Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Page 3
Fréttir | 3Mánudagur 7. mars 2011 FER EKKI Í SKÓLA VEGNA EINELTIS hvort fólk myndi vilja láta koma svona fram við sig svara allir neitandi og segj- ast ætla að grípa í taumana en það er ekkert gert. Hann hefur verið aleinn hér heima í rúman mánuð. Það hefur ekki komið barn að spyrja eftir honum.“ Vinirnir snerust gegn honum Eineltið hefur ekki alltaf verið svona slæmt. Í fyrra var nánast allt fallið í ljúfa löð og drengurinn var búinn að eignast tvo góða vini. „Þetta var farið að ganga rosalega vel og það var spurt eftir hon- um nánast á hverjum degi. Ég veiktist svo aftur, fékk nýrna- steina og þurfti að fara í aðgerðir. Þannig að við fluttum aftur í bæinn í níu mánuði. Á þeim tíma fór hann stundum að heimsækja þessa vini sína og það var mikil gleði þegar við fluttum aftur í Hveragerði. En það var eins og við værum smit- andi veirusjúklingar þegar við kom- um og þessir strákar hafa ekki látið sjá sig, enda hef ég fengið að heyra það frá þessum fjölskyldum að strákarnir megi ekki koma inn á heimilið. Þetta er svo niðurlægjandi fyrir okkur og ekki síst hann. Eftir öll þessi ár skil ég þetta ekki.“ Í hálfgerðu stofufangelsi „Ég fer ekki einu sinni út úr húsi því mér líður svo illa og hann gerir það ekki heldur. Hann situr bara heima all- an daginn og grætur. Honum líður bara hryllilega. Hann á enga vini. Tölvan er hans eini vinur. Ég reyni að halda hon- um félagsskap og fara með honum í sund eða göngutúr en þá keyrum við til Reykjavíkur til þess að gera það. Við gerum það ekki hér. Allt hér skapar ótta og óöryggi hjá honum.“ Á meðan hann gekk í skóla svaf hann lítið vegna kvíða en núna er óregla kominn á svefninn. „Hann fer seint að sofa og sefur fram eftir. Hann er ekki vanur þessari óreglu og kann því illa. Hann borðar allt of mikið og sækir huggun í mat. Hann er dottinn í þunglyndi og er orðinn daufur og áhugalaus. Enda er hann algjörlega félagslega einangraður, eins og það er mikið af krökkum hérna. Það er varla annað hægt en að líkja þessu við stofu- fangelsi.“ Dauðans alvara „Núna á þessi barnasálfræðingur að mæla kvíðann í honum og vinna með hann. Ég get ekki séð að það eigi að opna umræðuna. Það þarf að ræða þetta, bæði í skólanum og inni á heim- ilunum því þetta hlýtur að koma það- an. En ég er ekki að segja að það hagi allir sér svona, þeir sem gera það vita hverjir þeir eru og geta tekið þetta til sín. Framkoma þeirra hefur verið virki- lega ljót. Og ég get ekki þagað yfir því því þetta er dauðans alvara. Ég veit til þess að í fyrra frömdu þrjú börn sjálfs- víg eftir einelti.“ Fórnarlamb Hefur ekki farið í skólann í Hveragerði í mánuð eftir að hafa verið útskúfað af öðrum börnum. MYND RÓBERT REYNISSON Ingibjörg Pálmadóttir, athafnakona og eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, segir að fyrirtækin tvö sem hún á hér á landi, fjölmiðlafyrirtæk- ið 365 og 101 Hótel við Hverfissgötu í Reykjavík, hafi gengið í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu og séu í skilum. Samkvæmt þessu svari Ingi- bjargar bendir því ekkert annað til en að hún haldi þessum tveimur eign- um sínum í kjölfar skuldauppgjörs við lánardrottna sína. Orðrétt segir Ingibjörg í svari sínu við spurningum DV sem blaðið sendi hennni í kjölfar frétta þess efnis að skilanefnd Landsbankans hefði leyst til sín íbúð í hennar eigu í New York sem metin er á 2,5 milljarða króna: „Þau fyrirtæki sem ég á á Íslandi 101 Hotel og 365 hafa gengið í gegnum endurskipulagningu og hafa staðið í skilum.