Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Mánudagur 18. apríl 2011 eða ferðamannasvæði. Þetta er í reynd hið heilaga gral í spákaupmennsku með jarðir á Spáni, þar sem landsvæði með þéttbýlisstimplinum er tilbúið fyrir framkvæmdir, hægt er að selja það, veðsetja það. osfrv.“ Mútugreiðsl- urnar, sem voru hluti af kaupverði landsvæðisins, áttu að tryggja þetta. Funduðu með embættismönnunum Í skýrslunni, sem og í áreiðanleika- könnun Erlends Gíslasonar um verk- efnið sem DV hefur einnig höndum, kemur fram að Íslendingarnir hafi fundað með nokkrum opinberum starfsmönnum á svæðinu um fast- eignaverkefnið meðan á dvöl þeirra í Murcia stóð. Meðal þeirra sem þeir funduðu með voru Antonio Sanchez Solis, sem var yfirmaður bygginga- mála í þéttbýli hjá Murcia-héraði, og embættismaður í borginni Cartagena að nafni Augustin Guillén, sem nú er aðstoðarborgarstjóri í Cartagena fyrir hægriflokkinn Partido Popular. Í skýrslunni kemur fram að Íslend- ingarnir hafi brennt sig á Guillén þeg- ar þeir ræddu við hann þar sem hann hafi reynt að ljúga að þeim að hluti landsvæðisins sem íslensku fjárfest- arnir höfðu áhuga á væri friðaður sem þjóðgarður og að það gæti tekið mörg ár að fá deiliskipulag samþykkt fyrir svæðið af þeim sökum. Þeir komust síðar að því að þetta var rangt og að ástæðan fyrir þessum orðum Guilléns hefði líklega verið sú að hann hefði verið á mála hjá öðrum áhugasömum kaupanda og því hefði hann viljað villa um fyrir íslensku fjárfestunum svo þeir misstu áhuga á svæðinu. „Svo virðist sem þessi embættismaður hafi ver- ið að reyna að afvegaleiða okkur fyr- ir hönd einhvers annars áhugasams kaupanda. Yfirmaður frá Murcia-hér- aði hefur sagt okkur að þetta sé ósatt og Guillén hefur beðið okkur afsökun- ar á hegðun sinni. Okkur hefur verið lofað að við fáum undirritaða yfirlýs- ingu þess efnis að enginn slíkur þjóð- garður sé á svæðinu.“ Guillén hefur síðan, frá þeim tíma þegar Íslendingarnir keyptu landið á Spáni, tengst meintum spillingarmál- um sem verið hafa til rannsóknar hjá yfirvöldum á Spáni, samkvæmt frétt- um í spænskum fjölmiðlum, líkt og kemur fram síðar í greininni. Út frá þessari tilraun Guilléns mátu Íslendingarnir það sem svo að líklegt væri að hann væri hluti af einum hópi sem gæti þurft að greiða fyrir aðstoð við deiliskipulagið á meðan eigandi jarðarinnar og embættismaðurinn frá Murcia-héraði væru hluti af öðrum hópi. ,,Það er ljóst að núverandi eig- andi, Pedro Sanchez, samstarfsmað- ur hans Alejandro, Antonio Sanchez Solis hjá Murcia-ríki og arkitektinn Bernardo Garcia virðast vera hluti af einu mútuliði. Augustin Guillén frá Cartagena kann að vera hluti af öðru liði sem á í samkeppni við þá þar sem hann var sá sem sagði okkur frá þess- um meinta þjóðgarði sem átti að vera á landsvæðinu.“ Útilokuðu ekki frekari mútur Íslendingarnir reiknuðu því væntan- lega með að báðir þessir hópar fengju eitthvað af þeim sex milljón evra sem teknar höfðu verið frá til að standa skil á greiðslunum á því sem kallast „gestión“ á spænsku, og túlkað var sem mútur í skýrslunni. Íslensku fjár- festarnir reiknuðu jafnframt með því að þurfa hugsanlega að greiða frek- ari mútur síðar í ferlinu. „Gestión er óhjákvæmilegur hluti af því að stunda fasteignaviðskipti á Spáni. Þetta voru skilaboðin sem við fengum alls stað- ar frá. Gestión, eða umsýslugreiðslur eins og þeir kalla þær, eru þær sporslur sem eru nauðsynlegar til að koma hlutum í framkvæmd á Spáni. Stór hluti þessara greiðslna eru einfaldlega mútur. Ég hef litla reynslu eða þekk- ingu á viðskiptaumhverfinu á Spáni en ég verð að segja að upphæðin, 6 millj- ónir evra fyrir skipulagsferlið, veldur mér áhyggjum. Það er líka möguleiki að frekari mútur gæti þurft síðar.