Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 7. mars 2011 Mánudagur Nýtt íslenskt myndasögublað frá ÓkeiBæ gefið út í tilefni af Ókeipis-myndasögudeginum: ÓkeiPiss - myndasögublað Hugleiks Þann 7. maí verður alþjóðlegi Ókeip- is Myndasögudagurinn haldinn há- tíðlegur í boði Nexus og forlagsins ÓkeiBæ. Á þessum degi gefa bóka- búðir myndasögublöð og gefið verð- ur út nýtt íslenskt myndasögublað sem forlagið hefur ákveðið að kalla ÓkeiPiss. Þá verður haldin mynda- sögukeppni fyrir upprennandi myndasöguhöfunda. Skilyrði keppn- innar eru þau að myndasagan sé 1–6 síður, svarthvít eða í lit. Hún má vera eftir einn höfund eða fleiri og hún má vera eftir ungmenni eða gam- almenni. Þær sögur sem raða sér í efstu fimm sætin munu birtast á síð- um ÓkeiPiss og sigurvegarinn fær út- gáfusamning hjá ÓkeiBæ. Skilafrest- ur er til 1.apríl. Hjá forlaginu eru meðal annars hæfileikafólks, Hugleikur Dagsson og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Arn- ar Ásgeirsson og Styrmir Örn Guð- mundsson. Hugleikur er einn þeirra sem hefur veg og vanda af keppn- inni. Hann vill meina að þótt það sé nóg af hæfileikaríkum myndasögu- nördum þá þurfi svolítið að toga þá fram í dagsljósið. Sjálfur seg- ist hann eiga það til að vera ógnar- latur og geri helst ekkert nema hann þurfi að skila af sér fyrir setta dag- setningu. „Það eru hin og þessi fyr- irtæki í heimi sem gefa sýnishorn af myndasögublöðum á þessum al- þjóðlega degi myndasagna. Okk- ur langaði að gera þetta hjá Ókei- Bæ og höfðum þess vegna samband við Nexus. Það eru teiknarar þarna úti sem langar til að gera eitthvað en hefur alltaf vantað spark í rass- inn. Ég sjálfur geri ekki neitt nema að það sé „dead-line“. Skilin eru fyr- ir 1. apríl og þar er komið „deadline“ og vonandi virkar sú hvatning að sá allra besti mun fá að gefa út hjá okk- ur.“ kristjana@dv.is Skemmtilegur safngripur: Vúlkan-stuð Leikarinn Leonard Nimoy sem lék Vúlkanann Spock í Star Trek nýtti sér frægðina til fulls og gaf út nokkrar plötur í karakter. Árið 1967 gaf hann út plötuna: Mr. Spock’s Music from Outer Space. og árið 1970 gaf hann út plötuna The New World of Leonard Nimoy sem inniheldur lögin: Proud Mary og I Walk the Line, auk hins ógleymanlega Ballad of Bilbo Baggins. ÓkeiBæ leitar að myndasöguhöf- undum Á Ókeipis-myndasögudeginum gefa bókabúðir myndasögur og ÓkeiBæ gefur út myndasögublaðið ÓkeiPiss. A rthur Miller (1915 – 2005) var eflaust frægasta leikritaskáld Bandaríkjanna allan seinni part síðustu aldar. Svo und- arlega sem það nú kann að hljóma, þá var hann frægastur fyrir leikrit þau sem hann skrifaði fyrir 1960, þegar hann var ekki nema hálffimmtugur. Ekkert þeirra leikrita, sem hann skrif- aði eftir það – og hann var að til loka – jafnast á við fyrstu verk hans sem hafa allt fram á þennan dag verið fastagestir á öllum helstu leiksviðum heims. Eina undantekningin er The Price, sem frumsýnt var árið 1968 á Broadway og Þjóðleikhúsið sýndi undir heitinu Gjaldið, árið 1970. Mér hefur löngum fundist Gjaldið eitt af bestu verkum Millers og að leikhúsin mættu vel huga að því að dusta rykið af því. En þó að gengi Millers sem leik- ritaskálds færi þverrandi, hvarf