Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 11. apríl 2011 Mánudagur Hárið frumsýnt á Akureyri um næstu helgi: Leikararnir búa saman í kommúnu Æfingar á Hárinu ganga vel en frumsýnt verður um næstu helgi. Fjöldinn allur af íslensku listafólki tekur þátt í sýningunni en flestir aðalleikararnir eru búsettir á höfð- uborgarsvæðinu en gista saman í einhvers konar kommúnu með- an á æfingum stendur. Meðal leik- ara í Hárinu eru Magni Ásgeirsson, Matthías papi Matthíasson, Ólöf Jara Skagfjörð, Erna Hrönn Ólafs- dóttir, Pétur Örn Guðmundsson úr hljómsveitinni Buffi, Jana María Guðmundsdóttir og Ívar Helgason. „Við fengum bara íbúð fyrir okk- ur með fjórum herbergjum,“ seg- ir Ívar Helgason söngleikjaleikari. „Ég var sneggstur að taka sóló- herbergið, við settum Pétur og Magna í kjallarann, við hliðina á þvottavélinni og þurrkaranum og stelpurnar þurfa að deila tveimur hjónaherbergjum.“ Í myndasafni sýningarinnar á Facebook má sjá skemmtilegar myndir úr komm- únunni en svo virðist vera sem allir kunni vel við sig á Akureyri. Leikararnir geta þó flogið á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðis- ins um helgar og þegar hlé er gert á æfingum. Leikararnir hafa þegar eytt þremur vikum saman í komm- únunni en alls stendur æfingaferlið yfir í fjórar vikur. Aðeins níu sýning- ar verða á Hárinu en sýningin verð- ur aðeins sýnd yfir páskana. Leikar- arnir munu þó líklega engu að síður ná góðum tengslum eftir að hafa búið saman í heilan mánuð. Sýningin verður sýnd í menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri en það er Silfurtunglið sem stendur fyrir sýningunni. Áhorfendur geta val- ið um að sitja annaðhvort í hefð- bundnum sætum í kringum sviðið eða í lautinni, þar sem áhorfendur koma sér þæginlega fyrir á tepp- um og púðum í nánd við leikarana í sýningunni. Á vefsíðu sýningar- innar segir að lautin sé fyrir þá sem vilja upplifa „Woodstock“-stemn- ingu. „Þetta er yndislegt og ég hef sjaldan verið í jafngóðum hópi, bæði gæðalega séð og manneskju- lega séð, í verkefni,“ segir Ívar sem segir samskipti og samvinnu ganga vel og býst hann ekki við öðru en að það skili sér inn í sýninguna. adalsteinn@dv.is Misjöfn við- brögð Icesave-kosningarnar á laugardag og niðurstöður þeirra fóru misvel í fólk á Facebook. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona setti til að mynda þennan Facebook-status inn hjá sér þegar úrlitin voru ljós: „Skrúbbídúúú, ......skrúúúb- bííííííídúúúúúú, við erum öll á leiðinni til Tooooooorrtúúúúúlúúúúúúúú. Skrúúúúúbbbbíííííídúúúú, skrúbbííííídúú- úúúúú .....“ Magnús Jónsson, leikari og söngvari, var hins vegar meira að hugsa um allar stöðuuppfærslurnar sem myndu fylla Facebook næstu vikuna: „Tapsára statusvikan er að hafin. Grrrrrrrreeat!“ Sáttur við æviStarfið Þórir Guðmundsson leikari er í burðar- hlutverki í ruslóperunni Strýhærða Pétri sem sýnd er í Borgarleikhúsinu. Sýning hefur fengið góðar viðtökur áhorfenda sem og gagnrýnenda og Þóri virðist líða vel í hlutverkinu sínu. „Stundum er ævi- starfið erfitt og maður efast um sumt sem maður hefur valið sér á lífsleiðinni. En svona kvöld eins og þetta....