Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2011, Page 12
12 | Fréttir 18. apríl 2011 Mánudagur Starfsmaður á vegum fjárfestisins Ró- berts Wessmann, Haukur Harðarson, ræddi um það í skýrslu um fasteigna- verkefni í Murcia í suðausturhluta Spánar í byrjun árs 2005 að múta þyrfti spænskum embættismönnum til að fá byggingarleyfi á tæplega tveggja ferkílómetra landsvæði sem Róbert keypti með Björgólfi Thor Björg- ólfssyni og fjárfestingarbankanum Burðar ási. Þetta kemur fram í gögnum á ensku um viðskiptin sem DV hefur undir höndum. Greiðslurnar áttu að hraða því að deiliskipulag og bygging- arleyfi fengjust fyrir svæðið. Íslensku fjárfestarnir keyptu landsvæðið fyrir um 114 milljónir evra, rúmlega 9 millj- arða króna á gengi þess tíma. Mútu- greiðslurnar, sex milljónir evra, voru innifaldar í kaupverðinu samkvæmt gögnunum um málið. Tilkynnt var um kaupin í íslenskum fjölmiðlum í maí 2005 og að stofnað hefði verið sérstakt eignarhaldsfélag, AB Capital, vegna kaupa Róberts og Björgólfs Thors á svæðinu. Kaupin voru fjármögnuð að 2/3 hlutum með lánum frá Íslandsbanka, Landsbank- anum og Straumi og að 1/3 hluta með eigin fé. Róbert var í persónulegum ábyrgðum fyrir að minnsta kosti 33 milljónum evra vegna þessara lána og Björgólfur Thor var í ábyrgðum fyrir að minnsta kosti 28 milljónum evra, sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu fjár- festisins. Fjárfestarnir ætluðu að reisa um 2.500 íbúðarhús og íbúðir á svæðinu auk glæsihótels og fleiri mannvirkja, meðal annars golfvalla og annarra útivistarsvæða. Í gögnunum kemur fram að áætlað hafi verið að um 5.500 manns hefðu átt að geta búið eða dval- ið á svæðinu í einu. Ætlun íslensku fjárfestanna var því að kaupa landið, byggja umrædd mannvirki og selja þessar eignir til vel stæðra Evrópubúa eftir fjögur til sex ár með hagnaði upp á um 500 milljónir evra, í kringum 40 milljarða króna miðað við gengi ís- lensku krónunnar þá. Þurfti að endurskilgreina svæðið Svæðið, sem er kallað La Primavera í gögnunum sem DV hefur undir hönd- um, var óbyggt og ekki skilgreint sem byggingarland á þeim tíma heldur sem námusvæði. Skammt frá svæðinu er sambærilegur sumardvalarstaður og Íslendingarnir ætluðu að byggja, La Manga, þar sem er að finna um 2.000 hús og íbúðir fyrir ferðamenn. Svæðið er auk þess staðsett við hliðina á mjög frægum golfvelli, samkvæmt gögnun- um, sem kallast Atamaría. Þessi stað- setning var ein helsta ástæðan fyrir vilja þeirra til að kaupa þetta tiltekna landssvæði en ekki eitthvað annað í Murcia eða annars staðar á Spáni. Í skýrslunni kemur líka fram að íslensku fjárfestarnir hafi ætlað að byggja sum- ardvalarstað sem átti að vera dýrari og fínni en La Manga og þar af leiðandi fyrir efnaðra fólk. Til þess að geta fengið byggingar- rétt á svæðinu þurfti hins vegar að skil- greina það sem byggingarland og til þess að fá þessa skilgreiningu á land- svæðið og geta hafið framkvæmdir þurfti samþykki á deiliskipulaginu frá spænskum stjórnmálamönnum. Fóru til Murcia að skoða aðstæður Í skýrslunni segir Haukur, sem þá var starfsmaður íslensks ráðgjafarfyrir- tækis sem hét Aquila Venture Partners og vann að fasteignaverkefninu fyrir hönd Róberts Wessmann, að mútur séu nauðsynlegur hluti þess að stunda viðskipti á Spáni. Í skýrslunni kem- ur fram að íslensku fjárfestunum þyki þetta sérstök vinnubrögð en jafnframt að þeir verði að múta spænskum að- ilum til að ná markmiðum sínum. Ís- lendingunum virðist því ekki hafa ver- ið sérstaklega vel við að þurfa að beita þessari aðferð. Haukur hafði farið fyrir hönd Róberts til Murcia í lok janúar 2005 ásamt Erlendi Gíslasyni, lögmanni á lögfræðiskrifstofunni Logos, til þess að kynna sér fjárfestingarverkefnið. Róbert hafði haft samband við Erlend í tölvupósti þann 29. janúar og beðið hann um að vinna áreiðanleikakönn- un um fjárfestinguna. Haukur