Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 2
Outlaws-meðlimurinn og forsprakki Black Pistons á Íslandi Jón Trausti Lúthersson var staddur hér á landi um helgina þegar íslenski mótor- hjólaklúbburinn Berserkir í Hafnar- firði var tekinn formlega inn í áhang- endasamtök Black Pistons. Klúbbinn er að finna víðsvegar um heiminn en hann er talinn einn af hættulegustu klúbbunum í undirheimum Íslands ef marka má skýrslu lögreglunn- ar sem DV gerði grein fyrir í byrjun mars. Black Pistons hefur sambæri- lega stöðu og MC Iceland, áður Fáfn- ir, hafði áður en þeir fengu nýverið formlega inngöngu í alþjóðlegu sam- tökin Hells Angels. Með Jóni Trausta í för var leiðtogi Black Pistons í Noregi. Helstu óvinir Hells Angels Black Pistons eru stuðningssam- tök Outlaws-samtakanna, eða The McCook Outlaws Motorcycle Club, sem stofnuð voru í Bandaríkjunum, nærri Chicago, árið 1935. Vélhjóla- klúbburinn hefur fært verulega út kví- arnar undanfarin ár og áratugi og er með starfsemi víða um heim, meðal annars í Asíu og víða um Evrópu. Lögreglan óttast, samkvæmt gögn- um sem DV birti í byrjun mars, að inn- an hópsins sé að finna einstaklinga sem hiki ekki við að beita lögreglu of- beldi ef þörf krefur. Lögreglu kunni beinlínis að standa ógn af hópnum, sem og raunar öðrum glæpahópum. Um 10 meðlimir séu í Black Pistons sem gagngert hafi verið stofnuð til höfuðs Hells Angels MC Iceland. Það mun þó líklega hafa fjölgað mikið í hópi Black Pistons hér á landi með inngöngu mótorhjólaklúbbsins Ber- serkja um helgina. Jón Trausti vildi í samtali við DV ekki gefa upp hversu margir meðlimir væru í samtökunum. Slá síðasta höggið „Okkar regla er sú að við sláum aldrei fyrsta höggið,“ sagði Rík- harð Júlíus Ríkharðsson, foringi MC Black Pistons á Íslandi, í samtali við DV fyrir skömmu. „En við sláum pottþétt það síðasta.“ Hann fór held- ur ekki í launkofa með það að grip- ið yrði til ofbeldis ef þörf þætti á. „Er nokkuð hægt að mótmæla því? Ef það er ráðist á okkur, þá svörum við fyrir okkur,“ sagði hann. Outlaws er vinasamtök mótor- hjólasamtakanna Banditos sem hafa löngum staðið í blóðugum átökum við meðlimi Hells Ang- els á götum skandínavískra borga. Saman tilheyra þessi tvö samtök neti mótorhjólaklúbba sem kalla sig „Eitt prósentið“ eða „1%-er“ á ensku. Nafnið er rakið til yfirlýsing- ar Landssamtaka bandarískra mót- orhjólasamtaka, eða American Mot- orcyclist Association, þess efnis að 99 prósent mótorhjólamanna séu löghlýðnir borgarar. Eru samtökin því beinlínis að segja að meðlimir þeirra séu ekki löghlýðnir borgarar. Jón stóri og Black Pistons DV birti um miðjan síðasta mán- uð myndir af Ríkharð Júlíusi í sam- kvæmi með Jóni Hilmar Hallgríms- syni, eða Jóni stóra eins og hann kallar sig, og Ásgeiri Þór Davíðs- syni, sem oftast er kenndur við karlaklúbbinn Goldfinger. Ríkharð er tengdasonur þess síðarnefnda. Jón stóri er leiðtogi í samtökunum Semper Fi, stytting á Semper Fidel- is sem stendur fyrir „ávallt trúr“, en samkvæmt skýrslu lögreglunnar er hópurinn tilraun íslenskra brota- manna til að standa saman gegn gengi erlendra glæpamanna. Sam- kvæmt skýrslunni er hópurinn vel skipulagður og hefur burði til að framleiða og flytja út sterk fíkniefni. Af veru þeirra tveggja í sama gleðskap má ráða að gott sé á milli Semper Fi og Black Pistons og gæti það þýtt að fyrrnefndu samtökin myndu styðja Outlaws-áhangend- urna ef til átaka kæmi á milli þeirra og Hells Angels. Ef til slíkra átaka kæmi óttast lögreglan um bæði ör- yggi sitt og almennra borgara. 2 | Fréttir 18. apríl 2011 Mánudagur Fjölgar hratt í Black Pistons n Hafnfirski mótorhjólaklúbburinn Berserkir gengnir til liðs við Black Pistons n Tvenn alþjóðleg glæpasamtök skjóta rótum hér á landi á stuttum tíma n Lögreglan óttast að til átaka kunni að koma á milli samtakanna DV sagði frá því 9. mars að lögreglu- yfirvöld og almenningur í Hauga- sundi í Noregi væru uggandi yfir útibúi Outlaws í bænum. Jón Trausti Lúthersson er leiðtogi Outlaws í Haugasundi. Líkt og hér á landi hef- ur Hells Angels skotið rótum í bæn- um auk Outlaws, en á Íslandi hafa verið stofnuð áhangendasamtök Outlaws, Black Pistons. Staðan í þessum tiltölulega litla 30 þúsund manna bæ í Noregi er því sú sama og á Íslandi – tvenn alræmd mótorhjólasamtök, sem tengd hafa verið skipulagðri glæpastarfsemi í gegnum tíðina, hafa skotið rótum í samfélaginu. Lögreglan þar, og ekki síður íbúar, hefur skiljanlega áhyggj- ur. Magnus Karlsson, talsmaður Outlaws, segir í samtali við blaðið Haugesund Avis að þótt þessir menn séu í mótorhjólaklúbbi þýði það ekki að þeir séu glæpamenn. Líkt og íslensk lögregluyfirvöld óttast norskir starfsbræður þeirra að til átaka eða einhvers konar upp- gjörs komi á milli samtakanna sem gæti birst í blóðugum átökum á göt- um borgarinnar. Kim Kliver, sérfræðingur hjá rík- islögreglustjóraembættinu í Dan- mörku, segir vitað mál að glæpa- starfsemi fylgi oftar en ekki þessum samtökum og því sé ástæða til að hafa áhyggjur en átök mótorhjóla- gengjanna Banditos og Hells Ang- els hafa verið langvarandi mein í dönsku samfélagi. Samfélagið í heild verði þó að standa saman gegn skipulagðri glæpastarfsemi, ef svo ber undir, og láta vita að slíkt verði ekki liðið. Norska lögreglan óttast Outlaws 7. mars 2011 „ Jón Trausti vildi í samtali við DV ekki gefa upp hversu margir meðlimir væru í samtök- unum. Tengdasonur Geira á Goldfinger Ríkharður Júlíus Ríkharðsson er tengda- sonur Ásgeirs Þórs Davíðssonar, eiganda nektarstaðarins Goldfinger. Myndin er tekin í partíi sem þeir mættu báðir í. Mynd BJörn BLöndAL „1%-er“ Merkið er að finna á vesti Jóns Trausta Lútherssonar en það er merki nets mótorhjólaklúbba sem telja sig vera útlaga og fara ekki leynt með að þeir brjóti lög. Mynd BJörn BLöndAL „Ef það er ráðist á okkur, þá svörum við fyrir okkur. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Útlagarnir Hér sjást fyrir miðju Jón Trausti Lúth- ersson, leiðtogi Outlaws-samtaka í Noregi, auk leiðtoga Black Pistons í Noregi, Viggos Bjørnsson. Þeir komu til landsins til að fagna inngöngu Berserkja í Hafnarfirði í Black Pistons á Íslandi. Mynd BJörn BLöndAL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, segist ekki vera í neinni vin- sældarkeppni og að ákvörðun hans um synja Icesave-lögunum staðfest- ingar hafi ekki verið tekin til að auka á vinsældir sínar, sem fóru minnk- andi eftir efnahagshrunið. Vinsældir hans hafa þó mælst mjög miklar að undanförnu, eftir að hann synjaði lögunum undirskriftar öðru sinni. Ólafur Ragnar var í viðtali í útvarps- þættinum Sprengisandi á Bylgunni á sunnudagsmorgun. Hann sagðist þar hafa verið knú- inn til að taka umdeildar ákvarð- anir: „...ekki vegna þess að ég vildi það sjálfur, heldur vegna þess að at- burðarásin skilaði þeim á mitt borð,“ sagði hann við Sigurjón M. Egilsson. Ólafur sagði líka: „Fórnarkostnaður forsetans er ansi mikill eins og sést í fjölmiðlum og á ýmsum vefmiðlum, til dæmis hvernig gamlir stuðnings- menn mínir og jafnvel vinir hafa snúist gegn forsetanum.“ Forsetinn sagði það vera fáránlega kenningu að hann væri í einhverri vinsældar- keppni þar sem hann væri kominn með nóg eftir að hafa lifað opin- beru lífi í marga áratugi. „Á þessum fimmtíu árum sem ég hef verið í sviðsljósinu þá er ég fyrir löngu bú- inn að fá nóg af því.“ Ólafur hefur markað sér nokkra sérstöðu en hann er eini forsetinn sem synjað hefur lögum staðfesting- ar, en það hefur hann þrívegis gert. Búinn að fá nóg af sviðsljósinu: EKKi í vinsældAr- KEppni Tapaði sparifénu í hruninu Þráinn Bertelsson, alþingismaður VG, telur alls ekki tímabært að boða til kosninga, þrátt fyrir það ástand sem nú ríki á Alþingi. „Kosningar og pólitísk upplausn akkúrat núna væru álíka þarflegar og eldgos eða aflabrestur. Nú þarf vinnufrið. Nú þarf kjarasamninga. Nú þarf þjóðin sitt sumarfrí í friði og spekt ótrufluð af lýðskrumi og pólitískum heims- endaspámönnum,“ sagði hann í við- tali á Eyjunni á laugardag. Að sögn Þráins töpuðu hann og Sólveig, eig- inkona hans, því sem þau höfðu lagt til elliáranna vegna hrunsins. Hann segir að margir hafi þó farið verr út úr hruninu en þau.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.