Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 21
Umræða | 21Mánudagur 18. apríl 2011 Stefnir að mark - miðum sínum 1 Fær ekki að greiða upp gengis-tryggt lán Þórir Brynjúlfsson ætlar að stefna Íslandsbanka fyrir að tefja uppgjör á láni eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán bankanna ólögleg í fyrra. 2 Eiður: Teiknari Moggans setti nýtt met í sóðaskap Molaskrifari taldi skopmynd Moggans af Siv Frið- leifsdóttur vera sóðaskap. 3 Lögfræðingar telja grundvöll fyrir málsókn gegn Björgólfi Thor Þrír lögfræðingar telja að skil- greining Landsbankans á Björgólfi Thor Björgólfssyni sem ótengdum aðila á árunum fyrir hrun hafi farið þvert gegn lögum um fjármálafyrir- tæki. 4 „Geta ekki hreyft sig“ Þetta segir Sif Traustadóttir, dýralæknir og meðlimur í Velbú, um aðbúnað svína í svínabúum. 5 Jordan vill trúlofast „leik-félaga“ Glamúrgellan vill giftast argentínskum leikfélaga sínum. 6 Þýskur greinandi hjá Moody ś ræður framtíð Íslands og Spánar Aðstoðarritstjóri Guardian segir Kathrin Mühlbrunner ráða framtíð þjóðanna. Elva Katrín Bergþórsdóttir var á laugardagskvöldið valin Ungfrú Norðurland, en keppnin fór fram í Sjallanum á Akureyri Hver er konan? „Elva Katrín Bergþórs- dóttir, nítján ára og er í Menntaskólanum á Akureyri, á þriðja ári á félagsfræðibraut.“ Bjóstu við því að vinna keppnina? „Nei, alls ekki. Ég vonaði samt það besta. Mér finnst að maður eigi alltaf að stefna að markmiðum sínum. Ég geri það alltaf sjálf.“ Hvað er svo framundan? „Ég er að fara að keppa í Módel Fitness í næstu viku. Svo er bara spurning hvenær æfingar fyrir ungfrú Ísland hefjast. Þá fer ég suður.“ Hvað æfirðu oft í viku „Venjulegast 6 sinnum í viku. En fyrir mót þá æfi ég 11–12 sinnum í viku. Meðan ég var að æfa fyrir Ungfrú Norðurland bættust svo auðvitað gönguæfingarnar við.“ Eru gönguæfingarnar erfiðar? „Nei, alls ekki. Maður þarf náttúrulega aðeins að mýkja sig, vera ekki stífur og með rétta fólkinu er þetta ekkert mál.“ Hvernig var upplifunin af því að taka þátt í þessari keppni? „Hún var bara mjög góð, þetta var mjög góður hópur og skemmtilegar stelpur. Reyndar svo skemmtilegar að við vorum allar frekar leiðar þegar keppnin var á enda.“ Ætlar þú að fagna sigri? „Jú, ég neyðist til að gera það. Það var ákveðið að sigur- vegarinn héldi partí. Ég boða stelpurnar því til mín eftir fitness-keppnina.“ Truflar þetta námið? „Nei, það gerir það ekki. Ég hef verið að keppa í fitness líka og það er svipað álag. Ég hef gaman af þessu og því er þetta ekkert að trufla mig. Ungfrú Ísland er snemma í maí, ég næ að keppa og koma svo aftur heim til að lesa undir prófin í menntaskólanum sem eru haldin seint í maí.“ „Nei, ég ætla að vera í bænum.“ Ásdís P. Kristinsdóttir 48 ára starfsmaður á ÍNN „Já, ég ætla til Danmerkur.“ Gunnar Ingi Kristjánsson 23 ára tölvugaur á Landspítalanum „Nei, ég verð bara hér á landinu, því miður.“ Þorbergur Atli Þorbergsson 26 ára og atvinnulaus „Nei, ég verð í bænum,“ Jónas Ásgeir Ásgeirsson 17 ára nemi í MR „Nei, ég ætla ekki að ferðast.“ Hlynur Freyr Jónsson 17 ára bakari Mest lesið á dv.is Maður dagsins Ætlar þú að ferðast um páskana? Týr merktur ESB Glöggir vegfarandur við höfnina í Reykjavík hafa líklega tekið eftir því að síðustu daga hafa menn á pramma unnið að því að mála stórt og mikið merki Evrópusambandsins á Tý, varðskip Landhelgis- gæslunnar. Þær upplýsingar fengust hjá gæslunni að skipið muni á næstunni hafa það hlutverk að hafa eftirlit með fiskveiðum innan Evrópusambandsins. Mynd: Róbert Reynisson Myndin Dómstóll götunnar Þ á eru Vinstri-grænir endan- lega klofnir og kemur líklega engum á óvart, enda varla um stjórnmálaflokk að ræða held- ur miklu frekar kosningabandalag ein- staklingshyggjufólks. Sá flokkur sem helst kennir sig við einstaklingshyggju, Sjálfstæðisflokkurinn, býr