Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 18. apríl 2011 Mánudagur Svakalegar lokamínútur í jafntefli Arsenal og Liverpool: Liverpool færði United nær eigin meti Manchester United fékk smására- bót á sunnudaginn fyrir tapið í undanúrslitum bikarsins gegn ná- grönnum sínum úr Manchester City. Erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu Manchester United góð- an greiða með því að ná í magn- að jafntefli á Emirates-vellinum gegn Arsenal, 1–1. Robin van Per- sie skoraði það sem margir héldu að yrði sigurmark Arsenal þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Markið skoraði Persie úr víta- spyrnu en viðbótartíminn var svo mikill þar sem Jamie Carragher hafði verið borinn af velli vegna höfuðáverka. Arsenal-menn tryllt- ust af fögnuði enda sigur gríðar- lega mikilvægur. Liverpool fór aft- ur á móti í sókn, vann aukaspyrnu og svo hornspyrnu og upp úr henni braut Emmanuel Eboue klaufalega af sér og fékk Liverpool dæmt víti. Úr spyrnunni skoraði Dirk Kuyt af öryggi eins og vanalega en hann skrifaði undir nýjan samning um daginn, 1–1 jafntefli niðurstaðan. Stigin tvö voru Arsenal ótrúlega dýrmæt því liðið er í mikilli baráttu við Manchester United um enska meistaratitilinn. Með sigri hefði Arsenal minnkað forskotið niður í fjögur stig á toppnum en það er nú sex stig þegar sex leikir eru eftir í deildinni og bæði lið búin að leika jafnmarga leiki. Þá er markatala Manchester United hagstæðari. Arsene Wenger brást illur við vítaspyrnunni og tók tapinu illa. Fór hann að argast út í Kenny Dalglish þegar flautað var til leiks- loka en Kenny gaf honum einfald- lega merki um að það væri lítið sem hann gæti gert í þessu. Sagði Kenny Wenger einfaldlega að eiga sig og tókust þeir ekki í hendur eftir leik- inn. Stigin tvö sem Liverpool hirti af Arsenal færa Manchester United skrefi nær Englandsmeistaratitl- inum en standi United uppi sem sigurvegari verður það í nítjánda skiptið sem liðið vinnur titilinn. Þar með færi United yfir Liverpool í titlasöfnun því bæði lið hafa nú unnið átján titla hvort. tomas@dv.is Úrslit Sár og svekktur Wenger veit hvað þetta voru mikilvæg stig sem fóru í súginn. Mynd ReuTeRS Lewis Hamilton á McLaren batt enda á sigurgöngu Þjóðverjans Se- bastians Vettel á Red Bull í hreint mögnuðum kappakstri í Kína að- faranótt sunnudags. Vettel hafði unnið fyrstu tvö mót ársins með yf- irburðum og var ekki fyrirséð hve- nær hann myndi tapa keppni. Vettel var á ráspól í Sjanghaí á sunnudag- inn og leiddi keppnina allt fram á 52. hring af 56. Þá kom það í bakið á honum að hafa ekki skipt fyrr um dekk og tók Lewis Hamilton fram úr honum. Hamilton hélt foryst- unni allt til enda og vann sitt fyrsta mót á árinu. Mark Webber, liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, var þó klárlega maður dagsins en hann hóf keppn- ina átjándi á ráslínu en vann sig alla leið upp í þriðja sætið og þar af leiðandi á verðlaunapall. Gjörsam- lega magnað. Heilt yfir var keppn- in sú besta sem sést hefur í langan tíma því mikið var um framúrakstur og baráttan í algleymingi á þessari skemmtilegu braut. einn besti sigurinn á ferlinum Lewis Hamilton var eitt sólskinsbros á blaðamannafundi eftir keppnina enda McLaren búið að vinna krafta- verk með bílinn sinn á skömmum tíma. „Þetta er einn besti sigur sem ég hef upplifað,“ sagði Hamilton. „Ég ætlaði ekki að trúa því að ég væri að ná Vettel. Mér datt ekki til hugar í eina sekúndu að ég væri að fara klára þetta. Þetta kom ótrúlega á óvart og tilfinningin er einstök,“ sagði Hamilton. Bretinn magnaði sem varð heimsmeistari árið 2008 er nú að- eins 21 stigi frá Vettel í heimsmeist- arakeppninni en það leit út fyrir það eftir síðustu keppni að Vettel myndi stinga af. „Þetta er mikil- vægt fyrir okkur. Þessi keppni á eftir að gera okkur mun auðveldara fyrir og hvetja menn til dáða. Við vissum að Red Bull-menn væru svakalega hraðir en við unnum þetta á frá- bærri taktík. Við gátum einfaldlega ekki beðið um þetta betra,“ sagði Lewis Hamilton. Læri af þessu Heimsmeistarinn Sebastian Vettel átti erfitt með að taka tapinu enda leiddi hann keppnina í 52 hringi af 56. „Það er mikilvæg lexía sem við þurfum að læra af þessu. Hamilton og McLaren-menn voru of sterkir í dag og með mun betri taktík. Ég átti