Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 17
Neytendur | 17Mánudagur 18. apríl 2011 Búið til eigið páskaegg Það er einfalt og gaman að búa til sitt eigið súkkulaði páskaegg en á matarkarfan.is eru leiðbeiningar um hvernig farið er að því. Byrja skal á því að fylla litla blöðru af vatni og hún sett í frysti. Þegar vatnið er frosið er hún tekin út og henni dýft í ilmandi bráðið súkkulaði en það er fljótt að harðna á frosinni blöðrunni. Því næst er vatnið látið bráðna og leka í skál undir egg- inu. Þá er maður kominn með þetta fína heimagerða páskaegg og hægt er að setja persónulegan málshátt í eggið. Með þessu móti er auðvelt að stilla af stærð eggsins. Hjólað í vinnuna Heilsuátakið „Hjólað í vinnuna“ fer fram daganna 4. til 24. maí næstkomandi. Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með átakinu en aðal markmið er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Á tímabilinu eru 15 virkir dagar og getur því hver og einn þátttakandi skráð hámark 15 daga. Vinnustaðir, sem og einstaklingar, eru hvattir til að taka þátt í átakinu og nota hjólið þessa daga. Hvað má taka úr sambandi? Hver kannast ekki við snúruflækj- una sem fylgir því þegar mörg raf- tæki eru saman komin? Síðan þegar kemur að því að þegar maður ætlar að taka eitt tæki úr sambandi, er erfitt að finna hvaða snúra tilheyrir hvaða tæki. Heilsubankinn er með einfalt og gott ráð við því en nýta má þá hvítu plaststykkin sem notuð eru til að loka brauðpokunum geta komið sér vel hér. Smeygið einu, uppá hvern snúruenda við fjöltengið eða þar sem þeim er stungið í sam- band. Merkið svo á plaststykkið með tússpenna eða notið límmiða sem þið límið á. Þá er auðvelt að sjá hvað tæki á hvaða snúru og rétta tækið er tekið úr sambandi. Svona skal þrífa gasgrillið: Varist að nota sápur Gasgrillin geta verið ansi skítug eftir veturinn og því gott að þrífa þau vel áður en aðal grilltímabilið geng- ur í garð. Á heilsubankinn.is segir að gott sé að láta grindur og aðra lausa hluti liggja góða stund í heitu vatni og síðan skrúbba hlutina með bursta eða svampi. Hægt sé að setja matarolíu á burstann eða svamp- inn en það geti auðveldað verkið. Varast skuli að nota sterkar sápur en ef grillurum finnist nauðsynlegt að nota sápu ætti þá helst að nota upp- þvottalög. Mikilvægt er að hreinsa stálpíp- urnar undir brennurunum með tannstöngli eða öðru fínlegu áhaldi. Grillsteinunum ætti að skipta út reglulega en einnig er hægt að sjóða þá í vatni til að endurnýja líf- daga þeirra. Eins er gott að fara vel yfir slönguna sem tengir gaskútinn við grillið og sé hún sprungin eða skemmd á einhvern hátt skal skipta henni út. Spúla skal grillið að utan sem innan og láta svo þorna vel áður en að öllu er raðað saman aftur og passa þarf að líma yfir gasleiðslunar áður en að það er gert. Að lokum er gott ráð að bera matarolíu á grillið að innan eftir að það hefur þornað. Útigasgrillið þarf að þrífa reglu- lega eins og hvert annað heimilis- tæki. Gott er að slökkva ekki strax á grillinu eftir notkun, heldur hækka hitann og leyfa mestu fitunni að brenna af grillgrindinni. Nudda svo með vírbursta yfir grindurnar á meðan þær eru enn heitar. Svo þarf að taka það vel í gegn reglulega. Kaldi vann árið 2010 DV hefur staðið fyrir sams konar páska- bjórsmökkun síðastliðin ár en í fyrra var það páskabjórinn frá Kalda sem hafði vinn- inginn. Hann fékk 4,4 stjörnur að meðal- tali af 5 mögulegum en þremur af fjórum meðlimum dómnefndar þótti hann bestur. Þá voru 5 tegundir af páskabjór í boði en það voru Kaldi páskabjór, Ölvisholt páskabjór, Víking páskabjór, Tuborg páskabjór Kylle Kylle og Egils Páskabjór. Í dómnefnd sátu Dominique Plédel