hins veg- ar yfir svo ríkum flokksaga að þaðan heyrist aldrei nein rödd nema ein. En jafnvel sá flokkur virðist nú klof- inn þegar kemur að stórum málefn- um. Það sama gildir um Framsóknar- flokkinn. Það er helst Samfylkingunni sem virðist takast að hanga saman og virka sem heild. Varla er það þó vegna flokksaga, sem aldrei hefur verið að- all Samfó, heldur frekar hitt að menn virðast sammála um helstu málefni. Því virðist sem Samfylkingin sé eini flokkur landsins sem meikar eitthvert sens þessa dagana. Vinstrimenn haga sér gjarnan eins og ömbur sem stöðugt skipta sér upp í smærri og smærri eining- ar, í sósíal-demókrata og sósíalista og þaðan í kommúnista sem síðan aftur skipta sér upp í maóista, trotskíista og Albaníu-Valda. Þessi lýsing á reyndar frekar við um 8. áratuginn en daginn í dag. Þessa dagana er því nefnilega svo farið að ágreiningurinn er hug- myndafræðilegur í raun, en ekki bara persónulegur undir öðru yfirskini. Tekist er á um ESB, Icesave, virkjan- ir og fleira, og eru þær deilur ekki að- eins vinstra megin. Þetta eru í raun góðar fréttir, því stjórnmál eiga jú öðr- um þræði að snúast um hugmynda- fræði og framtíðarsýn. frekar en hvað sem það annars er sem íslensk stjórn- mál snúast um. Sameinað vinstri: Taka 2 Svo virðist sem Steingrímshluti Vinstri-grænna eigi þrátt fyrir allt mun meiri samleið með Samfylk- ingunni en með eigin órólegu deild, eins og nú virðist deginum ljósara. Þrír vinstriflokkar munu gera vinstri- mönnum lítið gagn, auk Hreyfingar- innar sem er að mestu leyti vinstra- megin þótt í stjórnarandstöðu sé. Því er líklega mál til komið að nýta þessa sundrungu til sameiningar. Slík tilraun var síðast gerð í lok 10. áratugarins, þegar ákveðið var að sameina vinstriflokkana. Jóhanna með sinn Þjóðvaka rann inn í þann flokk, en Steingrímur stóð utan. Nú er hans tími ef til vill kominn. Varanleg stjórnarandstaða Ljóst er að ríkisstjórnin mun ekki vinna fleiri kosningar óstudd, þrátt fyrir mikinn árangur í efnahagsmál- um. En nýr vinstri-miðjuflokkur ætti möguleika, auk þess að vera hug- myndafræðilega samstæðari en flest- ir flokkar eru þessa dagana. Nýr flokk- ur enn lengra til vinstri myndi veita nauðsynlegt aðhald þeim megin frá, en væri líklega dæmdur til varan- legrar stjórnarandstöðu þar sem hann gæti ekki starfað með neinum. Hreyfingarmeðlimir gætu svo runn- ið inn í annan hvorn flokkinn eftir hentisemi, en þeir hafa reynst öflug- ir þingmenn þótt þeir hafi nú engan stjórnmálaflokk á bak við sig. Hver myndi leiða hinn nýja vinstri-miðju- flokk skal ósagt látið, en ólíklegt er að Jóhanna bjóði sig aftur fram á meðan nóg púður virðist eftir í Steingrími. Ný Samfylking Hinn nýi miðju-vinstriflokkur (við getum allt eins kallað hann Sam- fylkinguna til hagræðingar) gæti hugsanlega einnig fengið til sín fleiri þingmenn, svo sem Guðmund Stein- grímsson eða Siv Friðleifsdóttur, sem virðast um margt vera á skjön við Framsóknarflokkinn. Síðast en ekki síst gæti hann hugsanlega náð eitt- hvað ofan í atkvæðapott Sjálfstæðis- flokksins. Sjálfstæðismenn munu í næstu kosningum líklega annars fá flest atkvæði eins og vanalega, en kjósendur hans hafa þó enga hug- mynd um hvað þeir eru að kjósa. Eru þeir með eða á móti ESB, eru þeir að fá nýjan Bjarna Ben eða sama gamla Davíð aftur? Nýr miðju-vinstriflokkur myndi bjóða upp á skýran valkost, og einn- ig fá flokka bæði til vinstri og hægri til að skýra afstöðu sína svo fólk viti í raun um hvað skal kjósa þegar til þess kemur. Slíkt hlýtur að vera hollt fyrir lýðræðið. Nýr stjórnmálaflokkur? Kjallari Valur Gunnarsson „Svo virðist sem Steingrímshluti Vinstri-grænna eigi þrátt fyrir allt mun meiri sam- leið með Samfylking- unni en með eigin órólegu deild, eins og nú virðist deginum ljósara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.