Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 26
Fyrir helgi hófst herferðin Smokk- ur á Facebook og víðar. Herferðin er kynningarátak forvarnafélags lækna- nema, Ástráðs, en markmiðið er að vekja athygli á smokknum sem er ein besta vörnin gegn kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum. Fjöldinn allur af frægum Íslend- ingum leggur málstaðnum lið með því að sitja fyrir en átakið sækir innblást- urinn til gömlu smokkaauglýsinganna sem voru vinsælar á níunda áratugn- um. Þá var það sama upp á teningn- um og þjóðþekktir einstaklingar sátu fyrir og slagorð eins og Ekki deyja úr fáfræði urðu til. Þá var það landlækn- isembættið sem stóð fyrir herferðinni. Um 100 einstaklingar taka þátt í átakinu að þessu sinni og má þar nefna Hemma Gunn, Jóa Fel, Jón Gnarr, Friðrik Dór, Dag B. Eggertsson, Gísla Örn Garðarsson og ótal fleiri. Hægt er að sjá allar myndirnar inni á Facebook-síðu átaksins sem heitir Smokkur. 26 | Fólk 18. apríl 2011 Mánudagur Borgarstjórinn með smokk í nefinu Jón Gnarr Á eina frumlegustu myndina. Friðrik Dór Er hræddur og hissa. Gísli Örn Minnir helst á persónuna sem hann lék í Brimi. Augljóst en skemmtilegt Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari. Klassískur smokkahattur Saga Garðarsdóttir grínisti. innrétting kristjáns til sölu Tenórinn Kristján Jóhannsson hefur sett eldhúsinnréttinguna sína á sölu hjá Umboðssölunni. Kristján flutti inn- réttinguna sjálfur inn frá Ítalíu þar sem hann bjó til margra ára. Samkvæmt vefsíðunni Menn er innréttingin verðlögð á bilinu 700 til 800 þúsund krónur og er líklega um að ræða innréttingu sem var í villu söngvarans við Gardavatn sem er stærsta vatn og óumdeilanlega eitt fallegasta svæði Ítalíu. Þjóðþekktir kynna smokkinn: Þ etta var algjör gleði,“ seg- ir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson sem fagnaði sextugsafmæli sínu eftir af- mælistónleika í Háskólabíói á laugardagskvöldið. Björgvin söng á tveimur tónleikum á laugardaginn eftir þá síðari var móttaka í andyri Háskólabíós þar sem kveðjum, koss- um og gjöfum rigndi yfir Björgvin. Að sjálfsögðu var fullt á báðum tón- leikunum á laugardaginn og einnig á aukatónleikana á sunnudaginn og komust færri að en vildu. „Þarna var mikið af góðum gest- um, bæði gömlum vinum og sam- starfsfélögum,“ segir Björgvin sem var myndaður ásamt sonardóttur sinni, Þórunni Leu, en hún er dóttir Sigurðar Þórs, elsta sonar Björgvins. „Hún skemmti sér mjög vel. Þórunn er sjálf byrjuð að leika og syngja og er virkilega efnileg. Siggi sonur minn var þarna líka og konan hans, svo var Krummi auðvitað mættur en Svala er í Los Angeles. Þetta var alveg virki- lega gaman,“ segir Björgvin sem fékk meðal annars flugubox í afmælisgjöf frá vini sínum Óttari Felix Haukssyni. „Ég fékk mikið af veiðigræjum enda er ég alveg forfallinn stang- veiðimaður. Við Óttar veiðum mik- ið saman og erum í veiðiklúbbi. Ég reyni að fara svona þrjá til fjóra túra á ári,“ segir Björgvin en hvað fékk hann fleira fallegt? „Ég sit nú með eina gjöfina í fanginu núna. Útgefandinn minn, Sena, gaf mér 60 ára módel- ið af Fender Telecaster sem er gítar sem kom út einmitt árið 1951. Það er búið að smíða afmælisútgáfuna. Svo fékk ég annan dobro-gítar frá hljóm- sveitinni. Aðalgjöfin var samt auð- vitað að vera heill heilsu og fá alla vinina í heimsókn. Það skiptir lang- mestu máli,“ segir Björgvin, en þurfti ekki flutningabíl til að koma gjöfun- um heim? „Við komum nú öllu fyrir í Volvo-num,“ svarar hann og hlær. Björgvin er fyrir löngu orðinn einn ástsælasti söngvari þjóðarinn- ar enda ekki margir sem fylla Laug- ardalshöll margsinnis um hver jól og svo Háskólabíó þrisvar sinnum sömu helgina nokkrum mánuðum síðar. „Ég er lukkunar pamfíll,“ segir Björgvin um velgengni sína. „Það er samt fólkinu sem ég hef unnið með í gegnum tíðina sem ber að þakka. Það er alveg frábært fólk sem ég hef fengið tækifæri til að starfa með og það eru ekkert nema forrréttindi,“ segir Björgvin, en hvað nú? „Núna er ég búinn að vera svo- lítið plássfrekur. Því ætla ég að draga mig aðeins inn í híðið og fara í stúd- íó. Ég kem svo með einhverja útgáfu seinna í sumar eða um jólin,“ segir hinn sextugi Björgvin Halldórsson. tomas@dv.is „Ég er lukkunnar pamfíll“ n Björgvin Halldórsson fagnaði sextugs afmælinu með fjölskyldu og vinum í Háskólabíói n Fékk mikið af veiðigræjum í afmælisgjöf Bó sextuGur: Glæsilegur afi Björgvin ásamt sonardóttur sinni, Þórunni Leu. Flottur Björgvin var flottur í tauinu að vanda. MynDir BJÖrn BlÖnDAl Forfallinn stangveiðimaður Óttar Felix Hauksson gaf Björgvini þetta myndarlega flugubox. Einar Bárðar þyngsti mótherjinn Nýjasti þáttur karlaklefans í sjónvarpi mbl.is þar sem handknattleikshetjan Logi Geirsson reynir að rífa aukakílóin af Einari Bárðarsyni verður frumsýndur í dag, mánudag. Í þætti dagsins fer Einar í hringinn gegn bardagaíþrótta- kappanum Árna „úr járni“ Ísakssyni. Á Facebook-síðu sinni í gær sagðist Einar vera með glóðarauga og tvær lausar tennur sem kom Árna á óvart þegar DV hafði samband við hann. „Þetta var nú bara mjög léttur bardagi og mest leikið. Ég fór ekkert illa með hann. Ég er vanur bardagamaður og hann aldrei æft þannig það var erfitt fyrir hann að hitta mig. Einar virkar samt mjög sterkur,“ segir Árni, en var Einar þyngsti mótherji sem hann hefur mætt? „Já, ég held það nú,“ segir Árni og hlær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.