Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 25
Hörður Magnússon Íþróttafréttamaður Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Mér sýnist að FH-ingar verði Íslandsmeistarar. Þeir eru með mikla breidd og fjölhæfa knatt- spyrnumenn með mikla reynslu. Það þekkja allir sitt hlutverk í liðinu. Hvaða lið verða í basli? Ég tel að Þór, Grindavík, Víkingur og Stjarnan verði í mesta baslinu. Keflavík gæti sogast inn í fallbarátt- una. Alltaf erfitt fyrir nýliða eins og Þór og Víking að koma inn í deildina. Grindavík missti sterka leikmenn og nýju leikmennirnir eru óþekkt stærð. Keflavík gæti lent í basli, þeir hafa líka misst sterka leikmenn. Hvaða lið koma mest á óvart? Ég tel að Fylkir eigi eftir að koma aftan að mönnum. Það var mikið vesen á liðinu í fyrra, miðjan var slök en nú er komin styrking þar og ef það sleppur við meiðsli þá gæti liðið slegið í gegn. Hvaða leikmaður mun blómstra? Arnar Sveinn Geirsson í Val vakti athygli í fyrra og nú er það hans að stíga enn fleiri skref fram á við. Björn Daníel Sverrisson hjá FH var frábær í seinni hlutanum og einn hæfileikaríkasti spilari í deildinni en hann þarf að sýna það heilt tímabil. Hvaða þjálfari situr í heitasta sætinu? Ég gæti trúað að Bjarni Jóhannsson sitji í heitasta sætinu þrátt fyrir að hafa haldið Stjörnunni uppi örugglega tvö tímabil í röð. Það virtist vera einhver órói í lok tímabilsins en það virðist hafa róast. Hver verður markahæstur? Ég held að Guðjón Baldvinsson hjá KR sé líklegastur haldist hann heill og svo hef ég trú á FH-ing- unum Matthíasi Vilhjálmssyni og Atla Viðari Björnssyni. Hjörvar Hafliðason Sparkspekingur Stöðvar 2 Sports Hvaða lið verður Íslandsmeistari? FH. FH-ingar eru aftur orðnir hungraðir eftir að hafa verið saddir og klúðrað titlinum í fyrra. Eina spurningarmerkið sem ég set við FH varð- ar hjarta varnarinnar hjá liðinu. Hvaða lið verða í basli? Það eru allir sam- mála um að þetta verði erfitt fyrir Þór og Víking. Auk þeirra verða Grind- víkingar í vandræðum, sem og Stjarnan og svo mun bætast við eitt lið í viðbót. Ég held að það verði Keflavík. Ég er orðinn svolítið smeykur fyrir hönd Keflvíkinga. Hvaða lið koma mest á óvart? Miðað við þær spár sem ég hef séð held ég að Fylkismenn eigi eftir að koma mörgum á óvart. Þeir eru með betra lið en flestir telja, sérstaklega gott byrjunarlið. Svo eru Þórsarar líka með mun betri leikmenn en fólk telur. Hvaða leikmaður mun blómstra? Gísli Páll Helgason, bakvörður í Þór, held ég að muni springa út sem og Ögmundur Kristins- son, markvörður Framara. Baldur Bett hjá Fylki mun einnig koma með eftirminnilega endurkomu. Það mun Viktor Bjarki Arnarsson einnig gera hjá KR eftir að hafa tekið sér visst frí frá fótbolta síðustu tímabil með slakri spila- mennsku. Hvaða þjálfari situr í heitasta sætinu? Það hefur ekkert lið efni á að reka þjálfara sinn. Hver verður markahæstur? Það verður Atli Viðar Björnsson hjá FH. Hann kemur sér alltaf í færi og hann mun nýta þau betur í ár en í fyrra. Magnús Már Einarsson Ritstjóri fotbolti.net Hvaða lið verður Íslandsmeistari? FH verður Íslandsmeistari í ár. Liðið tapaði titlinum á markamun í fyrra en hefur styrkt sig vel í vetur og það mun klára þetta í ár. Hvaða lið verða í basli? Ég held að fjögur lið verði í baráttu í kjallaranum. Nýliðarnir í Víkingi og Þór sem og Stjarnan og Grindavík. Stemningin skiptir miklu máli hjá þessum liðum ef þau ætla að halda sér í deildinni. Hvaða lið koma mest á