Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 14
reiknað var með að það tæki um tvö og hálft ár að fá samþykkt deiliskipulag og byggingarleyfi fyrir svæðið. Ef þetta hefði gengið upp hefðu tilskilin leyfi verið tilbúin í fyrsta lagi í lok árs 2007 eða byrjun árs 2008. Ekki gekk hins vegar að fá umrædd leyfi. Í fréttum Stöðvar 2 í lok júli 2008 var greint frá því að byggingarfram- kvæmdum á La Primavera-svæð- inu hefði verið frestað þar sem ekki hefði fengist byggingarleyfi á landinu vegna spillingarmála sem komu upp í Murcia-héraði. Í fréttinni var haft eft- ir Árna Harðarsyni, forstjóra Salt In- vestments, fjárfestingarfélags Róberts Wessmann, að ekki hefðu verið gefin út byggingarleyfi í Murcia-héraði í heil þrjú ár vegna spillingarmálanna sem gengu út á það að þarlendir embættis- menn áttu að hafa „þegið mútur fyrir að veita byggingarleyfi“ í Murcia-hér- aði og upphófust málaferli yfir þeim í kjölfarið. Í yfirlýsingu sem Björgólf- ur Thor sendi frá sér í fyrra þar sem hann fjallaði um uppgjör skulda sinna greindi hann frá því að verkefnið í Murcia-héraði hefði mistekist þar sem ekki hefði tekist að fá byggingarleyfi. „Verkefnið hefur mistekist hrapallega þar sem ekki var unnt að fá byggingar- leyfi í tæka tíð og fasteignamarkaður á Spáni er nú í mikilli lægð.“ Íslendingarnir voru því óheppnir í þeim skilningi að um það leyti sem þeir keyptu landsvæðið í Murcia var hætt að veita byggingarleyfi í héraðinu vegna þessara spillingarmála. Þeir keyptu landið því á afar óheppileg- um tíma, um það leyti sem komst upp um nokkra af þeim embættismönn- um í Murcia sem séð höfðu um að veita byggingarleyfi til fjárfesta eins og þeirra. Fréttir úr spænskum fjölmiðlum sýna fram á að einn þeirra embættis- manna sem var kærður í tengslum við þessi spillingarmál í Murcia-héraði var umræddur embættismaður frá Carta- gena, Augustin Guillén. Guillén var kærður fyrir það síðla árs 2009 að hafa veitt byggingarleyfi á friðlandi þegar hann starfaði sem embættismaður hjá Cartagena-borg. Málinu gegn Guillén var vísað frá dómi í Cartagena í febrúar síðastliðinn þar sem ekki þótti sannað að hann hefði gerst sekur um lögbrot þegar hann veitti byggingarleyfið. Ætlaði í mál við Logos Tæpu ári eftir íslenska bankahrunið, um haustið 2009, greindi Stöð 2 svo frá því að AB Capital skuldaði Straumi rúmlega níu milljarða króna vegna landakaupanna í Murcia. Í kjölfar- ið voru sagðar fréttir af því að Róbert Wessmann íhugaði að fara í skaða- bótamál við lögmannsstofuna Logos og krefja hana um 100 milljóna króna skaðabætur vegna áreiðanleikakönn- unarinnar sem Erlendur hafði unn- ið meira en fjórum árum áður þegar landsvæðið var keypt. Haft var eftir Árna Harðarsyni hjá Salt Investments að það væri mat þeirra að áreiðan- leikakönnunin hefði verið „illa unnin af hálfu Logos“. Ekkert varð hins vegar úr mála- ferlum Róberts gegn Logos enda virð- ist vandamálið í viðskiptunum með landsvæðið í Murcia ekki hafa snúist að neinu leyti um áreiðanleikakönn- un Erlends heldur um þá staðreynd að hætt var að veita byggingarleyfi í Murcia vegna spillingarmála. Logos verður því varla kennt um ófarir AB Capital á Spáni. Íslensku fjárfestarnir voru auk þess greinilega, samkvæmt þeim gögnum sem DV hefur undir höndum, meðvitaðir um þær vafa- sömu aðferðir sem tíðkuðust í fast- eigna- og jarðaviðskiptum í þessum hluta Spánar og ætluðu sér að beita þeim til að ná árangri. Þess vegna var hluti kaupverðsins á landinu ætlaður í umræddar mútugreiðslur. Veðið í landi án deiliskipulags Eitt af vandamálunum sem Íslending- arnir stóðu frammi fyrir varðandi fjár- mögnun á fasteignaverkefninu var að spænskir bankar vildu