Þá er enginn efi,“ skrifar hann Facebook-síð- una sína. Þórir er tiltölulega nýgenginn til liðs við Borgarleikhúsið eftir að hafa starfað mest við Þjóðleikhúsið síðan hann kom heim frá Noregi, þar sem hann lærði leiklist. Góður andi Ívar Helgason segir hópinn vinna vel saman. Mynd Hárið / Facebook H annes Smárason, fjárfestir og fyrrverandi aðaleigandi Flugleiða og FL Group, kom til landsins síðdegis á laug- ardaginn með flugi frá London. Fjár- festirinn, sem búsettur er í Barcelona á Spáni um þessar mundir, flaug hingað til lands með lággjaldaflug- félaginu Iceland Express frá Gatwick, samkvæmt heimildum DV. Vera Hannesar um borð í flugvélinni og í Leifsstöð vakti talsverða athygli sjón- arvotta enda er Hannes með þekkt- ustu og umdeildustu kaupsýslu- mönnum landsins. Heimildir DV herma að Hann- es hafi komið hingað til lands til að vera viðstaddur fermingu sonar síns. Hannes á drenginn með Steinunni Jónsdóttur, dóttur Jóns Helga Guð- mundssonar í Byko, en þau voru gift á sínum tíma eins og frægt er orðið. Jón Helgi og Hannes voru viðskipta- félagar og áttu saman um 32 prósenta hlut í Flugleiðum í gegnum félagið Oddaflug. Upp úr þessu viðskipta- sambandi þeirra slitnaði árið 2004 þegar hjónaband Hannesar og Stein- unnar endaði og fjárfestirinn hóf samband við þáverandi einkaritara Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í kjölfar skilnaðarins keypti eignarhaldsfélag Hannesar, Primus, hlut fjárfesting- arfélags Jóns Helga, Straumborgar, í Oddaflugi og stóð Hannes eftir sem stærsti einstaki hluthafi Flugleiða. Upp úr þessu eignarhaldi Hann- esar á Flugleiðum bjó hann til fjár- festingafélagið FL Group sem síðar var aðskilið frá flugrekstri félagsins. Hannes stýrði FL Group á nokk- uð djarfan og áhættusækinn hátt og keypti meðal annars hlutabréf í nokkrum erlendum flugfélögum eins og American Airlines, Easy Jet og Sterling áður en honum var ýtt úr forstjórastóli félagsins í árslok 2007. Hlutabréf FL Group höfðu þá fallið gríðarlega í verði og má segja að ís- lenska efnahagshrunið hafi í reynd byrjað með þessu verðfalli á bréfum FL Group. Eftir að Hannes hætti sem for- stjóri FL Group spurðist ekki mikið til hans fram að hruni enda hefur hann verið búsettur erlendis síð- an þá. Fyrst bjó Hannes með konu sinni og börnum í Notting Hill- hverfinu í London en í fyrra flutt- ust þau búferlum til Barcelona á Spáni. Ekki er vitað af hverju Hann- es ákvað að flytja til Barcelona. Hannes hefur ekki gefið nein- um íslenskum fjölmiðli kost á við- tali við sig eftir bankahrunið 2008 og nær ómögulegt er að ná í hann til að spyrja hann út í viðskipti hans fyrir og eftir hrunið. Sömu- leiðis hafa ekki birst margar nýjar ljósmyndir af Hannesi í íslensk- um fjölmiðlum frá hruninu. Ljós- myndir af Hannesi Smárasyni, líkar þeim sem teknar voru af hon- um í Leifsstöð á laugardaginn við komuna til landsins, eru því afar sjaldséðar. Hannes kom til landsins n Útrásarvíkingurinn var í Leifsstöð á laugardaginn n kom til landsins frá London n býr í barcelona á Spáni n kom í fermingu sonar síns n Var stærsti hluthafi Flugleiða með Iceland express „Vera Hannesar um borð í flugvélinni og í Leifsstöð vakti tals- verða athygli sjónarvotta. Frá London Hannes kom til landsins með Iceland Express frá Gatwick-flugvelli í London um klukkan fjögur á laugardaginn. Í einkaerindum Ástæðan fyrir komu Hannesar til landsins er ferming sonar hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.