Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 18. apríl 2011 Mánudagur Aðilar vinnumarkaðarins gefa sér ekkert um framhald kjaraviðræðna sem tóku snöggan endi fyrir helgina. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kveðst í samtali við DV, engu vilja spá um framhaldið og því síður hvort til boðunar verkfalla geti komið. „Ég vil ekkert segja um slíkt nú. Menn voru orðnir þreyttir og pirraðir og vildu ekki taka ákvarðanir í slíkum ham. Staðan er óljós og það hefur ekkert verið ákveðið um annan farveg fyrir viðræður, en verkefnið er að tryggja launahækkanir þessa árs. Við verð- um að einhenda okkur í það.“ Gylfi taldi að samtök launamanna sættu afarkostum af hálfu atvinnu- rekenda sem vilji stríð gegn ríkis- stjórninni vegna áforma hennar um breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. „Við gagnrýnum atvinnurek- endur fyrir þetta. En það ber að hafa samráð við hagsmunaaðila. Það er vitanlega hefðbundin krafa að rætt sé við þá sem hafa hagsmuna að gæta. En við erum ekki reiðubúin til að kyngja því að ekki sé hægt að gera kjarasamninga vegna þessara atriða sem atvinnurekendur setja fyrir sig,“ segir Gylfi. LÍÚ með löggjafarvald? Óvænt viðræðuslit lögðust þungt í aðila vinnumarkaðarins sem og stjórnvöld. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði vinnubrögð LÍÚ  ósvífin. Um hreint ofbeldi væri að ræða af hálfu útvegsmanna í hagsmunabaráttu gegn breytingum innan sjávarútvegsins. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrver- andi þingmaður, segir í pistli á vef- síðu sinni að Samtök atvinnulífsins og Landssamband íslenskra útvegs- manna hafi gengið fram af þjóð- inni. „Mánuðum saman hafa þessi samtök haft uppi stöðugar hótanir í garð stjórnvalda, launþega og reynd- ar þjóðarinnar allrar... Auðvitað eiga stjórnvöld ekki að taka það í mál að afhenda LÍÚ og SA löggjafarvaldið, hvorki í þessi máli né öðrum. Þessir hagsmunaaðilar eru ekki með neitt umboð kjósenda og það stríðir gegn stjórnarskrá landsins að fámennur hópur manna staðfastlega ætli sér að taka sér löggjafarvaldið í hönd. Það er eiginlega tilraun til valdaráns sem LÍÚ og SA standa fyrir. Svo ein- beittir eru þeir að framkvæmdastjóri SA svaraði forsætisráðherra með því að lýsa því yfir að þeir tækju ekki nei fyrir svar. Kjarabætur fáist aðeins fyr- ir kvótakerfið til næstu 50 ára.“ Meirihluti í flestum málum Sjávarútvegsmálin eru og verða í eldlínunni næstu vikur og mánuði og kunna að reynast ríkisstjórninni þung í skauti bæði innan og utan Alþingis, jafnvel þótt viðbrögð við útspili atvinnurekenda og LÍÚ séu þeim ekki sérstaklega hagstæð. Þrjú önnur mál geta reynt á þann nauma meirihluta sem ríkisstjórn- in styðst nú við á Alþingi. Framund- an er fjárlagagerð fyrir árið 2012. Þar verður tekist á um niðurskurð og kröfuna um framkvæmdir og upp- byggingu líkt og í þríhliða viðræðun- um um kaup og kjör þar sem aðilar vinnumarkaðarins þrýsta á um vega- gerð, virkjanir og fleira. Í þriðja lagi er umsóknin um aðild að ESB umdeild og hefur ríkisstjórn- in misst tvo stjórnarliða úr VG fyrir borð, Atla Gíslason og Ásmund Einar Daðason, beinlínis vegna andstöðu við sjálfa umsóknina. Fækkun ráðuneyta viðkvæm Loks má nefna stjórnarfrumvarp um fækkun ráðuneyta, en Jón Bjarna- son hefur lagst eindregið gegn því að sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytin hans verði felld und- ir eitt atvinnuvegaráðuneyti. Í við- tali við helgarblað DV sagði hann þó að ríkisstjórnin hvorki stæði né félli á því máli. „Nú er forsætisráðherr- ann mjög duglegur og vinnur verk sín vel en það er ekkert sem segir að við eigum að vera sammála í þessum efnum. Ég virði skoðanir annarra og ríkisstjórnin stendur hvorki né fell- ur með því hvort að takist að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið. Ég tel það skipta miklu máli að það verði ekki gert, aðrir telja svo ekki vera.