Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 3
jafn mikill. Hagvöxtur á Íslandi frá árinu 1998, þegar reglan var sett, hafi hins vegar einungis verið 3,4 prósent að meðaltali á ári þrátt fyrir mikla skuldasöfnun. Hagvöxtur á Ís- landi síðustu 30 árin hafi að meðal- tali verið 2,9 prósent. Því standist ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna ekki til lengdar. Ásgeir tekur undir það að ávöxt- unarkrafa íslenskra lífeyrissjóða sé of há. Hann segist þó efast um að verðtrygging verði afnumin á Íslandi nema með inngöngu í Evrópusam- bandið eða með einhverri annarri meiri háttar kerfisbreytingu. Afnám verðtryggingar eitt helsta hagsmunamálið Þann 4. nóvember síðastliðinn skip- aði Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, samráðs- hóp um húsnæðisstefnu sem hafði það hlutverk að móta heildstæða húsnæðisstefnu. Samráðshópurinn skilaði skýrslu sinni þann 19. apríl. Ein af niðustöðum samráðs- hópsins er að samræma eigi húsa- leigu- og vaxtabótakerfið. Sigríð- ur Ingibjörg Ingadóttir, formaður samráðshópsins, telur núverandi kerfi mismuna þeim sem séu á leigumarkaði. Fólk með háar tekjur fái vaxtabætur en ekki húsaleigu- bætur. Það vekur athygli að hvergi er minnst orði á áhrif verðtrygg- ingar á íslenskan fasteignamarkað í skýrslunni. Þó hlýtur að mega full- yrða að afnám verðtryggingar sé eitt stærsta hagsmunamál þeirra sem eru að hugsa um að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Hið sama á við um flesta þeirra sem eru með fast- eignalán á Íslandi í dag. Fréttir | 3Mánudagur 2. maí 2011 „Það hefur verið mikil hækkun á fast- eignaverði í Noregi allt frá árinu 1992. Það hafa komið niðursveiflur eins og gerðist árið 2007 en fasteignaverð hefur verið að hækka síðan í upphafi árs 2009,“ segir Kyrre Aamdal, hagfræðingur hjá greiningardeild DnB Nor Markets í Osló. Árið 2006 og 2007 hafi sést merki um yfirspennu á norska fasteignamarkaðinum og jafnvel merki um að fjárfestar hafi verið í spákaupmennsku sem leiddi til „lítillar“ fasteignabólu. Það að fasteignaverð hafi þegar byrjað að hækka aftur í upphafi árs 2009 sýni að bólan á árunum 2006 og 2007 hafi verið lítil í al- þjóðlegum samanburði. Jöfn uppsveifla frá 1992 Íbúðaverð í Noregi hækkaði að meðaltali um átta prósent árið í fyrra og samkvæmt þjóðhagsspá DnB Nor Markets er gert ráð fyrir sömu hækkun árið á þessu ári. Aamdal segir að spá þeirra geri ráð fyrir fimm prósenta hækkun árið 2012 og fjögurra prósenta hækkun árið 2013. Hann segir erfitt að leggja mat á það hver sé eðlileg raunhækkun fasteignaverðs í Noregi. Markaðurinn hafi að mestu leyti verið á uppleið allt frá árinu 1992 eftir norsku fjármálakreppuna. Frá þeim tíma hafi hagvöxtur, laun og fasteignaverð hækkað nokkuð stöðugt þrátt fyrir lítils háttar niðursveiflu árið 2008. 