Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 19
Finnar gengu til kosninga í gær, sunnudag, en þegar þetta er skrifað höfðu skoðanakannanir gefið vís- bendingar um að margt kunni að breytast í finnskum stjórnmálum. Mikið hefur verið rætt um Evrópu- málin í aðdraganda kosninganna í Finnlandi, en Finnum gremst það mjög að þurfa að taka þátt í neyðar- aðgerðum Evrópusambandsins til að bjarga efnahag ríkja eins og Grikk- lands, Írlands og, nú síðast, Portú- gal. Stærstu stjórnmálaflokkar Finn- lands eru Sósíaldemókratar annars vegar og Miðjuflokkurinn hins vegar. Nú er aftur á móti líklegt að flokkur- inn Sannir Finnar muni hljóta tals- vert brautargengi, en hann þótti ekki áður líklegur til afreka. Vilja ganga úr ESB Timo Soini er formaður og stofnandi Sannra Finna en hann situr nú á Evr- ópuþinginu. Þar hefur hann skipað sér í hóp ESB-andstæðinga, sem er lítið en áberandi flokksbrot Evrópu- þingmanna. Soini er mótfallinn sam- einingarferlinu í Evrópu og vill að Finnland segi sig úr ESB. Hann áttar sig þó á því að það muni líklega ekki gerast, en hann vill í það minnsta að Finnar hætti að greiða undir aðrar þjóðir. „Veislunni er lokið. Af hverju á Finnland að borga undir aðrar þjóð- ir þegar við leyfum ekki einu sinni öðrum en Finnum að mjólka kýrnar okkar?“ Sífellt fleiri Finnar deila þess- ari skoðun með Soini, en talið er að beinn kostnaður Finna við neyðarlán ESB og AGS til Portúgal gæti numið allt að milljarði evra. Gætu breytt öllu Í síðustu þingkosningum, sem fóru fram árið 2007, fengu Sannir Finnar aðeins fjögur prósent af greiddum atkvæðum. Skoðanakannanir hafa sýnt að um 20 prósent höfðu í hyggju að kjósa Sanna Finna í gær. Ef það reynist niðurstaðan verður erfitt fyrir Sósíaldemókrata eða Miðjuflokkinn að horfa framhjá Sönnum Finnum, og verður því að teljast líklegt að þeir verði hluti af nýrri ríkisstjórn. Í Finnlandi fara allar stórar ákvarðanir ESB fyrir finnska þing- ið, þar með talin undanfarin neyð- arlán sambandsins til Grikklands og Írlands. Fari neyðarlánið til Portú- gals fyrir finnska þingið, með Sanna Finna í ríkisstjórn, er líklegt að Finn- ar muni hafna frumvarpinu. Geta þeir því notað neitunarvald sitt í ráð- herraráði ESB og þannig komið í veg fyrir að neyðarlánið verði að veru- leika. Erlent | 19Mánudagur 18. apríl 2011 Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Armenar óðir í skák Armenar ætla sér að verða næsta stórveldið í skákheiminum en for- seti landsins, Serzh Sarkisian, hefur sett af stað áætlun sem gerir skák að skyldufagi í grunnskólum lands- ins. Munu nú öll börn frá sex ára aldri þurfa að stunda skák í tvo tíma á dag, nema um helgar. Talið er að skákátakið muni kosta armenska ríkið sem samsvarar um 200 millj- ónum íslenskra króna. Sarkisian er þess fullviss að Armenar muni brátt verða stórveldi í skák, en hann er sjálfur talinn ágætis skákmaður. Sarkisian vonast einnig til þess að skáklistin hjálpi börnum við rök- hugsun, og kann hann að hafa nokk- uð til síns máls. Castro vill takmarka valdatíð Raúl Castro, yngri bróðir Fidels og forseti Kúbu, sagði í ræðu á laugar- dag að takmarka ætti valdatíma stjórnmálamanna, að enginn geti setið í sama embættinu lengur en tvö fimm ára kjörtímabil. Castro, sem er 79 ára, kom talsvert á óvart með því uppljóstra þessari skoðun en bróðir hans var sem kunnugt er einræðisherra allt frá árinu 1959 þangað til hann neyddist til að draga sig út úr stjórnmálum vegna heilsu- vandamála árið 2006. Raúl Castro sagði að Kúba hefði gert mistök í for- tíðinni en nú væri kominn tími til að læra af þeim. Kúbumenn fögnuðu á laugardag því að 50 ár eru liðin frá Svínaflóainnrásinni, þegar Banda- ríkjamenn gerðu tilraun til að koma Fidel Castro frá völdum – en án ár- angurs. „Veislunni er lokið“ n Finnar gengu til þingkosninga í gær n Einn sigurstranglegasti flokkurinn vill að Finnland segi sig úr ESB n Finnland gæti komið í veg fyrir neyðarlán ESB og AGS til Portúgal„Af hverju á Finn- land að borga undir aðrar þjóðir þegar við leyfum ekki einu sinni öðrum en Finnum að mjólka kýrnar okkar? Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Vill Finnland úr ESB Spyr hvers vegna Finnar eigi að borga undir aðrar þjóðir. Glaður Soini Hann fagnar hér fyrstu tölum í kosningunum um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.