ekki veita þeim lán með veði í landsvæði sem var án deiliskipulags og þar með ekki bygg- ingarhæft. Deiliskupulagið var því forsenda þess að hægt væri að fjár- magna jarðakaupin jafnvel þó svo að íslensku fjárfestarnir hafi velt fyrir sér þeim möguleika að fá 50 prósent lán á móti 50 prósent eiginfjárframlagi. Slíkt lán var hins óhagstætt fyrir íslensku fjárfestanna vegna þeirrar óvissu sem fylgdi því að vera ekki með samþykkt deiliskipulag fyrir landið, samkvæmt skýrslunni. Í áreiðanleikakönnun Erlends er vísað í viðræður við Gerardo Cuar- tero, bankastjóra útibús La Caixa- bankans í strandbænum La Manga del Mar Menor, um möguleikann á því að fá lán til að fjármagna kaup á landi án deiliskipulags sem ekki er skilgreint sem íbúðarsvæði. Í máli Er- lends í áreiðanleikakönnunni kem- ur fram að banki Cuarteros hafi ekki viljað lána fyrir kaupum á landsvæði án deiliskipulags með veði í viðkom- andi svæði: „Forstjórinn í útibúi La Caixa-bankans hefur staðfest að sum- ir bankar fjármagni kaup á landi sem ekki hefur verið skilgreint sem bygg- ingarsvæði en að þetta sé ekki tilfellið með La Caixa.“ Í skýrslu Aquila Vent- ure Partners segir enn frekar: „Sumir bankar fjármagna kaup á landi sem er óskipulagt en flestir þeirra, til dæmis La Caixa, lána eingöngu ef búið er að samþykkja deiliskipulag fyrir landið.“ Íslensku fjárfestarnir voru því í nokkrum vanda staddir með fjár- mögnun þar sem spænskir bank- ar fjármagna almennt séð ekki slík jarðakaup. Á endanum fór það líka svo, líkt og komið hefur fram, að Landsbankinn – þar sem Björgólfur Thor var aðaleigandinn, Íslandsbanki og Straumur – sem Björgólfur Thor var hluthafi í – og Íslandsbanki lán- uðu AB Capital þá þær 115 milljónir evra sem til þurfti og tóku veð í land- inu sem keypt var, líkt og Björgólfur Thor nefndi í yfirlýsingu í fyrra. „Veð vegna lánsins er í umræddri landar- eign á Spáni.“ Í tilfelli Róberts Wess- mann var veðið fyrir láninu í hlutafé hans í AB Capital, félagi sem stofnað var gagngert utan um fjárfestinguna í landsvæðinu í Murcia. Íslensku bankarnir lánuðu því ís- lensku fjárfestunum fyrir þess konar landi á Spáni sem spænskir bankar fjármögnuðu almennt séð ekki vegna þess að það var án deiliskipulags og þess vegna þótti áhættusamt að lána til slíkra fjárfestinga. Reikna ekki með miklum endurheimtum Lán íslensku bankanna til AB Capital voru endurfjármögnuð nokkrum sinnum eftir að þau voru veitt árið 2005. Upphaflega voru lánin á gjald- daga árið 2007 en voru framlengd ítrekað á árunum 2007 og 2008, sam- kvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis og yfirlýsingu Björgólfs Thors í fyrra. Umrædd lán eru því enn úti- standandi þó greiddir hafi verið vext- ir af þeim í einhverjum tilfellum, líkt og komið hefur fram í máli Björgólfs Thors. Samkvæmt heimildum DV hefur lítið gerst í málefnum AB Capital frá íslenska efnahagshruninu. Kröfuhaf- ar félagsins hafa ekki leyst félagið og landsvæðið í Murcia til sín enn sem komið er og ekki hefur verið gengið á persónulegar ábyrgðir eigendanna vegna lánanna. Árni Harðarson, forstjóri fjárfest- ingafélags Róberts Wessmann, Salt Investments, segir að unnið sé að uppgjöri lána AB Capital við lána- stofnanir og að gera megi ráð fyrir því að eignir sem eru til tryggingar auk viðbótargreiðslna gangi til lána- stofnanna við frágang málsins. Meðal þess sem er til tryggingar fyrir lánun- um til Róberts er hlutafé Salt Invest- ments í AB Capital auk landareigna sem félag Róberts á í Brasilíu. Ef þess- ar eignir duga ekki fyrir skuldum Ró- berts í gegnum AB Capital eru einnig fyrir hendi umræddar persónulegar ábyrgðir líkt og áður segir. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors, segir að Björgólfur Thor hafi gert upp skuldbindingar sín- ar vegna eignarhaldsfélagsins og komi ekki nálægt því í dag. „Björgólfur Thor kemur hvergi nærri AB Capital lengur. Hann hefur gert upp skuldbindingar sínar við lánardrottna vegna málsins. Lánardrottnar eiga og fara með for- ræði þess eignarhluta sem Björgólfur Thor átti áður,“ segir Ragnhildur. Heimildir DV herma að kröfuhafar AB Capital séu alls ekki vongóðir um að fá mikið upp í kröfur sínar vegna fjármögnunarinnar á landsvæðinu og að þeir reikni með að þurfa að afskrifa kröfurnar að mestu leyti. Þó má vera ljóst að kröfuhafar AB Capital munu væntanlega eignast landið formlega á endanum. Hvað svo verður um þetta landsvæði á Spáni á svo eftir að koma í ljós. 14 | Fréttir 18. apríl 2011 Mánudagur Óskipulagt landsvæði Yfirlitsmyndin sýnir hvar landsvæðið er í Murcia. Landið var óskipulagt og þurftu Íslendingarnir að fá samþykkt deiliskipulag fyrir það til að geta byggt á því. Við hliðina á svæðinu er þekktur golfvöllur og stutt er á La Manga-ströndina. SpuRningaR DV tiL bjöRgÓLfS Svör Ragnhildar Sverrisdóttir, talskonu Björgólfs Thors, við spurningum DV fyrir hönd Björgólfs Thors. 1. Hver er staðan á eignarhaldi ab Capital á þessu 2 ferkílómetra landsvæði í Murcia? Hefur eitthvað nýtt gerst frá hruni? Á ab Capital svæðið ennþá eða hafa kröfuhafar félagsins – Straumur, Landsbankinn og glitnir – leyst svæðið til sín? Svar: „Björgólfur Thor kemur hvergi nærri AB Capital lengur. Hann hefur gert upp skuldbindingar sínar við lánardrottna vegna málsins. Lánardrottnar eiga og fara með forræði þess eignarhluta sem Björgólfur Thor átti áður.“ 2. Var björgólfur thor í persónulegum ábyrgðum fyrir þessum lánum til ab Capital? Svar: Já. Björgólfur Thor var í persónulegum ábyrgðum. Uppgjör vegna AB Capital var hluti af skuldauppgjöri Björgólfs Thors, sem kynnt var í júlí í fyrra. 3. Á hverju strönduðu framkvæmdirnar á svæðinu? talað var um það í fréttum Stöðvar 2 á sínum tíma að spillingarmál sem komu upp í Murcia hefðu gert það að verkum að ekki voru veitt byggingarleyfi til slíkra verkefna. Er þetta rétt? Svar: „Áreiðanleikakönnun, sem unnin var áður en gengið var frá kaupunum, sýndi að auðsótt yrði að fá byggingarleyfi. Síðar kom í ljós að forsendur þeirrar áreiðanleikakönn- unar voru rangar.“ 4.Hversu mikið vissi björgólfur thor um einstök atriði þessara viðskipta? tók hann mikinn þátt í þeim persónulega eða var hann með menn í þessu fyrir sig sem sáu um þetta fyrir hann? Svar: „Björgólfur Thor byggði á upplýsingum frá Róbert Wessman, sem kvaðst hafa reynslu af landakaupum á þessu svæði, sem og upplýsingum úr áreiðanleikakönnun.“ 5. annað um málið? Svar: „Fjárfesting AB Capital í landi á Spáni reyndist vera mikil mistök. Þegar Róbert Wessman kynnti hugmyndina fyrir Björgólfi Thor virtist vera um ágætt viðskipta- tækifæri að ræða. Forsendur reyndust hins vegar ekki standast og fjárfestingin kostaði Björgólf Thor háar fjárhæðir. Hann glataði öllu því fé sem hann lagði til fjárfestingar- innar. Hann hefur höfðað mál á hendur Róbert Wessman til reyna að endurheimta það fé sem hann lánaði Róbert vegna kaupanna.“ Kærður Guillén, sem varð aðstoðarborgarstjóri í Cartagena í Murcia-héraði, sést hér á blaðamannafundi í nóvember 2009 þar sem hann greindi frá því að hann hefði verið kærður fyrir að veita byggingarleyfi sem ekki var heimild fyrir þegar hann starfaði sem embættismaður hjá borginni. Guillén var einn þeirra sem íslensku fjárfestarnir töldu líklegt að þyrfti að múta. Málinu gegn Guillén var vísað frá dómi fyrir skömmu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.