Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Side 10
10 | Fréttir 11. apríl 2011 Mánudagur Óvíst er hvort 13 ára stúlka frá Hvera- gerði sem er í sjöunda bekk í Valla- skóla á Selfossi, fái að halda skóla- göngu sinni þar áfram á næsta skólaári. Stúlkan, sem er með lög- heimili í Hveragerði, hefur sótt nám í Vallaskóla síðan árið 2007 og bæði hún og foreldrar hennar vilja að hún haldi því áfram. Hvort stúlkan fái ósk sína uppfyllta er undir bæjar- yfirvöldum í Hveragerðisbæ komið, en þau hafa áður sett sig upp á móti því. Bæjaryfirvöld á Selfossi hafa þó aldrei staðið í vegi fyrir því. Ástæða þess að stúlkan skipti um skóla á sínum tíma var óánægja for- eldra hennar með ákveðinn kenn- ara í Grunnskóla Hveragerðisog jafnframt óánægja með það hvernig skólayfirvöld tóku á kvörtunum for- eldranna vegna kennarans. Skóla- yfirvöld voru treg til að viðurkenna að að eitthvað væri að kennsluhátt- um kennarans og samskiptum hans við dóttur þeirra. „Ég vil meina að kennarinn hafi lagt barnið í einelti,“ segir Diðrik Jóhann Sæmundsson, faðir stúlkunnar í samtali við DV. „Ekki bara okkar barn reyndar, held- ur fleiri. Þessi kennari hætti svo fljót- lega eftir þetta.“ Foreldarnir fengu þó aldrei að vita hvort kennarinn var látinn hætta vegna kvartananna, en hann var engu að síður látinn fara. „Það er ákveðinn tvískinnungur í skólayfirvöldum, annars vegar að segja að allt sé í lagi og hins vegar að láta kennarann fara,“ segir Diðrik. Kennarinn gerði lítið úr stúlk- unni Fyrstu vísbendingar um að samskipti umrædds kennara við dóttur Dið- riks væru óeðlileg komu fram þriðja skóladaginn í öðrum bekk, en kenn- arinn tók við bekknum um haustið. Dóttir þeirra kom heim úr skólan- um með þau skilaboð frá kennaran- um að hún ætti ekki að vera í öðrum bekk, heldur fyrsta. Móðir stúlk- unnar var verulega ósátt við þessa boðleið kennarans enda ekki í hans verkahring að færa börn um bekki. Hún fór því og talaði við kennarann daginn eftir, sem að hennar sögn, hló að henni og sagði stúlkuna ekki hafa þroska til að vera í öðrum bekk. Eftir þetta atvik jókst vanlíðan dóttur þeirra í skólanum jafnt og þétt, að sögn foreldranna, og sam- skipti þeirra við kennarann og skóla- yfirvöld voru jafnframt erfið, enda vildu þau að tekið væri tillit til dótt- urinnar, sem átti meðal annars erf- itt með lestur. Kennarinn virtist eiga erfitt með að sætta sig við að stúlk- an yrði áfram í bekknum þegar hann taldi hana ekki hafa þroska til þess. Þeim fannst sem kennarinn not- aði hvert tækifæri til að gera lítið úr stúlkunni á einhvern hátt. Skólanefndin aðhafðist ekkert Diðrik og kona hans sendu skóla- nefnd Hveragerðisbæjar kvörtunar- bréf vegna kennarans og framkomu hans við dótturina. Úrskurður nefnd- arinnar var sá að ekkert yrði aðhafst í málinu. „Undirrituð telur ávirðingar foreldra ekki eiga við rök að styðjast og ekki frekari aðgerða þörf af hálfu skólanefndar,“ segir í bréfi til foreldr- anna, dagsettu 12. desember 2006. Undir það ritar formaður skóla- nefndar Hveragerðis. Við meðferð málsins hjá skólanefndinni var með- al annars stuðst við greinargerð sál- fræðings hjá Skólaskrifstofu Suður- lands sem mat stúlkuna. Hans mat var að hún upplifði kennarann já- kvætt og að henni fyndist hann sinna sér vel. Var það þvert á upplifun for- eldranna sem skynjuðu mikla van- líðan hjá stúlkunni í tengslum við kennarann. Það var þó einnig mat sama sálfræðings að stúlkan upplifði sig vitlausa og að henni fyndist hún vera lélegust í bekknum. Samkvæmt foreldrunum var það mikil breyting frá árinu áður, þá sóttist stúlkunni námið ágætlega og var hún ánægð í skólanum. Samrýmdist ekki stjórnsýslu- lögum Diðrik og kona hans voru, eins og gefur að skilja, ósátt við afgreiðslu skólanefndarinnar, enda fengu þau til að mynda ekki tækifæri til að tjá sig um greinargerð sálfræðingsins, og kærðu niðurstöðuna til mennta- málaráðuneytisins og síðar til sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- isins. Málið fór einnig til álitsgjafar til umboðsmanns Alþingis og í fram- haldi af því úrskurðaði ráðuneytið að málsmeðferð Hveragerðisbæjar hefði ekki samrýmst stjórnsýslulög- um. Diðrik segist jafnframt hafa skilið úrskurðinn