Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 2. maí 2011 Mánudagur Slóð eyðileggingar n Stormurinn sem reið yfir suðurríki Bandaríkjanna á fimmtudag skildi eftir sig slóð eyðileggingar n Alls fór- ust um 320 sem gerir storminn þann mannskæðasta í Bandaríkjunum frá 1932 en þá létust 330 í skýstrókabelti sem skók suðurríkin – rétt eins og nú Þakkar Guði fyrir giftingarhringinn Brenda Roberts var ein þeirra sem misstu heimili sitt en hún býr í smábænum Phil Campbell í Alabama. Í kjölfar hamfaranna á fimmtudag taldi hún sig hafa týnt giftingarhring sínum en eins og sjá má á myndinni tókst henni að endurheimta hringinn. Hann var graf- inn undir rústum hússins og var Roberts einstaklega þakklát þegar hún gat dregið hringinn aftur á fingur sér. Myndir reuterS Hús til sölu, eins og nýtt Kaldhæðnin fer ekki fram hjá neinum þegar þessi auglýsing er skoðuð – en á bak við hana stóð reisulegt hús fyrir aðeins nokkrum dögum. Nú eru aðeins rústir þar sem húsið stóð og ljóst að eigendum lóðarinnar mun reynast erfitt að selja hana, húsið er alltént horfið. Allt í rúst Þessi loftmynd sýnir götu í bænum Tuscaloosa í Alabama, en hann varð mjög illa úti í veðurofsanum í síðustu viku. Eins og sjá má eru hús við heilu göturnar svo gott sem horfin, eftir að hafa orðið skýstrókum að bráð. reynir að hughreysta þjóð sína Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ferðaðist um hamfarasvæðin og skoðaði eyðilegginguna. Bandarísk stjórnvöld hafa lofað fórnarlömbum skýstrókabeltisins fjárhagsaðstoð. Þjóðvarðliðar hafa verið sendir á svæðin sem urðu illa úti og eru þeir þegar byrjaðir að hjálpa til við að hreinsa til. Obama reynir hér að hughreysta íbúa í Tuscaloosa, en forsetinn var duglegur við að heilsa upp á fólk og hugga það. Verksmiðjurústir Heimamaðurinn Debbie Harrison gengur fram hjá verksmiðjuhúsnæði sem er ekki svipur hjá sjón. Þessi verksmiðja er í bænum Cullman í Alabama en hann varð illa úti í veðurofsanum eins og svo margir bæir í nágrenninu. eftirlíkingar á leiðinni Kínverskir klæðskerar eru nú þegar farnir að gera eftirlíkingar af brúð- arkjól Kate Middleton, en hún gekk eins og kunnugt er að eiga Vilhjálm Bretaprins á föstudaginn. Í borg- inni Suzhou er að finna rúmlega 700 verslanir sem helga sig brúðar- kjólum. Xiu Xiang rekur eina þeirra: „Við höfum oft áður náð að líkja eftir frægum brúðarkjólum með góðum árangri. Þegar Díana prinsessa giftist náðum við að endurskapa kjólinn hennar með allt að 90 prósenta ná- kvæmni.“ Búist er við því að fyrstu eftirlíkingar kjólsins, sem hannaður var af Söruh Burton fyrir tískuhús Alexander McQueen, verði tilbúnir innan nokkurra vikna. Obama gerir grín að trump Á árlegum galakvöldverði Hvíta húss- ins um helgina náði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fram hefndum á Donald Trump, auðkýfingnum sem mun hugsanlega sækjast eftir útnefn- ingu repúblikana sem forsetaefni. Trump hafði farið mikinn í síðustu viku við að efast um bæði ríkisborg- ararétt forsetans sem og námshæfi- leika hans. Í ræðu sem Obama hélt fyrir fullum sal, þar sem Trump var einnig meðal gesta, ræddi Obama um „hina óumdeildu hæfni Trumps“ og benti einnig á nokkur atriði úr þættinum Celebrity Apprentice, þar sem Trump þurfti að reka Gary Bu- sey úr þættinum. „Þetta eru einmitt dæmi um ákvarðanir sem halda fyrir mér vöku,“ sagði Obama og vakti um leið kátínu gesta. reykinga- bann í Kína Kínverjar hafa loksins ákveðið að banna reykingar í opinberum bygg- ingum. Talið er að bannið megi rekja til þrýstings frá Alþjóðaheil- brigðisstofnunni, WHO, sem hefur lagt hart að Kínverjum að bregðast við heilbrigðisvanda í landinu sem tengist reykingum. Í Kína eru rúm- lega 300 milljónir reykingamanna og þar deyja árlega um milljón manns af sjúkdómum sem má rekja með beinum hætti til reykinga. Þrátt fyrir bannið er ekki búist við að margir taki upp á því að hætta að reykja, en þess má geta að gerist reykingamað- ur brotlegur gegn banninu er refs- ingin engin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.