Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 16
16 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 18. apríl 2011 Mánudagur Innköllun á fiskifingrum Aðföng hafa ákveðið að innkalla Euro Shopper fiskifingur (e. fish fin- gers) í 900 gramma pappaöskjum en sú ákvörðun var tekin eftir að ICA í Svíþjóð staðfesti að varan inniheld- ur afurðir úr eggjum. Þetta er ekki tekið fram í innihaldslýsingu en egg og afurðir úr þeim eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Varan var í dreifingu í verslunum Bónus og 10- 11 en hefur nú verið tekin úr sölu á meðan merkingar eru endurbættar. Neytendur sem kunna að vera með vöruna undir höndum og hafa of- næmi fyrir eggjum eða eggjaafurð- um eru beðnir um að henda henni eða skila við fyrsta tækifæri til næstu verslunar Bónus eða 10-11 gegn fullri endurgreiðslu. Húsaleigumálum fjölgar Fyrirspurnum til Neytendasamtakanna vegna húsa- leigumála hefur fjölgað en það sem af er árinu hafa samtökin borist um 200 fyrirspurnir og erindi vegna þessa. Á heimasíðu samtakanna segir að svari til um 800 erinda á ári en til samanburðar er nefnt að erindi vegna húsaleigumála voru 414 árið 2010 en árið 2009 voru erindi af þessum toga aðeins 218. Fyrirspurninar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar en talsvert er um að spurt sé um hvað beri að varast við samningsgerð, hvernig ástand leiguhúsnæðis skuli vera, hvenær samningur renni út, hvernig viðhaldi og skiptingu kostnaðar skuli háttað, hvernig riftun fari fram, hvernig uppgjöri tryggingarfjár skuli hagað. Þar segir einnig að ljóst sé að þörf leigjenda fyrir aðstoð og ráðgjöf af þessum toga sé afar rík en engin leigjendasamtök eru starfandi. E ld sn ey ti Verð á lítra 238,4 kr. Verð á lítra 242,3 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 238,1 kr. Verð á lítra 242,1 kr. Verð á lítra 239,8 kr. Verð á lítra 242,3 kr. Verð á lítra 238,0 kr. Verð á lítra 242,0 kr. Verð á lítra 238,1 kr. Verð á lítra 242,1 kr. Verð á lítra 238,4 kr. Verð á lítra 242,3 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Höfuðb. svæðið Melabraut Algengt verð Frábær þjónusta n Lofið að þessu sinni fær Elko en ánægður viðskiptavinur segist hafa fengið þar frábæra þjónustu í síð- ustu viku. „Ég sendi til þeirra tæki sem hafði brotnað vegna galla. Þeir brugðust skjótt við og bættu mér tækið með sambærilegri vöru sem var þó talsvert dýr- ari en það sem ég hafði sent til þeirra. Ég þurfti ekkert að borga á milli og fékk það sent heim að dyr- um. Frábær þjónusta í alla staði.“ Verri þjónusta n Lastið fær nýja World Class stöðin í Kringlunni. „Mér fannst mjög gott að fara þangað þar sem þar var lítið af fólki til að byrja með en nú eru greini- lega fleiri búnir að uppgötva stöðina. Mér finnst aukin aðsókn bitna fljótt á aðstöðunni og þrifum. Eins er þar hringstigi sem fara þarf niður í bún- ingsklefa. Hann er mjög brattur og þröngur og varla hægt að mæta manni þar. Þetta er slæm hönnun og sér- staklega fyrir eldra fólk,“ segir óánægður við- skiptavinur. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Kaldi páskabjór fékk hæstu ein- kunn dómnefndar í árlegri páska- bjórsmökkun DV, annað árið í röð. Að þessu sinni voru fjórar tegundir af páskabjór smakkaðar en einungis þessar fjórar tegundir eru í boði í Vín- búðum ÁTVR í ár. Allar tegundinar eru íslenskar; Kaldi páskabjór, Lilja páskabjór, Víking páskabjór og Vík- ing páska Bock. Einkunnagjöfin var frá einum upp í tíu og fékk Kaldi 8,2 í einkunn en Lilja og Víking páska Bock voru saman í öðru sæti með 7,2. Lilja var valin sem fallegasta flaskan. Kostir og gallar ræddir Dómnefndina skipuðu Dominique Plédel Jónsson, vínsmakkari á Gest- gjafanum, Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður og rithöfundur, Kjartan Ólafsson, lausapenni og veit- ingahúsarýnir hjá Gestgjafanum, Alba E.H. Hough, yfirvínþjónn á Hil- ton Reykjavík Nordica, og Sólmundur Hólm Sólmundsson, skemmtikraftur og rithöfundur. DV fékk góðfúslegt leyfi til að halda könnunina á Rauða ljóninu á Eiðistorgi líkt og síðustu árin. Könnunin fór fram með þeim hætti að borinn var fram einn bjór í einu og vissi dómnefnd ekki hvaða bjór var borinn fram í hvert skipti. Hún gaf einkunn- ir og ræddi svo um kosti og galla hverrar tegundar fyrir sig. Má ekki vera hefðbundinn Áður en smökkunin fór fram spurði blaðamaður hvað þeim fyndist ein- kenna góðan páskabjór og sögðu þau