“ Til viðbótar því sem hér er tal- ið má nefna stjórnlagaráð og vinnu þess við að smíða tillögur að breyttri stjórnarskrá. Stjórnlagaþing hvíldi upphaflega á þverpólitískri sam- stöðu. Þótt sú samstaða hafi riðlast með ógildingu Hæstaréttar á kosn- ingum til þingsins nýtur ráðið stuðn- ings mikils meirihluta þingmanna sem vilja verja störf þess. Veikari eða sterkari? Viðmælendur DV eru ekki allir á einu máli um það hvort brotthvarf Ás- mundar Einars úr þingflokki VG og tæpur meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi styrki hana eða veiki. Bent er á hliðstæður úr stjórnmálasögunni þar sem naumur meirihluti hefur jafnvel þjappað mönnum saman. Svo naumur reyndist meirihlutinn við afgreiðslu vantraustsyfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins að sérhver þing- maður getur nú ráðið úrslitum um hvort ríkisstjórnin styðst við meiri- hluta eða minnihluta. Sem dæmi má nefna að forfallist Þráinn Bertelsson (VG) kæmi Katrín Snæhólm Bald- ursdóttir, varaþingmaður Hreyfing- arinnar, inn fyrir hann, en hún styð- ur ekki ríkisstjórnina. Framangreind upptalning bendir ekki til þess að ríkisstjórnin þurfi að hafa miklar áhyggjur ef litið er til ein- stakra mála. Meirihlutastuðningur er við það að halda til streitu umsókn um aðild að ESB og að ferlinu ljúki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Meiri- hlutastuðningur er einnig við breyt- ingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Má nefna stuðning Atla Gíslasonar, sem nú hefur yfirgefið þingflokk VG. Hann styður róttækar breytingar líkt og Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra og tók þátt í að semja frumvörp um slíkar breytingar fyrir Jón. Fækkun ráðuneyta kann að vera snúnari, en jafnvel stjórnarand- stöðuflokkar, eins og Framsóknar- flokkurinn, hafa svipaða stefnuskrá og stjórnvöld um fækkun ráðuneyta og sveigjanlegt stjórnkerfi. Ráð- herrar koma og fara og skemmst er að minnast umtalsverðra breytinga á ráðherraliðinu í fyrra um leið og þeim fækkaði. Ljóst er að verði stofn- að atvinnuvegaráðuneyti hverfur annað hvort Katrín Júlíusdóttir eða Jón Bjarnason úr ráðherraembætti eða bæði tvö. Á þetta reynir án nokk- urs efa áður en þingi verður slitið í vor. Ný staða í Framsóknarflokki Forvitnileg staða er uppi á teningn- um eftir flokksþing Framsóknar- flokksins. Strax í upphafi þingsins var sýnt að þátttakan var óvenju slök. Jafnframt benti margt til þess, meðal annars ræða formannsins, að sleg- inn hefði verið nýr og þjóðernislegri tónn en áður. Frjálslyndir framsókn- armenn sem og meirihluti ungliða fella sig illa við þessar nýju áherslur og finna sig ekki í þessu andrúmslofti samkvæmt heimildum DV. Siv Frið- leifsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, hefur tjáð þessa skoðun opinberlega og telur líklegt að for- menn stjórnarflokkanna og formað- ur Framsóknarflokksins ræðist við um samstarf við Framsóknarflokk- inn. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokksins, studdi hins vegar vantraust, þingrof og kosningar á þingi í síðustu viku. Fjórir af níu þingmönnum flokksins fylgdu honum ekki að máli en aðeins rúmur þriðjungur þingmanna vill knýja fram kosningar nú. Ljóst er að í það minnsta Guð- mundur Steingrímsson og Siv Frið- leifsdóttir fara í flestu gegn þeirri stefnu sem varð ofan á á flokks- þinginu. Þau vilja ekki kosningar, þau eru hlynnt aðildarviðræðum við ESB og sögðu já við Icesave-samningun- um svo nokkuð sé nefnt. Jafnvel þótt þreifingar við formann Framsóknar- flokksins skiluðu engum árangri er ekki ósennilegt að Guðmundur, Siv og jafnvel fleiri þingmenn tækju upp einhvers konar stuðning við ríkis- stjórnina. Innanhússmein Sjálfstæðis- flokksins gera auk þess að verkum að flokkurinn er ólíklegur til þess að fara í stjórnarsamstarf nema að undan- gengnum þingkosningum sem litlar líkur eru á að verði í bráð. Hluti Framsóknar á bandi stjórnarinnar n Frjálslyndir Framsóknarmenn í tilvistarvanda n Samsama sig ekki aukinni þjóðernishyggju sem náði undirtökum á flokksþingi n Vilja ræða við stjórnarflokkana um samstarf n Kjaraviðræður í uppnámi Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Einkennileg staða Frjálslyndir Framsóknarmenn, eins og Siv Friðleifsdóttir og Guð- mundur Steingrímsson, fella sig illa við aukna þjóðernishyggju í ræðum og samþykktum flokksþings. Kusu á skjön við formanninn Fjórir af níu þingmönnum Framsóknar- flokksins fylgdu Sigmundi Davíð for- manni ekki að máli í síðustu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.