Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 7. mars 2011 Mánudagur
Vantar sekúndu og aðeins tvær vikur í mót:
Mercedes-bíllinn hægfara
Ross Brawn, liðstjóri Mercedes GP í
Formúlu 1, segir að bíll liðsins sé of
hægfæra nú þegar aðeins ríflega tvær
vikur eru í fyrsta mótið í Ástralíu. Ein-
hvern veginn þarf liðið að bæta tíma
bílsins um heila sekúndu á hvern hring
áður en lokaprófanir bílsins verða
gerðar í Barcelona. W02-bíllinn sem
Michael Schumacher og Nico Ros-
berg aka hefur verið alltof hægur heilt
yfir við æfingar. Þó hefur hann við og
við náð mjög góðum tímum, en aðeins
þegar lítið bensín er á bílnum. Því er
erfitt að meta stöðu liðsins eins og er.
„Þetta hefur verið virkilega erf-
itt fyrir okkur þar sem hraðinn er svo
mismunandi eftir því hversu mik-
ið eldsneyti er á bílnum,“ segir Ross
Brawn. „Dekkin eiga eftir að skipta
gríðarlegu máli í ár og skynsömu liðin
hafa verið að aka bílunum með mik-
ið af eldsneyti á æfingum. Því meira
bensín því fyrr eyðast dekkin. Þegar
maður nær að æfa þannig sér maður
strax hvað bílinn vantar. Fyrir okkur er
erfiðara að meta hvar við stöndum.“
Brawn ítrekaði þó í viðtali við
breska ríkissjónvarpið að Merced-
es ætti nokkrar uppfærslur á bílnum
uppi í erminni. Þó yrðu þær ekki allar
notaðar fyrir mótið. Sumar verða sett-
ar upp á bílnum í miðju móti.
„Við eigum enn eftir nokkra ása í
erminni eins og KERS-kerfið og dekk-
in. Við ætlum að byrja með nokkuð
venjulegan bíl en í Barcelona munu
allir sjá töluverðar breytingar. Við
erum nokkuð góðir með okkur þrátt
fyrir þessi vandamál núna. Við höld-
um að okkar áætlun henti okkur en
áhyggjurnar núna eru hraðinn fyr-
ir fyrstu keppnina,“ segir Brawn en
fyrsta keppnin er í Ástralíu 27. mars.
tomas@dv.is
Atli Sveinn
semur við Val
n Miðvörðurinn sterki Atli Sveinn Þór-
arinsson hefur framlengt samning sinn
við Valsmenn um eitt ár og hann er því
samningsbundinn
Hlíðarendaliðinu
fram yfir tímabilið
2012. Samningur
hans átti að
renna út í haust.
Atli, sem er 31
árs, gekk til liðs
við Val frá KA
haustið 2004 og
varð bikarmeistari með liðinu 2005 og
Íslandsmeistari 2007. Hann á að baki
131 leik með Val í efstu deild en í þeim
hefur hann skorað átta mörk. Á sínum
langa tíma hjá Val hefur hann verið
einn þeirra fjölmörgu sem borið hafa
fyrirliðaband liðsins.
Stelpurnar geta
komist í úrslit
n Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu mætir Danmörku í lokaleik rið-
ilsins á Algarve-mótinu í fótbolta í dag,
mánudag. Með
frábærum sigrum
í síðustu viku á
fjórða besta liði
heims, Svíþjóð, og
Kína eiga stelp-
urnar góða mögu-
leika á að leika til
úrslita á mótinu í
fyrsta skipti. Dug-
ar stelpunum jafntefli gegn Danmörku
svo að það takist. Komist stelpurnar
í úrslit mæta þær liði Bandaríkjanna
sem hefur um langt skeið verið eitt
allra besta liðið í heiminum.
Óvæntur sigur ÍR
n Aðeins einn leikur fór fram í Lengju-
bikarnum um helgina en í honum
vann ÍR nokkuð óvæntan sigur á
Stjörnunni, 4–3.
Leikurinn var
bráðfjörugur en
jafnt var í hálf-
leik, 2–2. Stjarnan
komst yfir í seinni
hálfleik en ÍR
jafnaði rétt undir
lokin og skoraði
svo sigurmarkið
úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Vegna
dómararáðstefnu KSÍ voru allflest-
ir dómarar landsins vant við látnir og
dæmdi því leikinn spænskur strákur
sem hefur verið að dæma í neðri deild-
um íslenska boltans.
Íslensk töp í
Þýskalandi
n Helgin var ekki rismikil hjá Íslend-
ingunum í þýsku úrvalsdeildinni. Gylfi
Þór Sigurðsson lék fyrsta klukkutímann
fyrir Hoffenheim
sem tapaði 2–0
fyrir Borussia
Mönchenglad-
bach. Mörkin
komu bæði
eftir að Gylfi var
tekinn af velli.
Eyjólfur Sverrisson,
aðstoðarþjálfari
Wolfsburg, þurfti einnig að horfa upp á
sitt lið tapa sannfærandi gegn Bayern
Leverkusen, 3–0. Hoffenheim er í 9.
sæti deildarinnar en Wolfsburg í 14.
sæti, aðeins einu stigi frá falli.
Birkir semur ekki
n Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir
Bjarnason virðist hafa lítinn áhuga á
að vera áfram í herbúðum norska
úrvalsdeildarliðsins
Viking í Stavanger.
Hann hefur hafnað
nýju samningstil-
boði liðsins og ekki
gert gagntilboð.
Segir Egil Östenstad,
yfirmaður íþrótta-
mála hjá félaginu,
við Aftonbladet að
þau skilaboð hafi fengist hjá Birki og
umboðsmanni hans að þeir hafi ekki
áhuga á nýju tilboði frá Viking. Mun
Birkir því líklega spila þetta tímabil í
Stavanger og hverfa svo á braut.
Molar
„Það var orðið langt síðan síðast og
þannig kominn tími á mark. Svo
var líka gaman að markið skipti
máli, það er alltaf skemmtilegra
að skora sigurmark,“ segir varnar-
jaxlinn Hermann Hreiðarsson sem
skoraði sigurmark Portsmouth gegn
Sheffield United í ensku Champion-
ship-deildinni um helgina. Sigur-
inn var sá sjötti í röð hjá Portsmouth
sem hefur ekki fengið á sig mark í
jafnmörgum leikjum. Eftir að hafa
byrjað tímabilið á bekknum vegna
meiðsla er Hermann nú orðinn heill
og búinn að spila átta leiki í röð,
þar af fimm á tveimur vikum. Koma
Hermanns hefur haft góð áhrif á lið-
ið sem á nú, eftir slæma byrjun á
tímabilinu, möguleika á sæti í um-
spili. Þó eru enn sjö stig upp í sjötta
sætið en á meðan liðið fær ekki á sig
mark er allt hægt.
Baneitraður af fimm metrunum
Hermann skoraði sigurmark leiks-
ins á 24. mínútu. „Þetta var eftir
horn. Það var smá klafs í teignum og
ég náði að skora. Maður er náttúru-
lega baneitraður af þessum fimm
metrum,“ segir hinn síkáti Eyjap-
eyi sem hefði getað skorað annað
mark úr skyndisókn seinna í leikn-
um. „Þar skallaði ég boltann fram-
hjá úr fínu færi. Það var svekkjandi
að skora ekki þar eftir fyrsta sprett-
inn minn í fótboltaleik í tuttugu ár,“
segir hann kíminn.
„Við áttum að ganga frá þessum
leik á fyrsta hálftímanum. En við
gerðum það ekki og þeir komust
inn í leikinn. Undir lokin fóru þeir
að henda nokkrum senterum fram.
Þeir voru orðnir fjórir undir restina.
Við vörðumst samt vel eins og við
höfum verið að gera og það var lyk-
illinn að sigrinum,“ segir Hermann
um úrslit leiksins.
Helsáttur í bakverðinum
Leikurinn um helgina var sá átt-
undi sem Hermann spilar í röð eftir
að hann vann sér loks byrjunarliðs-
sæti hjá Steve Cotterill knattspyrnu-
stjóra. Hermanni fannst þó biðin
ansi löng. „Ég er búinn bíða lengi
eftir því að fá almennilegan séns.
Ég fékk þarna einn leik um jólin og
svo var ég að koma inn á hér og þar.
Ég var orðinn frekar óþolinmóður
því mér fannst ég klár miklu fyrr. En
núna er ég að spila alla þessa leiki í
bakverðinum. Það gengur vel núna
og ég er helsáttur,“ segir Hermann
en eftir komu hans hefur liðið farið
á mikið skrið.
„Þetta er búið að vera mjög öfl-
ugt hjá okkur. Við erum búnir að
halda hreinu sex sinnum í röð og
vinna alla leikina. Fyrir þessa törn
hafði liðið haldið hreinu tvisvar
eða þrisvar sinnum allt tímabilið.
Það er nefnilega þannig að ef mað-
ur fær ekki á sig mark er ekki hægt
að tapa leikjum,“ segir Hermann og
aðspurður hvort innkoma hans hafi
einfaldlega ekki skipt öllu máli svar-
ar Eyjamaðurinn skellihlæjandi:
„Það segir sig sjálft!“
Í fínu standi
Síðasta vor sleit Hermann hásin í
leik gegn Tottenham en þau meiðsli
öftruðu honum frá byrjunarliðssæti
við upphaf tímabilsins. Nú segist
hann vera í flottu formi. „Ég er bú-
inn að spila átta leiki í röð og þar af
fimm leiki á tveimur vikum þannig
að maður er í fínu standi. Það er
leikið svo þétt að það gefst eng-
inn tími til að æfa. Það er rétt svo
endur heimt á milli leikja. En það er
bara fínt. Það er alltaf skemmtilegt
að spila nóg af fótbolta,“ segir Her-
mann sem er alveg heill af meiðsl-
um sínum og reynir að hugsa sem
minnst um hvað hefði getað orðið.
„Ég tók bara þá ákvörðun að gera
allt sem ég gæti til að koma til baka
í sem bestu standi og það gekk líka
svona helvíti vel. Ég hafði vissu-
lega verið heppinn fram að þessum
tímapunkti en svona gerist þetta í
boltanum. Núna er þetta bara búið,
ég er kominn í fínt stand og horfi
einfaldlega fram á veginn,“ segir
Hermann Hreiðarsson markaskor-
ari.
Baneitraður af
fimm metrunum
n Hermann Hreiðarsson skoraði sigur-
mark Portsmouth gegn Sheffield United
n Kominn tími á mark, segir Hermann
n Festi sér byrjunarliðssæti og þá
hætti Portsmouth að fá á sig mörk
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Kátur Eyjapeyi Hermann skoraði sigurmark Portsmouth um helgina. Mynd REUTERS
Búinn að jafna sig Hermann sleit hásin í
leik gegn Tottenham í fyrravor. Mynd REUTERS
Þurfa að bæta tímann Mercedes-liðið er í vondum málum ef ekki tekst að bæta við
hraða bílsins. Mynd REUTERS