að hann þyrfti að vera lifandi og vorlegur. Hann þyrfti að skera sig frá öðrum bjór og mega því ekki vera hefðbundinn. Einnig sögðu þau að liturinn skipti máli og helst ætti hann að vera út í gult, ef það væri mögulegt. Þau sögðu að það væri viss stemning yfir páskabjórn- um þótt hann næði ekki enn alveg á sama stað og jólabjórinn. „Út frá veitingastöðunum þá er hann jafn vinsæll og jólabjórinn. Það sést á sölunni því hann fór ótrúlega hratt,“ sagði Alba. Góður bjór Dómnefndin var sammála um að ís- lensk framleiðsla á bjór væri til fyr- irmyndar. „Það er stemning fyrir íslenskum bjór í dag og íslenskir fram- leiðendur standa sig vel eftir hið svo- kallaða hrun,“ sagði Kjartan og bætti við að ánægjulegt væri að sjá hve mikill metnaður er lagður í fram- leiðsluna. Þótt bjórtegundirnar væru ekki allar páskalegar væri þetta góður bjór. Þau sögðu að á heildina litið væri íslensk fram- n DV stóð fyrir sinni árlegu páskabjórsmökkun í síðustu viku - Kaldi var valinn besti bjórinn n Einungis íslenskar tegundir í boði þetta árið n Dómnefnd segir að páskabjór megi ekki vera hefðbundinn n Dómarar sammála um að mikill metnaður sé í íslenskri bjórframleiðslu Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Kaldi er besti páskabjórinn LiLja páskabjór 5,7% Verð: 367 krónur. Rafrauður, skýjaður. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Karamella, malt, þurrkaðir ávextir, blóm. Alba: Þefur af karamellu, hunangi og ristuðum baunum. Bragð: svolítið beiskur, karamella, ristaðar kaffibaunir, þéttur humall. Stórkostleg vara en ekki endilega páskaleg. Henry Birgir: Fallegur litur, góð lykt. Matarbjór. Sælkerabjór. Hátíðarstemning. Ég mundi drekka hann um páska. Dominique: Dökkt öl, ilmmik- ið, sætt, kryddað (kóríander), beiskja, mjög góður, ákveðinn stíll en það er spurning hvort þetta sé páskabjór. Er góður en ekki sérlega páskalegur. Besti bjórinn. Gæti gengið með roastbeef. Kjartan: Kryddaður. Ekki páskalegur en góður bjór. Frekar beiskur í bragði. Mikill karakter og lyktin er góð. Sólmundur: Campari-angan með „dash“ af vori og hækk- andi sól. Bragðmikill og kröft- ugur. Eiginlega of kröftugur fyrir „mainstream“ bjórdrykkju- mann eins og mig. Flottur litur. páska kaLdi 5,2% Verð: 355 krónur Rafbrúnn. Meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Létt malt, karamella, léttkryddaðir humlar. Alba: Rauðbrúnn. Hunang, bló- ðappelsínur og apríkósur. Mjúkt niður, karamellu- og hnetutónar, blóm og perur. Matarbjór – fallegir humaltónar. Malt og kirsuber. Ofboðslega fallega unnin vara. Henry Birgir: Sæt lykt, létt. Skemmtilegur litur. Sterkt og mikið humlabragð. Besti páskabjórinn. Skemmtilega vínrauður og sætur. Það mætti borða páskaungann með þessum. Dominique: „Lokaðri á nefi“, aðeins sæta, minni beiskja, karamella. Elegant, fíngerður, bragðgóður en engar ýkjur. Góður, maltaður, humlar líka. Páska- legastur af þeim. Kjartan: Rauðleitur – fallegur litur. Sætur í bragði. Páskalegur í alla staði – fínt bragð. Sólmundur: Þessi er aðeins meiri bjór en sá á undan (Víking páskabjór). Fallegur á litinn. Gæti keypt mér kippu af þessum og fundist ég nokkuð merkilegur. Fínn með páskaegginu. Sá eini sem er bruggaður út frá páska- hugmyndafræði, virðist vera. víking páska bock 4,8% Verð: 329 krónur. Rafbrúnn. Meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungsbeiskja. Ristað malt, létt krydd, grösugir tónar. Alba: Brúnrauður, afgerandi malt og rúgbrauð, ristaðar hnetur. Beiskur, þéttur og mjúkur niður. Brennd karamella og ristaðar kakóbaunir. Vandaður, þéttur bjór en ekki páskatengdur. Henry Birgir: Dökkur, þungur og vandaður. Góður matarbjór. Mikið maltbragð. Frábær með steik en ekki með páskaeggjum. Njóta yfir Temptation of Christ. Dominique: „Red ale“, dekkri – malt, léttir humlar, sæta – beiskja er mild, mikill karakter, aðeins reyktur. Jafnvægi. Hann lifir lengi – stóri bróðir þess númer 3 (Kaldi páskabjór). Kjartan: Frekar dökkur á lit. Maltkenndur. Öðruvísi en hinir. Jafnvægi í bragði. Smá beiskja en sætur líka – allt sem þú þarft. Sólmundur: Þessi er maltaður samkvæmt mínum fræðum. Mér finnst hann góður vegna maltkeimsins. Malt og rúgbrauð – góð blanda. Ríkt og gott eftir- bragð. Ekki páskalegur en góður. Gerólíkur hinum. Einkunn 8,0 Einkunn 7,2 Einkunn 7,4 „Ég geng svo langt að segja að íslenskur bjór sé í heimsklassa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.