rosalega erfitt á dekkjunum undir lokin, það sáu allir. Ég þurfti alltaf að bíða of lengi með það að stýra bíln- um inn í beygjurnar og hafði engan kraft þegar ég kom út úr þeim,“ sagði Vettel svekktur en dekkjaskipting- ar Red Bull komu í bakið á liðinu. Einnig hjálpaði það Vettel lítið að vera með bilaða talstöð meirihluta keppninnar. Nú færir Formúlan sig um set og eru þrjár keppnir í Evrópu á dag- skránni. Fjörið byrjar í Tyrklandi eftir tvær vikur. „Við lærum af þessu og reynum að vera skynsamari. Við erum með frábæran bíl og frábært fólk en taktíkin á keppnisdegi skipt- ir alltaf miklu máli,“ sagði Sebastian Vettel. n Hamilton batt enda á sigurgöngu Vettels n Gjörsamlega frábær keppni í Sjanghaí n Webber komst úr 18. sæti á verðlaunapall KliKKað í Kína Stigakeppni ökumanna Ökuþór Lið Stig 1. Sebastian Vettel Red Bull 68 2. Lewis Hamilton McLaren 47 3. Jenson Button McLaren 38 4. Mark Webber Red Bull 37 5. Fernando Alonso Ferrari 26 Stigakeppni bílasmiða Lið Stig 1. Red Bull 105 2. McLaren 85 3. Ferrari 50 4. Renault 32 5. Mercedes 16 Staðan efstu menn Ökuþór Lið 1. Lewis Hamilton McLaren 2. Sebastian Vettel Red Bull 3. Mark Webber Red Bull 4. Jenson Button McLaren 5. Nico Rosberg Mercedes 6. Felipe Massa Ferrari 7. Fernando Alonso Ferrari 8. Michael Schumacher Mercedes 9. Vitaly Petrov Renault 10. Kamui Kobayashi Saubers Úrslitin í KínaTómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is enski bikarinn Man. City - Man. united 1-0 1-0 YaYa Toure (52.). n Paul Scholes, Man. United (72.) Bolton - Stoke 0-5 0-1 Matthew Etherington (11.), 0-2 Robert Huth (17.), 0-3 Kenwyne Jones (39.), 0-4 Jon Walters (68.), 0-5 Jon Walters (81.). enska úrvalsdeildin Birmingham - Sunderland 2-0 1-0 Sebastian Larsson (41.), 2-0 Craig Gar- dner (65.). everton - Blackburn 2-0 1-0 Leon Osman (54.), 2-0 Leighton Baines (75. víti). WBA - Chelsea 1-3 1-0 Peter Odemwingie (16.), 1-1 Didier Drogba (22.), 1-2 Salomon Kalou (26.), 1-3 Frank Lampard (45.). West Ham - Aston Villa 1-2 1-0 Robbie Keane (2.), 1-1 Darren Bent (37.), 1-2 Gabriel Agbonlahor (90.+1). Blackpool - Wigan 1-3 0-1 Hugo Rodallega (3.), 0-2 Charles N´Zogbia (45.), 0-3 Mohamed Diame (66.), 1-3 DJ Campbell (83.). STAðAn Lið L u J T M St 1. Man. Utd 32 20 9 3 70:32 69 2. Arsenal 32 18 9 5 63:31 63 3. Chelsea 32 18 7 7 58:26 61 4. Man. City 32 16 8 8 50:30 56 5. Tottenham 31 14 11 6 44:36 53 6. Liverpool 33 14 7 12 46:39 49 7. Everton 33 11 14 8 47:41 47 8. Bolton 32 11 10 11 46:43 43 9. Aston Villa 33 10 10 13 42:54 40 10. Newcastle 32 10 9 13 48:47 39 11. WBA 33 10 9 14 47:62 39 12. Fulham 32 8 14 10 36:35 38 13. Stoke City 32 11 5 16 39:42 38 14. Birmingham 32 8 14 10 33:43 38 15. Sunderland 33 9 11 13 35:47 38 16. Blackburn 33 9 8 16 40:54 35 17. Wigan 33 7 13 13 32:53 34 18. Blackpool 33 9 6 18 47:69 33 19. West Ham 33 7 11 15 39:58 32 20. Wolves 32 9 5 18 36:56 32 enska Championship-deildin Bristol City - Ipswich 0-1 Burnley - Swansea 2-1 Cardiff - Portsmouth 3-0 n Hermann Hreiðarsson lék fyrri hálfleikinn í vörninni hjá Portsmouth. Coventry - Millwall 2-1 n Aron Gunnarsson lék fyrstu 52 mínúturnar fyrir Coventry. Crystal Palace - Scunthorpe 1-2 Hull - doncaster 3-1 Leeds - Watford 2-2 Middlesbrough - Barnsley 1-1 Preston - Sheff. united 3-1 Reading - Leicester 3-1 n Hvorki Ívar Ingimarsson né Brynjar Björn Gunnarsson voru í leikmannahópi Reading. STAðAn Lið L u J T M St 1. QPR 41 23 13 5 65:27 82 2. Cardiff 42 22 9 11 72:48 75 3. Norwich 42 20 14 8 72:53 74 4. Reading 42 19 15 8 73:47 72 5. Swansea 42 21 7 14 59:41 70 6. Leeds 42 17 14 11 78:68 65 7. Nottingham F. 42 16 15 11 55:45 63 8. Hull 42 16 15 11 48:42 63 9. Millwall 42 16 13 13 56:44 61 10. Leicester 42 17 9 16 65:63 60 11. Burnley 41 16 12 13 56:55 60 12. Ipswich 42 17 8 17 56:54 59 13. Watford 42 15 13 14 73:62 58 14. Portsmouth 42 15 10 17 51:57 55 15. Bristol City 42 15 9 18 53:59 54 16. Coventry 42 14 10 18 50:53 52 17. Barnsley 42 13 12 17 50:61 51 18. Middlesbro 41 13 11 17 55:62 50 19. Derby 41 13 9 19 53:60 48 20. Doncaster 42 11 12 19 52:75 45 21. Cr. Palace 42 11 10 21 42:65 43 22. Scunthorpe 42 12 4 26 39:78 40 23. Preston 42 9 12 21 50:71 39 24. Sheffield Utd 42 9 8 25 36:69 35

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.