Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 14
„Við fórum nokkur frá Velbú í heim- sókn til eggjaframleiðanda sem framleiðir vistvænt vottuð egg. Eft- ir heimsóknina kynntum við okk- ur reglugerðina um vistvæna vottun og vorum öll sammála um að að- staða dýranna væri ekki í samræmi við reglugerðina. Fuglarnir fá ekki að fara út og eru í frekar þröngu rými. Þetta gefur neytandanum blekkjandi mynd af því sem um er að ræða,“ seg- ir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og meðlimur í Velbúi. Eggjaframleið- andinn sem um ræðir er Brúnegg og vert er að benda á þann samstarfs- vilja fyrirtækisins að leyfa samtök- unum að heimsækja búið og leyfa myndatöku. Engin útigerði Samkvæmt reglugerð um vistvæna vottun frá 1998 skal gæta þess að hænsnin njóti eðlislægs atferlis í hví- vetna, þau skuli vera í lausagöngu í húsi og njóta útvistar þegar aðstæð- ur leyfa auk þess sem hús og útigerði skulu vera þurr og hús vel loftræst, hæfilega björt og auðþrífanleg. Árni Stefán segir að svo hafi ekki verið á eggjabúinu. „Það er alveg af og frá að segja að þær geti notið eðlislægs at- ferlis, það mundi hver sem er viður- kenna það. Auk þess sáum við engin útigerði, þau voru í gluggalausu rými sem var lýst upp með rafmagnslýs- ingu og ammóníakslyktin var slík að við eiginlega flúðum út,“ segir Árni Stefán. Hann bætir við að hann hafi ekki komið inn á fleiri eggjabú og segir það vera vegna skorts á upp- lýsingum um hvaða bú hafi vistvæna vottun. Í febrúar sendi hann öllum búnaðarsamböndum landsins fyrir- spurn þar sem hann bað um upp- lýsingar um hvort samböndin hefur viðurkenningu um vistvæna vottun. Hann fékk svör frá helmingi bún- aðarsambandanna en ekkert þeirra staðfesti að þau hefðu gefið út vottun á vistvænar landbúnaðarafurðir. Álag á dýrunum Árni Stefán veltir því fyrir sér hvort það sé hreinlega verið að blekkja neytendur. „Mér finnst það persónu- lega þar sem ekki er farið eftir þeim kröfum sem reglurnar segja til um. Þetta er auglýst sem mjög heilsu- samleg vara og að dýrin séu frjáls. Það er hins vegar ekki þannig. Þetta eru að vísu gólfhænur en það er mjög þröngt um þær, þær fara aldrei út og eru alltaf undir raflýsingu,“ seg- ir hann og bætir við að það sé mik- ið álag á dýrunum. Mikilvægt sé því að rétt sé staðið að aðbúnaði dýr- anna og samkvæmt því sem hann sá sé það ekki gert í samræmi við reglu- gerðina. Eftirlitið ekki sem skyldi Heimilt er að einkenna íslenskar sláturafurðir, aðrar búfjárafurðir og afurðir nytjajurta með merki fyrir vistvæna landbúnaðarafurð, upp- fylli þær kröfur þessarar reglugerð- ar. Það eru Búnaðarfélögin sem veita vottunina en þegar blaðamað- ur náði tali af starfsmanni Búnaðar- félags Suðurlands og spurðist fyrir um hvernig eftirliti væri háttað sagði hann að úttektir hjá framleiðendum og afurðastöðvum færu í flestum til- fellum einungis einu sinni fram en ekki einu sinni á ári eins og segir til um í reglugerðinni. Árni Stefán telur að hér sé um hreina pólitík að ræða og persónu- tengsl. „Menn komast upp með ýmislegt í skjóli tengsla. Það er ekk- ert opinbert eftirlit og búnaðarsam- böndin votta þetta en virðast svo ekki halda utan um þetta eins og þeim ber.“ Óbeinar blekkingar „Sú krafa er uppi hjá neytendum að þeir fái betri upplýsingar en það er mín skoðun að verið sé að beita óbeinum blekkingum. Þeir gefa ákveðna hluti í skyn á umbúðunum til þess að fá neytendur til að kaupa vöruna. Það er einungis verið að fegra hlutina og gefa ranga mynd af raun- veruleikanum til að fá neytandann til að trúa því að hann sé að leggja eitthvað gott til málanna með því að kaupa þessa afurð,“ segir Árni Stef- án en bætir við að vitanlega sé þetta betra en að kaupa búregg. Neytendur verði þó að gera sér grein fyrir því að þeir séu ekki að kaupa egg úr hænum sem gangi lausar úti og bíti gras. Hann hafi sjálfur trúað því lengi. Grunur um misnotkun Hann segir að sér hafi verið bent á að ákveðinn grunur væri uppi um að einhverjir framleiðendur notuðu stimpilinn án tilskilinna leyfa. „Mér sýnist sá grunur á rökum byggður. Ég ætlaði að komast að því hverj- ir eru raunverulega með vottun en mér hefur ekki tekist að fá þær upp- lýsingar. Hvað segir það okkur? Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta neyt- endamál og það er ljótt ef það er ver- ið að plata fólk.“ 14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 2. maí 2011 Mánudagur Mýkingarefni á rykið Einn af fáum ókostum við hækk- andi sól er að skyndilega verður rykið yfirþyrmandi sýnilegt á hinum ýmsu stöðum og ekki síst á raftækj- um. Þegar þurrkað er af er tilvalið að nota mýkingarefni. Efnið er afraf- magnandi og stórsniðugt til þess að meðal annars strjúka af rimlagardín- um og rafmagnstækjunum. Blandið mýkingarefninu við vatn og vindið tusku upp úr því. Þetta mun halda rykinu frá í einhvern tíma. Naglarnir geta verið dýrir Nagladekkin eiga nú að vera farin undan bílunum og er lögreglan farin að sekta þá sem hafa ekki skipt enn. Það er því vert að rifja upp staðreyndir um nagladekk sem má finna á nattura.is. Þar segir að nagladekk spæni upp malbikið og skapa þannig svifryks- mengun. Í sumum dekkjum er jafnframt að finna hættuleg efni sem geta borist út í umhverfið. Það sé því betra fyrir umhverfið og heilsu okkar allra að nota heilsársdekk í stað naglanna. Höfum það í huga næsta haust. E ld sn ey ti Verð á lítra 241,4 kr. Verð á lítra 242,3 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 240,9 kr. Verð á lítra 242,1 kr. Verð á lítra 242,8 kr. Verð á lítra 242,3 kr. Verð á lítra 240,8 kr. Verð á lítra 242,0 kr. Verð á lítra 240,9 kr. Verð á lítra 242,1 kr. Verð á lítra 241,1 kr. Verð á lítra 242,3 kr. Algengt verð Atlantsolía Algengt verð Höfuðborgin Melabraut Algengt verð Góð upplifun n Lofið fær Hótel Natur við Eyjafjörð. Hótelgestur sem var þar fyrir stuttu vildi koma eftirfarandi á fram- færi. „Þetta er alveg einstak- lega frábært hótel við Eyja- fjörð, fallegur staður, góð herbergi og sérstaklega elskulegir staðarhald- arar. Að gista þar er, að mínu mati, uppskrift að góðri upplifun.“ Kunnáttuskortur n Lastið að þessu sinni fær Lyfja í Smáralind. Viðskiptavinur segist hafa farið þangað til að kaupa hitamæli en starfsmenn hafi lítið getað leiðbeint. „Ég bað um aðstoð við að finna rétta hitamælinn og þeir tveir starfsmenn sem aðstoð- uðu mig vissu minna um úrval hitamælanna hjá sér en ég, og hafði ég þó alls enga kunn- áttu aðra en þá sem ég las mér til um á merkimiðum Lyfju í hillunni.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Úr reglugerð um vistvæna vottun „Gæðaeftirlit er til þess að tryggja að framleiðsla sláturafurða, annarra búfjárafurða og afurða nytjajurta, sem merkt er „Vistvæn landbúnaðarafurð“, uppfylli kröfur þess- arar reglugerðar. Eftirlitsaðilar með gæðastjórnun samkvæmt reglugerð þessari eru búnaðarráðunautar og dýralæknar, sem sótt hafa sérstök námskeið eins og krafist er hverju sinni og hlotið hafa viðurkenningu landbúnaðarráðuneytisins til að starfa við eftirlitið. Hver framleiðandi og afurðastöð sem óskar eftir viðurkenningu skal sækja um hana til viðkomandi búnaðarsambands sem felur eftirlitsaðila að framkvæma úttekt á framleiðsluaðstöðu umsækjanda. Eftirlitsaðilar skulu eigi sjaldnar en einu sinni á ári gera úttekt hjá framleiðendum og afurðastöðvum sem hafa hlotið viðurkenningu á aðstöðu, þar með talið landgæðum og búnaði til framleiðslu og vinnslu.“ Um húsakost og búnað segir: „Hús og útigerði skulu vera þurr og hús vel loftræst, hæfilega björt og auðþrífanleg. Tryggja þarf nægan undirburð í húsi og skulu hænsnin hafa aðgang að setprikum, sandi og fersku vatni allan sólarhringinn. Þau skulu hafa aðgang að varpkössum, einum á hverjar fimm hænur. Lágmarks gólfrými skal við það miðað að á hvern fermetra gólfflatar skulu vera mest átta hænur. Heimilt er að hafa net eða grindur í allt að 2/3 gólfflatar í húsi. Hámarksfjöldi varphænsna skal eigi vera meiri en 10.000 í hverri fram- leiðslueiningu. Utandyra skulu hænsnin ekki ganga stöðugt á sömu blettunum.“ Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Aðbúnaður hænsna er ekki í sam- ræmi við reglugerð um vistvæna vottun n Lögfræðingur segir að að- búnaðarreglur séu fjarri því að vera í samræmi við dýraverndunarlög Árni Stefán Árnason Hefur kynnt sér reglugerð um vistvæna vottun. MYND STEFÁN KARLSSON „Fara ekki út og eru í þröngu rými“ Gólfhænur Hænurnar hjá Brúneggjum eru ekki lokaðar inni í búrum. MYND VELbú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.