hann ekki úr sviðsljósinu, öðru nær. Hann haslaði sér völl sem einn af hörðustu baráttumönnum samtíðarinnar fyr- ir mannréttindum, réttlæti og tján- ingarfrelsi. Hann stóð uppi í hárinu á óamerísku nefndinni, hann barðist gegn Víetnamstríðinu; sem formaður PEN – klúbbsins, alþjóðasamtaka rit- höfunda, deildi hann hart á ofsóknir harðstjóranna gegn hinu frjálsa orði. Hann tók upp á arma sína einstök mál þar sem hann taldi troðið á rétt- indum fólks. Í einkalífi sínu var Mill- er þó ekki ætíð meiri hetja en fólk er flest. Það uppátæki hans að skrifa leik- rit um misheppnað hjónaband þeirra Marilyn Monroe skömmu eftir að hún dó olli almennri hneykslun, en Mill- er vildi víst aldrei viðurkenna að leik- urinn fjallaði um þau tvö. Fáir hafa þó tekið þá málsvörn gilda, enda verkið, After the Fall, svo gegnsætt sem verða má. Kannski hefði verið auðveldara að fyrirgefa honum, ef það hefði einfald- lega verið betra en það er. Árið 1962 kvæntist Miller þriðju konu sinni, austurríska ljósmyndar- anum Inge Morath. Með henni átti hann tvö börn, dóttur og son. Sonur- inn Daníel fæddist árið 1966 eða 1967 (heimildum mínum ber ekki saman um það). Hann er með Downs-heil- kennið eða það sem eitt sinn var kall- að mongólíti. Þennan dreng kaus Art- hur Miller að strika út úr lífi sínu. Þrátt fyrir andstöðu móðurinnar, var hann settur á stofnun og alinn þar upp. Um þetta var lítið sem ekkert rætt á meðan Miller var á lífi og sjálfur gekkst hann aldrei afdráttarlaust við syninum sem fékk ekki einu sinni að vera viðstaddur útför móður sinnar, sem dó úr krabba árið 2002, eða föður síns þremur árum síðar. Sem betur fer reyndust sumir aðrir í fjölskyldunni, þar á meðal móð- irin, drengnum betur. Nú hefur sagan af Daníel verið dregin fram í dagsljósið sem vonlegt er. Um hana birtist með- al annars ítarleg grein í septemberhefti Vanity Fair árið 2007 auk þess sem hún kemur fram í stórri ævisögu Millers eftir Christopher Bigsby sem er nýlega komin út í tveimur bindum. Það sem gerir þessa sögu enn nöturlegri er að Daniel Miller er að allra sögn óvenju vel af Guði gerður, hvers manns hug- ljúfi, dugnaðarmaður sem hefur alltaf staðið á eigin fótum, frá því hann slapp af stofnuninni. Hann hefur einnig ver- ið einarður baráttumaður fyrir réttind- um þroskahefts fólks; að því leyti kipp- ir honum greinilega í kynið. Ég nefni þessi einkamál Millers hér af því að flókin og stirð samskipti feðra og sona ber oft á góma í verkum hans. Það á ekki síst við um þau fyrstu, Allir synir mínir, sem varð upphaf- ið að frægð hans þegar það var frum- sýnt á Broadway árið 1947, og Sölu- maður deyr, sem kom tveimur árum síðar. Í þessum verkum tengjast átök feðga erfiðum siðferðislegum spurn- ingum um mannlega ábyrgð, skyldur okkar gagnvart meðbræðrum okkar og samfélaginu í heild. Aðalpersón- an í Allir synir mínir, iðnrekandinn og verksmiðjuhöldurinn Joe Keller, mað- ur með grugguga fortíð, vill þurrka út gamlar syndir með því að taka líf sonar síns, Chris, í eigin hendur, skrifa bein- línis handritið að því, svo tekin sé lík- ing nærtæk leikskáldinu. Að sjálfsögðu mistekst honum það með skelfilegum afleiðingum. Arthur Miller, sem var aldrei feiminn