Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 29
ÞStrandhúsið sem pe rsónurnar Kelly Taylor og Donna Martin í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 bjuggu í er nú til sölu. Þeir sem hafa áhuga á að eignast húsið – sem Donna Martin missti meydóminn í – þurfa þó að geta reitt fram einn milljarð króna, eða 9 milljónir dala, til að láta draum- inn rætast. Húsið er staðsett á Hermosa Beach í Kaliforníu í Banda- ríkjunum en það hefur verið auglýst hjá fasteignasölum sem „90210-húsið“ þrátt fyrir að húsið sé í raun rúmlega 30 kíló- metra frá hinu eiginlega Beverly Hills-póstnúmeri. Fyrir áhuga- sama er gott að vita að húsið er 270 fermetrar, í því eru sex svefnherbergi og þrennar svalir. 90210 til sölu Fólk | 29Mánudagur 18. apríl 2011 L eikkonan Jodie Sweetin, sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Full House, hefur háð áralanga baráttu við áfengis- og vímuefnafíkn en hefur náð nokkuð góðum bata að undan- förnu og segist sjálf vilja horfa fram á veginn og eyða tíma með dætr- um sínum tveimur, Zoie, 3 ára, og Beatriz, 8 mánaða, svo að þær kynn- ist henni sem manneskjunni sem hún er í dag. „Vandamálin tilheyra fortíðinni,“ sagði Sweetin í samtali við bandaríska tíma- ritið People á afmælisdag dóttur sinnar í síðustu viku. „Vonandi þurfa börnin mín aldrei að kynnast þessari hlið á mér. Ég vildi að ég hefði ekki þurft þess sjálf en þannig er það bara.“ Sweetin segist ekki ætla að setjast niður með krökkunum sínum á einhverjum tímapunkti og segja þeim hvað móðir þeirra hafi gert í fortíðinni en hún segist þó ekki ætla að leyna þau því ef þau vilja sjálf fá að vita eitthvað. „Ég hef verið frekar opinská varðandi vandamálin mín þannig að ef þau spyrja mig einhvers verð ég það líka við þau eins og aðra,“ segir hún. „Ég held að það sé engin ástæða til að reyna að fela þetta. Ég skammast mín ekki.“ Aðspurð hverju hún vilji þakka þann bata sem hún hefur náð að undanförnu segist hún hafi lært að kunna að meta lífið. „Líf mitt er svo gott og ég ætla ekki að missa af neinu,“ útskýrði hún. „Ég held að það sé ekkert betra en líf mitt eins og það er núna.“ Undanfarið hefur hún reynt fyrir sér í áheyrnarprufum en hún segist tilbúin að fara aftur að leika. Jodie Sweetin „Vonandi þurfa börnin mín aldrei að kynnast þessari hlið á mér,“ sagði Sweetin. „Ég er svo stolt af henni“ Jodie Sweetin úr Full House: Demi Lovato ánægð með Catherine Zeta-Jones: É g þekki Catherine Zeta-Jones ekki persónu- lega en þvílík hetja sem hún er að stíga svona fram,“ skrifaði Disney-leikkonan Demi Lo- vato á Twitter-síðuna sína í síðustu viku. Zeta- Jones sagði frá því á miðvikudag að hún væri með geð- hvarfasýki. „Þetta er svo erfitt… Ég er svo stolt af henni,“ sagði Lovato sem nýlega opnaði sig í viðtali við tímaritið Seventeen um átröskunarsjúkdóm sinn en hún var lögð inn á meðferðarheimili eftir að hafa fengið taugaáfall aðeins 17 ára. „Ég var virkilega illa stödd,“ sagði Lovato í viðtali við blaðið. „Foreldrar mínir og umboðsmaðurinn minn tóku mig á tal og sögðu við mig að ég þyrfti að leita mér hjálp- ar. Þetta var inngrip. Ég vildi frelsi frá öllum átökunum innra með mér. Ég vildi byrja lífið upp á nýtt.“ Styður Zetu-Jones „Þetta er svo erfitt…“ sagði Lovato á Twitter-síðu sinni um leikkonuna Zetu-Jones. MynD Jeff KravitZ / fiLMMagiC Berst við geðhvarfasýki Catherine Zeta-Jones greindi frá því í síðustu viku að hún væri með geð- hvarfasýki. MynD faMe PiCtureS Strandhúsið fræga Margir muna eflaust eftir húsinu sem persónurnar Kelly Taylor og Donna Martin bjuggu í. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Verkstæði - Varahlutir - Smurþjónusta - Metan ísetningar Vandamálin tilheyra fortíðinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.