Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 7. mars 2011 Mánudagur Spænsk kona er laus úr fangelsi eftir að hafa framið morð: Myrti nauðgara dóttur sinnar Mari Carmen Garcia er laus úr fang- elsi og íhuga stjórnvöld á Spáni að veita henni uppreisn æru. Garcia var upphaflega dæmd fyrir morð sem hún framdi árið 2005, en þá hellti hún bensíni yfir karlmann og kveikti í hon- um. Þetta var reyndar ekki bara hvaða maður sem er. Árið 1998 nauðgaði þessi maður, sem hefur verið kallaður Adolfo C.V. í fjölmiðlum, yngstu dóttur Garcia en hún var einungis 13 ára þeg- ar nauðgunin átti sér stað. Adolfo var í kjölfarið dæmdur í níu ára fangelsi en var sleppt eftir að hafa setið í fangelsi til ársins 2005. Þegar Adolfo slapp úr fangelsi fagnaði hann frelsinu með því að heimsækja heimabæ sinn, Benjuzar, sem er nálægt ferðamannastaðnum Alicante í suðurhluta Spánar. Benj- uzar er einnig heimabær Garcia, sem varð æf af reiði þegar Adolfo knúði dyra hjá henni til að spyrjast fyrir um dóttur hennar – dótturina sem hann nauðgaði sjö árum áður. Viðbrögð Garcia voru að hella bensíni yfir Adolfo og kveikja í. Málið vakti upp mikla samúð al- mennings, sem hneykslaðist yfir því að Garcia hefði upphaflega verið dæmd í 10 ára fangelsi. Í síðustu viku hafði verið búið að safna undirskrift- um Garcia til stuðnings og íhuguðu yfirvöld að leysa hana úr haldi eftir að 5.000 undirskriftir höfðu safnast. Gar- cia hafði aldrei gerst sek um glæpi eða ofbeldisfulla hegðun fyrir utan þetta eina örlagaríka skipti. Fjölskylda hins látna mótmælti ákvörðun yfirvalda. Uppreisnarmenn nálgast típólí Harðir bardagar geisa í Líbíu þar sem uppreisnarmenn færast sí- fellt nær höfuðborginni Trípólí. Muammar al-Gaddafi, leiðtogi Líb- íu síðan árið 1969, ætlar sér að halda völdum hvað sem það kostar. Hann hefur fyrirskipað miklar loftárásir að undanförnu þar sem herþotur líb- íska hersins varpa sprengjum á þær borgir sem eru nú í höndum lýð- ræðissinna. Fréttastofan AP sagði frá því á sunnudag að sveitir Gadda- fis hefðu náð á sitt vald borginni Bin Jawad í öflugri gagnsókn. Blóðug átök áttu sér einnig stað í borgunum Brega og Zawiya þar sem lýðræð- issinnar hafa náð fótfestu. Borgin Brega er talin sérstaklega mikilvæg í baráttu mótmælenda við Gaddafi, en þar er að finna olíuhreinsistöð og þaðan er olíu dreift um allt landið. Stjórnað frá Bengasi Byltingin í Líbíu hefur staðið yfir síðan 15. febrúar og hafa mótmæl- endur tekið að skipuleggja sig betur og meðal annars ráðið til sín hers- höfðingja. Talsmaður mótmæl- enda, og leiðtogi lýðræðissinna að því er margir segja, er Imam Bug- righis. Hún situr á skrifstofu sinni í Bengasi þar sem mótmælendur hafa yfir tekið dómhúsið. Bugrig- his hitti blaðamann breska blaðsins Daily Telegraph um helgina. „Það er óreiðuástand hérna. Hérna stjórnar enginn neinu en á sama tíma stjórna allir öllu,“ sagði Bugrighis. Hún starfaði áður sem tannlæknir en stjórnar nú herjum mótmælenda. Hún sagði að mótmælendur yrðu nú að berjast fyrir frelsi sínu og að þeir yrðu jafnframt að vera tilbún- ir til að fórna lífi sínu fyrir frelsið. Ef mótmælendur gefast upp núna mun Gaddafi hefna sín grimmilega á þjóð sinni, með öllum þeim hörm- ungum sem það mun kosta. Sefur aldrei á sama stað Hershöfðinginn sem gekk til liðs við mótmælendur er Abdul Fattah Younis, sem áður var samstarfs- maður Gaddafis. Samband Younis við Gaddafi nær reyndar alveg aft- ur til 7. áratugar síðustu aldar, en þeir gengu saman inn í Trípólí þeg- ar Gaddafi hrifsaði til sín völdin í landinu árið 1969. Nú andar köldu á milli þessarra fyrrverandi sam- herja, en Younis getur aldrei sofið á sama stað tvisvar, vegna stöðugrar lífshættu sem stafar af útsendurum Gaddafis. Einn útsendaranna náði að koma skoti að Younis í síðustu viku, en það skot tók lífvörður Youn- is og lét hann lífið í kjölfarið. Að mati Younis hefur Gaddafi nú þegar látið taka um 30 herþotuflug- menn af lífi, vegna þess að þeir hafa ekki verið tilbúnir að láta sprengjum rigna yfir sína eigin þjóð. „Gaddafi er ekki maður sem fer svo auðveld- lega. Ég held að hann sé allt eins líklegur til að fyrirskipa efnavopna- árás. Ef hann gæfi skipunina, þá þyrfti einfaldlega að hlýða henni – eða verða tekinn af lífi.“ Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is n Blóðug átök eiga sér stað á hverjum degi í Líbíu n Gaddafi neitar að gefa sig n Mótmælendur hafa ráðið til sín hershöfðingja og reyna að skipuleggja sig betur „Ef hann gæfi skip- unina, þá þyrfti einfaldlega að hlýða henni – eða verða tekinn af lífi. Stund milli stríða Þessir menn, vopnaðir sprengjuvörpum, slaka á í borginni Brega. Yfirheyrsla Þessi maður var grunaður um að vera málaliði á vegum Gaddafis. Kveikti í manninum Þessi maður hlaut sömu örlög og Adolfo C.V. sem nauðgaði dóttur Mari Carmen Garcia. Rodney King í vandræðum Rodney King, maðurinn sem var laminn til óbóta af lögreglunni í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 1991, var stöðvaður af umferðarlögregl- unni 2. mars síðastliðinn, eða einum degi frá 20 ára afmæli þess þegar lögreglan lumbraði á honum. Árás lögreglunnar á King komst í hámæli þar sem gangandi vegfarandi hafði náð að taka atvikið upp á mynd- bandsupptökuvél. Nafn Kings var á allra vörum og óeirðir brutust út í Bandaríkjunum. Í kjölfarið krafðist King skaðabóta og fór í mál við Los Angeles-borg. Einn kviðdómenda í því máli er kona að nafni Cynthia Kelly, en hún er unnusta Kings í dag. Hún var einnig í bifreiðinni þegar hún var stöðvuð, en ökuskírteini Kings er útrunnið. Lögreglustjórinn flúði Það vakti mikla athygli þegar hin tvítuga Marisol Valles tók að sér starf lögreglustjóra í smábænum Praxedis Guadalupe Guerrero, sem er rétt við landamæri Bandaríkjanna. Var Valles iðulega kölluð „hugrakkasta kona veraldar“ vegna starfsins, enda einstaklega mikið um glæpi í bæjum við landamæri Mexíkó og Bandaríkj- anna – en flestir glæpanna tengjast hinum umfangsmiklu fíkniefnavið- skiptum. Nú hefur Valles fengið nóg af starfinu. Hún hefur fengið fjöl- margar morðhótanir, auk þess sem eina starfsmanni hennar var rænt, en ekki er vitað um örlög hans. Val- les er nú í Bandaríkjunum þar sem hún hyggst setjast að. Alberto Granado látinn Þeir sem hafa séð myndina Mótor- hjóladagbækurnar, eða Diarios de motocicleta, muna eflaust eftir Al- berto Granado, besta vini Che Guev- ara. Granado lést í lok síðustu viku, en hann var 88 ára að aldri. Gran- ado var argentínskur að uppruna en hann lést á Kúbu. Þar hafði hann búið síðan árið 1961, en hann fylgdi einmitt Guevara þangað og hjálpaði til við byltinguna. Granado starf- aði sem lífefnafræðingur og sinnti ýmsum störfum fyrir Kommúnista- flokkinn á Kúbu. Hann varð öllu langlífari en Guevara, sem var myrt- ur í frumskógi í Bólivíu af útsendara bandarísku leyniþjónustunnar CIA árið 1967.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.