Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 18. apríl 2011 Mánudagur Rúnar Árnasson, bóndi í Breiðafirðinum, bjargaði mannslífi með skyndihjálp: Hljóp strax til og hnoðaði „Ég sá bara manninn skyndilega hníga niður,“ segir Rúnar Árnason, bóndi í Neðritungu, sem með snar- ræði tókst að bjarga lífi karlmanns sem fékk hjartastopp í Brjánslæk á fimmtudag. Rúnar var staddur í miðasölunni í Brjánslæk, þar sem Breiðafjarðarferjan Baldur leggst við bryggju, um sexleytið þegar hann sá manninn hníga niður. „Ég stóð rétt hjá honum og hljóp að sjálfsögðu strax til og byrjaði að hnoða,“ segir Rúnar en maðurinn sem er á sextugs- aldri var hættur að anda. Eftir að hafa hnoðað hann í einhvern tíma, rankaði maðurinn við sér og byrjaði að anda af sjálfsdáðum. „Hann bara náði sér og fór að anda. Það var kallað í lækni og læknirinn var ekki kominn þegar ég fór af stað yfir Breiðafjörð. En mað- urinn var staðinn upp og farinn að ná sér.“ Læknirinn sem kom á staðinn kallaði á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti manninn á Landspítalann til frekari rannsókna. Rúnar segir tilfinninguna hafa verið góða þegar maðurinn komst til meðvitundar, en vill annars ekki gera mikið úr afreki sínu. Hann seg- ist ekki áður hafa þurft að beita skyndihjálpar kunnáttu sinni. hanna@dv.is Sigurður Örn Leósson, sem var einn helsti forsvarsmaður Finanzas Forex hér á landi sem margir Íslendingar lögðu stórfé í, fékk samþykkta beiðni sína um greiðsluaðlögun hjá um- boðsmanni skuldara þann 1. apríl síð- astliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirt- ingablaðinu. Ekki liggur ljóst fyrir á hvaða forsendum sú beiðni var sam- þykkt. Hefur umboðsmaður skuldara skipað umsjónarmann með greiðslu- aðlögun Sigurðar Arnar. Geta þeir sem telja sig eiga kröfur á hendur honum lýst þeim fyrir 13. maí næst- komandi. Það kemur því ekki í ljós fyrr en þá hvort einhverjir þeirra um þúsund Íslendinga sem lögðu pen- inga í Finanzas Forex leggi fram kröf- ur á hendur Sigurði Erni. Eftir 13. maí verður farið yfir kröf- urnar og gæti þetta ferli tekið nokkra mánuði. Á meðan á greiðsluaðlög- unarferli stendur er lánardrottnum óheimilt að ganga að Sigurði Erni vegna krafna sinna eða að gjaldfella skuldir á hendur honum. Er þetta í samræmi við lög um greiðsluaðlögun. Fjármálaeftirlitið varaði í þrígang við Finanzas DV hefur líkt og aðrir fjölmiðlar á Ís- landi fjallað nokkuð um málefni Fin- anzas Forex. Forex var alþjóðlegt fyrirtæki og var Sigurður Örn í farar- broddi þess hér á landi. Fyrirtækið náði að sannfæra um þúsund Íslend- inga fram til ársins 2008 um að leggja samanlagt um einn milljarð króna inn í fyrirtækið í von um skjótfenginn risagróða. Fjölmargir hafa ekki fengið peninga sína til baka en Sigurður full- yrti reyndar sjálfur við DV að allir sem lögðu peninga inn í fyrirtækið hér á landi muni fá endurgreitt. Finanzas Forex hefur verið sakað um að vera svikamylla og Fjármálaeftirlitið hefur í þrígang varað við félaginu. Hótaði DV málsókn Sigurður Örn var síðast í fréttum í október í fyrra. Þá sagði DV frá því að hann væri búinn að hefja rekstur á fyr- irtækinu Havila Limited, sem býður fólki skjótfenginn gróða með óhefð- bundnum fjárfestingum. Hótaði hann DV málsókn vegna skrifa blaðsins um félög tengd honum. Havila hélt úti tveimur vefsíðum havila-ltd.com og nordicfunds.com en ekki virðist leng- ur hægt að komast inn á fyrri vefsíð- una. Á vefsíðu nordicfunds.com er fólki boðið að taka þátt í óhefðbundn- um fjárfestingum og lofað allt upp í fimm prósenta gróða á viku. Boðar risagróða Finanzas Forex var skráð í Panama. Havila Limited býður fólki að stofna reikninga og fá margvíslega aflands- bankaþjónustu í Panama gegn 1.300 þúsund króna þóknun. Þeir reikn- ingar eru stofnaðir til þess að „fela hver er raunverulegur eigandi pen- inganna“, eins og segir á vef fyrir- tækisins. „Þessi reikningur er mjög gagnlegur ef þú vilt fjárfesta á Filipps- eyjum í gegnum lán til filippseysku góðgerðastofnunarinnar þinnar,“ segir á vefnum. Þá segir að fyrirtæki Sigurðar sé fulltrúi kaupanda á fil- ippseyskum gjaldmiðli og