Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Blaðsíða 19
Umræða | 19Mánudagur 7. mars 2011 Ristað brauð á keppnisdag 1 Heidi Klum fór úr nærbuxunum eftir Óskarinn Fyrirsætan gaf nærbuxurnar sínar til þess að selja á uppboði. 2 Líður eins og þau séu ekki örugg á götum úti Einn níumenninganna upplifir óöryggi eftir ummæli kennara. 3 Verklagsreglur World Class voru brotnar Maður fannst látinn í gufuklefa í World Class eftir að hafa verið þar yfir nótt. 4 Fimm ára drengur lést á sveitabæ Fimm ára drengur lenti í drifskafti og lést. 5 Laun Höskuldar eru 4,3 milljónir á mánuði Bankastjóri Arion banka hefur hækkað umtalsvert í launum. 6 Íhuga að fara í meiðyrðamál Saga verktakar íhuga að stefna Dögg Pálsdóttur fyrir meiðyrði. 7 Hluti lottópeninga renni til lista Ögmundur Jónasson íhugar breytingar á lottókerfinu. Aðalheiður Rósa Harðardóttir er nýkrýndur Íslandsmeistari í kata. Hún er frá Akranesi og hefur lagt stund á karate samfellt síðustu 8 ár og hefur verið í íslenska katalandsliðinu undanfarin ár. Hún er á leiðinni á Norðurlandameistaramót í apríl og hefur sínar venjur á keppnisdag. Hver er maðurinn? „Ég heiti Aðalheiður Rósa, 18 ára stelpa frá Skaganum og nemi hjá hárhúsinu á Akranesi.“ Hvað heldur þér gangandi? „Að fara á æfingar og að hitta vinkonur mínar og spjalla við þær.“ Hvað borðar þú í morgunmat? „Kellogs-kornflex með mjólk og svo vatnsglas eða eplasafi.“ Hvað hefur þú æft karate lengi? „Í níu ár. Ég byrjaði þegar ég var lítil og tók mér svo eins árspásu en er síðan búin að vera í átta ár samfellt.“ Hefur þú alltaf skemmt þér jafn vel? „Já, það mætti segja það. Kannski þegar ég var svona 11 ára, að byrja á gelgjunni, var þetta ekkert rosalega mikið stuð en ég fór í gegnum það bara.“ Hvað er langt síðan þú byrjaðir að keppa? „Ég held að ég hafi byrjað þegar ég var um 10 ára að keppa. Bara á svona litlubarna- mótum og þannig.“ Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitillinn? „Já, í fullorðinshópi. Ég hef orðið Íslands- meistari unglinga áður en þetta er fyrsti fullorðinstitillinn.“ Ferð þú reglulega til útlanda að keppa? „Já. Ég er búin að vera í landsliðinu í nokkur ár. Ég er að fara núna í mars að keppa og svo fer ég aftur í apríl til að keppa á Norður- landamóti.“ Gerir þú alltaf það sama á keppnisdag? „Ég vakna vel áður en ég á að fara að keppa, nokkrum klukkutímum fyrr. Fæ mér svo alltaf ristað brauð með osti og vatn tveimur klukkutímum áður en ég á að fara að keppa. Reyni svo bara að taka því rólega og pæla ekki of mikið í því sem ég á að fara að gera – annars stressast ég bara upp.“ Ætlar þú að verða atvinnumaður í karate? „Það er eiginlega ekki hægt að vera at- vinnumaður í karate. Það er hægt í nokkrum Austur-Evrópulöndum en það er eiginlega ekki hægt að vera það á Íslandi.“ „Mér finnst þeir eigi að taka þátt í að borga skuldirnar vegna hrunsins.“ Kristrún Halla Gylfadóttir 17 ára nemi „Þeir eiga að taka þátt í að borga skuldir.“ Alda Elisa Andersen 17 ára nemi „Er það ekki bara jákvætt?“ Jón Bjarni Guðmundsson 48 ára framleiðslustjóri „Ef það kemur ekki til þjóðarinnar er þetta hrikalegt. Þeir gætu breytt miklu með því að koma með peningana til hjálpar Íslendingum.“ Allan Mathews 44 ára sölumaður „Ég hef enga skoðun á því.“ Stefán Hilmarsson 44 ára sjómaður Mest lesið á dv.is Maður dagsins Hvað finnst þér um milljarða hagnað bankanna? Sprautar úr brunastútnum Gusan stendur úr brunadælu lóðsbátsins Magna í Reykjavíkurhöfn. Mynd: Róbert Reynisson Myndin Dómstóll götunnar A llt frá því efnahagshrunið varð öllum ljóst hafa margir, þar á meðal ég sjálfur, keppst við að finna ástæður þess djúpt í íslenskum þjóðarkarakter. Allt hófst þetta með stríðsgróðabraskinu, með höfðingjadýrkun bændasam- félagsins, líklega með landnáminu sjálfu. Kannski var það þá ekki snilld okkar í bankamálum sem gerði okk- ur einstök, en umfang hrunsins hlýt- ur að minnsta kosti að sýna fram á að við erum ekki eins og aðrar