Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 26
T ökur á myndinni Svartur á leik hófust í liðinni viku en í aðalhlutverkum eru þeir Jó- hannes Haukur Jóhannes- son og Þorvaldur Davíð Kristjánsson ásamt Maríu Birtu Bjarnadóttur og Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillz. Eftir því sem nær hefur dregið tökum hefur bæst í leikarahópinn, í þarsíðustu viku var atvinnulausum boðin vinna við myndina og í síðustu viku bættist glamúrpían Lilja Ingi- bjargardóttir í hóp leikara. Leikur vinkonu Maríu Birtu Lilja er áhugaleikkona og fyrirsæta. Ferill hennar sem fyrirsæta er líka á uppleið eftir því sem heimildir DV herma en hún skrifaði undir samning við fyrirsætuskrifstofu í Los Angeles fyrir skömmu og fer þangað til starfa eftir að tökum á Svartur á leik er lokið. Lilja mun leika vinkonu persónu Maríu Birtu í myndinni og verður með í stóru og umtöluðu kynlífsatriði hennar. María Birta hefur áður lýst því yfir í fjölmiðlum að í kvikmyndinni verði djörf kynlífssena. Hún, Lilja og Gillz verða í miðju þeirrar senu sem er hópkynlífssena sem gerist í partíi. Ætlar að mæta í ræktina „Þetta er vissulega djarft og krefjandi fyrir leikarana,“ sagði María Birta í samtali við DV. Hún segir taugarnar ekki þandar vegna þessarar senu en ætlar nú samt að mæta aðeins í rækt- ina áður. „Strákarnir eru komnir í svo gott form að mér finnst ég verði að mæta aðeins í ræktina. Tökurnar eru á næstunni og ég ætti því að geta mætt nokkrum sinnum áður,“ segir hún og skellir upp úr. Fyrsta sena Maríu Birtu í mynd- inni var tekin upp í síðustu viku. „Þetta var stutt sena með Þorvaldi Davíð og gekk mjög vel. Hópurinn sem kemur að þessari mynd er mjög samstilltur og góður.“ Opnaði nýja og stærri búð María Birta hefur í nógu að snúast. Hún var að sameina verslanir sínar, Altari og Maníu, og verður með opn- unarpartí í næstu viku. Hún segist á þönum milli tökustaðar og búðar- innar og segir það vera mikið kapp- hlaup. „Þetta verður líklega alger bil- un. Ég er hlaupandi af einum stað yfir á þann næsta. Mesta stressið er að ná að opna búðina á réttum tíma þegar ég er í tökum, þær verða marg- ar hverjar langt fram á nótt. En þetta er svo skemmtilegt að mér þykir nú ekkert tiltökumál að leggja þessi hlaup til og frá á mig,“ segir hún. 26 | Fólk 2. maí 2011 Mánudagur Björk Eiðsdóttir í sjónvarpsþættinum Dyngjunni: Getur ekki horft aftur á fyrsta þáttinn Á þriðjudagskvöld er lokaþáttur Dyngjunnar á dagskrá og í honum verður meðal annars fjallað um pík- una og fullnægingu kvenna. „Þar sem þetta er kvennaþáttur fannst mér að við yrðum að fjalla um það allra heilagasta þó ég viðurkenni að það hafi verið við lítinn fögnuð með- stjórnanda míns,“ segir Björk Eiðs- dóttir, blaðamaður á Vikunni og annar þáttarstjórnenda. „Nadia er kannski penari þannig að hún hlakk- ar ekki beint til,“ segir hún stríðn- islega. „Í þessum þætti fáum við Ragnheiði Eiríksdóttur hjúkrunar- fræðing sem hefur eiginlega sérhæft sig í píkunni og hana Siggu Lund til að opna umræðuna.“ En er Björk sum sé engin tepra? „Ég veit það nú en ég er kannski ekki jafndönnuð og Nadia. Ég var að hlæja að því um daginn hvað við værum nú misdannaðar, ég og hún. Þá sagði samstarfskona mín: Bíddu, ert þú eitt- hvað dönnuð? Það vantar kannski eitthvað upp á það hjá mér, dömu- genið.