Jónsson, vínsmakkari á Gest- gjafanum, Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður og rithöfundur, Ingibjörg Egilsdóttir fyrirsæta og Sverrir Bergmann, tónlistar- og sjón- varpsmaður. Könnunin fór þannig fram að þær fimm tegundir af páskabjór, sem voru til sölu í Vínbúðum lands- ins, voru númeraðir og bornir fram, einn í einu, í glerglösum. Bestir í bjórbókinni Lilja frá Ölvisholti og Páska Bock frá Víking eru bestu bjórtegundirnar að mati aðstandenda Bjórbókarinnar. Þar segir að báðar tegundirnar séu bragðmiklar og skemmtilegar en þeir sem vija mildari bjór ættu að kaupa páskabjórinn frá Kalda eða Víking páskabjórinn. Bjórbókin er vefsíða sem er tileinkuð þessu elsta áfengi veraldar. Þar er að finna bjórrýni, fróðleik og fréttir af bjór. Síðan var stofnuð til að vega upp á móti hinni miklu athygli sem léttvín fær og þar segir jafnframt að bjór sé talinn mun merkari drykkur, hann hafi komið fram löngu áður en menn uppgötvuðu víngerð en vísbendingar séu um að menn brugguðu bjór fyrir 7.000 árum í Mesópótamíu til forna. Enn fremur sé talið að bjórinn hafi stuðlað að myndun fyrstu menningar- samfélaganna þegar menn settust að til að rækta hráefnin í bjórinn. Ef borin er saman víngerð og bjórgerð má sjá að bjórgerð er talsvert flóknari iðja. Bjór- bókarmenn segja því mun meiri fjölbreytileika í heimi bjórsins sem geri til dæmis pörun bjórs og matar mjög skemmtilega iðju. Einkunnagjöf Besti páskabjórinn A: Alba HB: Henry Birgir D: Dominique K: Kjartan S: Sólmundur A HB D K S Lilja 7 8 8 8 6 7,4 Víking páskabjór 5 5 5 5 6 7,2 Kaldi páskabjór 8 9 8 7 8 8,0 Víking páska Bock 7 7 8 7 7 7,2 Besti bjórinn A: Alba HB: Henry Birgir D: Dominique K: Kjartan S: Sólmundur Dómnefndinni fannst að skilja þyrfti á milli þess hvað var góður bjór og góður páskabjór við einkunnagjöfina. Því var ákveðið að dæma einnig besta bjórinn. Hér var það einnig Kaldi sem hafði vinn- inginn en Lilja kom fast á hæla honum. A HB D K S Lilja 9 7,5 9 8 6 7,9 Víking páskabjór 5 5 5 5 5 5,0 Kaldi páskabjór 8 9 8 7 8 8,0 Víking páska Bock 8 8 7 7 8 7,6 Kaldi er besti páskabjórinn víking páskabjór 6,7% Verð: 419 krónur Rafbrúnn. Mjúk fylling, sætuvottur, ferskur, miðlungs beiskja. Mjúkristað korn, rjómakaramella, hey. Alba: Ávaxtarík lykt með hunangi. Kolsýra mjög áberandi. Beiskur og lítill ávöxtur í munni. Stoppar stutt. Lyktin bauð upp á meira. Henry Birgir: Létt lykt og ekki of þung. Ágætis bjór en fullflatur. Fallegur litur og lyktin er góð en þetta er eins og að fá flott páskaegg með engu nammi inni í. Dominique: Mildari, sætari og léttari en númer 1 (Lilja páska- bjór). Beiskur en vantar ávöxt og krydd – ekki bragðmikill bjór. Ekki mikill matarbjór, frekar einfaldur og það vantar karakter. Kjartan: Frekar flatur, rammur, hlutlaus, karakterlaus og ekki bragðmikill. Freyðir ekki mikið. Stóð ekki undir væntingum. Sólmundur: Þessi er miklu meiri ég heldur en sá fyrsti. Kannski því hann er frekar karakterlaus. Gæti slátrað nokkrum ísköldum svona. Freyðir leiðinlega lítið. Kannski enginn afabjór en hentugur fyrir unga drykkjumenn. Einkunn 7,2 leiðsla í góðum málum. „Ég geng svo langt að segja að íslenskur bjór sé í heimsklassa,“ sagði Henry Birgir. Einnig var nefnt að það hlytu að vera meiri tækifæri fyrir íslenskan bjór í útlöndum en nýtt væru í dag. Að- spurð hvort þau söknuðu þá ekki Kylle kylle, danska páskabjórsins frá Tu- borg, sögðu þau svo ekki vera. „Kylle kylle má bara vera í Danmörku,“ sagði Dominique. Dómnefndin í ár Þau voru ánægð með ís- lenska bjórinn en Kaldi hafði vinninginn. Einbeittir smakkarar Dominique Plédel Jónsson og Sólmundur Hólm að störfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.