Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 29
Fólk | 29Mánudagur 7. mars 2011 www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Kate Winslet er glæsileg á forsíðu apríltölu-blaðs bandaríska tímaritsins Glamour – þar sem hún segist aldrei hafa lagst undir hníf- inn. „Nei, ég hef aldrei prufað neitt svoleiðis,“ segir Kate og segist alls ekki ósátt við líkama sinn. Hún talar í viðtali við blaðið um tímann þegar hún var sem þyngst. „Ég get sagt ykkur það að þegar ég var þung sagði fólk við mig – og það var svo óþægi- legt hrós: Þú ert með svo fallegt andlit, eins og það meinti: Það er svo mikil synd að frá hálsi og niður gildir ekki það sama,“ segir hún. Kate er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Titanic. Hún var líka yngsta leikkonan til að fá sex tilnefning- ar til Óskarsverðlauna, en hún vann þau í fyrsta skipti árið 2008 fyrir kvikmynd- ina The Reader, þar sem hún fór með hlutverk þýskrar konu sem dæmd var fyrir þátt sinn í helförinni. Kate Winslet er alveg náttúruleg: í fegrunaraðgerð Miley Cyrus hjá Jimmy Fallon: hjá Miley Cyrus Mottumars S öngkonan Miley Cyrus tók þátt í Mottumars, söfnunarátaki Krabba- meinsfélagsins, þegar hún var gestur í spjall- þætti Jimmy Fallon á fimmtudag. Ómeðvitað þó, en Miley var með yfirvaraskegg þegar hún gekk inn í sjónvarpssal. Miley var gestur Fallons til þess að ræða Saturday Night Live-þáttinn sem hún var gestur í um helgina en hljóm- sveitin The Strokes var einnig á meðal gesta. Það voru mikil gleðitíðindi fyrir Miley á dögunum þegar til- kynnt var að kvikmyndamóg- úllinn Harvey Weinstein hefði ákveðið að dreifa nýjustu kvik- myndinni hennar, So Under- cover. Síðasta mynd Weinsteins var engin önnur en The King´s Speech, sem kom, sá og sigraði á Óskarsverðlaunahátíðinni. Miley Cyrus Gestur í þætti Jimmys Fallon. Britney Spears á forsíðu V magazine: Britney Mario Testino tók myndirnar. Guð Er með undarlegan húmor ef Britney var ekki ætlað að verða stórstjarna. P oppprinsessan Britney Spears er í viðtali í vorútgáfu V magazine. Britney ræði allt milli himins og jarðar í við- talinu en það var hinn heims- frægi ljósmyndari Mario Testino sem tók myndirnar. Í viðtalinu var Britney beðin um að segja frá einhverju um sig sem almenningur vissi ekki. „Ég elska að elda. Sérstaklega fyrir strák- ana mína. Ég geri líka rosalegt suð- rænt, sætt te úr uppskrift sem ég fékk hjá mömmu. Það er ótrúlega gott. Ég elska það. Ég er alltaf að gera það fyrir strákana.“ Britney var einnig spurð að því hvort það hefðu verið örlög hennar að verða stjarna. „Ef ekki, þá er Guð með mjög undarlegan húmor.“ Britney hefur gengið í gegnum margt á undanförnum árum og hefur andleg heilsa hennar verið upp og ofan. „Ég hef lært að vera alltaf trú sjálfri mér og að láta aldrei það sem aðrir segja um mig breyta því hver ég er. Það er ein mikilvægasta lexía sem ég hef lært og það tók mig langan tíma.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 28. tölublað (07.03.2011)
https://timarit.is/issue/383010

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. tölublað (07.03.2011)

Aðgerðir: