Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 17
n Nýr innanríkisráðherra Þýskalands vekur upp hörð viðbrögð með umdeildum ummælum n Aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa harmað ummælin n Segir söguna ekki vera múslimum hliðholla Erlent | 17Mánudagur 7. mars 2011 Réttarhöld eru hafin yfir Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands: Chirac fær sérmeðferð Á þriðjudag í síðustu viku hófust réttarhöld yfir Jacques Chirac, for- seta Frakklands frá 1995 til 2007. Chirac er sakaður um spillingu sem nær allt aftur til ársins 1990, en þá var Chirac borgarstjóri Parísar. Rétt- arhöldin hafa vakið mikla athygli í Frakklandi og þá ekki síst vegna þeirrar sérmeðferðar sem Chirac virðist fá umfram aðra sakborninga. Chirac er orðinn 78 ára og talinn tæpur til heilsunnar. Lögfræðingar hans hafa því samið við saksóknara og dómara um að Chirac mæti að- eins þegar hann þarf að bera vitni, en annars getur hann í raun mætt þegar honum sýnist. Þegar svo vel liggur á Chirac, að hann ákveði að mæta, hefur verið útbúinn sérstakur hægindastóll fyrir forsetann fyrrver- andi – því ekki er boðlegt að hann sitji á viðarstólunum sem svo margir aðrir hafa setið í á undan honum. Þá hefur herbergi sem er venjulega not- að undir málsgögn verið sérstaklega innréttað fyrir Chirac. Þar er búið að koma fyrir legubekk svo Chirac geti örugglega hvílt sig þegar sá gállinn er á honum, en samkvæmt lögfræð- ingum hans er honum nauðsynlegt að leggja sig einu sinni á dag. Réttarhöldin yfir Chirac eru sér- staklega áhugaverð fyrir almenning í Frakklandi því það er almenning- ur sjálfur sem sækir málið á hend- ur Chirac. Stjórnvöld hótuðu því að lögsækja Chirac en hann naut frið- helgi á meðan hann var forseti. Eft- ir að forsetatíð hans lauk gerði hann hins vegar samning við franska rík- ið og greiddi til baka þær 2,4 millj- ónir evra sem stjórnmálaflokkur hans var sakaður um að hafa dregið sér. Gegn greiðslunni átti Chirac að sleppa við að fara í fangelsi og rík- ið hætti við að sækja málið. Þetta gramdist almenningi sem tók málið upp af sjálfsdáðum, til að fá réttlæt- inu fullnægt. Múslimar eiga svo sannarlega und- ir högg að sækja í Þýskalandi og varla líður sú vika að þeir þurfi ekki að réttlæta tilveru sína á einhvern hátt. Síðasta dæmið kemur frá ný- skipuðum innanríkisráðherra Þýska- lands, Hans-Peter Friedrich, sem lét hafa það eftir sér í síðustu viku að múslimar „tilheyrðu ekki“ Þýska- landi. Friedrich var varla búinn að fá lykilinn að skrifstofu innanríkis- ráðherra þegar 21 árs Kosovo-Albani hóf skothríð á rútu bandarískra her- manna fyrir utan flugstöðina í Frank- furt. Tveir féllu í árásinni og tveir eru alvarlega særðir. Grunur leikur á að um hryðjuverk hafi verið að ræða og að árásarmaðurinn hafi verið útsend- ari samtaka öfgafullra múslima. Enn er þó ekkert sannað í þeim efnum Hörð viðbrögð Friedrich, sem tók við af Thomas de Maiziére sem innanríkisráðherra á miðvikudaginn, lét hin umdeildu orð falla á fyrsta blaðamannafundi sín- um á föstudaginn. Sagði Friedrich að múslimar hefðu vissulega rétt til að búa í Þýskalandi, en að „sagan styddi ekki þá fullyrðingu að islam tilheyri Þýskalandi.“ Ummælin hafa vakið hörð við- brögð. Dómsmálaráðherra Þýska- lands, Sabine Leutheusser-Schnar- renberger, sem tilheyrir flokki frjálsra demókrata, var fljót að gera lítið úr ummælum Friedrichs. „Auðvitað til- heyrir islam Þýskalandi. Ég býst ekki við öðru en að hinn nýi ráðherra muni feta í fótspor forvera síns og taka ábyrgð á að framfylgja aðlögun- arstefnu ríkisstjórnarinnar fyrir inn- flytjendur og ennfremur berjast fyrir aðlögun, frekar en útilokun.“ Hartfrid Wolff, samflokksmaður Leutheusser- Schnarrenberger, tók í sama streng. „Islam hefur verið hluti Þýskalands undanfarinna kynslóða. Það hjálpar engum að neita því.“ Byrjaði allt með Sarrazin Aiman Mazyek er formaður Samtaka múslima í Þýskalandi. Hann sagð- ist harma ummæli Friedrichs og að múslimar ættu ekki að vera útilokað- ir sem samfélagshópur í Þýskalandi. Hann sagðist taka undir orð forseta Þýskalands, Christians Wulff, sem biðlaði til Þjóðverja í október síðast- liðnum að virða þá staðreynd að is- lam væri nú hluti hinnar þýsku þjóð- ar. Wulff lét þau ummæli falla í kjölfar vinsælda bókarinnar „Þýskaland ger- ir út af við sjálft sig,“ sem skrifuð var af þáverandi seðlabankastjóra Þýska- lands, Thilo Sarrazin. Í bókinni fullyrti Sarrazin meðal annars, að múslimar væru ekki eins greindir og aðrir þjóð- flokkar. Í kjölfarið var Sarrazin rekinn úr starfi af stjórn seðlabankans. Engu að síður er það talið mikið áhyggju- efni fyrir múslima í Þýskalandi, en þeir eru um fjórar milljónir talsins, að bók Sarrazins naut gífurlega vin- sælda og gerir enn. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Sagan styður ekki þá fullyrðingu að islam tilheyri Þýskalandi. „Islam tilheyrir ekki Þýskalandi“ Hans-Peter Friedrich Brosti sínu breiðasta á blaðamannafundi á föstu- dag. Múslimar í Þýskalandi brostu ekki jafnbreitt. Jacques Chirac Ekki hinn hefðbundni sakborningur. Ugluspark veldur usla Luis Moreno, 29 ára knattspyrnu- maður, hefur fengið fjölda morð- hótana eftir að hafa sparkað í uglu í miðjum knattspyrnuleik. Uglan kom sér fyrir á vellinum og hafði feng- ið boltann í sig og lá eftir. Moreno sparkaði henni svo út af og fékk hörð viðbrögð frá mótherjum sínum, enda uglan lukkudýr þess liðs. At- vikið átti sér stað í leik í kólumbísku deildinni, en Moreno er frá Panama. „Mér þykir þetta leitt en nú er eigin- lega nóg komið. Allir í landinu eru á móti mér og fjölskylda mín í Panama hefur miklar áhyggjur af mér.“ Umrædd ugla er nú dauð. Newt Gingrich í framboð Nú hefur Newt Gingrich, sem var áður forseti neðri deildar bandaríska þingsins, tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna. Gingrich, sem hefur starfað sem stjórnmála- skýrandi á fréttastöðinni Fox News undanfarin ár, hyggst sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins. Gingrich tilkynnti þetta í sjónvarps- viðtali, einmitt á stöðinni Fox News. Gingrich gagnrýndi Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, eftir að hann hafði tilkynnt framboð sitt. Sagði hann Obama vera á villigötum, sér- staklega í utanríkisstefnu. Sádar banna mótmæli Vesturveldin halda nú niðri í sér andanum þar sem talsverðar líkur eru á því að mótmæli kunni að brjót- ast út í Sádi-Arabíu. Sádar framleiða mest allra ríkja í heiminum af olíu og gæti óstöðugleiki í stjórnmálum landsins haft gífurleg áhrif á elds- neytisverð um allan heim. Næsta föstudag hafa verið skipulagðar mótmælagöngur og mótmælafund- ir víðs vegar um landið. Stjórnvöld hafa brugðist við með því að banna allar slíkar samkomur. Ekki er þó víst að það dugi til, en svipuðum úrræð- um var beitt í bæði Túnis og Egypta- landi – án árangurs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.