þannig að ef kæmi upp deila á milli skólans annars vegar, sem heyrir undir sveitarstjórnina, og foreldranna hins vegar, þá væru sál- fræðingarnir undir sveitarstjórninni og því raunverulega sveitarstjórnar- menn. „Þeir eru því ekki hlutlaus- ir ef það er komin deila á milli skól- ans og foreldranna,“ segir Diðrik sem vill meina að mat sálfræðingsins hafi ekki verið rétt. Fékk loks að fara í Vallaskóla Foreldarnir vildu ekki flytja úr bæn- um en eftir að hafa staðið í stappi við kennarann, skólayfirvöld og skólanefndina í tvö ár fengu for- eldrarnir nóg og sóttu um að dóttir þeirra fengi að stunda nám í Valla- skóla á Selfossi. Það var loksins samþykkt á fundi bæjarráðs Hvera- gerðisbæjar haustið 2007. Segir í úr- skurðinum að með tilliti til forsögu málsins sé samþykkt að stúlkan fái að sækja skóla í öðru bæjarfélagi, „enda hafa allar leiðir verið full- reyndar og bæjarráð telur slíkt fyr- irkomulag þjóna best hagsmunum barnsins,“ segir í bréfi Hveragerðis- bæjar til foreldranna, dagsettu 17. ágúst 2007. Í Vallaskóla fór stúlkan að blómstra, þar á hún sína vini og líður vel og þrátt fyrir að umræddur kennari hafi látið af störfum þá vill hún ekki snúa aftur í Grunnskólann í Hveragerði. Hveragerðisbær neitaði stúlkunni Endurnýja þarf umsókn um skóla- vist utan sveitarfélagsins á hverju ári. Árið 2009 fékk stúlkan neit- un frá Hveragerðisbæ og foreldr- um stúlkunnar var tilkynnt að hún skyldi snúa aftur til náms við Grunnskólann í Hveragerði. „Það þýðir bara að annað hvort verð- ur þú að láta barnið sækja skóla í Hveragerði eða borga sjálfur 50 þúsund krónur í skólagjöld á mán- uði,“ segir Diðrik. Þau sættu sig ekki við það og leituðu til umboðs- manns Alþingis, umboðsmanns barna og lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga og í fram- haldi af því var umsókinin tek- in fyrir aftur. Þá var samþykkt að stúlkan fengi leyfi fyrir skólavist á Selfossi skólaárin 2009 til 2010 og 2010 til 2011. Hvorki foreldrarnir né stúlkan vita því hvað tekur við þegar yfirstandandi skólaári lýkur. Diðrik og kona hans keyra dótt- ur sína sjálf á milli Hveragerðis og Selfoss og greiða þann kostn- að sem af því hlýst. Þau segja það dýrt en setja velferð dóttur sinn- ar því framar. „Ég skil ekki hvers vegna stúlkan fær ekki að ganga í þann skóla sem hún vill. Ég get ekki séð að það komi sér illa fyrir Hveragerðisbæ á neinn hátt,“ seg- ir Diðrik sem ætlar sér ekki að gef- ast upp. Sálfræðingur sem nýlega mat stúlkuna varar við því að hún verði látin skipta um skóla. Í grein- argerð hans kemur fram að stúlk- an lýsi mikilli vanlíðan í tengslum við skólagöngu sína í Grunnaskóla Hveragerðis. Henni líði hins veg- ar vel í Vallaskóla og flutningur á milli skóla myndi hafa áhrif á líðan hennar. Pólitíkin ræður ríkjum Foreldrarnir vilja meina að ákveð- in pólitík og vinatengsl í litla bæj- arfélaginu sem þau búa í hafi vald- ið því að svo erfiðlega gekk að fá það viðurkennt að eitthvað væri að samskiptum kennarans við dótt- urina. „Ef þú ert ekki í hópnum, þá ertu ekki í góðum málum,“ seg- ir Diðrik. Hann og kona hans telja að einstaklingar í hópi skólayfir- valda og sveitarstjórnar hafi reynt hvað þeir gátu til að láta málið niður falla án nokkurra aðgerða og hafi jafnframt reynt að standa í vegi fyrir því að dóttir þeirra fengi að skipta um skóla. Það hefði ver- ið viðurkenning á vandanum að samþykkja að stúlkan fengi að stunda nám í öðru sveitarfélagi. „Þetta fólk er ekki tilbúið að horf- ast í augu við vandann,“ segir Dið- rik að lokum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is VILL EKKI VERA Í SKÓLA Í HVERAGERÐI „Ég skil ekki hvers vegna stúlkan fær ekki að ganga í þann skóla sem hún vill. Ég get ekki séð að það komi sér illa fyrir Hveragerðisbæ á neinn hátt. n Foreldrar segja kennara hafa lagt dóttur þeirra í einelti n Hveragerðisbær hefur staðið í vegi fyrir því að stúlkan fái skólavist á Selfossi n Foreldrarnir segja pólitík og vinatengsl hafa haft áhrif n Umboðsmaður barna varð að þrýsta á bæjaryfirvöld Ósáttur við Hveragerðisbæ Diðrik skilur ekki hvers vegna það er svona flókið að dóttir hans fái að sækja skóla á Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.