óvart? Fylkis- menn ollu vonbrigðum í fyrra en ég held að þeir komi aftur upp í sumar og verði í efri hlutanum. Ólafur Þórðarson hefur fengið sterka leikmenn til félagsins í vetur og breiddin er orðin meiri í Árbænum, eitthvað sem sárvantaði í fyrra. Hvaða leikmaður mun blómstra? Ætla að tippa á Atla Sigurjónsson, miðjumann í Þór. Hann var frábær í fyrstu deildinni í fyrra og mun núna stimpla sig inn af krafti í Pepsi-deildina í sumar. Hann er með ótrúlega góðan fót og mikla tækni. Hvaða þjálfari situr í heitasta sætinu? Ég held að Andri Marteinsson sé í heitasta sætinu. Krafan um árangur í Víkinni er mikil enda ætlar liðið sér að verða Íslandsmeistari árið 2014. Það gæti því fljótt orðið heitt undir Andra ef árangurinn í byrjun móts verður ekki góður. Hver verður markahæstur? Guðjón Baldvinsson í KR. Hann skoraði hlutfallslega mest í fyrra þegar hann var með 10 mörk í 13 leikjum og hann fylgir því eftir með því að skora 16 mörk í sumar. Gunnlaugur Jónsson Þjálfari KA Hvaða lið verður Íslandsmeistari? FH. Það er einfaldlega með sterkasta hópinn, hefðina með sér og liðs- styrkingin í vetur fannst mér koma liðinu upp á tærnar. Meiðslastaðan og standið á liðinu er líka betra en í fyrra en það eitt kom í veg fyrir að liðið yrði Íslandsmeistari í fyrra. Hvaða lið verða í basli? Fyrir fram myndi maður ætla að nýliðarnir í Víkingi og Þór verði í basli en annað þeirra held ég að muni afsanna það. Auk þeirra held ég að Grindavík og Stjarnan verði í basli. Hvaða lið koma mest á óvart? Ég held að Þór komi mest á óvart. Þessi liðsstyrking Þórsara, núna korter í mót, með Gunnari Má og Svíanum sem er væntanlegur gefur liðinu mikinn kraft upp á sterka byrjun í mótinu. Á henni held ég svo að þeir muni fljóta. Hvaða leikmaður mun blómstra? Miðað við vetrarleikina sem ég hef séð hef ég verið hrifinn af Aroni Bjarka Jósepssyni, miðverði í KR, en hann meiddist þannig að það er spurning hvernig hans staða innan liðsins er. Einnig mun Gísli Páll, hægri vængmaður Þórsara, koma mikið á óvart. Hvaða þjálfari situr í heitasta sætinu? Bjarni Jóhannsson hjá Stjörnunni. Hver verður markahæstur? Matthías Vilhjálmsson hjá FH og Guðjón Baldvinsson hjá KR, ef hann verður heill, berjast um þann titil. Ásmundur Arnarson Þjálfari Fjölnis Hvaða lið verður Íslandsmeistari? FH verður Íslandsmeistari. Það er bara með þéttan hóp og vonbrigðin í fyrra með að klára ekki titilinn munu virkja þá til að koma sterkari inn í ár. Hvaða lið verða í basli? Eins og kannski flestir reikna með verða það nýliðarnir Þór og Víkingur ásamt Stjörnunni og Grindavík. Hvaða lið koma mest á óvart? Það eru mörg lið sem koma þar til greina. Til dæmis gætu Fylkir og Fram, lið sem menn sjá fyrir sér í miðjumoði, hæglega blandað sér í toppbarátt- una. Eins gæti Breiðablik endað neðar en því er spáð. Þá held ég að mínir gömlu félagar að norðan úr Þór gætu komið á óvart og haldið sér í deildinni. Hvaða leikmaður mun blómstra? Ísfirðingurinn Emil Pálsson mun spila meira en reiknað verður með hjá FH og mun koma á óvart. Hvaða þjálfari situr í heitasta sætinu? Í fljótu bragði held ég að enginn þjálfari sé í tiltölulega heitu sæti eins og staðan er. Hver verður markahæstur? Atli Viðar Björnsson verður markahæstur. Sport | 25Mánudagur 2. maí 2011 Úrslit Bjarni og andri í heitum sætum þess sem Hörður Magnússon hef- ur trú á fyrirliða FH, Matthíasi Vil- hjálmssyni. Atli Viðar hefur verið iðinn við kolann undanfarin ár en Guðjón fór hreinlega á kostum með KR í fyrra og skoraði tíu mörk í þrett- án leikjum, eins og Magnús Már Einarsson bendir á. Aðspurðir hvaða lið gæti komið skemmtilega á óvart tala flestir um Fylki í Árbænum en Ólafur Þórðar- son er með mun betra lið en marg- ir gera sér grein fyrir. Þar á bæ er Gylfi Einarsson kominn aftur heim og fór liðið alla leið í úrslit Lengju- bikarsins. Einnig hefur Gunnlaugur Jónsson nokkra trú á Þórsurum og bendir á að í því liði séu miklu betri leikmenn en fólk gerir sér grein fyr- ir. Spekingar DV Frestað! Hundraðasta Íslandsmótið fer erfiðlega af stað vegna veðurfars. Mynd RóbERt REyniSSon Gætu komið á óvart Fylkismenn eru með gott lið í Árbænum. Enska úrvalsdeildin blackburn - bolton 1-0 1-0 Martin Olsson (19.). blackpool - Stoke 0-0 Sunderland - Fulham 0-3 0-1 Gael Kakuta (32.), 0-2 Simon Davies (61.), 0-3 Ahmed Al Muhammadi (73. sm). WbA - Aston Villa 2-1 0-1 Abdoulaye Meite (3. sm), 1-1 Peter Odemwingie (59.), 2-1 Youssuf Mulumbu (83.). Wigan - Everton 1-1 1-0 Charles N´Zogbia (20.), 1-1 Leighton Baines (77. víti). Chelsea - tottenham 2-1 0-1 Sandro (19.), 1-1 Frank Lampard (45.), 1-2 Salomon Kalou (89.). birmingham - Úlfarnir 1-1 0-1 Steven Fletcher (7. víti), 1-1 Sebastian Larsons (26.). n Craig Gardner, Birmingham (28.). Liverpool - newcastle 3-0 1-0 Maxi Rodriguez (10.), 2-0 Dirk Kuyt (58. víti), 3-0 Luis Suarez (65.). Arsenal - Man. United 1-0 1-0 Aaron Ramsey (55.). Man. City - West Ham 2-1 StAðAn Lið L U J t M St 1 Man. Utd 35 21 10 4 71:33 73 2 Chelsea 35 21 7 7 66:28 70 3 Arsenal 35 19 10 6 68:36 67 4 Man. City 34 18 8 8 53:31 62 5 Liverpool 35 16 7 12 54:39 55 6 Tottenham 34 14 13 7 50:43 55 7 Everton 35 11 15 9 48:43 48 8 Bolton 35 12 10 13 48:48 46 9 Fulham 35 10 15 10 43:36 45 10 Stoke City 35 12 7 16 43:43 43 11 WBA 35 11 10 14 51:65 43 12 Newcastle 35 10 11 14 49:51 41 13 Aston Villa 35 10 11 14 44:57 41 14 Sunderland 35 10 11 14 39:52 41 15 Birmingham 35 8 15 12 35:52 39 16 Blackburn 35 10 8 17 41:55 38 17 Blackpool 35 9 8 18 48:70 35 18 Wigan 35 7 14 14 35:58 35 19 Wolves 35 9 7 19 38:61 34 20 West Ham 35 7 11 17 40:63 32 Enska Championship-deildin Leeds - burnley 1-0 Coventry - Reading 0-0 n Aron Einar Gunnarsson lék allan tímann í liði Coventry en hvorki brynjar björn Gunnarsson né Ívar Ingimarsson voru í leikmannahópi Reading. derby - bristol City 0-2 doncaster - Leicester 1-1 Hull - Crystal Palace 1-1 ipswich - Preston 2-1 Millwall - Swansea 0-2 nott. Forest - Scunthorpe 5-1 Sheff. United - barnsley 2-2 Watford - QPR 0-2 n Heiðar Helguson lék allan tímann í liði QPR. StAðAn Lið L U J t M St 1. QPR 45 24 16 5 70:30 88 2. Norwich 44 22 14 8 80:56 80 3. Cardiff 44 23 10 11 75:50 79 4. Swansea 45 23 8 14 65:42 77 5. Reading 45 19 17 9 75:50 74 6. Nottingham F. 45 19 15 11 66:50 72 7. Leeds 45 18 15 12 79:69 69 8. Millwall 45 18 13 14 62:47 67 9. Burnley 45 18 13 14 64:60 67 10. Hull 45 16 17 12 52:48 65 11. Leicester 45 18 10 17 72:69 64 12. Ipswich 45 18 8 19 60:64 62 13. Watford 45 16 13 16 76:68 61 14. Bristol City 45 16 9 20 59:65 57 15. Portsmouth 44 15 12 17 52:58 57 16. Middlesbro 44 15 11 18 62:68 56 17. Coventry 45 14 12 19 52:56 54 18. Barnsley 45 13 14 18 54:66 53 19. Derby 45 13 10 22 57:69 49 20. Cr. Palace 45 12 12 21 44:66 48 21. Doncaster 45 11 15 19 55:78 48 22. Sheffield Utd 45 11 9 25 44:75 42 23. Scunthorpe 45 12 5 28 42:86 41 24. Preston 45 9 12 24 51:78 39

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.