“ Ekkert í gögnunum sem DV hefur undir höndum bendir hins vegar til að íslensku fjárfestarnir hafi varið meiri peningum en umræddum sex milljón- um evra til þessa þáttar fasteignaverk- efnisins enda náðu þeir aldrei að ljúka fyrsta skrefi verksins. Spillingarmál komust upp – engin byggingarleyfi Lítið spurðist til fjárfestingar þeirra Róberts og Björgólfs Thors á Spáni í íslenskum fjölmiðlum þar til sumar- ið 2008. Þetta er ekki skrítið þar sem 480 milljónir áttu að fara í mútur Mútur ræddar Eftir heimsókn til héraðsins Murcia á Spáni í ársbyrjun 2005 var reiknað með því að greiða þyrfti spænskum embættismönnum nokkur hundruð milljóna mútur. Sambandið súrnaði Björgólfur Thor og Róbert Wessmann voru viðskiptafélagar á árum áður, líkt og viðskipti þeirra á Spáni sýna meðal annars fram á. Þá var Róbert Wesmann forstjóri Actavis, sem Björgólfur Thor átti stóran hlut í. Eftir að Björgólfur eignaðist allt hlutafé Actavis með yfirtöku árið 2007 var Róbert ennþá forstjóri fyrirtækisins um skeið. Róbert lét hins vegar af störfum sem forstjóri Actavis árið 2008 og hafa þeir Björgólfur Thor meðal annars deilt um það á opinberum vettvangi hvort Róbert hafi hætt eða hvort Björgólfur hafi rekið hann. Út frá þeim sam- skiptum er alveg ljóst að engir kærleikar eru á milli þeirra Björgólfs Thors og Róberts. Róbert og Björgólfur Thor hafa auk þess stefnt hvor öðrum og eru málin nú rekin fyrir íslenskum dómstólum. Björgólfur Thor hefur krafið Róbert um greiðslu á 1,2 milljarða króna meintri skuld sem á að hafa gjaldfallið árið 2009 en um var að ræða lán frá félagi Björgólfs Thors, BeeTeeBee, til félags í eigu Róberts sem heitir Burlington Limited. Í svör- um sínum við spurningum DV segir Ragnhildur að málaferli Björgólfs Thors tengist láni sem hann veitti Róberti til að fjárfesta í fasteignaverkefninu á Spáni. Róbert Wessman hefur sömuleiðis stefnt Björgólfi Thor og félögum sem tengjast honum til greiðslu á 4,6 milljörðum króna vegna meintra vanefnda á árangurstengdum samningum frá þeim tíma þegar Róbert stýrði Actavis. Óvíst er því hvernig þessar miklu deilur á milli þessara tveggja fyrrverandi viðskiptafélaga og stjórnenda hjá Actavis endar. 2009 5. september 2009 Stöð 2 segir frá því að AB Capital skuldi Straumi 9 milljarða króna út af fjárfesting- unni í Murcia. 14. október 2009 Stöð 2 segir frá því að Róbert Wess- mann íhugi að fara í skaðabótamál við Logos út af áreiðanleika- könnun Erlends Gíslasonar. 20. nóvember 2009 Spænskir fjölmiðlar greina frá kæru á hendur Augustin Guillén, fyrrverandi yfir- manni skipulagsmála í Cartagena- borg og núverandi aðstoðarborgar- stjóra, vegna spillingarmála. Íslensku fjárfestarnir höfðu átt í samskiptum við hann og töldu hann meðal þeirra sem þyrfti að bera á fé. 2010 2011 12. apríl 2010 Skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis kemur út þar sem meðal annars er fjallað um lánveitingar til AB Capital. 19. apríl 2010 Björg- ólfur Thor sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann fjallar meðal annars um lán til AB Capital og fasteigna- verkefnið í Murcia. Hann segir fjárfestinguna hafa mistekist þar sem bygg- ingarleyfi fékkst ekki. 19. febrúar 2011 Héraðs- dómur í Cartagena vísar frá kærunni á hendur Augustin Guillén á þeim forsendum að ekki hafi talist sannað að hann hafi gerst sekur um glæp þegar hann veitti byggingarleyfi án þess að fram færi mat á umhverf- isáhrifum. „Mistekist hrapalega“ Úr yfirlýsingu Björgólfs Thors frá því í apríl í fyrra. „AB Capital ehf. er félag sem stofnað var um landakaup á Spáni. Kaupin voru kynnt fyrir Björgólfi af Róberti Wessman í janúar 2005. Félagið er í meirihlutaeigu Róberts (51%) og er stýrt af honum, en eignarhlutur Björgólfs er 45%. Lánið er frá því í maí árið 2005 en á þeim tímapunkti var Björgólfur ekki í stjórn Straums og átti ekki teljandi hlutabréf í bankanum. Verkefnið hefur mistekist hrapallega þar sem ekki var unnt að fá byggingar- leyfi í tæka tíð og fasteignamarkaður á Spáni er nú í mikilli lægð. Umrætt lán í Straumi hefur verið endurfjármagnað nokkrum sinnum á tímabilinu. Lánsfjárhæð Straums til félagsins er 26 milljónir evra og var lánið síðast framlengt í júní 2008 og þá greiddir upp- safnaðir vextir. Veð vegna lánsins er í umræddri landareign á Spáni.“ Framhald á næstu síðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.