“ Þáttargerðin er frumraun Bjark- ar á skjánum og hún segist vel geta hugsað sér að halda áfram að vinna í sjónvarpi. Í fyrsta þættinum segist hún hafa verið bæði stíf og stressuð. „Ég get ekki horft aftur á fyrsta þátt- inn,“ segir Björk og skellir upp úr. „Ég var náttúrulega stressuð og þess vegna var langt í brosið. Þetta er fljótt að lær- ast og hefur verið verulega skemmti- legt. Við höfum fengið að stýra þátt- unum og efni þeirra mikið eftir eigin höfði ásamt Ellu Sveins, framleiðand- anum okkar, og það er bæði krefjandi og gaman.“ En man hún eftir einhverju sem fór miður í þáttunum? „Jú, við höfum alveg lent í smá hnökrum hér og þar. Helst þá ef viðmælandinn segir ekki jafnmikið og búist var við en fólk er auðvitað misafslappað þegar það er fyrir framan sjónvarpsvélarnar, rétt eins og ég lærði sjálf. Þá fer maður að tala svolítið sjálfur og þá jafnvel um sjálfan sig. Ég hef talað um sjálfa mig í hálftíma og langað svolít- ið í nauðgunarsturtuna á eftir,“ segir hún og hlær. „Svo eru allt- af einhverjar vandræðalegar en skemmtilegar uppákomur, eins og þegar við fengum spákonu í þáttinn. Hún spáði fyrir brúð- kaupi hjá mér í september og mér fannst það mjög vandræða- legt svona í sjónvarpinu, ég var allavega mjög fljót að skipta í auglýsingar.“ kristjana@dv.is Nadia er meiri tepra Björk Eiðsdóttir segir samstarfs- konu sína dannaðri og meiri tepru. Þær ætla að ræða um píkuna í lokaþættinum af Dyngjunni. MyNd Bragi þór jósEfssON drepa tímann í golfi Íslenski Eurovision-hópurinn hélt út til Þýskalands í gær en Vinir Sjonna taka þátt í undankeppninni þann 10. maí næstkomandi. Hópinn skipa þeir Matthías Matthíasson, Hreimur Örn Heimisson, Pálmi Sigurhjartar- son, Benedikt Brynleifsson, Gunnar Ólason og Vignir Snær Vigfússon en allir voru þeir vinir Sigurjóns heitins Brink sem er höfundur lagsins. Það verður strembinn undirbúningur fram að keppni en Vinir Sjonna ætla þó að gefa sér tíma til þess að leika einn golfhring saman fyrir keppnina. Það var Hreimur sem kom því í kring. Stuðningur frá Blaz roca Rapparinn Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem Blaz Roca, var sérstakur gestur Arons Pálmarssonar á leik Kiel og Barcelona sem fram fór í Meistaradeildinni í handbolta í gær. Aron, eða Ronni Pjé eins og Erpur kallar hann, er einn af lykilmönnunum í sterkasta handboltaliði heims sem fyrrverandi lands- liðsþjálfarinn Alferð Gíslason stýrir. Erpur var staðráðinn í að skemmta sér vel á leiknum og sagði á Facebook-síðu sinni að hann ætti að sitja á milli Ninu Hagen og Horst Tappert. Þá stefndi hann á að fá sér á bilinu einn til nítján tvöfalda á meðan á leik stæði. Lilja ingibjargardóttir og María Birta leika saman í Svartur á leik: glamúrpía í hópi leikara Lilja Ingibjargardóttir mun leika vinkonu Maríu Birtu í myndinni Svartur á Leik og taka þátt í umtalaðri hópkynlífssenu með Gillz. Í nógu að snúast María Birta opnaði nýja og stærri búð undir merkjum Maníu í síðustu viku. Leika í orgíu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.