og Er- lendur fóru til Murcia þann 30. janúar og kom starfsmaður Björgólfs Thors, Gunnar Helgason, til fundar við þá daginn eftir. Næstu dagana þar á eftir kynntu þremenningarnir sér fjárfestingarkost- inn með því að funda meðal annars með eiganda La Primavera, arkitekt- inum sem átti að skipuleggja svæðið, bankastarfsmönnum sem og spænsku embættismönnunum sem þeir töldu sig þurfa að múta. Tæpar fimm hundruð milljónir í mútur Gert var ráð fyrir að spænsku embætt- ismennirnir ættu að fá í kringum sex milljónir evra, um 480 milljónir króna, fyrir að koma deiliskipulagi svæðisins í gegnum stjórnkerfið svo íslensku fjár- festarnir gætu hafið framkvæmdir á La Primavera-landinu. Í skýrslunni, sem unnin var í kjöl- far ferðarinnar til Murcia, segir Hauk- ur, þegar hann útskýrir merkingu spænska nafnorðsins „gestión“ sem mútur og að verja þurfi 6 milljónum evra í slíkar greiðslur. „Þetta er það sem við myndum kalla mútur á ein- földu máli. Samkvæmt öllum þeim sem við ræddum við er þetta nauðsyn- legur hluti þess að stunda viðskipti á Spáni. Talan er virðist vera nokkuð há og ég mæli með því að við reynum að semja um hana og fá hana lækkaða. Samkvæmt Spánverjum borgar sig að gera þetta. „Þegar maður er í Róm ger- ir maður það sem Rómverjarnir gera.“ Við skulum hins vegar fara varlega hér og eingöngu umbuna mönnum með þessu ef þeir hafa unnið fyrir því.“ Í öllum þremur útreikningum ís- lensku fjárfestanna, sem vitnað er til í skýrslunni og í Excel-skjali sem DV hefur undir höndum, um hversu mik- ið þeir áttu að geta grætt á viðskipt- unum var alltaf gert gert ráð fyrir 6 milljóna evra mútugreiðslunum þar sem rætt er um kostnað við kaupin á landinu. Heildarkostnaðurinn í þessu fyrsta skrefi var tæplega 114,5 millj- ónir evra. Þar af var kaupverð lands- ins tæplega 105,5 milljónir, mútu- greiðslur 6 milljónir evra og 3 milljónir evra áttu að fara til arkitektsins sem átti að skipuleggja byggðina og teikna byggingarnar á svæðinu, Bernardino García García. Fyrstu tvö og hálft árið eftir landa- kaupin áttu að fara í það að fá sam- þykkt deiliskipulag fyrir La Prima- vera-svæðið, samkvæmt skýrslunni, og var gert ráð fyrir því að byggingar- leyfi myndi fást eftir það. Mútugreiðsl- urnar áttu að ná yfir þetta tímabil. Eftir það áttu framkvæmdirnar að geta haf- ist fljótlega. Seljandinn átti að sjá um mútugreiðslurnar Í skýrslunni kemur fram að seljandi landsvæðisins, Pedro Sanchez, hafi verið sá sem átti að sjá um mútu- greiðslurnar á þessu ætlaða tveggja og hálfs árs tímabili með það fyrir augum að fá samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið. Þau samskipti hefðu átt sér stað við þau yfirvöld á svæðinu sem sjá um að samþykkja deiliskipu- lag. Reyndar er samstarfsmaður eig- andans, Alejandro Sanchez García, skilgreindur sem „sérfræðingur“ í slík- um mútugreiðslum samkvæmt skýrsl- unni. „Það mun taka um það bil 2 og hálft ár að gera þetta. Kostnaðurinn er talinn vera um 9 milljónir evra sem er um 7,5 prósent af kaupverðinu og er innifalið í því... Seljandinn mun taka þátt í því að klára ferlið þar sem 2/3 hlutar af þeim 9 milljónum evra sem gert er ráð fyrir á þessu tímabili fer í ,,mútuþátt“ seljandans við að tryggja byggingarleyfið.“ Seljandinn, og væntanlega sam- starfsmenn hans, áttu því að sjá um þennan mútuþátt í fjárfestingarverk- efninu en ekki Íslendingarnir sjálfir. Mútugreiðslurnar voru hluti af kaup- verðinu, líkt og segir hér að ofan, og var því hluti af kaupunum af landinu að seljandi landsins myndi aðstoða þá Róbert og Björgólf Thor við að tryggja að samþykkt yrði deiliskipulag fyrir landið. Sanchez fékk því mútugreiðsl- urnar þegar hann seldi landið og hafði tvö og hálft ár, þar til í lok árs 2007 eða byrjun árs 2008, til að tryggja íslensku fjárfestunum deiliskipulag fyrir svæð- ið. Múturnar voru því greiddar sem hluti af kaupverðinu