óútskorn- um dollaraseðlum. Þá segist hann vera fulltrúi samtaka og alþjóðlegs banka sem kaupi gull. Líklegt má telja að fréttir um greiðsluaðlögun Sigurðar Arnar séu síst til þess fallnar að auka trú fólks á starfsemi Havila. Þess skal auk þess getið að Sigurður Örn var á lista Lýðræðishreyfingar- innar sem bauð sig fram í alþingis- kosningunum árið 2009. Hlaut flokk- urinn, sem Ástþór Magnússon hefur verið í forsvari fyrir, 0,6 prósent at- kvæða. n Sigurður Örn Leósson bauð Íslendingum ofsagróða n FME varaði ítrekað við Finanzas Forex n Um þúsund Íslendingar létu blekkjast Meintur svindlari í greiðsluaðlögun „Finanzas Forex hefur verið sakað um að vera svikamylla og Fjármálaeftirlitið hefur í þrígang varað við félaginu. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Fluttur með þyrlu Þyrla Land- helgisgæslunnar flutti manninn á Landspítalann til frekari rannsókna. Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 29.750 kr. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Dæmdur til að greiða 14 milljónir Þann 15. apríl dæmdi Héraðsdómur Reykja- ness Sigurð Örn og Kristján Ingólfsson til þess að greiða Friðriki Þorbergssyni málara- meistara 14,1 milljón króna. Í dómsúrskurði héraðsdóms kemur fram að tvær fasteignir Kristjáns hafi verið kyrr- settar en engar eigur frá Sigurði Erni. Ekki er vitað hvort sú ákvörðun byggist á því að Sigurður Örn hafði fengið samþykkta greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara tveimur vikum áður eða hvort ekki finnist eignir hjá honum til þess að kyrrsetja. Málsatvik voru þau að í lok ágúst árið 2009 tóku þeir Sigurður Örn og Kristján við tíu milljónum króna frá Friðriki og lofuðu honum tíu prósenta ávöxtun á mánuði og tryggðan höfuðstól. Þrátt fyrir að hafa þegar greitt honum til baka 7,7 milljónir króna dæmdi héraðsdómur þá til þess að greiða Friðriki 14,1 milljón króna. Byggðist það meðal annars á því að þeir höfðu lofað Friðriki tíu prósenta ávöxtun á mánuði. Heppinn Siglfirðingur „Ég vona að þetta hafi farið á góðan stað,“ sagði Guðný Sölva- dóttir, rekstrarstjóri Olís-stöðvar- innar á Siglu- firði, en þar var miðinn keyptur sem færði heppn- um lottóspil- ara 61,3 millj- ónir króna á laugardags- kvöld. Aðeins einn var með allar tölur réttar í lottói helgarinnar en Guðný segist ekki vita hver sá heppni er. „Við búum nú fleiri en tvö eða þrjú hér á Siglufirði,“ segir Guðný aðspurð hvort hún hafi heyrt af því hver hafi verið sá heppni, og ómögulegt að vita hvort það hafi verið Siglfirðingur sem keypti miðann eða aðkomumaður. Brutust inn í þvottahús Brotist var inn í þvottahús í íbúð í Ljósheimum í Reykjavík á laugar- dagsmorgun. Þegar lögreglu bar að garði var þar par í annarlegu ástandi. Parið var handtekið og vistað í fanga- geymslu lögreglunnar. Skötuhjúin voru grunuð um að hafa brotist inn en ekki reyndist unnt að taka af þeim skrýrslu, sökum þess að þau voru undir áhrifum. Þau eru nú laus úr haldi lögreglu og telst málið upp- lýst. Þá var brotist inn í rakarastofu á Suðurlandsbraut aðfaranótt laugar- dags og skiptimynt og rakspíra stolið þaðan. Þá var jeppa stolið úr bílskúr í Garðabæ sömu nótt ásamt öðrum verðmætum. Skrýtið ef láns- hæfismat lækkar Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra segir að erfitt sé fyrir er- lend lánshæfismatsfyrirtæki að éta ofan í sig yfirlýsingar um að lækka þurfi lánshæfi íslenska ríkisins. Steingrímur var um helgina staddur á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í Bandaríkjunum. „Það væri mjög skrýtið ef að Ísland verður fellt í lánshæfismati,“ sagði Steingrím- ur í samtali við Ríkisútvarpið en hann sagði að horfur á Íslandi væru betri en spáð var og að hér á landi væri meiri hagvöxtur en menn bjuggust við. „Við óttumst pínulítið að þau horfi í baksýnisspegilinn,“ sagði Steingrímur um lánshæfismatsfyrirtækin. Hann átti fund með fulltrúum Standard og Poor´s og Moody´s um helgina. Dæmdur Sigurður var á föstudaginn dæmdur til að greiða manni 14,1 milljón króna, sem hann hafði lofað 10 prósent ávxötun á á fé sitt á mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.