: 13%
Verðrýrnun/ári: 338.000 kr.
Kostnaður á km: 22,53 kr.
Fjármagnskostnaður
Vaxtakostnaður 6%: 105.300 kr.
Kostnaður á km: 7,02 kr.
Heildarkostnaður
Á einu ári: 1.087.500 kr.
Kostnaður á km: 72,50 kr.
Heildarkostnaður 2010: 1.128.975 kr.
Heildarkostnaður 2005: 651.860 kr.
rekstrarkostnaður bíls á einu ári
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur tekið saman áætlaðan rekstrarkostnað bifreiða
fyrir árið 2011. Þar er tekið dæmi af nýjum bíl sem eyðir átta á hundraði og gert er ráð fyrir
að hann sé keyrður 15.000 kílómetra yfir árið. Hér má sjá útreikninginn og að rekstur slíks
bíls mun kosta 1.128.975 krónur á ári.