en ekki er vitað hvort þær rötuðu til embættismann- anna sem um ræddi. Í skýrslunni er margsinnis tekið fram hversu mikilvægur þessi þáttur er þar sem algjört lykilatriði var fyrir íslensku fjárfestana að fá samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið. „Breyta skilgreiningunni á landsvæðinu úr óbyggðu námusvæði og yfir í þéttbýlis- 480 milljónir áttu að fara í mútur n Róbert Wessmann og Björgólfur Thor Björgólfsson keyptu land á Spáni fyrir um 9 milljarða 2005 n Íslenskir bankar lánuðu fyrir fjárfestingunni n Gögn sýna að múta átti spænskum embættismönnum til að fá samþykkt deiliskipulag og byggingarleyfi n Spillingarmál komu í veg fyrir að byggingarleyfi fengist n Lánardrottnar reikna ekki með miklum endurheimtum„Þetta er það sem við myndum kalla mútur á einföldu máli. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Að minnsta kosti 40 milljarða hagnaður Í skýrslunni er vísað í þrjá mismunandi útreikninga á væntanlegum hagnaði af verk- efninu. Alltaf er gert ráð fyrir mútugreiðslunum, líkt og áður segir, en mismunandi er hversu mikill gróðinn af fjárfestingunni átti að vera. Samkvæmt plani A áttu íslensku fjárfestarnir að fá samþykkt deiliskipulag og bygg- ingarleyfi fyrir landsvæðið og selja einstaka skika af því til fjárfesta sem hefðu áhuga á að reisa mannvirki á svæðinu. Íslendingarnir hefðu því ekki sjálfir byggt mannvirkin á landinu, heldur eingöngu götur og annað slíkt sem þeir reiknuðu með að eyða tæpum 50 milljónum evra í. Hagnaðurinn samkvæmt þessu plani átti að vera tæplega 500 milljónir evra, um 40 milljarðar króna. Í plönum B og C var gert ráð fyrir að Íslendingarnir sjálfir byggðu mannvirkin á svæðinu, hótelið, íbúðirnar og íbúðarhúsin. Áætlaður hagnaður af verkefninu samkvæmt þessum tveimur plönum var annars vegar tæplega 600 milljónir evra, um 48 milljarðar króna, eða rúmlega 600 milljónir evra. Ljóst var hins vegar að Aquila Venture Partners mælti með kosti A þar sem sá kostur hefði falið í sér minni tilkostnað en hinir tveir auk þesss sem íslensku fjárfestarnir hefðu alltaf getað ákveðið að skipta um skoðun og byggja mannvirkin frekar sjálfir. Þá hefði kostur A falið það í sér að Íslendingarnir hefðu átt eignina í styttri tíma, 3–4 ár, í staðinn fyrir 4–6 ár. Um þetta segir í skýrslunni: „Allir kostirnir eru fýsilegir út frá fjárhagslegu sjónarmiði. En það er ljóst að helsta verðmætið liggur í endurskilgreiningunni á landsvæðinu, að láta breyta landsvæðinu úr óskipulögðu svæði og yfir í svæði sem er skipulagt fyrir íbúðahverfi og hægt er að hefja framkvæmdir.“ Aldrei kom þó til þess að íslensku fjárfestarnir þyrftu að velta hinum kostunum fyrir sér þar sem deiliskipulag var aldrei samþykkt fyrir landsvæðið. Sumardvalarstaður Landsvæðið sem Róbert og Björgólfur Thor keyptu er stutt frá sumardvalarstaðnum La Manga del Mar Menor á suðausturhluta Spánar. Myndin er tekin á La Manga-ströndinni. 2005 Janúar 2005 Róbert Wessmann kynnir fjárfestingar- hugmyndina í Murcia fyrir Björgólfi Thor. 29. janúar 2005 Róbert Wessmann sendir Erlendi Gíslasyni tölvupóst og biður hann að vinna áreiðan- leikakönnun um fjárfest- ingarkostinn í Murcia. 30. janúar 2005 Haukur Harðarson og Erlendur Gíslason fara til Murcia fyrir hönd Róberts Wessmann til að skoða fjárfestingarkostinn. Gunnar Helgason, starfsmaður Björgólfs Thors, hittir þá í Murica degi síðar. 3. febrúar 2005 Vett- vangsferð Hauks, Gunn- ars og Erlends í Murcia lýkur. Ævintýraleg fjárfesting á Spáni 2008 10. febrúar 2005 Erlendur skilar áreiðan- leikakönnun um fjárfestinga- verkefnið. 14. febrúar 2005 Tímafresturinn til að kaupa landið rennur út. 12. maí 2005 Fréttablaðið greinir frá kaupunum á landsvæðinu. 24. júlí 2008 Stöð 2 segir frá því að bygg- ingarframkvæmd- unum á landinu hafi verið frestað út af spillingarmálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.