40–60 prósenta hækkun á næstu tíu árum Að mati Aamdals ætti verð á norskum fasteignamarkaði að geta hækkað um 40 til 60 prósent á næstu tíu árum. „Ef fasteignaverð hækkar í samræmi við tekjur má gera ráð fyrir 5–6 prósenta hækkun á ári,“ segir hann. Það sé hins vegar líklegt að á vissum svæðum þar sem mikill uppgangur er um þessar mundir eins og í Stavanger og Osló verðir vöxturinn jafnvel enn meiri. Dæmi um þetta er að í Rogaland-fylki, þar sem Stavanger er, hefur fasteignaverð hækkað um tæplega 40 prósent frá árinu 2009. Þetta skýrist meðal annars af því að erlent vinnuafl aukist á vinsælum stöðum í Noregi auk þess sem fólk úr dreifðari byggðum flytur sig um set. Ekki ósvipuð þróun og hefur verið á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi. Breytilegir vextir á íbúðalánum Vextir á íbúðalánum eru á bilinu 3,5–4 prósent í Noregi í dag. Þrátt fyrir að norski seðlabankinn stefni að hækkun stýrivaxta telur Aamdal ólíklegt að vextir á íbúða lánum sem séu breytilegir (fljótandi) fari yfir fimm prósent á næstu árum. Skammtímavextir á norskum fjármálamarkaði eiga að fara í allt að 4,7 prósent árið 2013 en Aamdal segir að samkvæmt spátímabili DnB Nor Markets sé gert ráð fyrir að skammtímavextir haldist að meðaltali í kringum 2,8 prósent. Hins vegar muni hækkun stýrivaxta leiða til minni eftirspurnar á fasteignum þar sem meirihluti íbúðalána í Noregi fylgi þróun stýrivaxta. Því geri greiningardeild DnB Nor Markets ráð fyrir að húsnæðisverð hækki einungis um fimm prósent árið 2012 og fjögur prósent árið 2013. n 8% hækkun í fyrra og sömu hækkun spáð í ár Uppsveifla á norskum fasteignamarkaði Hagstæðara að búa í Noregi Eigna myndun á Íslandi og í Noregi Stavanger í Noregi Fasteignaverð á svæðinu hefur hækkað um nærri 40 prósent frá árinu 2009. MyNd ANNAS SigMuNdSSoN Á meðfylgjandi mynd eru sett upp dæmi af sambýlisfólki sem hvert um sig er með um 400 þúsund krónur í laun á mánuði á Ís- landi. Talið er að það gæti hækkað laun sín í 750 þúsund krónur við sambærileg störf í Noregi. Gefnar forsendur eru að það ráði við að borga af 20 milljóna króna láni til 25 ára á Íslandi en gæti ráðið við að borga af 35 milljóna króna láni til 25 ára í Noregi vegna hærri tekna þar. Einnig er gengið út frá því að það eigi fimm milljóna króna höfuðstól sem það myndi leggja fram til íbúðakaupa, hvort sem væri á Íslandi eða í Noregi. Svona gæti eignamyndun þeirra orðið eftir tíu ár eftir því hvort þau halda áfram að búa á Íslandi eða flytja til Noregs. Gert er ráð fyrir að hækkun á Íslandi verði 40 prósent á næstu tíu árum en 60 prósent í Noregi. Í tölum yfir Ísland er gert ráð fyrir 25 prósenta styrkingu krónunnar og 15 prósenta hækkun á fasteignamarkaði. Íslenska lánið er með 5 prósenta verð- tryggðum vöxtum og er gert ráð fyrir 3 prósenta verðbólgu út spátímann. Norska lánið ber 3,7 prósenta óverðtryggða vexti sem ekki breytast á spátímanum. Búið er að núvirða höfuðstól árið 2021 miðað við þriggja prósenta verðbólgu út spátímann á Íslandi og 1,5 prósenta verðbólgu í Noregi. ÍSlANd NorEgur Verð 2011 25 milljónir Höfuðstóll 2011 5 milljónir Fasteignalán: 20 milljónir Verð 2011 35 milljónir Höfuðstóll 2011 5 milljónir Fasteignalán: 35 milljónir Verð 2021 40 milljónir Höfuðstóll 2021 14 milljónir Verð 2021 64 milljónir Höfuðstóll 2021 34,5 milljónir Há greiðslubyrði Greiðslubyrði lána á Íslandi er miklu hærri en í Noregi. MyNd róBErt rEyNiSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.