Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 7. mars 2011 Mánudagur Hundaárás í Hveragerði á föstudag: Rottweiler-hundur réðst á konu Kona í Hveragerði þurfti að leita sér læknishjálpar á föstudag eftir að hafa orðið fyrir árás Rottweiler-hunds í bænum. Atvikið átti sér stað í bænum sjálfum en ekki inni á heimili hunda- eigandans. Konan var „illa bitin“ af hundinum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Konan þurfti að leita sér læknisaðstoðar og láta sauma nokkur spor í höndina en hundurinn beit hana til blóðs. Samkvæmt heim- ildum DV er hundurinn á heimili með nokkrum öðrum hundum og er venjan í svona málum að hundahald sé kannað hjá eiganda hunds sem ræðst á fólk. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni hefst rannsókn málsins í dag, mánudag. Hundurinn er þó kominn í þar til gerða geymslu á vegum lögregl- unnar og hefur eigandinn ekki fengið að hafa umsjá með honum. Ef lög- reglan metur málið svo að hundeig- andinn beri ábyrgð á árásinni gæti farið svo að aðrir hundar eigandans verði teknir af honum. Rottweiler-hundar eru ekki óal- gengir á Íslandi en þeir eru eink- ar húsbóndavænir. Hundarnir þykja henta vel til að aðstoða blinda og sem leitarhundar en þeir hafa ekki mik- ið veiðieðli. Rottweiler-hundar hafa mikið verndareðli og eru gjarnir á að vernda heimili sitt eða húsbónda og þykja einkar góðir varðhundar. Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Stúlka á flótta ók á lögreglubíl 19 ára stúlka reyndi að stinga lög- regluna af í miðbænum aðfaranótt sunnudagsins eftir að lögreglan hafði reynt að ná tali af henni. Hún er grunuð um ölvun við akstur. Ók hún að sögn lögreglu meðal annars utan í lögreglubíl auk þess að aka mjög glæfralega um nokkrar götur í miðbænum. Lögreglan stoppaði stúlkuna að lokum á gatnamótum Hverfisgötu og Frakkastígs. Þurfti hún að gista fangageymslur lögreglunnar og var yfirheyrð á sunnudag. Talið er að hún hafi skapað mikla hættu með akstursmáta sínum þar sem mikið af fólki var statt í miðbænum líkt og flestar helgar. Tóku tveir lögreglubíl- ar þátt í eftirförinni. Fjölmenni við útför Karvels Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, var borinn til grafar í Bolungarvík á laugardaginn að við- stöddu miklu fjölmenni. Karvel lést þann 23. febrúar síðastliðinn, 74 ára að aldri. Hann fæddist í Bolungarvík 13. júlí 1936. Hann stundaði nám í unglingaskóla í þorpinu, varð síðar sjómaður og verkamaður. Karvel var lögreglu- þjónn frá 1962 til 1971 og jafnframt kennari. Árið 1971 var hann kjörinn á Alþingi fyrir frjálslynda vinstri- menn. Hann sat á Alþingi í tvo ára- tugi til ársins 1991. Frá árinu 1983 sat hann á Alþingi fyrir Alþýðuflokk- inn. Hann var einnig meðal annars formaður Verkalýðs- og sjómanna- félags Bolungarvíkur, varaforseti Al- þýðusambands Vestfjarða og stjórn- armaður í Alþýðusambandi Íslands. Miðstjórn Framsóknarflokksins sam- þykkti um helgina að halda flokks- þing 9. apríl næstkomandi, sömu helgi og þjóðaratkvæðagreiðsla um Ice save-samninginn verður haldin. Tillaga kom einnig fram um að halda þingið viku síðar en hún var felld með 10 atkvæða mun. Einnig kom fram til- laga um að halda flokksþingið viku fyr- ir þjóðaratkvæðagreiðsluna en hún var naumlega felld í opinni atkvæða- greiðslu. Tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokks- ins, um að halda þingið sömu helgi og Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram, var samþykkt með tveimur þriðju hlutum atkvæða atkvæða. At- kvæðagreiðslan þótti sumum flaust- ursleg. Stuðningur við Icesave Flokksþingið er hið fyrsta sem hald- ið er síðan Sigmundur Davíð var kjör- inn formaður flokksins á flokksþingi í janúar 2009, en það skal haldið annað hvert ár. Hann hefur verið einn harð- snúnasti andstæðingur samninga um Icesave frá fyrstu tíð og tengdist hann meðal annars InDefence-hópnum sem átti drjúgan þátt í því að telja Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands á að synja Icesave II staðfestingar í árs- byrjun 2010. Hann hefur enn menn úr þeim hópi nálægt sér sem ráðgjafa. Viðmælendur DV telja ekki lík- legt að átök verði um Icesave-málið á flokksþinginu í apríl. Kannanir sýna að meirihluti framsóknarmanna er and- vígur samningnum og í röðum þeirra á forsetinn meiri stuðningi en í öðr- um flokkum. Ljóst er þó að ágrein- ingur er um málið innan þingflokks- ins. Siv Friðleifsdóttir hefur þegar lýst því yfir að hún ætli að samþykkja Ice- save-samninginn og Guðmundur Steingrímsson segist í samtali við DV ætla að gera það einnig. ESB er heit kartafla Miklu líklegra er talið að á flokksþing- inu geti skorist í odda með þeim sem styðja aðild að Evrópusambandinu og hinum sem eru því mjög andvígir. Það fer að sínu leyti saman við hug- myndafræðilegar bollaleggingar fram- mámanna innan Framsóknarflokks- ins um það hvort flokkurinn eigi að vera frjálslyndur miðjuflokkur eða taka afstöðu með meiri öfgum sem tengjast þjóðrækni og jafvel þjóðern- ishyggju. Meðal annars er litið til þess að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi með óvænt- um stuðningi við Icesave-samninginn og samningaleiðina tekið afstöðu gegn öfgaskoðunum. Um sé að ræða her- fræðilega ákvörðun hans um að keppa við Samfylkinguna um miðjufylgi í ís- lenskum stjórnmálum. Mótframboð ólíklegt... sem stendur Ljóst er að tekist verður á um þetta á flokksþinginu og þar verður ESB-að- ildarumsóknin í lykilhlutverki. Inn á miðstjórnarfundinn um helgina kvis- aðist að harðsnúnustu andstæðing- ar ESB hygðust leggja fram tillögu á flokksþinginu um að slíta viðræðum um aðild að ESB og hverfa þannig frá samþykkt síðasta landsfundar. Þar var aðildarumsókn samþykkt með skilyrð- um um að hagsmuna Íslendinga, með- al annars í sjávarútvegi og landbúnaði, yrði gætt. Þessi harða lína gegn ESB er nú borin uppi af þingmönnunum Gunnari Braga Sveinssyni, Höskuldi Þórhallssyni, Vigdísi Hauksdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni. Sigmundur Davíð virðist einnig hallur undir þessa línu um leið og hann þarf að vera einn- ig formaður hinna sem hafa mildari afstöðu til aðildarumsóknarinnar eða eru jafnvel hlynntir aðild að ESB. Framsóknarflokkurinn hefur glímt við fylgistap undanfarin ár þrátt fyrir tilraunir til að ná fótfestu í þéttbýlinu á suðvesturhorni landsins. Hann hefur búið við innanflokksdeilur sem leiddu til tíðra formannskipta. Samkvæmt heimildum DV er ólíklegt sem stend- ur að einhver bjóði sig fram gegn Sig- mundi Davíð til formennsku einmitt af þeirri ástæðu; flokksmenn vilji enn um sinn halda friðinn um formann- inn. Mótframboð gegn honum er þó í raun í höndum flokksmanna sjálfra og fulltrúa á flokksþinginu. Þess má geta að sjálfur varð Sigmundur Davíð formaður með sögulegum hætti og án mikils fyrirvara. „Siv Friðleifsdóttir hefur þegar lýst því yfir að hún ætli að samþykkja Icesave- samninginn og Guð- mundur Steingrímsson segist í samtali við DV ætla að gera það einnig. Stefnir í átök um Evrópumál n Framsóknarmenn halda flokksþing sama dag og þjóðaratkvæðagreiðsla verður um Icesave n Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir styðja Icesave-samn- inginn n Stefnir í átök um ESB-aðildarumsókn á flokksþinginu í apríl Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Inn að miðjunni Guðmundur Stein- grímsson styður Iceave-samninginn og aðildarumsókn að ESB og hallast að miðju stjórnmálanna. Ólíklegt er sem stendur að hann bjóði sig fram til formanns. Út á kantinn? Ekki er ljóst hvert Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar- flokksins, vill stefna flokknum; inn að miðju eða út á kantinn. Hundaárás Konan varð fyrir árás í Hveragerði á föstudag. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 28. tölublað (07.03.2011)
https://timarit.is/issue/383010

Tengja á þessa síðu: 6
https://timarit.is/page/6379249

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. tölublað (07.03.2011)

Aðgerðir: