Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 7. mars 2011 Mánudagur Laundromat verður opnað um helgina: Íslendingar spenntir fyrir laundromat Laundromat kaffi- og þvottahúsið verður opnað um næstu helgi. Upp- haflega var gert ráð fyrir því að opna staðinn um síðustu helgi en það tafðist vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Það er þannig að við erum ekki búin að fá öll leyfi staðfest og erum búin að vera að vinna í því fram á síðustu stundu,“ segir Friðrik Weisshappel, hugmynda- smiðurinn á bak við Laundromat, um málið. „Við erum samt með tilbú- inn stað og erum bara svona aðeins að byrja að elda hamborgarana og sjá hvort þeir séu ekki nógu góðir, bara að- eins að prufukeyra matseðilinn. Þetta er ágætt, þetta gefur okkur aðeins betri tíma til að gera staðinn enn betri.“ Friðrik býst ekki við öðru en að staðurinn eigi eftir að koma vel við Ís- lendinga, en staðirnir sem hann rekur undir merkjum Laundromat í Kaup- mannahöfn hafa slegið í gegn. „Ég hef enga ástæðu til að halda neitt annað en það. Staðurinn lítur út fyrir að vera opinn og við erum sífellt að opna dyrn- ar fyrir fólki sem stendur með þvott í poka. Við erum búin að vera að telja þetta og það komu 12 manns í síðustu viku, þar af 7 túristar og 5 íslendingar, með þvott í poka til þess að þvo,“ seg- ir hann. „Við erum búnir að vera að stoppa fólk í dyragættinni, staðurinn lítur út fyrir að vera klár.“ Staðurinn verður opnaður í Aust- urstræti á laugardaginn en hann verður rekinn af sömu aðilum og reka veitingastaðinn Austur, sem er í næsta húsi við Laundromat. Frið- rik er sjálfur búsettur í Kaupmanna- höfn þar sem hann stefnir að opn- un þriðja Laundromat-kaffihússins á næstunni. Kaffihúsakóngur Laundromat hefur slegið í gegn og eru staðirnir að verða þrír í tveimur löndum. Mynd RóbeRt Reynisson Þ etta var bara alls konar Elvis- dót,“ segir Ólafur D. Helga- son faðir Theodórs Elvis sem fékk á dögunum send- an pakka frá Graceland, fyrrverandi heimili kóngsins í Bandaríkjunum. „Þetta voru samfellur, bangsi, Elvis- sólgleraugu og alls konar dót. Svo var einn geisladiskur þarna handa pabbanum,“ en nafngiftin hefur greinilega vakið athygli víðar en á Ís- landi. Theodór er fyrstur Íslendinga til að bera nafnið Elvis en manna- nafnanefnd samþykkti nafnið í jan- úar. „Þetta byrjaði þannig að það hringdi í okkur blaðamaður frá Ice- land Review og þá hafi verið haft samband við hann frá Graceland,“ en eftir að Iceland Review birti frétt um Theodór Elvis á vef sínum var frétt- in tekin upp á vefsíðunni elvis.com. Það er Elvis Presley Enterprises sem heldur úti síðunni en það er sama fyrirtæki og rekur Graceland-safnið. Ólafur segir að pakkasendingin frá Graceland hafi verið endapunkt- urinn á hálf súrrealísku tímabili. Hvorki hann né Olga Möller, móð- ir Elvisar, hafi búist við svona mik- illi athygli þegar þau ákváðu að skíra frumburð sinn í höfuðið á konungi rokksins. „Við bjuggumst aldrei við svona miklum viðbrögðum. Þetta var bara gaman fyrst en svo var þetta orðið svolítið mikið þegar að Frétta- stofa Stöðvar 2 var bara mætt heim með myndavélarnar og bara allt að gerast. Þetta var orðið alveg ágætt. Ég var meira að segja töluvert skeptísk- ur á þetta viðtal. Þetta var orðið svo- lítið yfirþyrmandi. Síminn hringdi og hringdi og maður var bara hættur að svara á tímabili.“ En Ólafur segist þó fyrst og fremst skondið hversu mikla athygli málið hefur fengið. „Þetta er bara fyndið og skemmtilegt. Það verður bara gam- an að sýna honum úrklippur og upp- tökur frá þessu þegar hann er orðinn stór. Hann á bara eftir að hafa gam- an af því.“ Ólafur segir það líka hafa komið á óvart að nafngiftin hafi feng- ið svona mikla athygli erlendis. „Það var til dæmis þannig á tímabili að þegar maður sló inn Elvis á Google þá var það fyrsta sem kom upp nafn- ið Theodór Elvis.“ En hvernig heilsast svo Elvis í dag? „Hann er bara hress og kátur. Vex og dafnar,“ segir Ólafur að lokum. asgeir@dv.is Elvis fékk sendingu frá Graceland n Pakkinn fullur af elvis-varningi n Geisladiskur handa pabbanum n Áttu ekki von á athyglinni n Gaman að sýna elvis þetta þegar hann verður stór ólafur, olga og theodór elvis Falleg fjölskylda sem hefur vakið athygli á heimsvísu. theodór elvis Stórglæsilegur í Elvis-gallanum. Stefán Baldursson leikstýrir leikritinu Allir synir mínir sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu um helgina. Meðal aðalleikara í sýningunni er tengdasonur Baldurs, leikarinn Björn Thors. Björn er giftur Unni Ösp, dóttur Stefáns, en hún sýnir nú flest öll kvöld í Borgarleik- húsinu. „[Þ]vílíkt stolt af strákunum mínum (Bjössa og pabba- og öllum hinum auðvitað),“ skrifaði Unnur Ösp á Facebook-síðuna sína um sýningu eiginmanns síns og föður síns. Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, nýkjörin ungfrú Reykjavík, elskar ekkert meira en tómatsósu. „Ég á það til að fá mér svolítið mikið af tómatsósu,“ segir hún í viðtali við Monitor. „Vinkonur mínar segja að það sé ekkert rosalega geðslegt að horfa á mig borða tómatsósu með mat og finnst það ekki mjög geðslegt að ég sé með tómatsósu í bílnum mínum, í hanskahólfinu.“ Sigríður Dagbjört var kjörin ungfrú Reykjavík síðustu helgina í febrúar. Leikstýrir tengdasyninum Elskar tómatsósu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.