“ Tilefni spurninga DV var meðal annars að komast að því hvað yrði um umræddar eignir Ingibjargar hér á landi og hvort hún myndi missa þær í skuldauppgjöri sínu við gamla Landsbankann. Svo virðist hins veg- ar ekki vera og segir Ingibjörg jafn- framt að skilanefnd Landsbankans tengist ekkert rekstri 365: „Skila- nefnd LI hefur ekkert með 365 að gera svo það sé skýrt.“ Ingibjörg: Íbúðin ekki veðsett Ingibjörg segir að íbúðin í New York sem skilanefnd Landsbankans leysti til sín hafi ekki verið veðsett, öfugt við það sem fram hefur komið í fjöl- miðlum um íbúðina. Ástæða þess að Landsbankinn, sem lánaði Ingi- björgu og Jóni Ásgeiri fyrir íbúðinni árið 2007, tók yfir íbúðina er því ekki sú að bankinn hafi leyst til sín veð sitt heldur sú að Ingibjörg hafi lát- ið bankann fá íbúðina í umræddu skuldauppgjöri sínu við bankann. Um þetta segir Ingibjörg: „Íbúð- in var ekki veðsett. Það er einfalt að sjá það í opinberum gögnum í NY. Ég hef gert upp allar mínar skuld- bindingar við Landsbankann í formi eigna og peningagreiðslna.“ Ingibjörg virðist því hafa lokið við uppgjör skulda sinna við gamla Landsbankann. Greiddi 800 milljóna lán Ingibjörg segir að skíðahótelið í Courchevel í Frakklandi, sem var í eigu félags Ingibjargar 101 Chalet, hafi verið selt í fyrra og andvirðið runnið til skilanefndar Glitnis. Skál- inn var auglýstur til sölu í frönskum fjölmiðlum haustið 2009. „Sama er að segja um skíðahótelið marg um- rædda í Frakklandi. Það var selt á síðasta ári og ég greiddi Glitni allt lánið ásamt vöxtum,“ segir Ingibjörg. Líkt og komið hefur fram í fjöl- miðlum lánaði Glitnir félaginu Gaumi, sem var í eigu Jóns Ásgeirs og tengdra aðila, 11,5 milljónir evra, tæpa tvo milljarða króna á núvirði, fyrir skíðaskálanum árið 2008. Skál- inn var þá í eigu BG Denmark sem var dótturfélag Gaums. Jón Ásgeir hefur sjálfur sagt í fjölmiðlum að Glitnir hafi lánað fyrir skálanum án veða en þetta lán Glitnis hefur verið deiluefni í málaferlum slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri í New York. Eignarhaldið á skálanum var svo fært frá Gaumi yfir í félag Ingibjarg- ar, 101 Chalet, sumarið 2008. 101 Chalet fékk þá 800 milljóna króna yfirdráttarlán frá Glitni til að kaupa skíðaskálann, líkt og fjallað er um í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Skálinn var þá seldur á 2,3 millj- arða króna og var lánið frá Glitni því aðeins hluti af fjármögnuninni, hinn hluti hennar kom frá Landsbankan- um og belgíska bankanum Fortis. Samkvæmt svari Ingibjargar hef- ur hún því væntanlega gert upp um- rætt 800 milljóna króna lán við Glitni eftir að skálinn var seldur í fyrra. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ég hef gert upp allar mínar skuld- bindingar við Lands- bankann í formi eigna og peningagreiðslna. SKÍÐASKÁLI INGIBJARGAR SELDUR UPP Í SKULDIR n Ingibjörg Pálmadóttir segir 365 og 101 Hótel standa í skilum n Segir íbúðina í New York ekki hafa verið veðsetta Landsbankanum n Ingibjörg segir skíðaskálann í Frakklandi hafa verið seldan í fyrra Greiddi Glitni 800 milljónir Skíðaskáli Ingibjargar í Courche- vel í Frakklandi hefur verið seldur upp í skuldir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.