þjóðir. Og samt er það svo að það sem gerðist hér hefur gerst ótal sinnum áður á ótal stöðum. Hvorki heimskan né græðgin eru alíslensk fyrirbæri, þó vissulega hafi þær verið klæddar í þjóðlegan búning þegar þær hafa náð yfirhöndinni hér á landi. Túlípanar og nornafár Árið 1841 gaf skoski blaðamaður- inn Charles Mackay út bókina Extra- ordinary Popular Delusions and the Madness of Crowds. Fjallar hann þar um nornafár, krossferðir, gullgerðar- listina, skeggtísku og ekki síst efna- hagsbólur, svo sem túlípanaæðið í Hollandi í upphafi 17. aldar og hina svokölluðu South Sea Company bubble um 100 árum síðar, þar sem verðmæti hlutabréfa voru ýkt og fölsuð með ýmsum leiðum. Þessi dæmi vekja enn athygli hagfræð- inga í dag og hefðu átt að gera hér, en í bókinni um geðveiki hópa frá því fyrir 160 árum má finna nánast ná- kvæma lýsingu á íslenska efnahag- sundrinu, hruninu og jafnvel rann- sóknarskýrslunni sem engu breytti. Eru Íslendingar þá ekkert öðru- vísi en aðrar þjóðir? Gerum við ein- faldlega sömu mistök og allir aðr- ir? Vissulega virðumst við ófær um að læra af mistökum annarra, en það gildir reyndar um alla aðra líka. Munurinn felst kannski helst í smæðinni, hér er auðveldara fyrir eina vonda hugmynd að ná tökum á hópnum þar sem hópurinn er minni og því færri til að slá varnagla. En jafnvel þetta er ekki einstakt, vondar hugmyndir hafa einnig náð tökum á milljónaþjóðum með skelfilegum af- leiðingum fyrir heiminn allan. Sigurvegarar eða sigraðir Það hlýtur þó að vera eitthvað, gott að slæmt, sem greinir okkur frá öðr- um, sem gerir það að verkum að við getum áfram haldið að skipta heim- inum í Íslendinga annars vegar og útlendinga hins vegar. Og það er vissulega eitt einkenni sem virðist á margan hátt séríslenskt, en það felst í umræðuhefðinni sjálfri. Ég hef oft setið í matarboðum eða jafnvel drykkjuveislum erlend- is þar sem menn skiptast á skoðun- um, deila hugmyndum og reyna eft- ir fremsta megni að sýna fram á gildi skoðana sinna umfram annarra. Þessar veislur enda þó yfirleitt í mesta bróðerni og enginn er minni maður fyrir að hafa slíkar sótt. Á Íslandi er það hins vegar iðulega svo að um leið og umræðan berst að stjórnmálum ranghvolfir húsfreyj- an augunum, vitandi að þetta mun enda í heljarinnar rifrildi og líklegast slagsmálum. Enginn mun láta undan á meðan nokkur er enn uppistand- andi, hér ganga menn út annaðhvort sem sigurvegarar eða sigraðir. Manndómur og níðingsverk Og ekki er heldur nóg að hafa það sem sannara reynist, slysist maður til að verja betri málstað verður maður að láta kné fylgja kviði, höggva þá sem vel við högginu liggja og minna alla á að það var maður sjálfur sem hafði rétt fyrir sér. Eða eins og forsetinn sagði, svona nokkurn veginn, við blaðamann um daginn: „Við verðum báðir að hafa manndóm í okkur til að viðurkenna að ég hafði rétt fyrir mér.“ Það er ekki bara í drykkjuveislum sem rökræður eru stundaðar með þessum hætti, heldur sér maður dæmi þess alla leið inn á Alþingi. Engin miðja er til, menn eru annaðhvort með eða á móti og síðan er borist á banaspjótum, málefnin verða mjög fljótt persónuleg og öllum brögðum er beitt til að hafa andstæðinginn undir. Rökræður á Íslandi eru því alltaf í formi glímu. Á hinn bóginn stund- uðu forfeður okkar sína glímu á Al- þingi með þeim hætti að þeir byrj- uðu á að handsala hver öðrum grið, og þótti það mikið níðingsverk að láta kné fylgja kviði. Var þetta einmitt gert til að tryggja að leikurinn yrði ekki of persónulegur og leiddi ekki til mann- víga utan vallar. Kannski er kominn tími til að fylkingar á Íslandi handsali hver öðrum grið, og jafnvel, einhvern daginn, læri að hafa það sem sannara reynist? Alíslensk reiði Kjallari Valur Gunnarsson„ ...eins og forsetinn sagði, svona nokk- urn veginn, við blaða- mann um daginn: „Við verðum báðir að hafa manndóm í okkur til að viðurkenna að ég hafði rétt fyrir mér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.