við að tjá sig um verk sín, segir í grein, sem vitnað er til í leik- skránni, að í verkinu sé setið „um varn- armúrinn sem fær menn til að ímynda sér að heimurinn fyrir utan sé þeim óviðkomandi“. Og hvað gerir hann svo sjálfur þegar hann eignast barn sem þarf á ást og umhyggju foreldra og fjöl- skyldu að halda? Hann reynir að skrifa það út úr lífi sínu, loka það inni á bak við varnarmúra stofnunarinnar! Stóru skáldin, hinir miklu siðameistarar, eru ekki alltaf ýkja samkvæmir sjálfum sér í lífi sínu og list. Vitaskuld eru bestu verk Millers, leikritin frá fimmta og sjötta áratugn- um ásamt Gjaldinu, jafn góður skáld- skapur fyrir því. Allir synir mínir er áhrifamikill fjölskylduharmleikur með víða félagslega sýn aftur til stríðsár- anna. Joe Keller og kona hans eru föst í sjálfsblekkingum og ósannindum og þau reyna bæði að beita því valdi, sem þau telja sig hafa yfir næstu kynslóð á eftir, til að viðhalda lygavefnum og því falska öryggi sem hann veitir þeim. Í leikriti Millers eru málsatvik skoðuð út frá þeim hörmungum sem banda- rískan þjóðin átti þá að baki en höfðu skilið eftir sár sem enn voru ógróin og sum svo djúp að þau gátu aldrei gróið til fulls. Samt varð þetta fólk að halda áfram að lifa – rétt eins og við, sem verðum að halda halda áfram að lifa í skugga þeirra glæpa, sem hafa verið framdir gegn okkar samfélagi og við, óbreyttir borgarar landsins, og börn- in okkar geta átt eftir að súpa seyðið af um mörg ókomin ár. Þó ekki sé nema fyrir þær sakir á leikrit Millers einkar brýnt erindi við okkur nú. Arthur Miller trúði á réttlætið og réttlætið nær vissulega fram að ganga í leikriti hans. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, sögðu Gyðingarnir, áar Millers; myllur Guðs mala hægt, en þær mala vel. Í grísku harmleikjunum heimta refsinornirnar að blóðskuld sé jöfnuð með blóði; frammi fyrir há- stóli Nemesis, gyðju endurgjaldsins, eru auður og völd eins og hvert ann- að hjóm. Hinn mikli forveri Millers og annarra merkra leikskálda Banda- ríkjanna, Eugene O´Neill, hafði reynt að endurreisa gríska harmleikinn í bandarískum búningi í Elektru-harm- leiknum, Mourning Becomes Electra, sem hann skrifaði snemma á fjórða áratugnum; trúlega komst hann þó næst því í Long Day´s Journey into Night, sem fjallar um hans eigin fjöl- skyldu og var frumsýnt í Stokkhólmi að honum látnum árið 1956. Það er raunar enn eitt þeirra stóru verka sem er löngu kominn tími til að sýna aft- ur hér. Ekki leikur á tveim tungum, að Miller tók mið af tilraunum O´Neills, þó að hann settist einnig beint við uppspretturnar sjálfar. Mér finnst það gott við uppfærslu Stefáns Baldurssonar á Öllum mín- um sonum, að þar er lögð áhersla á tímaleysi verksins. Leikmyndin er mjög stílfærð, aflíðandi brekka, græn á lit; hún myndar eins konar pall sem leikendur halda sig að mestu á. Handan hans gnæfir stækkuð gljá- mynd af sléttum miðvesturríkjanna, þessu volduga tákni tækifæranna, jafnvel hreinleikans sjálfs; þegar nær er skyggnst er hún þó eilítið farin að velkjast. Þetta svið er stílhreint verk, eins og flest sem kemur frá hendi snillingsins Grétars Reynissonar. Í búningum eru ljósir litir ríkjandi; karlarnir eru flestir í hefðbundnum jakkafötum, konurnar í hvítum eða gulleitum kjólum með mismunandi frjálslegu sniði. Ljós, gjarnan lituð, eru nýtt til að fylgja eftir breytilegum andblæ atriðanna; svipuðu hlutverki gegna tónrænir effektar sem skotið er inn á viðeigandi stöðum. Hvoru tveggja beitt af frábærri hnitmiðun og hófstillingu sem sjást mætti oftar á ís- lensku sviði. Burðarhlutverkin eru fjögur: Joe Keller og Kate, kona hans, Chris, son- ur þeirra, og ung stúlka, jafnaldra Chris, Ann Deever. Faðir hennar var fyrrum meðeigandi í fyrirtæki Kellers, sem framleiddi hergögn, en hann sit- ur nú inni fyrir afbrot sem Keller bar engu minni, jafnvel meiri ábyrgð á en hann. Ann var trúlofuð Larry, syni Keller-hjónanna sem sneri aldrei aft- ur úr stríðinu. Þau Chris hafa nú af- ráðið að taka saman, en sú ákvörðun fellur ekki í góðan jarðveg hjá móður hans, sem hefur aldrei viljað kannast við að sonur hennar sé látinn. Líkt og fleiri gerendur í leikritum Millers situr hún föst í afneituninni og það er sú af- neitun sem setur ósköpin af stað. Hér eru það þau Jóhann Sigurðar- son og Guðrún Snæfríður Gísladóttir sem leika Keller-hjónin, Björn Thors er Chris, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir Ann Deever. Þetta eru allt traustir leikarar, vel valdir í hlutverkin og ná á heildina litið góðu jafnvægi sín á milli. Nokkrir agnúar voru enn á leik þeirra á frum- sýningunni; það kom fyrir að tilfinn- ingar lægju utan á og textameðferð væri óslípuð. En allt slíkt á að geta heflast af, eftir því sem oftar er leikið og hlutverkin ná að setjast betur. Þó að sýningin væri löng, sat maður hug- fanginn allt til loka. Viðtökur áhorf- enda voru enda mjög hlýjar, einkum fékk Björn Thors verðskuldað klapp; hann bætir fallegri fjöður í sinn hatt með túlkun sinni á Chris. Í minni hlutverkum eru Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreins- son, Edda Arnljótsdóttir, Hannes Óli Ágústsson og Vigdís Hrefna Pálsdótt- ir. Þau skila öllu sínu vel. Sérstaklega er Edda góð sem kjaftatífan í næsta húsi, hún bregður upp grimmdar- lega kómískri mynd af óhreinlynd- um og tvöföldum smáborgara. Mill- er kunni sannarlega að blanda kómík inn í harminn; það hafði hann lært af meisturum sínum: Grikkjunum, Shakespeare, Ibsen. Þjóðleikhúsið má vera stolt af þessari sýningu. Hún er því og öllum sem að henni koma til sóma. Nú er áhorfenda að sýna að þeir kunni gott að meta. Allir synir mínir eftir Arthur Miller Þjóðleikhúsið Þýðing: Hrafnhildur Hagalín Leikstjórn: Stefán Baldursson Leikmynd: Grétar Reynisson Búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Lýsing: Lárus Björnsson Leikrit Jón Viðar Jónsson „Þjóðleikhúsið má vera stolt af þessari sýningu. Hún er því og öllum sem að henni koma til sóma. GLÆSILEGUR MILLER Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Arthur Miller Í verkinu tengjast átök feðga erfiðum siðferðislegum spurningum um mannlega ábyrgð, skyldur okkar gagnvart meðbræðrum okkar og samfélaginu í heild. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 28. tölublað (07.03.2011)
https://timarit.is/issue/383010

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. tölublað (07.03.2011)

Aðgerðir: